SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Wednesday, June 29, 2005

Pirr pirr pirr

Æ damn it....ég er ein af þessum típum sem er ekkert mikill aðdáandi verkjalyfja. Reyni bara að taka svoleiðis töflur þegar mér er mikið illt einhverstaðar eins og t.d. núna í "kjaftinum"! Málið er bara að þegar ég tek svona töflur verð ég svo pirruð í skapinu e-ð. Alveg eins og þegar ég tek sjóveikistöflur þá verð ég öfga fúl! Hvernig væri ég eigilega sem dópisti, bara ALLTAF í fýlu örugglega ;) hehe
|

Tuesday, June 28, 2005

Endajaxlataka...á á á! :(

Fór í seinni endajaxlatökuna í morgun. Mætti síðan í vinnu 20 mín seinna...var ekki að tíma að taka mér veikindafrí þannig ég er búin að vera hérna í vinnunni í dag. Var frekar erfitt fyrst þar sem ég var svo dofin, talaði eins og móðir, en síðan gekk það yfir og er bara búin að vera með verk í þessu síðan. Vonum að hann fari að hverfa en miða við fyrri reynslu þá tekur þetta 3-4 daga að hverfa alveg. Ekki gaman af þessu en hvað gerir mar ekki fyrir að vera með fallegar tennur?! :D
|

Monday, June 27, 2005

Hvað er í gangi?!

Getur e-r sagt mér hvað er í gangi með síðuna mína, afhverju kemur allt í einu bloggið svona miklu neðar á síðunni? Furðulegt!
|

Sunday, June 26, 2005

Early start early finish...

Já það er nú meira hvað mar er orðin gamall...var komin heim af djamminu rúmlega tvö í nótt hehehehe. Við Dröfn byrjuðum á því að elda saman, og fengum okkur auðvitað viðeigandi borðvín með ;) Síðan kíktu Sigurbjörg, Kalli, Eyrún og Tommi á okkur, og við vorum farin út úr húsi kl.11. Kíktum á Rannveigu, sem var að halda veisluna sína á Gauknum, og þaðan á Nasa. Var síðan svo heppin að Arna Sif var á rúntinum, þannig fékk bara far heim með henni. Maður stóð sig eins og hetja í vatnsdrykkjunni, þambaði og þambaði það með bjórnum, til að koma í veg fyrir skóleysi og annað slíkt (sumir fatta og aðrir ekki :D )
|

Saturday, June 25, 2005

Hélt ég myndi drepast....

Shit....var án efa að hitta mesta steik haus sem ég hef á æfinni hitt....vá hvað hann var í öðrum heimi heldur en við erum flest!!
|

Saumastofa Eyrúnar góðan daginn!

Já það mundi sko ekkert annað duga heldur en hörðustu þræla til að vinna fyrir hana Eyrúnu Stefánsdóttir, við Dröfn vorum fljótar að komast að því í gær!!! En það er ekki hægt að segja að við séum ekki flinkar í saumamennskunni....reyndar sló ég þær algjörlega út þegar það koma að því að sauma með höndunum. En hún Fr.Rúna má eiga það að hún var helvíti öflug á saumavélinni, sérstaklega þegar þurfti að fara að sauma aftur á bak, þar sem okkur tókst að brjóta e-ð inn í vélinni :( Bannað að segja mömmu ;) Erum að fara með hana í viðgerð í dag, eða reyndar þær, þar sem ég er stuck at work. En það er allt í lagi þar sem dagurinn lofar góðu, vinna til 4-5, fara síðan í kökuveislu til Guðmundu þar sem Bjarni Geir er að útskrifast sem Doctor í dag, (til hamingju með það Bjarni minn), og síðan ætla stelpurnar að kíkja og við ætlum að elda saman og drekka borðvín, þar sem við erum svo dannaðar ;) hehehehe Þaðan held ég að leiðin liggji á Gaukinn þar sem Rannveig er að halda útskriftarpartýið sitt í kvöld. Þannig eins og stuðmenn mundu segja "Fönn fönn íslenskt fönn" :) Nema auðvitað, fun ekki snjór ;) Mar er svo klár sjáiði til :D
|

Wednesday, June 22, 2005

Expensive shit!!

Vá var að kíkja inn á þjóðhátiðasíðuna og sá þar að það kostar 9900kr inn í dalinn í ár! Rólegir á að hækka verðið.....ég meina afhverju er hún svona miklu dýrari í ár, það eru bara 2 hljómsveitir og þau hafa ekki afsökun um að gengið sé hátt eða e-ð bla bla, þar sem það hefur sjaldan verið jafn lágt! Þannig nú spyr ég "hvað er málið?"
|

Aðeins að beygja reglurnar

Þegar ég byrjaði með þessa síðu skrifaði ég lista yfir hluti sem bannað væri að blogga um, eitt af þeim var að tala endalaust um hvað mar ætti æðislegan og frábæran kærasta. En í dag (one of many maybe ;) ) ætla ég aðeins að fá að monta mig yfir því hvað ég á frábæran gæja. Í gær kom ég heim eftir að hafa verið í vinnu í 11 tíma (aðeins að láta vorkenna mér) og hvað haldiði hafi beðið mín....pakki!! Þegar ég opnaði hann var þetta pakki frá Neskaupstað, peysa og póstkort frá Jónþóri :D Ef það er ekki gaman að fá svona suprise, þá veit ég bara ekki hvað!! Greinilegt að hann er ekkert alveg búin að gleyma manni þótt við sjáumst ekki í nokkrar vikur :D Gotta love him ;)
|

PIRRRRR

Djöfull var ég pirruð áðan. Fór í ákveðna búð (no names mentioned) og fékk svo lélega þjónustu að ég hélt að ég mundi æla á kallinn sem var að afgreiða mig! Ekki nóg með það að hann nennti engan vegin að sinna sínu starfi heldur talaði hann svo óskýrt að ég skildi valla orð sem hann sagði. Ég er nú ekki þekkt fyrir að láta ekki í mér heyra þegar e-r dónalegur eða leiðinlegur við mig, en málið var í þessu tilfelli að ég þekkti einn sem var að vinna þarna líka og vildi ekki sýna honum hvað ég gæti verið mikil gribba...plús það að ég vildi ekki að hann þyrfti að skammast sín fyrir að þekkja mig ;) hehe Þannig ég bara labbaði út, voða róleg, tók the high road, í þetta skiptið!!!
|

Tuesday, June 21, 2005

Virkilega living at the Landsbanki!!

Í gær var ég að vinna hérna í bankanum frá 10.45 til 10.30 um kvöldið. Og síðan í dag, er ég mætt kl.9 og verð sennilega ekki búin fyrr en 7.30-8.00 leitið. Var einmitt bara í sjokki í morgun þegar ég keyrði í vinnuna að sjá umferð aftur á götunum, fólk er yfirleitt hætt að ferðast kl.11 þegar ég er að koma mér í vinnuna :)
|

Sunday, June 19, 2005

Meiri meir leti :)

Í gær var enn einn dagur af leti, og ógeðslega var það fínt. Þegar ég kom heim rúmlega fimm í gær var Dröfn ennþá í náttfötunum og djöfull var ég ánægð með hana:) Við skutumst bara út í búð og keyptum það sem vantaði í gómsætan pastarétt sem við síðan elduðum. Borðuðum, og fengum okkur síðan einn kaldan og snakk. Life is good :) hehe Síðan var glápt á dvd fyrir allan peningin, farið í ísbíltúr, og síðan aftur heima að glápa á kassan.
Svo er það bara birthday veisla hjá Helgu Guðmunds ;) hehe í kvöld, grillaðir borgarar og pottur, þannig helgin á án efa eftir að enda jafn vel og hún hefur verið hingað til.
|

Saturday, June 18, 2005

Allt að gerast!!

Já Jónþór kom í land á miðvikudaginn. Greyið er orðið frekar þreyttur á þessu, að sumarin sín fara bara í að vera út á sjó. En hvað gerir mar ekki fyrir seðlana!! Frekar pethetic hvað mar hugsar mikið um þá, en því miður, ef við ætlum að lifa af veturinn þá verður þetta að vera svona :(
Af mér er annars allt ágætt að frétta. Það var voðalega næs að vera í fríi í gær (17.júní). Við Arna Sif höfðum það bara kósí, byrjuðum á því að leggja okkur í sofanum heima í stofu, til svona 5 (þar sem ég kom heim kl.6 um morgunin og var vakin kl.8, og síðan aftur kl.10, og eftir það sofnaði ég ekki aftur). Þegar við vöknuðum fórum við niðrí bær, röltum Laugarvegin og settumst síðan fyrir utan Sólon og fengum okkur e-ð að drekka. Þaðan lá leiðin heim þar sem við elduðum saman, við systurnar og Dröfn. Hafnafjörður var the next place to be, kíktum þar á kvöld skemmtunina þar sem Hildur Vala, Tvíhöfði, Írafár og fleirra stigu á svið til að skemmta fólkinu. Gátum nátturleg ekki annað í góða veðrinu heldur en að fara á kaffihús (sem heitir Kaffi Arora eða e-ð svoleiðis) og fá okkur einn kaldan :) Náðum því næst í bílinn hennar Drafnar, komum við í ísbúð og keyptum okkur sitthvoran bragarefin og rúmtuðum þangað til að við vorum pott þétt búin að sjá allt fólkið niðrí bæ, og setja e-ð út á hvern einn og einasta ;) hehe Djók, voða gaman að vera einu sinni edrú og geta því gert grín af því hvað allir aðrir eru kjánalegir fullir, þegar mar toppar þau pott þétt sjálfur þegar mar er í glasi :D hehe
|

Wednesday, June 15, 2005

Hundleiðinlegt að blogga þessa dagana

Anskotin, var búin að blogga e-n helling og svo þurkaðist það út :( En já það sem ég basically sagði er að ég ætla að hætta að blogga jafn mikið og ég hef alltaf gert, allavega í sumar. Áhuginn virðist vera svo lítill þessa dagana, maður er nátturlega svo busy og allir aðrir líka, að mar hefur varla tíma að lesa blogg síður hvað þá blogga sjálfur. Þannig ef ég skrifa ekki jafn oft og ég gerði þá þýðir ekki að koma með skammir í comment boxið ;)
|

Tuesday, June 14, 2005

Afhverju spáir mar svona mikið í hvað fólki finnst?

Þetta er spurning sem ég væri til í að fá e-ð gott svar við...! Ég reyndar vil vera flott til fara og svona fyrir sjálfan mig, en auðvitað er það líka fyrir annað fólk, Jónþór og svona. En ég á við sko eins og með mig, ég fæ móral þegar ég er búin að vera á fylliríi, og hlýtur það að vera útaf mér er ekki sama hvað fólki finnst. Auðvitað á mar bara að vera ánægður með sig og sína, og ef mans fólk er ánægt með mann þá á það að vera nóg :) Ekki satt?! En það fer óstjórnlega í taugarnar á mér þegar fólk getur ekki gert hitt og þetta bara útaf þau eru hrædd um hvað aðrir halda eða segja! Á meðan við erum í réttu andlegu ástandi, þá hljótum við að geta tekið skynsamar ákvarðnir!! Og hana nú!!
|

I'm so hungry right now

Djöfull er ég svangur.......fékk mér einn banana í hádeginu sem er ekki alveg að virka, fyrir manneksju sem vill helst vera að borða allan sólahringin ;) hehe Djöfull verður næs að vera í fríi á föstudaginn, það á eftir að lengja helgina ekki smá mikið. Bíð bara eftir helginni...veit samt ekki alveg afhverju mér liggur svona á, held það sé bara vegna þess að það er svo roslega rólegt í bankanum þessa dagana! Nennir engin að vera að standa í e-u banka veseni þegar það er svona gott veður úti. Skil fólk vel :)
|

Blubbleing hot hot hot its bubbleing hot :D

Já skrapp út í bónus með mömmu í hádeginu að versla inn fyrir sumarið, og sá þá að það er 20 stiga hiti úti......OG ÉG FÖST INNI Í ALLAN DAG :( Æ mar á ekki að vera að þessu væli...allavega er mar ekki fastur út á sjó eða e-ð álíka leiðinlegt/erfitt. En ég fékk e-mail frá kjellinum áðan og hann býst við að þeir komi í land í dag, þannig ég fæ loksins að heyra e-ð almennilega í honum. Óljóst hvort hann komist strax aftur út á sjó, en við bara vonum það best :/
|

Monday, June 13, 2005

Alltaf að láta gabba sig!

Já mar er ekki alveg nógu bright þessa dagana...fyrir nokkrum dögum bað stelpa úr bankanum mig að vinna fyrir sig þessa komandi helgi. Og ég nátturlega segi bara no problem og alveg sátt með að vera að fá smá auka cash...nema hvað að í dag fatta ég það að það er frídagur á föstudaginn, þannig þetta er löng helgi sem mar hefði kannski viljað eyða í e-ð annað en að hanga í bænum!! En svona er þetta bara, var hvort sem er ekkert að plana að fara neitt yfir helgina, en endilega ef e-m langar að bjóða mér í pottinn til sín FEEL FREE....stelpur!
|

No fair...! :(

Ekki sanngjarnt að þurfa að hanga inni, og lítið sem ekkert að gera, þegar það er 16°c og sól úti........sem betur fer eru ekki gluggar hérna þannig mar er ekki að svekkja sig á þessu! En þetta er án efa gallinn við að vinna frá 11 til rúmlega 6 eða 7, dagurinn er alltaf búin þegar mar er búin í vinnu!! En þá nýtur mar líka bara helgarnar enn betur :)
|

Mín bara skellti sér til eyja :)

Já á föstudaginn var ég svo þreytt að ég nennti ekki neinu. Það var e-ð koktailboð hjá Landsbankanum, nennti ekki þangað, svo voru stelpurnar að fá e-n kynnir á leikföngum heim til sín (true ladies night) og ég meikaði ekki einu sinni að fara þangað :( Í staðinn sofnaði ég eigilega bara upp í sofa og svaf, þangað til að mamma vakti mig og plataði mig með sér í heimsókn til Hinna og Önnu. Það var líka bara fínt, borðuðum osta og drukkum rauðvín og vorum komin heim um miðnætti. Síðan á laugardagsmorgni var ég vakin kl.8.30 og keyrði með mömmu á bakka og við skelltum okkur yfir til eyja :) Það var rosa fínt. Algjör afslöppunarferð, bara hangið með familíunni, farið í sund, göngur og BORÐAÐ! Hef örugglega bætt á mig svona 10 kílóum þessa helgi. Hvert sem við fórum var okkur boðið upp á girnilegar kræsingar og við gátum nátturlega ekki neitað þeim, þannig við bara átum ;) hehe Helgin í eyjum endaði síðan á því að við fórum á ÍBV-KR sem var algjör snilld þar sem eyjamenn sigruðu, LOKSINS :) Allt annað að sjá liðið í gær heldur fyrir 2 vikum í Grindavík. Maður var alveg að missa sig þarna í lokin þegar við misstum mann útaf og síðan skoraði Andri sjálfsmark EN þetta reddaðist allt saman og ÍBV fékk 3 stig sem alveg orðið nauðsynlegt!
|

Friday, June 10, 2005

HATA BSí!!!

Þoli ekki svona þjónustu.....BSÍ eru búin að týna pakka sem mamma hans jónþórs sendi til eyja fyrir okkur, e-ð dót sem hann þurfti á sjó með sér, og þeir segjast bara taka enga ábyrgð...PUNKTUR!!! Ég skal sko sjá til með hvort ég sætti mig við það! Ef þau finna þetta ekki er alveg á hreinu að ég sendi þeim reikning fyrir þessu, hvort sem þau borga hann eða ekki, það er hins vegar annað mál!!!!! PIRR
|

Early rise..

Dísús....ég byrja bara alltaf að svitna á fimmtudagskvöldum þegar ég hugsa til þess hvað ég þarf að vakna snemma næsta dag...kl.TÍU! hehe Já það eru alltaf morgunfundir á föstudögum þar sem við fáum bakkelsi og svona og ræðum ýmis mál sem hafa átt sér stað í vikunni sem er að líða og hvað þarf að bæta í næstu viku, sem á þá auðvitað ekki við um mig ;) hehehe :D En jæja best að fara að skella sér þá í bólið þannig mar nái að vakna, ég er að lenda í bölvuðu basli með að koma mér fram úr þessa dagana...!
|

Frábært kvöld

Eftir vinnu skutumst við stelpurnar í nokkrar búðir á Smáratorgi og síðan fórum við Dröfn heim að elda. Drukkum ískaldan með matnum, og settumst síðan upp í sofa og spjölluðum frá okkur allt vitið. Okkur fannst við ekki alveg vera búnar að borða nóg þegar við vorum búin að borða allan matinn og fullt af snakki, og því skutumst við út í ísbúð og keyptum okkur bragðaref sem við skelltum í okkur á meðan við horfðum á Desperate Housewifes. Og nú er ég svo södd að ég held að ég reyni bara að rúlla mér inn á bað og ofan í baðið ;)
|

Til hamingju Ísland :)

Frábært hjá Íslenska landsliðinu í fótbolta að vinna í gær...so sorry en: I have to say "kom að því!!" Ásgeir og Logi eru að leifa yngri peyjunum aðeins að prófa og það virðist alveg vera að virka. Koma smá frísku blóði í þetta :D Ég mætti nú ekki á völlinn, hefði samt alveg verið til. Þetta er bara svo drullu dýrt! Þannig ef e-r vill bjóða, þá er sími minn: *$#5$%"3 :)
|

Fréttir af sjónum..

Heyrði í Jónþóri í dag og því miður voru fréttirnar sem hann hafði að færa ekki alveg nógu góðar. Eða sko að vissu leiti góðar, þau eru alveg að ná að veiða EN vinnslan gengur e-ð illa, sem er auðvitað frekar slæmt. Ég skildi ekki nákvæmlega hvað var að, en hann var ekki sá hressasti í símann þannig við bara vonum að þetta fari að skána!! Keep your fingers crossed.... :/
|

Thursday, June 09, 2005

Hvað segir fólkið...

Er e-ð plan fyrir helgina? Mig langar bara að slappa af og njóta þess að vera til...sound good?! :D
|

Auglýst eftir búning....

Auglýsi hér með eftir batman, spiderman, eða superman búning í fullorðins stærð, nánar tiltekið á tveggja metra mann. Ef e-r veit um slíkan búning, eða er sniðugur með saumavél, endilega verið í bandi :D
|

Wednesday, June 08, 2005

Takes a little time..og ÞOLINMÆÐI!!

Eftir að mar hefur verið að vinna í banka þá gerir mar sér grein fyrir því hversu gríðarleg breyting hefur orðið á bankakerfinu. Núna í dag, mundi ég giska á að um 70-80% kúnna sem labba hérna inn eru yfir sextugt eða útlendingar! Alveg ótrúlegt. Þetta er náttulrega bara fólkið sem hefur ekki viljað eða getað nýtt sér heimabankan. Þannig maður þarf að vera frekar þolinmóður þegar verið er að reyna að útskýra hitta og þetta fyrir fólki sem kann samtals svona 30 orð í íslensku eða þeim sem eru aðeins farnir að tapa heyrninni. En þetta er jú allt algjörar elskur, og án þeirra væri ég ekki að vinna hérna í dag!
|

Vaknaði seint og hálf lúin

Ég ætlaði ekki að geta talað þegar ég mætti í vinnuna í morgun. Þurfti bara að fara fram og fá mér Lemsip (hálsbólgute). En núna virðist ég vera orðin fín. Ég er alltaf að komast betur og betur að því að það að vinna á kaffihúsi fer þvílíkt illa með heilsuna hjá manni, reykurinn og allt ógeðið. Ef ég vakna ekki með varaþurk eftir að hafa unnið á kaffihúsinu, þá vakna ég þurr í hálsinum eða með þurra húð eða e-ð. Ekki alveg að virka. Mar verður bara að fara að smirja sig alla með vasaline eða e-ð áður en mar mætir á vakt ;) hehe
|

Tuesday, June 07, 2005

Andvaka

Djöfull er leiðinlegt að vera andvaka, dottaði aðeins yfir kassanum í gærkvöldi, og það þótti líkamanum mínum bara alveg nóg í bili og neitaði bara að sofna þegar ég fór loksins upp í rúm. Þá fer mar alltaf að hugsa um allt milli himins og jarðar. Fór t.d. að pæla í því í gær hvað ég ætla ekki að gera rassgat um helgina, nema hanga. Ekki að meika neitt djamm. Alveg til í að mæta í grill og pottaparty þar sem er sötrað smá bjór og e-ð, og borðað góðan mat, en ekkert sem veldur þynku, bara ekki að meika meira eins og er!!!
|

Vinna vinna og meiri vinna

Já það er sko ekkert annað að gera þegar mar er orðin "single" í sumar en að vinna eins og móðir!! Liðið hérna í bankanum heldur að ég sé að fara að flytja hingað, bíða bara eftir að ég mæti með svefnpokann ;) hehe Já og svo er ég líka að vinna á kaffihúsinu, þannig nóg að gera. Ekki sanngjarnt að Jónþór sé bara að sprengja sig til að við getum lifað af veturinn, reyndar fæ ég bara brot af því sem hann getur mögulega fengið útborgað, en samt "every little helps" :)
|

Mórall!?

Afhverju fær mar móral? Djöfull hata ég þessa tilfiningu, manni lýðir svo illa, og hvað þá þegar mar er þunnur! Shit mar!!! Ekki það að ég er venjulega að gera e-ð af mér sem veldur því að ég fái móral....en fæ þetta bara alltaf þegar ég dett í'ða!! Þoli þetta ekki, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að fá mér jafn oft í glas. En mar væri nú varla mannlegur ef mar mundi ekki fá móral, þannig allt í lagi að fá þetta annars lagið, en ekki í hvert skipti sem maður fer út að skemmta sér! Óþolandi!!!!!!!!
|

Monday, June 06, 2005

Lélegur bloggari undanfarið! :(

Já það er sko búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Það var nátturlega algjör brjálaði hérna í bankanum í seinni hluta seinustu viku þar sem það voru mánaðamót. Síðan á föstudaginn fórum við Eyrún og Bergdís Klara til eyja, og vorum þar yfir helgina. Við Jónþór vorum mjög mikið með strákana hennar Dóru og þótti okkur það alveg æðislegt. Síðan var nátturlega nóg um að vera í eyjum þar sem að það var sjómannadagshelgi. Jónþór komst svo á Huginn í dag, þannig hann kom ekki með mér aftur til Reykjavík, heldur fór hann út á sjó kl.12 í dag. Ég nátturlega grét og grét þegar ég var að kveðja hann, þetta var allt voða erfitt, en a mans gotta do what a mans gotta do! En jæja fékk að mæta klukkutíma seint í vinnuna útaf það var ekki ferð með Herjólfi í gær þannig þurfti að koma með honum í morgun, þannig best að fara að vinna e-ð ;) hehe
|