SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, February 27, 2007

Ekki ánægð!


Ég verð nú að segja að mér finnst lélegt hversu fáir commenta á þessa síðu. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að Hjördís væri sú eina sem myndi lesa hana! Og ef svo væri þá gæti ég bara alveg eins snúið mér til hliðar og sagt henni person to person hvað er að frétta!

En nóg tuð í bili, mynd dagsins er þessi sem þið sjáið hérna. Þarna sátum við á Hard Rock í NY. Ég var að leita af einhverri mynd í gær og rakst á þessa og þar sem við erum öll svo ánægð með lífið fannst mér ekki hægt annað en að birta hana. Vildi samt ekki gera það í gær útaf ég hélt að kannski myndi e-r hafa áhuga á að lesa fyndnu Frúin í Hamborg söguna, en miða við comment fjöldan fannst bara ENGUM hún fyndin :'(
|

Monday, February 26, 2007

Frúin í Hamborg

Áðan kíktum við Hjördís í smá bíltúr og eftir smá þögn spurði hún, "eigum við kannski að fara í Frúin í Hamborg"...ég svona horfði á hana og hló. Síðan sá ég að hún var ekkert að djóka, og hugsaði með mér ok VÁ hvað við höfum ekkert að tala um ef hún er að byðja mig að koma í þennan leiðinlega leik. Þannig ég bara afþakkaði mjög pent og sagðist hata þennan leik. Þá sprakk hún úr hlátri og sagðist vera að tala um búðina Frúin í Hamborg sem er hérna á Akureyri! Við gátum hlegið endalaust að þessu, og get ég ekki lýst hvað ég var ánægð að heyra að hún var að tala um búð en ekki leikinn. Annars hefði mér nú verið að fara að kvíða fyrir ferðalaginu suður á morgun!! :/ ;)

Fyrir þá sem ekki vita, en hafa þó áhuga á að vita, þá er ég að koma suður á morgun. Ég fer til Eyja með fyrri ferð á miðvikudaginn en kem aftur norður með Jonny boy með mér á föstud/laugard :)
|

Saturday, February 24, 2007

Allir í partý til Elliða bæjastjóra

Var að lesa bloggið hjá Elliða Vignis, bæjastjóra Vestmannaeyja, og sá ég þar pistill þar sem hann lofar að bjóða í opið partý til sín næstu áramót ef íbúafjöldinn í eyjum heldur áfram að vaxa eins og hann hefur gert undanfarna tvo mánuði. Hann ætlar m.a.s. að syngja eftirfarandi lag:

Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima, hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
dafnar svo ótrúlegt er.
Ég eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.

Þannig nú er bara að vona að það fari að birta aðeins yfir eyjunum, fólk flyti þangað og lifi "happily ever after" :)
|

Vinir skipta sko öllu máli!

Þessi dagur byrjaði nú ekki vel! Ég vaknaði með svo mikin móral að ég gat varla andað. Ég fór að pæla í afhverju og fann því miður ekkert svar! Þegar ég var búin að taka mig til lagði ég af stað á dekkjaverkstæði þar sem ég ætlaði að fara að kaupa dekk undir bílinn. Þá voru þau ekki til og mér sagt að ekki væri bara eitt dekk ónýtt heldur ÖLL og því væri ekki um annað að ræða heldur að kaupa 4 ný dekk á 60.000kr! Ég var nú ekki alveg sátt við það þannig ég ætlaði að prófa annað dekkjaverstæði sem ég síðan fann ekki og varð því frekar pirruð! Síðan snjóar bara og snjóar og með hverju snjókorni sem fellur minnka líkurnar á að ég geti keyrt suður á "ónýtu" dekkjunum mínum!!!! Damn it hvað ég var orðin crazy hérna í morgun! En svo er maður svo heppin að eiga hana Hjördísi mína sem vinkonu. Ég sagði henni nátturlega alla hörmunga söguna á msn í morgun og þegar hún mætti á bókasafnið eftir vinnu kom hún færandi hendi. Kom með uppáhalds latteið mitt og súkkulaði. Hún kann sko að róa píuna sína ;) Einnig skipulögðum við sleðaferð við næsta tækifæri þannig "things are looking up" :) Nú sit ég hérna salla róleg á bókasafninu að lesa um samgöngur til eyja. Hvað verður niðurstaðan í þessu máli gott fólk; göng, ferjuhöfn á Bakka, betri flugáætlun, eða mun Árni Johnsen bara kaupa sér eina rellu og fljúga með liðið á milli 24/7?!?! Já þetta er spennandi skal ég segja ykkur :D
|

Friday, February 23, 2007

Pínu mikil spenna :D




Þar sem ég geri ekki mikið annað þessa dagana heldur en að hanga á bókasafninu og kíki einstaka sinnum á kaffihús, held ég bara áfram að henda inn einni og einni mynd hérna inn svo það sé allavega e-r hreyfing á síðunni. Í þetta skipti læt ég fylgja nokkrar myndir sem eru af NY hópnum þegar við vorum á leiðinni til New York. Þarna voru allir að drepast úr ánægju en vissu samt ekki hversu mikill stemmari beið þeim úti! ;)
|

Thursday, February 22, 2007

Just for Dröfn & Jónþór





|

Wednesday, February 21, 2007

Við Hvati á bretti á Ak-city


|

Tuesday, February 20, 2007

Mikið og margt búið að gerast

Á laugardaginn skellti ég mér í partýið til Grétars og Hönnu Guðnýjar eftir að hafa fengið ekkert smá æðislegan mat hjá foreldrum hennar Hjördísar. Þar voru allir hressir, mis hressir, en allir vitust vera að skemmta sér vel. Um tvö leitið var haldið í bæinn og komið við á Búllunni áður en haldið var heim.
Á sunnudaginn kom Hvati bróðir og við höfðum það huggó saman, pöntuðum pizzu, fórum í Brynju og horfðum á Blood Diamond (sem var b.t.w mjög fín). Á mánudaginn fór ég snemma upp í skóla að læra á meðan Sighvatur svaf en kl.2 fórum við upp í fjall þar sem hann prófaði í fyrsta skipti að stíga á bretti. Það gekk nú ekkert alltof vel til að byrja með en í lokin var þetta farið að koma. Síðan var haldið heim í bollur áður en skroppið var í sund. Um kvöldið eldaði stóra sys handa bróðir sínum og síðan var aftur farið upp í sófa að glápa á bíómynd (Flyboy, líka fín). Í dag fórum við síðan á skauta og það sem er merkilegt við það er að það var lokað en karlinn sem vann þarna var svo mikið æði að hann leyfði okkur samt að fara og vorum við því ein í skautahöllinni :) Þokkalega VIP ;) Var síðan komið við á Bláu Könnunni áður en skutlað var Hvata út á flugvöll. Það var æðislegt að fá hann og hugsa aðeins um annað en lærdóm, en nú er maður komin á fullt aftur....verkefni og aftur verkefni.
Þetta var smá uppdate fyrir ykkur, svona það helsta sem maður er búin að vera að bralla undanfarna daga. Aldrei að vita nema maður bloggi e-ð gáfulegt á næstunni ;)
|

Saturday, February 17, 2007

Sjálfsagi og aftur sjálfsagi


Það er nú eigilega ekki annað hægt en að vera stolt af okkur Hjördísi. Í gær vorum við á bókasafninu til að ganga 10 en þá kíktum við á Amour í einn kaldan. Við vorum svo heppnar að eiga einn góðann að sem var reiðubúnir að vera á stand-by ef ske kynni að þörf var á driver. Þannig eftir að við höfðum verið á kaffihúsinu í nokkurn tíma, vorum við ÓGEÐSLEGA duglegar og fórum heim um miðnætti! Okkur langaði sko ekki heim en þar sem okkur er boðið í afmæli í kvöld vildum við vera hressar til að læra í dag og mæta síðan sprækar í veisluna í kvöld. Og núna sitjum við á bókasafninu, once again, að læra. Hetjur! Held það sé ekki til betra orð til að lýsa okkur þessa stundina ;)


Annars á hann Grétar Jónsson, aka gæinn hennar Hönnu hottí, afmæli í dag og vil ég óska honum innilega til hamingju með daginn. Hafðu það gott í dag, og Hanna Guðný nú þarft þú að standa þig stelpa og dekra svolítið við karlinn ;) Enda ekki á hverjum degi sem maður verður þrítugur :) Lét eina mynd af settinu fylgja.
|

Friday, February 16, 2007

Hálka og afmælisveisla




Ég var að koma heim úr göngu með Hjördísi. Þetta hefði nú eflaust gengið mun betur hjá okkur hefðum við farið á skautum þar sem hálkan var svo mikil. Maður var orðin svo stífur að ég fæ eflaust þokkalegar harðsperrur á morgun. Var þess vegna að spá í að skella mér í bað en þar sem þessar lögfræðispurningar taka forever að svara verður sturtan bara að duga. Ótrúlegt þegar maður hefur ekki einu sinni tíma til að slappa af í baði í nokkrar mínútur. Ég veit ekki hvernig ég væri orðin ef ég þyrfti að vinna með skólanum þessa önnina, ég myndi sko ekki meika það nema ég væri bara að vinna á bókasafni or something!

Hún Birna Dögg á afmæli í dag 16.feb og vil ég óska henni til hamingju með daginn. Hún er búin að vera alveg á fullu inn í eldhúsi, heima á Húsavík, í allt kvöld að baka fyrir okkur þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er spennt að mæta í kökuboðið tomorrow. En maður lætur nú ekki sjá sig eins og e-r öskubuska í afæmlinu þannig best að fá smá beauty sleep. (myndin sem fylgir er af afmælisbarninu og Andreu þegar við vorum að fara af stað í þyrlunni í New York baby)

Góða nótt gott fólk
|

Wednesday, February 14, 2007

Eina "couple" mynd í tilefni dagsins


Fyrir ykkur sem eru búin að gleyma þessu andliti, þá er þetta hann Jónþór Klemensson. Hann er 27 ára bogamaður. Ástæða fyrir því að þið hafið ekki séð hann since forever er að hann hefur starfar erlendis síðan í nóvember. En karlinn stefnir nú á að láta sjá sig á klakanum eftir rúmar tvær vikur. Það er spurning hvort að maður mæti hreinlega bara með lúðrasveitina með sér þegar að tekið verður á móti honum. Og það sem er mjög merkilegt við komu hans er að hann verður hérna bæði á árshátíðinni hjá HA sem og afmælinu hjá skvísunni :) Gleði gleði ;)
|

Tuesday, February 13, 2007

Djöfulsins frost!

Þegar ég vakna á morgnana er ég ekki sú hressasta. Reyndar ef ég fæ bara að vakna í friði þá er ég fín en um leið og ég þarf að vakna við e-ð þá bara kemur morgunfýlan greinilega í ljós! Þar sem það fer fátt jafn mikið í taugarnar á mér á morgnana eins og að þurfa að skafa bílinn, á Akureyri ekki mjög vel við mig svona 6 mánuði á ári! Ég er að segja ykkur það að ég keyri í skólann eftir minni, sé ekki rassgat í bala ég skafa svo illa! Stundum er ég eins og Ace Ventura með gluggana niðri og hausinn út!

Ég held að annar hver maður sé farin að heilsa mér hérna upp í skóla, fólk sem ég veit ekkert hver er! Bókasafnsdömurnar þekkja mig með nafni og taka vel á móti mér á hverjum morgni þegar ég birtist. Síðan er ég farin að geyma helmingin af því sem ég kaupi í Bónus í ísskápnum upp í matsal. Ég held að þetta séu allt vísbendingar um að ég sé að eyða ALLTOF miklum tíma upp í skóla!!
|

Saturday, February 10, 2007

Alltaf stuð í Rvk

Þá er mín búin að vera í Rvk í nokkra daga að hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar. Eini gallinn er að mér gengur erfiðlega að halda mér við efnið; þ.e.a.s að læra, en ég meina maður er nú ekki hérna á hverjum degi þannig um að gera að nýta tímann vel og chilla :)

Hingað til er ég búin að hitta Dröfn og Eyrúnu, síðan í kvöld er ég að fara að hitta allar "Verzló píurnar", sem eru reyndar ekki lengur allar úr Verzló, en samt veit ekki alveg hvað annað ég ætti að kalla þær, nema þá bara mega babes ;) Við erum að fara út að borða örugglega tíu saman á Caruso. Pabbi kom í gærkvöldi með flugi og Dóra og co. með Herjólfi þannig það er alveg nóg af fólki til að hitta og vera með. Á morgun verður samt familí dagur-INN þar sem við ætlum öll að hittast í Bláa Lóninu og borða síðan saman. Við verðum samtals 36 mans þannig nóg af fólki.

Jónþór fór á Fiskiballið út í Hull í gær, og það var víst rosa gaman. Ég hefði sko verið til í að vera með honum þar, en maður getur því miður ekki verið alls staðar. Styttist nú samt að í að skólinn verði búinn og við farinn að vinna, og þá vonandi við e-ð skemmtilegt.
|

Tuesday, February 06, 2007

Bretti, sprungið dekk og allt að ske





Þetta er búið að vera viðburðaríkur dagur. Ég byrjaði á því að taka aðeins til heima og fór síðan í tíma þar sem maður þurfti að passa hvað maður sagði svo "samkeppnin" mundi ekki stela okkar brilliant hugmyndum ;) Þaðan lá leiðin í bakaríið þar sem við stelpurnar borðuðum að sjálfsögðu miklu meira en strákarnir! Þetta bara gengur ekki, kemur að því að við förum að borða af diskunum þeirra bara þannig að það komist ekki upp hvað þeir eru "nettir"! :) hehe Ákveðið var síðan að fara á bretti og það var ekki smá gaman. Síðan var legið í baði forever til að ná upp hita áður en haldið var í skólann að læra. Reyndar kíktum við Hjördís síðan út að fá okkur að borða og hvað haldiði, helv$#%"* djöf"#$#? dekkið sprakk hjá mér. Þannig við vorum ekki lengi að hringja í Hjálparþjónustu Eggerts og fá aðstoð við að skipta. Að sjálfsögðu reddaði hann okkur þannig við komumst aftur upp á bókasafn þar sem við situm núna alveg sveittar að missa okkur yfir bókunum :P
|

Monday, February 05, 2007

Happy Birthday to us :)

Hefði ég áhuga á að vera heimavinnandi húsmóðir þá held ég að ég yrði alveg super dúper í því! Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn vel straujað pils og pilsið sem ég er í í dag :D Svo komst ég að því í gær þegar ég notaði straujárnið (sem ég hef b.t.w. aldrei notað áður), að það var svona sjálfvirk gufa í honum sem gerði þetta alveg helmingi léttara. Tæknin í dag sjáiði til :)

Annars kom hún Hjördís mín heim í gær, og sótti ég hana með tárin í augunum út á flugvöll. Nei ok kannski ekki alveg en næstum því ;) Við fórum beint út á vídíóleigu og tókum tvær spólur, sem voru báðar algjört rugl. Dísús....við bara horfðum á hvort annað og dóum úr hlátri..oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þannig það voru eflaust einhverjir á bókasafninu í gær sem söknuðu mín, en ég er mætt aftur so no worries :)

Aðal frétt dagsins er samt án efa sú að í dag 05.02.07 erum við Jónþór Klemensson búin að vera saman í SEX ár :) Já þetta er fljótt að líða. Time flies when you having fun, right!? ;)
|

Sunday, February 04, 2007

Swimming blues :(

Ég verð nú að segja að það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk er trekt á að vilja fara í sund. Ég viðurkenni að mamma og pabbi voru einstaklega dugleg við að fara með okkur krakkana í sund. Við vorum varla lent í eyjum þegar farið var í að finna til sunddótið og drifið sig í sund. Nú er ég búin að spurja nánast ALLA sem ég þekki á Akureyri, sem eru fyrir norðan, að koma með mér í sund í dag og það vill það engin :(

Þannig ég kenni vinum mínum um það að ég sé búin að vera svona mikið upp á bókasafni um helgina. Maður er nú ekki búin að hafa mjög mikið að gera, sem er kannski ágætt þar sem næstu fimm helgar eru "booked solid" hjá mér. Ég held að það lýsi því best hvað er búið að vera rólegt hjá mér um helgina að ég hafi loksins drifið í að handþvo þessar peysur í gær, og í morgun byrjaði ég á því að strauja pilsin mín!

Ég held að ég haldi bara afmælisveisluna mína í sundlaug Akureyrar...þá verðið þið öll að koma því það er ljótt að mæta ekki í afmælisveislu...bannað að láta afmælisbarnið gráta!! ;)
|

Saturday, February 03, 2007

Vantar hinn helminginn

Þetta gengur nú ekki alveg. Til að byrja með flyt ég ein norður eftir sumarið þar sem Jónþór er að vinna fyrir sunnan. Síðan fær hann frábært tækifæri út í heimi og flytur út og fer því ennþá lengra í burtu! En ég er svo heppin að eiga alveg frábæra vini sem eru alltaf til staða. Ein ung snót sem kallar sig Hjördís, aka Heather, hefur komið sérstaklega sterk inn eftir að við komum heim frá New York og erum við búnar að eyða öllum stundum saman. En hvað haldiði að pían gerir síðan? YFIRGEFUR MIG og fer til Reykjavíkur!! Þannig núna hef ég verið að eyða kvöldunum ein upp á bókasafni! Þetta gengur nátturlega ekki. Allar hinar píurnar eiga maka og því ekki hægt að vera að hringja í þær á kvöldin og trufla! Plúsinn er kannski sá að ég næ að klára e-ð af þessum verkefnum fyrr þannig að ég fari ekki yfirum þegar líður á önnina.

Ég var að spá í að bjóða Steinu í mat í kvöld. Held að það gæti verið þokkalega huggó. Ég held að hún sé ein af fáum sem ég hef ekki sýnt New York myndirnar þannig býst við að það verði gert í kvöld. Einnig er hún með fullt af myndum frá því að hún fór með Sindra og co í siglingu yfir áramótin, og hlakka ég til að sjá þær.

En það var nú kraftur í manni í morgun. Ég vaknaði við það að Jónþór hringdi og við spjölluðum aðeins áður en ég dreif mig frammúr. Þá fór ég að handþvo SEX peysur. Ekki gaman en gott að það sé búið. Síðan opnaði ég allan póstinn sem var búinn að bíða mín síðan ég kom heim frá New York, og var þá búið að safnast upp síðan 15.des.

Annars eru nokkuð spennandi tímar framundan og leiðinlegt að Jónþór geti ekki verið hérna til að upplifa þetta með mér EN því segi ég bara thank god for telephones ;)
|

Thursday, February 01, 2007

Sara brandari



Já maður var nú að meika það í gær, allir brandara sem sagðir voru snérust e-ð um mig og hvað ég get verið mikill hálviti. Nú hélt ég að þegar Jónþór flutti út að þá væri enginn sem myndi hafa gaman af íslenskunni minni en það var hinn mesti misskilningur! Krakkarnir höfðu allavega mjög gaman af einu orði sem ég sagði í gær, sem verður b.t.w EKKI birt hérna!

Nú er ég loksins farin að venjast því að vakna á sama stað. Ég nátturlega vaknaði ekki á sama stað í meira en 8 daga seinustu 40 dagana, og því ákvað ég að fara ekki suður um helgina heldur að vera bara hérna heima og læra. Frekar óþægilegt að vakna alltaf á morgnana og þurfa að byrja á því að reyna að átta sig á hvar ég er.

Matarboðið hjá Eggerti var algjört æði. Rosa góður matur. Við spjölluðum og að sjálfsögðu voru skoðaðar New York myndirnar og rifjað upp það "gamla góða" :)
|