SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, May 31, 2004

Nokkrar nýjar myndir

Ok þá er ég loksins búin að insert-a myndavéla foritið í tölvuna heima, gengur ekkert að láta þráðlausa ADSL-ið virka í minni tölvu, þaning ég get farið að setja myndir inn á netið. Samt er ég svo mikill bjáni því ég gleymi ALLTAF myndavélinni. T.d. núna þegar ég fór til eyja um helgina. En þetta tekur bara smá tíma hjá mér að venjast. En allavega þá eru komnar nokkrar myndir inn frá því að við JÞ vorum í golfi á Akureyri og smá djamma hjá Eyrúnu og Tomma í Rvk. Enjoy :)
|

Oj Oj Oj, Sunna og Korn!!!

Var að tala við Sunnu áðan í síma og viljiði vita í hverju píkan lenti í gær! Hún og Thelma fóru á brjálað fyllirí með KORN! Þær hittu þá niður í bæ og þeir bara tóku þær að sér og bara frítt fyllirí og gaman!!! Pant þekkja þær þegar þær verða komnar með "record deal" með umboðsmanni þeirr ;) hehe
|

Skemmtileg helgi

Þá er maður komin heim. Endaði með að ég fór til Eyja um helgina. Svaka gaman. Kom á föstudagskvöldinu og þá var kíkt upp í Höll að hitta Dóru systir og náði nokkrum brekkusöngs lögum með Árna og síðan lagið sem var valið til þess að vera Þjóðhátíðalagið 2004. Fyrir það sem vita ekkert um hvað ég er að tala þá var haldið svona Eyjavision í eyjum um helgina til að velja lag fyrir þjóðhátíðina, frekar sniðugt sko. Já síðan var bara farið heim að sofa. Var boðið í party til Eyrúna og Tomma en var bara svo þreytt e-ð. Síðan á laug var hangið með Dóru og strákunum og síðan djammað heima hjá Sigurbjörgu um kvöldið og kíkt á SSSól, bana stuð. Síðan var farið í göngu með prinsana mína á sunnudaginn og Donnu (hundinn hennar Sigurbjargar). Í gærkvöldið kíktum við síðan öll til Eyrúnar og Tomma, sumir fengu sér í glas, en nennti því ekki. Sigurbjörg, Dröfn og Þórey kíktu á Lundan og Við Rannveig, Eyrún og Tommi kíktum í pottinn. Voða næs. Síðan var haldið heim um 4 og farið að sofa, í ÞRJÁ tíma vegna þess að ég þurfti svo að vakna í herjólf. Þannig frekar þreytt núna sko!
|

Friday, May 28, 2004

Eyjar eða ekki eyjar?!

Afhverju er þetta alltaf svona mikið mál fyrir mig að ákveða mig hvort ég eigi að fara til eyja eða ekki!? Óþolandi. Held nú samt alveg pott þétt að ég fari í þetta skipti....eða hvað!? Æ veit ekki, I'll keep you informed ;)
|

Áhugalausir lesendur, eða hvað?!

Hvað er eigilega í gangi, commentar bara engin nema Hjördís? Mér skilst nú á ykkur að það séu nú fleirri sem lesa þetta hjá mér, en svo er ekki að sjá á commentunum! Ég heimta að fleirri skrifa við hjá mér! hehe :D
|

Thursday, May 27, 2004

Cafe Borg

Endilega verið dugleg að koma við á cafe borg hamraborg í sumar á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Hef heyrt að það séu svaka skutlur þar bakvið barinn ;)
|

Wednesday, May 26, 2004

Hvernig er þetta með þessa tækni í dag!

Þetta er nú frekar furðulegt, miða við alla tæknina sem er í dag, þá skil ég ekki alveg afhverju er ekki búið að framleiða e-s-konar símtæki sem virka lengst út á sjó! ÉG VEIT það eru til þessi gps tæki eða hvað sem þau heiti, en þau virka ekki betur en það að ég er ekki búin að heyra í jónþóri í viku! Eða virka þau kannski alveg og það er bara ég sem er svona leiðinleg að hann er fegin því að vera laus við mig í nokkrar vikur!? Spurning! hehe
|

Hvað er að ske með OC?

Eins og mér fannst OC mikil snild þegar þeir byrjuðu þá eru þættirnir nú aðeins farnir að vera meiri della. Þoli ekki þennan Oliver þarna og býð bara eftir að hann fari! En þó ég mun samt halda áfram að horfa á þá, í bili allavega! :)
|

Löglega afsökuð ;)

Ég er löglega afsökuð fyrir að hafa ekki skrifað í gær, komst nefnilega ekki á blogger.com né neina aðra blog síðu í gær. En ég hef svo sem ekkert mikið að segja. Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara til Eyja um helgina. Langar svolítið, en svo getur líka vel verið að maður kíkja í grill til Sunnu babe og/eða upp í bústað með mömmu og pabbi. Nóg í boði sjáiði til :D En guð ég verð að fara að vera duglegri að setja inn myndir, er búin að fara í 3 party á stuttum tíma og bara búin að muna eftir mynavélini í einu þeirra, LÉLEGT SKO! Ef e-r er tölvu gúrú þá má hann endilega láta mig vita hvort það sé e-ð leyndarmál við það að tengja þráðlaust adsl kort við fartölvu sína!
|

Monday, May 24, 2004

Biðst afsökunar :S

Ég vil bara formlega byðja gestina í veisluna hennar Unnar á laug, afsökunar ef þið miskildu e-ð bloggið sem ég skrifaði hérna um daginn. Þið voruð voða hress og skemmtilegar, það vantaði ekki! Ég bara datt úr gír þegar leið á kvöldinu og nennti ekki að dröslast niður bæ í litlu sem engu stuði :) Síðan varst þú Helga babe ekki að djamma og á leiðinni heim og Unnur þú varst svo busy að ég ætlaði ekki að vera að hanga í rassgatinu á þér dúllan mín. Takk samt fyrir frábært boð :*
|

Sunday, May 23, 2004

Sunnudagar, alltaf eins...

Það er ótrúlegt mað sunnudaga, þeir eru alltaf dagar sem fara í þynku eða bara afslöpun. Sem er svo sem fínt ef maður vissi ekki alltaf að maður þyrfti að fara í skólann eða vinnu næsta daginn! :( En nei nei ég ætla nú ekki að byrja að kvarta strax, það er sko fínt að vinna í Landsbankanum, fínn banki :) Djöfull þyrfti ég að fara að taka til í herberginu mín, EKKI að nenna því, hver sem er í svoleiðis stuði endilega kíkið við ;) hehe
|

Skrítið með djamm og vini!?!?

Skrítið, þegar maður er að djamma þá vill maður yfirleitt hafa allavega e-n svona einn til að hanga alveg með. Eins og í kvöld var í í stúdentsveislu með fullt af fólki sem ég þekkti. Ætlaði ekkert að detta í það, en var komin á 4-5 hvítvínsglasið og allt á réttu leið þegar vinkona mín sem ég var mest með þurfti að kíkja í annað partý! Og þótt ég þekkti fullt af fólki í partýinu, þá bara datt ég úr gír! Skrítið. Þannig nú er ég bara komin heim að reyna ákveða mig hvort ég eigi að kíkja á hinar stelpurnar sem eru á kaffihúsi, nenni bara ekki í leigubíl ein :(
|

Thursday, May 20, 2004

Rigning og bjakk!

Hverslas hverslas, maður fær frídag og langar að nota hann í e-ð skemmtilegt, en nei nei ALLT lokað og rigning í þokkabót! En jæja maður var þó allavega í fríi. Vonandi skemmtu allir sér vel í gærkvöldi. Við stelpurnar kíktum saman upp í bústað, rosa fjör, kíkt í pottinn og spilað. Síðan er spurning hvort maður skellir sér til eyja á morgun. Æ held samt ekki, fer frekar þegar spáin er skárri. Er svo mikil veður manneskja sjáið til ;) hehe
|

Wednesday, May 19, 2004

"Og þá var sorg í borginni..."

Nú er ég orðin ein, JÞ farin til eyja og kemst vonandi á sjó sem fyrst. Nei nei ég er nú ekki ein, hef mömmu og Örnu og Sighvat, samt spurning stundum hvort þau séu til að láta mann vilja vera einn, þessi syskini geta verið frekar erfið! Vægasagt! En lítið planað, nema bara taka því næs í kvöld þar sem það er engin vinna á morgun :) En hjá ykkur?
|

Monday, May 17, 2004

Uppstillingardagur!?!?!

Ættu nú eigilega ekkert að vera að viðurkenna þetta, en ég áttaði mig ekki alvag á hvaða dagur væri á fimmtudaginn, og kallaði það óvart "uppstiLLingardagur", en ekki uppstigningardagur, og það fyrir framan JÞ þannig það var sko gert grín! En allavega þá er ég svo heppin að vinna á vinnustað þar sem maður fær víst alltaf frí á svona dögum. Þannig næs hjá mér á fimmtudaginn :)
|

Til hamingju með próflok :D

Þá er loksins komið að því að nánast allir eru búnir í prófum og komnir í sumarfrí, til hamingju með það :) Frábært, nú er bara að hafa það gott í sumar. Það verður sko markmiðið, að hafa gaman og gott, ekki satt?
|

Tek þetta á mig!

Jæja þá er ég strax farin að gera það sem ég sagðist ekki ætla að gera og það er að vera latur bloggari. Ég hef nú samt smá afsökun og hún er að ég var að "flytja" aftur í bæinn og nóg sem fylgir því. Það var djamm heima hjá Eyrúnu á föstud.kvöldið (set myndir inn bráðum), Eurovision party hjá Gísla Geir á laug.kvöld og síðan bara skellt sér til Grindavíkur á sunnudaginn að horfa á Grindavík-ÍBV og síðan labbað einn gólf hring með JónÞóri. Þannig voða gaman. Í dag byrjaði ég í Landsbankanum og gekk það bara ágætlega. En jæja nóg í bili, verð duglegri from now on!
|

Friday, May 14, 2004

Bruna í bæinn

Þá er komið að því, JÞ er í þessu augnabliki að klára seinasta prófið sitt og síðan verður haldið í bæinn. Vonandi að við komumst bara alla leið með bílinn svona TROÐ fullan eins og hann er :D Þetta hlýtur að hafast. Er annars e-ð skemmtilegt að ske í bænum um helgina? Annað en Eurovision?
|

Thursday, May 13, 2004

Reikningar og Þrif!! GAMAN!

Ég hafði nú bara engan tíma í gær til að skrifa neitt á síðuna þar sem dagurinn minn fór í að borga reikninga. Það var sko orðin stór upphæð sem var búin að safnast saman. Djöfull er dýrt að lifa! Reyndar var Sigurbjörg líka búin í prófunum í gær þannig við áttum bara kósí dag, fórum í bakarííð, í göngu og svona. Síðan kíktum við JÞ í gólf, það var svo frábært veður. Þannig allt að ske. En í dag þarf ég að taka til!!! Oj oj oj, sópa, skúra, þurka af og pakka niður! Doesn't get much more fun! En jæja það er best að fara að byrja á þessu :(
|

Tuesday, May 11, 2004

"I still miss you and it makes me feel blue"

Nú fer að koma að Eurovision keppninni. Ég verð nú að segja að ég er ekkert alltof bjartsýn. Venjulega er ég frekar fljót að venjast þessum lögum sem við förum með í þessa keppni, en ég er bara fyrir vondbrigðum með hann Jónsa. Mér finnst hann algjör snilld og skil því ekki hvað hann er að gera með þetta lag. Byrjunin á laginu er bara svo léleg, textin er hörmung, það er eins og þetta sé e-r rým keppni! Ég held að við höldum okkur nú bara í 16.sætinu. Okkur virðist líða ágætlega þar.
|

The last day

Jæja þá er komið að því, seinasti dagurinn af sjö........LOKSINS! Nei nei þetta er búið að vera ágætt, félagsskapurinn er búin að vera svo góður, rosa hressar stelpur sem vinna hérna (þernunar). Það verður sko haft það næs í dag, tvenns konar kökur og mjólk. Nammi! Tókum smá flipp hérna áðan við Lóa og tókum glæsilega auglýsinga myndir fyrir Hótel Norðurland, held samt að ég "auglýsi" þær bara hérna, er hrædd um að þeir sem mundu sjá þessar myndir mundu halda að það væri verið að auglýsa vændishús en ekki hótel;) Set þær inn á í kvöld :)
|

Monday, May 10, 2004

Laun og skattar! Oj!

Þetta er alveg ótrúlegt, maður er að rembast við að safna sér pening í sumar til að geta lifað næsta vetur af þegar maður byrjar í háskólanum. En hvernig á það að vera hægt þegar manni er borgað nánast engin laun! Svo nenni ég ekki einu sinni að byrja að ræða skattinn. Að borga allan þennan skatt á meðan maður er námsmaður er bara rugl! Það á bara að sleppa því að láta mann borga skatt á meðan maður er að læra því guð veit þeir fá nóg þegar maður fer svo út á vinnumarkaðinn. Maður stefnir hátt í lífinu, og með því fylgja há laun og jú háir SKATTAR!
|

Nýjar myndir

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir. Þetta eru reyndar ekkert nýjar myndir, bara nokkrar sem ég valdi frá tvítugs afmælinu okkar Sunnu og Tönju og frá útskriftinni minni í Maí. Þannig endilega skoðið :)
|

Sunday, May 09, 2004

Afhverju koma ekki myndirnar?

Getur nokkuð e-r sagt mér afhverju myndirnar efst á síðunni opnast ekki fyrr en maður er búin að fara inn í myndaalbúmið á síðunni og skoða þær!? Ef maður skoðar allar myndirnar og síðan lokar því og fer aftur á síðuna, þá koma myndirnar!? Frekar furðulegt!
|

Twentyfour

Jæja þá er vaktin í dag búin, og ég á leið heim. Í kvöld er þátturinn 24, sem er alltaf jafn spennandi. Reynar er þetta fyrsta serían sem ég horfi á, en mér finnst þetta mjög skemmtilegir þættir. Ég er nefnilega þannig að ég verð sjónvarpssjúklingur með stæl nokkra vikur í senn. Ég horfi ekki á sjónvarpið, nema bara vídíó, í ár eða e-ð, en síðan glápi ég á hvern einasta þátt sem er sýndur þegar ég er í stuði. Þetta tímabil byrjaði í þetta sinn þegar ég kom norður. Við JÞ fengum okkur stöð 2 og þar eru nóg af þáttum, og þar sem JÞ var stundum að læra á kvöldin þá festist ég í öllum þáttum. Þannig ef þið viljið spjalla um bara E-Ð sem er að ske á TV-inu, then I'm your (wo)man! ;)
|

Official opening :)

Jæja þá er komið að því. Núna set ég slóðina á msn-ið og þið getið kíkt á þetta. Ég er ekki búin að vera að vinna þetta við mína tölvu þannig er eigilega ekki búin að setja neinar myndir inn, notaði bara nokkrar sem ég á hérna í vinnunni. En vonandi hafið þið e-ð gaman af þessu hjá mér, og kíkið annars lagið, og já endilega setja inn comment :)
|

Píkurunt eða bara bíltúr!?

JónÞór var að spurja mig í gær hvort að við Sigurbjörg ætluðum að kíkja á "píkurunt" í gærkvöldi, ég var nú ekki alveg sammála honum í því að stelpur færu yfir höfuð á pikurunta! En hann sagði að maður væri ekki maður með mönnum nema að kalla þetta þessu nafni. Personulega held ég að það séu bara tveir sem kalla það að fara í bíltúr "píkurunt" og það séu JÞ og Addi. Eða hvað finnst ykkur, er þetta það nýjasta?
|

Sumarsól

Svei mér þá, getur verið að sumar veðrið sem ég pantaði sé bara komið!? Reyndar held ég að fólk sem er í prófum séu bara sátt við að sólin hafi ekki veri að sýna sig, þar sem það er fátt leiðinlegra en að hanga inni og lesa þegar það er sól og blíða úti.
|

Bara þrír dagar eftir...

Jæja þá er maður loksins hálfnaður og rúmlega það hérna í vinnunni. Til að geta hætt fyrr, þá er ég núna að vinna 7 daga í röð, 12klst vaktir. Þannig orðin frekar þreytt. En ég er búin núna á þriðjudaginn þannig þetta fer að koma. Sigurbjörg er búin í prófunum á miðvikudaginn og síðan JónÞór á föstudaginn þannig fer að vera gaman hjá okkur öllum hérna fyrir Norðan. Það verður sko næs að kíkja í pottana og bakaríið með Sigurbjörgu á miðvikudaginn áður en hún leggur af stað í bæinn, allir í svo góðu skapi, búin í prófum og vinnunni :) Síðan brunum við JÞ í bæinn á föstudaginn eftir prófið hans. Og þá er maður komin í bæinn fyrir sumarið :D
|

Saturday, May 08, 2004

Kærar þakkir Hjördís

Nú er maður búin að vera að dunda sér við þessa síðu hérna í dag. Lítur bara ágætlega út, eða hvað finnst þér? :) Var ákveðin í að gera þetta sjálf, enda hafði ég nægjan tíma (12klst vakt), en síðan fékk ég aðeins að plata Hjördísi Jó að hjálpa mér með gestabókina og svona. Rosa góð.
|

Vinnan

Nú fer að koma að því að ég fari að hætta í vinnunni hérna á Akureyri. Er búin að vera að vinna hérna á Hótel Norðurlandi síðan í lok janúar. Frábært fólk sem vinnur hérna, bæði hérna megin og á Hotel Kea (þetta er allt sama keðjan). Svo típískt, búið að vera frekar rólegt hérna hjá mér, og svo akurat þegar maður hættir, þá fer sumarfjörið að byrja og allt að gerast á hótelum á Íslandi. En svona er þetta nú bara. JónÞór er að fara á sjó í sumar og ekki nenni ég að hanga ein hérna fyrir norðan. Fer líka yfir í vinnu sem er örugglega rosa fín, gjaldkeri í Landsbankanum í Smáralyndinni. Þannig allir þangað að borga reikningana sína í sumar :D
|

Að tala við sjálfan sig

Ég er nátturulega bara að tala við sjálfan mig núna, sem er frekar sorglegt, en vil gera síðuna aðeins fínni áður en ég byrti hana öllum þessum þúsunum sem eiga eftir að lesa hana (eða þannig ;) ).
|

Myndir og dagleg skrif

Mér finnst alltaf lang skemmtilegustu blogg síðurnar, þar sem er reglulega skrifað inn, þótt það sé ekki nema bara e-ð smá, og líka þegar fólk er duglegt að setja inn myndir. Við JónÞór erum reyndar frekar löt að taka myndir, en erum að vinna í þessu :) Þannig ég ætla að reyna að vera dugleg að taka myndir í sumar, á djömmum o.s.frv og setja þær hér inn. Ef ég kemst að því hvernig það er gert ;)
|

Það sem er bannað að blogga um (skilst mér) er....

- hvað maður borðar á daginn
- hvað það er leiðinlegt hjá mér í vinnunni (þ.e.a.s. ef það er leiðinlegt)
- hvað kærasti/hundur/köttur mans sé frábært og æðislegur (ekki að kettir geti veirð annað en drep leiðinlegir)
- hvað það eru margar hitaeiningar í hinu og þessu (bara til að drepa mann úr leiðindum)

Ef ykkur dettur e-ð fleirra í hug, þá endilega látið mig vita ;)
|

Strax farið að gera grín!

Ég er nú bara enn að leika mér að gera þessa síðu og strax eru JónÞór og Addi (vinur hans) farin að gera grín! Þeir komu hérna áðan og fóru að skjóta á mig að þessi síða yrði eins og síðan hjá hinum og þessum. En svo verður vonandi ekki. Leiðinlegt að vera eins og allir aðrir, ekki satt?
|
Jæja þá er ég farin að gera e-ð sem ég hélt að ÉG mundi nú ekki byrja á. En ég prófa þetta, ef mér (eða öðrum) finnst ég svo bara vera e-ð að röfla alltaf þá bara hættum við þessu :D
|