SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Wednesday, March 28, 2007

Crazy times

Á föstudaginn er ég að spá í að skella mér suður og mæta á "Stelpu hitting ársins" :) Við ætlum að hittast Eyja píurnar og believe it or not þá held ég bara að allir í hópnum sjái sér fært að mæta sem er auðvitað great.
Nú styttist í að ég fari til Bretlands og get ég ekki beðið. Þá stefni ég á að vera búin að senda á leiðbeinandan minn lokaritgerðina eins og hún er í dag og fá hann til að commenta á hvað vantar. Vonandi er það ekki mikið því að ég er komin með blaðsíðufjöldan og rúmlega það og vil ekki hafa ritgerðina of langa.
Vitiði að ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað er nauðsynlegt að eiga góða að. Jónþór er sko meiri hetjan. Hann les allt yfir fyrir mig, bæði allt sem tengist lokaritgerðinni og öðrum verkefnum, og ég held m.a.s. að stundum þurfi hann að skrifa textann bara hreinlega upp á nýtt :S Síðan var ég á pínu bömmer í gærkvöldi en var fljót að gleyma því þegar við Hjördís lágum inn í stofu að spjalla um allt milli himins og jarðar. Það er auðvitað voða kósí að koma heim og hafa alltaf e-n til að taka á móti manni, bæði vinkonu og hvolp :) Við Zorró erum orðnir miklir vinir og haldiði að "stjúpa" sé ekki bara farin að sjást í göngum með fóstur-soninn ;) hehe Mamma og pabbi eru nátturlega snillingar í að láta manni líða betur þegar maður er e-ð down....sem og Dröfn og Dóra sys. Já maður er sko heppin skal ég segja ykkur :D
En jæja nóg af þessu væmna tali....og back to the books. Ég lofa að koma með e-ð meira spennandi fljótlega ;)
|

Wednesday, March 21, 2007

Pían á leiðinni til Grimsby Town


Í gærkvöldi sat ég ennþá upp á bókasafni og klukkan að verða 11, eins og svo mörg önnur kvöld þessa önnina. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætlaði að gera um páskana. Það leit ekki út fyrir að Jónþór kæmist til Íslands útaf vinnunni og mamma og pabbi eru að spá í að fara út þannig líklegt var að ég myndi bara halda upp á páskana ein á Bakkahlíðinni! Auðvitað hefur maður nóg að gera í þessu lokaverkefni en ég ákvað bara að skella mér út til Grimsby í viku :) Þannig ég ætla að læra alveg á milljón fram að páskum og reyna að vera búin með sem mest og ef ég á slatta eftir þá er ekki mikið vandamál að taka ferðatölvuna með sér og vinna í þessu úti. So now you know....Sara Pálsdóttir bókasafnsnörd, sem er ekki búin að eiga sér neitt líf þessa önnina, er að fara til Bretlands 2.apríl :) Hver veit nema maður skelli sér í golf, á fótboltaleik og auðvitað í búðir einu sinni eða tvisvar ;) Nú er bara að vona að veðrið verði gott.
|

Tuesday, March 20, 2007

Einn pínu dónó en frekar fyndin!

There was this couple that had been married for 20 years. Every time they made love the husband always insisted on shutting off the light.Well,after 20 years the wife felt this was ridiculous. She figured she would break him out of this crazy habit. So one night, while they were in the middle of a wild, screaming, romantic session, she turned on the lights. She looked down... and saw her husband was holding a battery-operated leisure device... a vibrator! Soft, wonderful and largerthan a real one. She went completely ballistic. "You impotent bastard," She screamed at him, "how could you be lying to me all of these years? You better explain yourself!" The husband looks her straight in the eyes and says calmly: "I'll explain the toy . . . you explain the kids."
|

Monday, March 19, 2007

Alltaf að læra e-ð nýtt

Ekki nóg með það að ég er alltaf að læra e-ð nýtt um Vestmannaeyjar, markaðssetningu þess og sömgöngumál á Íslandi, þá er ég líka að læra margt annað. Sem dæmi:
  • - Á laugardaginn lærði ég að opna hurðina hérna niðri með kortinu mínu. Mér hefur aldrei tekist það áður, og er ég ekki ein um það!
  • - Þessa seinustu viku hef ég lært að búa með vinkonu og hundi...sem er allt öðruvísi en að búa með kærastanum. Maður verður nefnilega að passa sig því maður er svo fljótur að temja sér ákveðnar venjur, hvernig maður vill hafa hlutina og hvar hvað á að vera. En síðan kemur e-r nýr inn á heimilið og þá þarf maður að aðlagast...sem maður hefur auðvitað bara gott af :D
  • - Á sunnudaginn downloadaði ég Skype og er núna orðin formlegur meðlimur Skype-heimsins :) Þetta er sko algjör snilld
  • - Og í dag er ég að læra hvernig ég á að sætta mig við það þegar e-r annar situr í sætinu mínu á bókasafninu, og er að breyta stillingum á stólnum mínum og svona!

Eitt sem ég er samt ekki enn farinn að fatta er þessi MySpace heimur!? Skil bara ekki tilganginn...! Það kemur kannski bara seinna ;)

|

Sunday, March 18, 2007

Södd og sátt með helgina ;)

Þessi helgi er búin að vera mjög fín. Ég er búin að vera dugleg að vinna í lokaverkefninu, en samt búin að sofa út og hafa það gott eftir að ég kem heim af bókasafninu á kvöldin.
Við Systa vorum nú heppnar í morgun. Við kíktum í göngu og það var svo kalt að ég var að krókna. Hefðum við samt farið seinni partinn í göngu, eins og við ætluðum upphaflega að gera, þá hefðum við eflaust orðið úti þar sem veðrið í dag er búið að vera algjör hörmung! Snjór og vindur bara passa ekki saman!!!
Við borðuðum á Nings í kvöld þannig nú er ég orðin þokkalega "inn" hérna fyrir norðan ;) Maður verður að passa sig á að tolla í tískunni. Mér fannst maturinn var bara fínn en ekkert endlega e-ð til að hoppa húrra yfir.
Annars er mín bara farin að vera með kjaft hérna á bókasafninu. Það eru bara ákveðnir aðilar sem skilja ekki að maður á ekki að tala á bókasafni. Ég meina er það ekki bara vísbending útaf fyrir sig þegar þú ert EINI sem ert að tala á staðnum!? Ja...mar hreinlega spyr sig!
|

Saturday, March 17, 2007

Nýr dagur ný ráð :)

Dagurinn í gær var ekki góður....fyrst varð ég pirruð út í yngsta "fjölskyldumeðliman" á Bakkahlíðinni, síðan út í Vodafone, síðan út í kerlingarnar á bókasafninu og loks út í sjálfan mig ! Þannig að þegar ég ákvað að fara heim á milli 6 og 7, þá var ég bara búin á því (það bara tekur greinilega á að vera svona pirraður). Þannig við Systa kíktum saman í Bónus, síðan eldaði ég handa okkur pastarétt og svo kíkti hún í X-factor partý til frænku sinnar en ég skreið bara upp í sófa og horfði á bíómynd í sjónvarpinu. Hjördís kom og kúrði hjá mér og síðan kíktum við út í göngu fyrir svefninn. Í morgun svaf ég út og er núna mætt upp á bókasafn í miklu betri skapi en í gær :D
|

Thursday, March 15, 2007

Hér er ÉG um MIG frá MÉR til MÍN!!´


Ég veit ekki hvað ég er að hugsa þessa dagana. Ég bara vakna, fer upp í skóla, borða, fer heim og fer að sofa! Það mætti halda að ég væri búin að skrifa 300 bls í þessari lokaritgerð en ég væri ánægð ef ég er komin með 1/10 af því!!

Litli frænd minn, Arnór Viðarsson, átti afmæli 13.mars og ég gleymdi því. Vonandi að hann fyrirgefi mér þegar ég hringi 2 dögum of seint í hann. Held reyndar að honum verði nákvæmlega sama, frekar spurning með mömmu hans ;) hehe

Annars kíktum við Hjördís í bíó í gær á Music and Lyrics og var hún mjög fín. Algjör stelpu mynd, en fín. Maður þurfti ekki að hugsa eða neitt og þótt mér það mjög fínt.
|

Wednesday, March 14, 2007

Pizzu partý í gær



Í gær hittumst við krakkarnir úr skólanum heima og elduðum saman pizzu. Segja má að um færibandafjöldaframleiðslu hafi verið að ræða og að Henry Ford hefði verið stoltur ;) Það var mjög gaman að hittast aðeins, rifja upp New York ferðina og slappa af. Við höfðum punktað hjá okkur helstu atriði ferðarinnar þegar við vorum úti, og skrifuðum við því stutta ferðasögu í gær og hentum inn myndum og svona. Rosa gaman. Allavega fyrir okkur, en er ekkert viss um að Systu hafi fundist þetta jafn fyndið og okkur. Frekar mikill einkahúmor ;)


Nýjust fréttir úr skólanum eru þær að í gær skiluðum við 50% verkefni í markaðsfræði, í dag skilum við 10% verkefni í viðskiptalögfræði og eftir viku skila ég 50% verkefni í ferðaþjónustu. Þar með verð ég búin að skila ÖLLUM verkefnum og get einbeitt mér fullkomlega að lokaverkefninu. Ég er kannski mjög bjartsýn en mig langar ROSALEGA að vera búinn að skrifa í byrjun apríl og skila henni til yfirlestrar í páskafríinu. Geta lagað hana alla til eftir páskafríið, skilað henni síðan bara snemma og farið að einbeita mér að prófunum. Ef þetta gengur ekki svona vel, þá hef ég allavega páskafríið til að klára að skrifa hana. Þetta kemur allt í ljós.
En jæja best að fara að læra þannig að Hvati bró fari ekki að skamma mig aftur ;)
|

Monday, March 12, 2007

Systa my new roommate :D


Þá er Jónþór farinn aftur út til Bretlands og ég þ.a.l. aftur orðin ein í kotinu. En "not for long" þar sem í kvöld eða á morgun, flytur Sigurbjörg vinkona til mín. Það verður ekkert smá gaman að hafa hana hjá mér, þó svo að ég eyði nánast öllum stundum sólahringsins upp á bókasafni. Ég líka passaði mig á því að ítreka það við hana svona 100 sinnum að ég væri nánast alltaf upp á bókasafni þannig að ég væri ekki skemmtilegasti roommate í heimi! Það fer nú samt auðvitað eftir hvernig mig gengur að skrifa þetta blessaða lokaverkefni hvað ég þarf að vera mikið upp í skóla.
Nú vona ég bara að hún Hjördís mín sjái þetta ekki sem enn eitt framhjáhaldið!! ;)
|

Thursday, March 08, 2007

Ég á afæmli í dag :D


Til hamingju með afmælið ég :) Þetta líður svo hratt að áður en ég veit af verð ég farin að skjótast á milli elliheimila að heimsækja vinkonurnar á svona tryllitæki eins og ég er á á myndinni hér til hliðar ;)
Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég á afmæli þá finnst mér nú að dagurinn eigi að snúa 100% um mig, because lets face it; its my day! ;) En áðan fékk ég eina bestu afmælisgjöf sem ég hefði getað óskað mér...og hún snýst ekkert um mig! Hún Dröfn vinkona, a.k.a Kúbufarinn, var að fá frábæra vinnu og er ég algjörlega í skýjunum :) Hún byrjar á morgun og vil ég bara óska henni góðs gengis og hlakka til að heyra í þér eftir vinnudaginn honey :*
|

Wednesday, March 07, 2007

It's my birthday...tomorrow :)

Ég mun halda afmæliskaffi á morgun, fimmtudaginn 8.mars, kl.16.00. Be there or be square ;)
|

Tuesday, March 06, 2007

Nýjasta nýtt




Já það er sko búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Fyrir viku keyrðum við Hjördís saman suður. Ég fór síðan til Eyja daginn eftir og dró mömmu með mér. Þar tók ég þau viðtöl sem ég þurfti fyrir lokaverkefnið mitt, hitti ættingja og knúsaði prinsana mína alveg í tætlur :) Þegar ég kom aftur til Rvk var brunað beint til Keflavíkur að sækja aðal gæjann og var ekkert smá gott að fá hann loksins til Íslands. Við kíktum á tengdó og síðan var tekið næstu vél til Akureyrar. Á laugardeginum horfðum við á Manchester United taka Liverpool í bakaríið. Nei nei ok ég skal viðurkenna að Liverpool stóð sig vel, en sorry það eru samt mörkin sem skipta máli ;) Um kvöldið var árshátíð HA og var ekkert smá gaman hjá okkur öllum. Maturinn var fínn, skemmtiatriðin góð og ballið skemmtilegt. Og ekki skemmdi fyrir að ég vann í happdrættinu. Það var nú bara leti á sunnudeginum en síðan harkan sex í gær og í dag. Jónþór er búin að fá að eyða mest megnis af fríinu sínu upp á bókasafni með mér. Mjög gaman ;) hehe Hann er bara orðin svo ómissandi hjá fyrirtækinu og er því á fullu að svara e-mailum allan daginn :)

Nú styttist í afmlælisdaginn hjá píunni þannig ef þið ætlið að senda mér pakka þá er um að gera að drífa í því í dag þannig ég fái hann nú á réttum degi :D Svo vil ég óska Sunnu Guðrúnu og Eddu Margréti til hamingju með daginn. Njótið vel elskurnar.
|