SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Thursday, September 30, 2004

Loksins sá ég Nörd

Tókum okkur til í andlitinu í gær og fengum lánaða Nörd með JónGnarr hjá Sindra frænda. Horfðum reyndar bara á helmingin, því sumir þurfa greinilega meiri svefn heldur en aðrir, en það verður eflaust klárað að glápa í kvöld. Frekar fyndið, sérstaklega þegar hann er að lýsa öllum þessum íþróttagreinum :) Maður bíður spenntur eftir restinni.
|

Wednesday, September 29, 2004

E-ð skrítin!

Þetta er e-ð furðulegt, eftir þessa blóðgjöf er ég búin að vera frekar einkennileg, fór fyrst bara í brjálað skap, bara útaf engu. Greyið JónÞór fékk að finna fyrir því :S Og síðan var ég í þreföldum Þjóðhagfræði tíma áðan (sem á ekki að vera manni bjóðandi) og gat engan vegin haldið neinni einbeitningu. Þannig ég dreif mig heim eftir tímann og ætlaði að leggja mig en er í staðin búin að vera að skoða myndir á netinu! En held ég fari aðeins að skriða upp í, er bara hálf kvíðin hvað gæti skeð næst hjá manni!!!!!! :/
|

Out with th old and in with the new

Nú er maður sko orðin tæknivæddur......hætt að nota Explorer, og er núna með Operu. Það er alveg eins og Explorer nema á íslensku og miklu hraðvirkari. Reyndar kemst ég ekki inn í WebCT-ið mitt sem ég þarf að nota frekar mikið í sambandi við námið, en þá hefur maður bara fína afsökun afhverju maður getur ekki varið að læra ;) Nei nei ég þarf e-ð að láta að kíkja á það hjá mér. En svona er maður nú á fleygi ferð með tæknibylgjunni ;) hehehehehe (Vel orðað, fannst ykkur það ekki!? ;)
|

Ekki vinsæl hjá systir minni

Ég var e-ð að skamma Dóru Björk fyrir að kíkja aldrei inn á síðuna mína, og þá sagði hún mér að ég hafi aldrei sagt henni frá henni OG að hún hafi einu sinni verið inn á síðu hjá e-m allt öðrum og sá þar link yfir á mína síðu. Hún var ekki alveg að trúa að þetta væri ég, þar sem hún hafði aldrei heyrt mig tala um hana þannig hún klikkaði á linkið og jújú þetta var engin önnur en litla systa ;)!!! En ég meina æ ég var ekkert að auglýsa þetta fyrir allri familíunni, þau þurfa ekkert að vita hvað maður er oft klikkaður ;) hehe
|

Met slegið í blóðgjöf!!

Hipp hipp Húra Hipp Hipp húra......loksins dreif ég mig upp í blóðbanka og gaf blóð. Það var alveg farið að leka sviti niður bakið mitt þegar ég labbaði inn á sjúkrahúsið, var orðin svo stressuð. Mætti inn og það var nú meira hvað þær voru ánægðar að sjá mann. Kom ekki bara í ljós að ég var í allt öðrum blóðflokk heldur en ég er búin að halda fram í mörg ár. Þær sögðu að blóðið í mér væri alveg í super standi og ég væri m.a.s. í þannig blóðflokk að ég þyrfti að vera dugleg að koma og gefa vegna þess að þetta væri frekar sjaldgæft blóð, maður er svo spes sjáiði til ;) hehe Já síðan var komið að því að fá nálina inn í sig!!! Shit maður hvað þetta er EKKI þægilegt. Það var búið að segja við mig að þetta tæki alveg 15-20 min, en haldiði að mín hafi ekki bara spítt þessu út úr sér á rúmlega 7 mínútum :) Var örugglega allt á fullu inn í mér, hjartað alveg að tapa sér úr stressi. En já síðan var nú meira vesenið þegar þetta var búið, ég mátti ekki stiga á fætur ein, þurfti að dreka djús og setjast og fá mér kex og bla bla bla! Síðan átti ég að fara beint heim að borða og ALLS EKKI hreyfa mig neitt! Þannig nú er ég loksins löglega afsökuð í einn dag við að mæta í ræktina ;)
|

Já þetta var sko myndaMARAÞON!!

Já við erum sko ákveðnar í því að við eigum að vinna þessa keppni útaf okkur tókst að taka 12 myndir á 30mín, í réttri röð!! Þetta geta ekki allir, og það var sko ágætis pæling á bakvið hverja mynd! I'll keep you posted um hverning þetta fer ;)
|

Tuesday, September 28, 2004

Hvað er málið??

Come on, á e-r ennþá sína fyrstu myndavél.....þ.e.a.s. sem virkar! Hluti af þessu Sprellmóti er myndakeppni, þar sem hver deild á að taka myndir af ákv þemum, eins og t.d. sorg, gleði, ást og bla bla. Þetta fannst mér voða fín hugmynd þangað til að mér var rétt FILMUNA!! Og þetta var svona filma eins og er notuð í eldgömlu myndavélarnar, svona með 24 eða 36 myndir, sem maður þarf að "þræða". Síðan komst ég að því að við áttum að skila þessum myndum í gær! Þannig ég, morgunhressa manneskjan, þurfti að vera að hringja út um allan bæ, að reyna að redda svona myndavél!! Plús það var frost í morgun. Þetta var allt alveg ÆÐISLEGT!
|

Monday, September 27, 2004

Djöfulsins vesen!!

Þetta er nú meira vesenið. Þeir sem fylgjast e-ð með Practice á Skjá 1 vita að það er búin að vera svona 3-faldur þáttur núna undanfarnar 3 vikur, og ég er búin að vera að fylgjast með. Svo í gær þegar seinasti þátturinn átti að vera, var ég að taka þessi blessuðu próf, og þ.a.l. missti af honum. Ég var nú ekkert að stressa mig neitt sérstaklega yfir því þar sem mig grunaði að þetta væri jú endursýnt. Það virtist vera rétt sem var frábærar fréttir en það sem er ekki alveg jafn frábært er að endursýningin er kl.00.30 í kvöld og á sama tíma á föstudaginn! Ég er ekki alveg að sjá að ég nenni bara að býða núna í klst eftir þessum eina þætti og fara ekki upp í fyrr en hálf 2!!! Er maður þá ekki farin að vera flokkaður sem sjónvarpsSJÚKUR!!?? Og glætan að ég eigi eftir að vera heima á þessum tíma á föstdaginn, verð vonandi í Sjallanum að hvetja mína menn áfram í söngvakeppninni. Verð víst að pína JónÞór að byrja frá byrjuninni og lýsa þáttinum NÁKVÆMLEGA, hvert atriði fyrir sig, því hann glápti á þetta í gær! ;)
|

Góður aðstoðakokkur ;)

Já það er mikið gert grín að því að það sé JónÞór sem eldar á okkar heimili, ég kann varla að spæla egg. En ég get sagt ykkur að ég er frábær aðstoðakokkur, legg á borðið og vaska upp. Og síðan er ég alltaf með nefið í öllu að fylgjast með, þannig ef ykkur vantar hugmyndir um hvað á að hafa í matinn, eða hvernig á að elda það, þá get ég alveg örugglega komið með fullt af góðum hugmyndum, þótt ég geti ekki alveg framkvæmt þau sjálf ;) Gott að þekkja eina slíka ;) Eins og Unnur Írís og Rut komu í heimsókn í kvöld og voru að hvarta yfir því að þær elduðu aldrei kvöldmat, þær kunnu hvorugar að elda og bara nenntu því líka ekki! Þá kom ég alveg með þvílíka runu af ráðum og hugmyndum, og JónÞór sat hérna frammi og bara hló og hló af mér, og benti stelpunum síðan á að ég vissi varla hvar pannan væri geymd, þannig takmarkað vit í mér í þessari deild! En eins og hefur alltaf verið sagt við mig er ég ávalt með eyrun blakandi og nefið ofan í öllu, þannig ég tek þetta allt inn þótt ég sýni þessa leynduhæfileika sjaldan! :)
|

Blóðbankinn here I come ;)

Þá er komið að því.....búin að hvetja allan bekkinn að fara upp í blóðbanka og gefa blóð fyrir Sprellmótið, en ÉG er ekki enn farin að drullast!! Þannig morgundagurinn will be the day! Það er samt frekar sniðugt að fara í svona því fyrst fer maður í blóðprufu (ég lauk því reyndar af á föstudaginn) og þá meta þau hvort það sé í lagi að maður gefi blóð. Þannig í raun fær maður svona smá test út úr þessu, fær að vita hvort maður sé blóð lítill eða með e-a sýkingu! Best að fara allavega og fá niðurstöðuna! Mér fannst nógu erfitt að láta stinga einu sinni í mig, en að þurfa að fara aftur og leifa þeim að koma henni aftur fyrir og hafa síðan nálina í mér í 15 heilar mínutur! Húúú....þetta verður erfitt ;)
|

Styttist í Idol

Ný styttist í Idolið, ég missti af inntökuprófunum, var að spá í að syngja Gamla Nóa, hélt að það væri kannski kjánalegt þangað til að ég frétti að e-r hefði tekið ABCD lagið!!! ;) Hefði sennilega toppað mig!! :D Alveg ömurlegt að vera ekki með Stöð 2, sérstaklega þegar maður var með það eftir jól og fram í maí og er orðin háður þessu öllu!! En ég verð bara dugleg að kíkja í heimsókn til allra þeirra sem eru með Stöð2 ákkurat kl.8/9 á föstudagskvöldum ;) hehe
|

Sleppt miklu fjöri um helgina :(

Það var aldelis fórnað miklu fjöri um helgina til að hafa heilsu í að geta tekið þessi próf! Á föstudaginn var vísindaferðin, og eftir að við Jóna fórum heim að borða, hélt hópurinn áfram að fá sér í glas og kíktu í party til Daða (strákur í bekknum). Eftir það var svo haldið niður í bæ. Missti af því :( (Reyndar fór ég á Hárið og var það snilld eins og hefur komið hér fram). Síðan á laugardagskvöldinu var afmælisparty hjá Hjördísi í sumarbústað fyrir sunnan. Ég fór nátturulega ekki suður um helgina þannig ég kíkti ekki þangað. Ekki nóg með það heldur hefði ég eflaust ekki þurft að fara svona langt til að komast í gott fjör þar sem Egó var að spila í Sjallanum um helgina!!!! Maður mundi nú halda að þetta væri nægilega stór skammtur af skemmtun fyrir eina manneskju til að missa af...en haldiði ekki að ég hafi fengið sms frá Hönnu Guðnýju í gærkvöldi að bjóða mér í ný bakaða skúffuköku, en AUÐVITAÐ komst ég ekki - var í miðju WebCT prófi :´( En ég stefni bara á að sleppa ekki neinu næstu helgi þegar Sprellmótið er, tek þátt í ÖLLU ;)
|

Jésus hvað maður er háður netinu...ánþes að vita það!

Já netið heima er farið í fokk enn og aftur!!! Þetta er ótrúlegt, ég var svo pirruð hérna í morgun að ég gaf það út að ég ætlaði ALDREI aftur að kaupa mér tölvu!! Minnið mig endilega á það ef mér fer e-ð að detta í hug að fjárfesta aftur í þessu drasli!! JónÞór á nýja tölvu og við höfum ekki komist inn á netið í henni í svona hálft ár, og ég meina come on hún er ekki nema tæplega árs gömul.......!!! Anda inn anda út.....aðeins að róa mig ;) hehe
Já en þetta með að vera háð netinu.....ég var alltaf að gleyma, þegar ég sat heima að læra síðdegis á laugardaginn, að allt sem ég vildi gera var allt gert á netinu. Eins og t.d. langaði mig að skrifa á bloggið -> gat það ekki, kíkja á hvað væri í TV-inu um kvöldið -> gat það ekki, ath hvort væru nýjar myndir af af babykrúttum -> gat það ekki, ath með símanr -> gat það ekki....þannig þið sjáið....maður er ótrúlega háður þessu ánþess að fatta það!
|

Saturday, September 25, 2004

Hárið frábært

Var bara að labba inn um dyrnar, vorum nefnilega á Hárinu. Djöfull var þetta mögnuð sýning. Þetta var tvisvar sinnum sýnt hérna fyrir norðan, og við fórum á seinni sýninguna, og já alveg frábært. Það var vísindaferð fyrr um kvöldið, þannig maður var búin að fá sér nokkra bjóra þar, síðan héldum við Jóna heim þar sem JónÞór var búin að elda og þaðan var haldið á Kaffi Akureyri að fá sér einn kaldan. Við löbbuðum síðan upp í íþróttamiðstöð þar sem þetta var haldið. Næst lá leiðin til Jónu þar sem var stoppað í stutt spjall og síðan heim. Fínasta kvöld bara.......greinilega ekki nóg drukkið samt fyrst maður hefur vit á að skrifa á bloggsíðuna sína núna!!! ;) hehe
|

Thursday, September 23, 2004

Verkefni og próf streyma inn!

Nú er komið að því, kennararnir komnir í gírinn þar sem þau dæla í okkur hæmadæmum, verkefnum og prófum!! GAMAN!!!
|

Erfitt að ráða öllu á svona tímum!

Það er nú ekki annað hægt en að vorkenna mönnum eins og Blair og Bush oft á tíð. Sérstaklega á tímum eins og þessum, þar sem verið er að ræna mönnum og hóta að drepa þá nema verði gert eins og þeir vilja. Ég meina auðvitað er ekki hægt að gera það sem þessir geðsjúklingar vilja. Í fyrsta lagi vilja þeir venjulega fá e-ð sem mundi skapa enn meiri hættu í heiminum, og í öðru lagi kæmi hver pshycoinn á fætur öðrum að heimta e-ð heimskulegt!! EN hins vegar er örugglega lítið djók að vera sá sem segir "nei því miður, maðurinn þinn verður bara að missa hausinn!" Jesus!
|

Góð hugmynd

Já við Hanna Guðný erum að spá í byrja með svona frétta síðu fyrir 1.ár á Viðskiptabraut....svona sem allir sem vilja geta fegnið leyniorðið og því skrifað allt sem þeim dettur í hug eða vilja koma á framfæri....er þetta ekki bara ágætis hugmynd!! Ég meina fólk hlýtur að vera komin yfir þann aldur sem þau láta allt flakka um alla, þannig leiðindi skapast......já þetta er pæling ;)
|

Var að röfla um busy people

Í gær var ég búin að blogga einu sinni og sá í morgun að það hefur ekki komið inn. Ég var að röfla um fólk sem segist ekki hafa tíma til að blogga. Þetta bara fatta ég ekki þar sem ég mundi giska á að svona 90% landsmanna vinna við tölvu, hvort sem það séu nemar eða fólk á vinnumarkaðinum, og sé ég EKKI afhverju að fólk getur ekki gefið sér 5 mín af og til til að blaðra e-ð á síðu sína. Ég er satt aðsegja ekki sú duglegasta í þessum bransa en þó, ég kem með svona helstu fréttir og pælingar..... :Þ Dugleg ég ;) Nei nei ef þið nennið ekki að blogga sjálf þá verðið þið allavega að vera dugleg að commenta hjá fólki, þannig komið þið allavega ykkar skoðunum að, og flestum finnst líka svo gaman held ég að láta commenta hjá sér, allavega mér :)
|

Ekki svona svakalega löt

Þetta er nú orðið e-ð skrítið, ég er án gríns að blogga af og til og stundum lýst tölvunni minni greinilega bara ekkert á það sem ég er að blaðra og setur það bara ekki inn á síðuna þegar ég ýti á ok!! Þannig þessi skortur af bloggi er ekki bara mér að kenna ;) hehe
|

Monday, September 20, 2004

Glory glory Man United!!!!!

Já þetta var nú aldelis gaman :) Manchester United vann hörmungar púkana Liverpool 2-1. Hefði ég verið Liverpool aðdáandi hefði ég sett poka yfir hausin á mér eftir fyrrhálfleik, þvílík hörmung!! Góð afmælisgjöf fyrir Hjördísi, sem er jú Liverpool aðdáandi og afmælisbarn dagsins ;) hehe
|

Sniðug hugmynd.

Það er keppni sem fer fram milli deilda hérna í HA einu sinni á ári. Sú keppni heitir Sprellmótið og hefst um hádegi og lýkur hvenar sem fólk er búið að fá nóg, sem er yfirleitt aldrei fyrr en næsta morgun. Þar sem ég er í Reka (nemendafélagi Viðskiptabrautar) er ég svolítið mikið inn í þessu, fá styrki og skipuleggja okkar lið, og bara mynda stemmingu í bekknum mínum. Í ár á að fara í samstarf með blóðbankanum, deildir fá stig fyrir hver fær hlutfalslega flesta til að fara og gefa blóð! Mjög sniðugt finnst mér, báðir aðilar græða :) Þannig nú er bara að bíta á jaxlinn og reyna að láta ekki lýða yfir sig þegar nálin fer inn!!! :S
|

Sunday, September 19, 2004

Fínasta laugardagskvöld.

Í gærkvöldi kíktu Sigurbjörg og Hanna Guðný á okkur hérna í Bakkahlíð 35 n.v. Það var sötrað bjór og spjallað um allt á milli himins og jarðar. Síðan var haldið á Kaffi Akureyri og byrjað á því (eins og svo oft áður) að fara stelpurnar saman á klóstið. Það er alltaf voða þægilegt að fara á fatlaða klósettið, því þar er maður bara einn og nóg pláss. Jæja en allavega vorum við þar inni þrjár og vorum að "skvetta úr henni" og spjalla, like you do, þegar e-r byrjar að banka, og ég ætlaði að vera rosa fyndin og segja "Bíddu sérðu ekki að þetta er merkt fatlaða klósett, ert þú í hjólastól" (eða e-ð álíka) en síðan þegar ég ríf upp hurðina og ætla að fara að láta þetta vaða, sá ég engan, þangað til að ég leit niður, og sá strák sitjandi í hljólastól........hverjar eru líkurnar!! Sem betur fer náði ég að halda kjaftinum á mér lokuðum, í þetta skipti. Að öðru leiti held ég að Hanna Guðný lýsi kvöldinu bara ágætlega :) Reyndar fór JónÞór a kostum, tryggði sér einn pott þéttan óvin og "10-u" í fjárhagsbókhaldi!!! Það er e-r spjanjóli sem er alltaf að heilsa JónÞóri (sem hann þekkir ekki neitt) og í gær ákv hann að passa að sá maður mundir ALDREI aftur heilsa sér. Hann var alltaf að kalla á greyið strákin og láta e-ð bulla út úr sér, sem var e-ð tungumál sem ég hef allavega aldrei heyrt, bullaði bara e-ð, og strákurinn var bara farin að forðast hann! Síðan var Fjárhagsbókhaldskennarinn okkar á staðnum, og hvað haldiði að JónÞór gerir, sest við hliðina á henni og fer að segja brandara...heldur hann!!! Þannig við skulum sjá hvernig sá tími fer í fyrramálið :)
|

Saturday, September 18, 2004

Loksins komnar myndir

Ég var löngu búin að gleyma leyniorðinu mínu í þetta fotka.com dæmi þannig nennti aldrei að setja inn myndir, en helgin var vel nýtt :) Nú eru komnar myndir frá Englandsferðinni og göngunni upp Súluna (tókum sko myndavélina með til að sanna það).
|

Friday, September 17, 2004

Harðsperrur dauðans á morgun!

Já ég er nú hrædd um það....jesús minn. Erum búin að fara tvisvar í ræktina síðan á þriðjudaginn og síðan löbbuðum við upp Súluna (stórt fjall hérna á Akureyri) í dag, þannig ég er hrædd um að morgundagurinn á eftir að vera erfiður. Sérstaklega þegar þetta var nógu vont í morgun þegar maður vaknaði eftir hinar æfingar. Greyið Sara....erfitt að koma sér aftur í almennilegt form!
|

Thursday, September 16, 2004

Judging Amy byrjar aftur

Já þessir snillda þættir að byrja aftur.....eða mér finnst þeir mjög góðir. Slær nátturlega ekkert OC út en maður þarf víst að bíða þangað til í febrúar eftir þeim. Svo er þessi One Three Hill (eða hvað sem hann heitir) fínn líka, held að ég þurfi að fara að reyna að komast að því nákvæmlega hvenar hann er sýndur. En nóg um sjónvarpsgláp, við skötuhjúin erum að fara að skella okkur á kaffihús :)
|

Allt að verða vitlaust í eyjum!

Það eru nú meiri lætin í eyjum, veðrið bara að gera "góða" hluti!! Gaman að vakna við það að fá e-a járnplötu inn um gluggan hjá sér um miðja nótt, not! Hvað er í gangi, m.a.s. Herjólfur fór ekki í morgun, og hversu oft skeður það!?!?! Við bara höfum annars bara voða fínt hérna fyrir norðan, voða stillt og gott :)
|

Wednesday, September 15, 2004

Fyrsta vísindaferðin framundan....

Þá er komið að því....það verður mjög sennilega farið í vísindaferð hérna á Akureyri bráðlega. Ætti að vera gaman að upplifa svoleiðis ferð. Manni skilst að þessar ferðir séru algjör snilld. Fyllirí, snittur og fróðleikur ;)
|

Tuesday, September 14, 2004

Nú er það bara harkan 6!!

Haldiði ekki að mín hafi bara drifið sig í Bjargið (líkamsræktarstöð) í gær og keypt sér hálfsárs kort :) Nú á sko að taka sig á. Ég var frekar dugleg í allt sumar, en hætti eftir Þjóðhátíðina, þannig þið sjáið hvað er langt síðan ég hef farið!! En núna er burt með óhollustuna, nema um helgina, og bara skyr og hreyfing ;) hehe Nei nei það á nú ekkert að grenna sig, bara komast í almennilegt form aftur, voða næs að geta borðað góðan mat ánþess að fá móral, það er takmarkið :)
|

Hvað gerir maður!?

Jesús, hvað gerir maður þegar maður lendir í tímum 2-svar í viku hjá kennara sem les bara upp af blaða og leggur ekki áherslu á eitt eða neitt, og það er ætlast til að maður glósi e-ð!! Þetta er ekki hægt. Ég sit hérna að DEYJA úr leiðindum, með samviskubit yfir að vera ekki að glósa, en ég get svarið það, það er bara EKKI HÆGT!
|

Monday, September 13, 2004

Komin heim

Þá er maður komin heim eftir frábæra ferð. Bara fínasta afslöppun. Fórum í gólf, í bæinn, borðuðum.........mikið, og margt fleirra!!! En núna erum við komin heim og skólinn byrjaður aftur á fullu. Ef e-r kann e-a sniðuga lausn fyrir að koma manni í"náms-gír" endilega látið heyra í ykkur ;)
|

Saturday, September 11, 2004

Naestum tvi buin ad svikja lit...

Tad stefndi allt a tad ad eg mundi svikja lit nuna i dag. AEtludum ad fara a Liverpool leik, en svo var tetta allt of stuttur fyrirvari og tvi midur ekki haegt ad redda teim. Madur verdur nu adeins ad lata eftir kallinum af og til ;) hehe Tannig vid kiktum i mall-id herna i Grimsby, fundum litid af viti enda mjog svipadar budir og i Hull....og nuna er planid ad kikja i golf. Sjaumst svo aftur a klakanum a sunnudagskvoldid.
|

Friday, September 10, 2004

Bara skellt ser til Englands yfir helgina...

Vid JonTor akv bara ad skella okkur ut til Englands yfir helgina. Saenska konungsfjolskyldan var ad ferdast um nordurlandid og tar af leidandi var fri hja ollum i haskolanum a fostudeginum. Og eg var bara einum tima a fimmtudeginum tannig var upplagt ad skella ser ut. Tokum tessa stora akvordun a midvikudagskvoldinu og vorum komin ut a fimmtudagsmorgninum :) Tannig tad er buid ad vera nog ad gera. Komum til Grimsby kl.3 i gaer, forum i golf med pabba, og svo ut ad borda a rosa godum kinverskum stad. Sidan er dagurinn i dag buin ad fara i verslunarleidangur og believe it or not eyddum vid alveg nog, en EG kom bara heim med eina derhufu, tannig guess hver var ad versla!?? ;) Jaeja nu erum vid a leidinni i Sainbury's ad versla i kvoldmatinn. AEtlum ad vera med grill :P Bid ad heilsa ollum heima.
|

Monday, September 06, 2004

Málað og kíkt á Stuðmannaball.

Við gáfum loksins upp á þessum þunglyndis gráa lit sem var inn í eldhúsi hjá okkur, og máluðum það morgungult um helgina :) Allt annað líf að borða morgunmat þarna á morgnana og ég er ekki frá því að ég er ekki alveg jafn morgunfúl eftir þessa breytingu, en ég er þó ekki alveg viss um að JónÞór sé sammála því ;) Síðan á laugardagskvöldinu var kíkt á Stuðmenn, og það er alltaf að verða skýrari finnst mér að Stuðmenn eru meira svona tónleika hljómsveit, ég elska tónlistina þeirra og að horfa á þau á sviðinu, en ég á eigilega bara í erfiðleikum með að dansa þegar þau eru að spila. Eins og á þessu balli þá dansaði ég í svona 20min og það var þegar þeir tóku pásu og píku poppið var sett í græjurnar ;) hehe. Já síðan á sunnudaginn var bara farið í göngu og haft það kósí. Ef e-r hefur farið upp í Kjarnaskóg hérna á Akureyri þá er hann pott þétt sammála mér í því að þessa staður er ekki smá fallegur. Bara endlaust af svona litlum vegum út um allan skóginn. Er hrædd um að maður eigi eftir að vera duglegur að fara þangað í göngutúra á meðan veðrið leyfir :)
|

Óska Dröfn innilega til hamingju með daginn!

Já ég vil óska elsku bestu Dröfn til hamingju með afmælið. Hún á afmæli í dag og er orðin rétt rúmlega tvítug svo ekki sé meira á það minnst ;) hehe Elsku Kúbubúi, hafðu það gott í dag og framtíðinni. Hlakka til að sjá þig þegar ég er næst í bænum :*
|

E-r svefn lyf í þessum bókum!

Ég er sko nokkuð viss um að það séu e-r svefnlyf sem svífa upp og maður andar þeim inn um leið og maður opnar þessar bækur. Ég meina mér finnst þetta allt mjög áhugaverð fög, en um leið og ég byrja að reyna að lesa, þá þarf ég helst að leggja mig í svona klst og byrja síðan aftur. Og lesa alls ekki meira en í svona klst í einu og standa síðan upp, annars bara sofna ég sitjandi. Alveg unbelievable!
|

Thursday, September 02, 2004

Erfitt að halda sér vakandi!!!

Ég skil ekki hvað er í gangi, nú er ég að fara á skynsamlegum tíma að sofa, og er oft (sem ég hef aldrei gert áður) að leggja mig smá á daginn, en samt er ég alltaf að berjast við að halda mér vakandi yfir þessum bókum! Þetta er bara alls ekki fyndið! Það eru alltof margar freistingar heima þannig ég ákv að fara að læra á bókasafninu hérna upp í skóla, en það er ALLTOF heitt hérna, ég er að leka niður! Held að það gæti verið stór hluta af ástæðunni afhverju maður er að sofna! Spurning hvort maður ætti ekki bara að taka með sér stól út og bara lesa þar!! ;)
|

Wednesday, September 01, 2004

Þekkir e-r e-n hjá OgVodafone?

Ef svo er endilega sparkið aðeins í rassgatið á þeim, og látið þau drífa sig að laga ADSL-ið okkar! Er núna buín að vera hérna í tæpar 2 vikur og er ekki enn komin með netið heim!! Viljði pæla, þurti að láta opna þetta hjá OgVodafone og Símanum (útaf þau eru e-ð saman í þessu hérna fyrir norðan) síðan gerðist aldrei neitt og ég hringi í vodafone, sem tók b.t.w. svona 10 ár, og þá komst ég að því að Síminn hennti mér út af ADSL kerfinu útaf ég lokaði línunni, og þarf ég því að bíða hátt upp í viku til að komast aftur inn á það! Þetta er meira ruglið og líka bara ekki smá pirrandi að komast aldrei á netið heima hjá sér. Einu sénsarnir eru þegar maður er hérna í skólanum. En þetta ætti nú að vera komið í rétta gírinn eftir helgina, vonum það :)
|

Vídíó og kósí

Það verður sko haft það kósí í kvöld....komum við í vídíóleigu áðan og tókum Cold Mountain. Var ekki smá tilbreyting að fara í vídíóleiguna og sjá fullt af myndum sem við áttum eftir að sjá! Við vorum nefnilega frekar dugleg eftur jól að taka vídíó og var því orðið frekar leiðinlegt að vera alltaf búin að sjá allt að viti. En núna fórum við og það var heill hellingur til að taka :)
Maður er eigilega ennþá hálf dasaður eftir svefnleysið á mánudaginn þannig maður er búin að vera duglegur að leggja sig á daginn, og verður helgin síðan notuð vel í e-ð svipað ;) hehe
|

Heppnin var með okkur...

Í gærkvöldi fórum við í göngutúr, og komið var við hjá Sindra og Steinu til að skila bókum sem hann átti og JónÞór var með í láni. Við vorum svo ótrúlega heppin að Steina var búin að baka og við fengum skúffuköku, ekki smá góð. Maður sér það núna að við verðum að vera dugleg að koma við þar í vetur ;)
|