SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, January 31, 2005

Nýjar myndir

Loksins loksins, ég var búin að reyna að henda þessum blessuðum myndum inn svona 100 sinnum en vildi bara ekki ganga. En núna er þetta komið, enjoy :D
|

Heppin......eða hvað!?

Þegar við stóðum þarna á efri hæðinni á Sjallinum að slefa yfir Stebba og co. sagði Jónþór mér það að ef við mundum e-m taka upp á því að velja okkur eina "fræga" manneskju sem við mættum halda framhjá með ef tækifærið kæmi, þá vissi hann nákvæmlega hvern hann mundi velja!! Fyrst var ég nú ekki alveg nógu ánægð með þessar fréttir, en þegar hann sagði mér að sú manneskja væri Stefán Hilmarsson, þá varð ég aðeins sáttari :) hehe Verður maður ekki að vera sáttar á meðan samkeppnin er ekki e-r sílkon bomba frá Hollywood ;) hehehehehe
|

Sunday, January 30, 2005

"Rúsínan í pylsuendanum" (JÞK,2005)

WHAT!?!? Ég gat nú bara ekki sagt annað þegar JÞ sagði að bla bla bla yrði "rúsínan í pylsuendanum"...þetta hafði ég sko aldrei heyrt áður! Gaman að vera ég, alltaf að læra e-ð nýtt :) En já ef ég á að nota þennan "nýja" orðatiltæki yfir e-ð sem skeði í þessari viku sem var að klárast, þá var rúsínan sko pott þétt Sálaballið :D
|

Sunnudagsbíltúr til Dalvíkur

Já eftir að hafa tekið einn góðan rúnt um bæinn ákv við að skella okkur bara til Dalvíkur. Þar kíktum við í sundlaugin, sem er b.t.w. alveg æðisleg, ekta sveita stemming en samt bara nýleg og fín sundlaug. Síðan á leiðinni heim stoppuðum við í "kaffi" til Reimars (bekkjabróðir hans JÞ) og Guðnýjar (konan hans). Þau eiga einn lítinn 4 mánaða prins, sem er án ef eitt mesta rassgat í heimi. Við Jónþór vorum ekki smá vinsæl hjá honum....reynda ældi hann smá á mig, en ég tek því ekki þannig að honum hafi verið illa við mig, frekar bara að það hafi verið svo mikið fjör hjá mér ;) En já síðan var komið heim og eldað, glápt aðeins á TV-ið og núna er ég að rembast við að prenta út glósur af netinu, gengur frekar HÆGT!
|

Sálin mun seint klikka!

Á föstdaginn fórum við að taka á móti háskólunum sem komu að sunnan. Eftir smá kynningu fórum við öll saman upp í Sunnuhlíð þar sem tjúttað var langt fram á nótt. Laugadagurinn fór því eigilega bara í þynku, þrátt fyrir ekki svo mikla drykkju kvöldið áður. Síðan var stefnan tekin á Sálarballið um kvöldið, en þar sem ég var svona þreytt og hálf efins um að nenna á ballið, beilaði ég á bekkjapartýinu sem Daði hélt --> ömurleg gella! En já við vorum bara fjögur hérna heima, komum síðan við hjá Unni og síðan bara beint á ballið. Maður þarf nú ekki að segja mikið annað um þetta ball heldur en bara SNILLD! Sálin mun seint klikka held ég. Við stöðum bara uppi og horfðum niður á þá tapa sér á sviðinu.
Ég tók helling af myndum á föstudaginn og voða fáar í gær, en ég hendi þeim inn bráðlega :)
|

Wednesday, January 26, 2005

Litli kálfurinn fékk áfall!

Ég fór með Unni í Bónus um daginn og ætlaði ekki að trúa því að hún tæki bara 2lt af mjólk fyrir heila viku...! Þá sagði hún orðrétt "Sara ég bý ekki með kálfi !" Mér fannst þetta helvíti gott skot hjá henni, einmitt í mark. Það eru örugglega ekki margar tveggja manna fjölskyldur sem kaupa 7 lt af mjólk fyrir eina viku!
En já ég og "kálfurinn" fórum í bónus um daginn og þegar við löbbuðum inn í kælirinn kom upp hrottalegur svipur á minn...! Þá var búið að breyta umbúðunum á undanrennunni, og þær orðnar bleikar á litinn!! hehe Hann var sko ekki ánægður með þessa breytingu, mér fannst þetta hins vegar alveg magnað, gaman að fá smá lit í ískápinn!
|

Grátlegt

Það streymdu tár................. - það eina sem ég hef að segja um leikinn í gær!
|

Tuesday, January 25, 2005

Halló skólinn er byrjaður Sara!!!

Ég skil ekki hvað er í gangi með mig, það er eins og ég sé ekkert að átta mig á því að skólinn sé byrjaður. Fæ mig bara ekki til að læra heima og/eða glósa í tímum. Er bara með hugan við e-ð allt annað. Alls ekki nógu sniðugt. Vona að ég fari að átta mig á þessu....allavega áður en önnin klárast :/
|

Snjórinn að fara..?

Mín hafði fyrir því að fá brettið lánað hjá systir hans Jþ svo að ég gæti æft mig hérna fyrir norðan, en nú sínist mér að það sé hæpið að ég fái tækifæri til þess! Mér sýnist snjórinn vera að hverfa. Typical!
|

Magnað

Ég hef aldrei kynnst því áður að ef þú kaupir þér skáp, þá færðu ekki allt bara í einum pakka. T.d. með vaskarskápinn okkar, þurftum við að panta eftirfarandi í sitt hvoru lagi:
- skápinn
- hurðar
- festing
- hillur
- fætur undir hann
- svona á hurðina til að opna þær (hurðarhúna)

Unbelievable, er maður s.s. orðin kröfuharður að vilja fá þetta bara allt saman á einu bretti!!?!?!
|

Sunday, January 23, 2005

Engar myndir :(

Því miður hef ég ekki tekið neinar myndar þessa helgi, allavega ekki á mína vél. Var reyndar helvíti dugleg að taka myndir í afmælinu í gær með myndavélinni sem afmælisbarnið á. En þannig er mál með vexti að Jónþór tók vélina með sér upp í bústað þannig við vonum bara eftir skemmtilegum myndum þaðan. Samt ekkert viss um að ég seti þær inn á netið, örugglega of dónalegar til þess ef ég þekki þessa stráka rétt!!
Sunna er samt alltaf dugleg að taka myndir, og ef hún setur þær inn á hjá sér, fæ ég kannski að linka yfir á þær :)
|

Allt að gerast í Reykjavíkinni

Þá er komin sunnudagur og við að fara undirbúa okkur að keyra aftur norður. Reyndar er ég ekki enn búin að heyra í Jónþóri, ætli hann sé ekki bara dead upp í bústað ennþá. Allavega þá er þessi helgi buin að vera rosa fín. Á föstudaginn var bóndadagur og var keypt smá gjöf handa kallinum, mar klikkar ekki á smá atriðunum. Gaf honum Queen cencert á dvd, ekki rómantískasta gjöf í heimi, en e-ð sem honum langaði í. Síðan kíkti ég með stelpunum heim til Thelmu um kvöldið og sat þar til að verða hálf 3, skutlaði þá Svövu heim og endaði með að við sátum fyrir utan hjá henni til hálf 5, þannig þið getið ýmindað ykkur hvað ég var þreytt næsta dag þegar við ætluðum öll á skíði. Get svo sem ekki verið að væla, það voru allir að deyja úr þynku nema ég, þannig ég slapp svo sem ágætlega. Já allavega þá fór ég á bretti í fyrsta sinn. Fór svona 6 ferðir í stóru brekkuna, og gekk það bara ágætlega. Reyndar er ekki smá mikið vesen að komast úr þessi helvítis liftu, maður lendir bara á klaka ef maður nær ekki að halda sér upp. Eitt skiptir lenti ég svo svakalega illa á rassinum að ég var að drepast í honum það sem eftir var ferðarinnar og einnig í dag.
Svava skvís hélt síðan upp á afmælið sitt í gær, og þar skemmtum við okkur MJÖG vel. Rosa stuð. Reyndar fórum við síðan í bæinn á Tómas frænda, og dönsuðum svolítið þar, en síðan splituðumst við allar og þá var bara frekar leiðinlegt! Samt var ég ekki komin heim fyrr en hálf 6. Vaknaði við síman kl.11 í morgun, so now i am tierd.....! Ekki nóg með það að ég er þreytt heldur er að DREPAST í öllum líkamanum eftir þessa brettaferð. Shit hvað þetta er óþæiglegt....
|

Thursday, January 20, 2005

Barið hana í "hakk og buff" (GIG, 2004).

Svona án gríns þá hefðir ég kálað manneskjunni sem ég var að tala við, hjá IKEA, í gegnum símann væri það mögulega hægt. Djöfull var hún viðbjóðslega leiðinlega og bara dónaleg. Skil ekki afhverju svona fólk er að vinna í þjónustudeildinni. Þvílík píka. Ég er búin að fá alveg hörmungar þjónustu þarna hjá þeim og get sko sagt ykkur það að það verður langar tími þangað til ég fer að versla við þau aftur......þ.e.a.s. eftir að ég fæ vaskinn minn! ;)
|

Going down south.... :)

Já þá er það ákveðið, eftir mikið "spjall" hérna á Bakkahlíð 35 nh.v þá höfum við tekið þá stóru og merkilegu ákvörðun að koma suður. Held að sumir verða bara ágætlega sáttir við að losna við mig í smá tíma....vonandi samt bara smá ;) Það ætti allavega að vera nóg að gera í bænum. Maður ætlar sér alltaf að gera allt á milli himins og jarðar þegar maður kemur en það verður alltaf svo lítið úr tímanum. Ég stefni allavega á að fara á skíði með stelpunum og koma við á American Style (það er nátturulegabara must). Síðan langar mig auðvitað að hitta sem flesta....en þetta er auðvitað seint ákveðið þannig flestir eflaust komin með plön. Æ við sjáum til :)
|

Vantar e-m far suður?

Við JónÞór erum að spá í að skella okkur suður um helgina. Við ætlum að leggja af stað í dag, og koma aftur á sunnudaginn. Unnur skutla ætlar samferða, þannig það er laus 1-2 pláss í bílnum fyrir einhverja sem hafa áhuga....? Let me know before 4 o'clock
|

Wednesday, January 19, 2005

Hvet alla til að koma

Helgina 29.jan er Sálin að spila hérna á Akureyri, þannig ég hvet alla til að mæta :) Sérstaklega þið sem eruð í þessum 3-4 háskólum sem er að koma. Þið látið ekki svona tækifæri framhjá ykkur fara, er það nokkuð....? ;)
|

Alltaf gott að sofa aðeins lengur..

Já við sváfum "óvart" aðeins yfir okkur í morgun. Alltaf gott að sofa þegar maður á að vera vaknaður! En núna er ég mætt hérna í Markaðsfræði. Trúi ekki að ég fái þennan kennara í þessu fagi. Hún er svo feimin og stíf að maður er bara hræddur um að hún fái taugaáfall á næstunni. En svona er þetta, ætli maður skrópi þá ekki bara föstudagstímana með góðum móral ef manni langar að koma í bæinn á fimmtudegi einhvertíman....
|

Monday, January 17, 2005

Stelpuspjall

Já rosa var gott að kíkja aðeins á hana Jónu mína áðan. Hann JónÞór er nú frábær, en stundum þarf maður bara að spjalla við góða vinkonu. Strákar kunna ekki að meta góða (kjafta)sögur og svona, þeir verða ekkert jafnt spenntir og áhugasamir og við stelpurnar :) En við fengum okkur kökur og svona fyrir svefnin, er það ekki annars svo hollt?!? :D
|

Hata ketti!

Ég get svarið það. Ég var að koma heim frá henni Jónu og ég er viss um að það sé köttur inni geymslu hjá mér, helvítis kötturinn sem "býr" hérna á efri hæðinni. Djöfull þoli ég hann ekki. Í fyrra vetur vaknaði ég 2-3 sinnum við það að hann var að horfa á mig, sat í gluggakistunni okkar, hafði s.s. komið inn um gluggan. Eftir það var sofið með lokaðan gluggan. Oj oj oj, JónÞór er enn í skólanum en ég var að hringja í hann til að ath hvort hann væri ekki að koma, ætla sko ekki inn í geymslu að kíkja, lokaði bara þangað inn..........!! :/
|

Vísindaferðinni frestað

Stefnan var tekin suður helgina 27-30.jan í vísindaferð, en við þurftum síðan að seinka henni þangað til helgina eftir (3-6.feb) vegna þess að e-r nemendur úr HÍ, Bifröst, Tækniháskólanum og HR eru að koma norður. En allavega missir maður ekki af Sálaballinu sem er 29.jan :D Maður lætur sig ekki vanta á svoleiðis skemmtanir. Reyndar eigum við gömluhjónin "afmæli" 5.feb og verður leiðinlegt að geta ekki haldið upp á það saman, en við höldum það þá bara helgina eftir...eða kannski bara Sálarhelgina. Pæliði í því, þá erum við búin að vera saman í 4 ár!!! Tæplega 1/5 af æfinni minni hehe. JónÞór verður alltaf hálf móðgaður þegar ég fer að tala um hvað þetta er langur tími, held að hann túlki það eins og ég sé að meina OF langur, en auðvitað er það ekki svo...! En djöfull líður þetta hratt, áður en maður veit af verðum við flutt út, maður orðin hörku business kona með 3 börn, hús og hund......eða sjáum til með hundinn!!
|

Gott hjá minni

Tölvan mín tók kast um daginn eins og ég var búin að segja ykkur, og er ég ekki enn búin að láta kíkja á hana. Síðan er þvottavélin í e-u fokki og þarf ég því að láta kíkja á hana líka. Ákv að drífa mig heim af bókasafninu til að fara að hringja í þetta viðgerðafólk, en fattaði síðan þegar ég var komin með símann í hendina að ég vissi ekkert hvert ég ætti að hringja!!! Svona án gríns hverju flettir maður upp í símaskránni, þvottavélaviðgerðakarl......og tölvusérfræðingur!?!?! Ég reyndar sá auglýsingur í Extra (auglýsingablað sem hefið er út hérna á AK) um karl sem tekur að ser að gera við tölvur í frítímanum sínum, en var svo rosalega gáfuð að henda því þegar ég var að taka til um daginn. Þannig ég er aftur komin á byrjunarreit :(
|

Sunday, January 16, 2005

Missum af innflutningspartý :(

Eyrún og Tommi eru að halda innflutningspartý núna sem við erum að missa af. Frekar svekkjandi, en svona er lífið, you win some you loose some! Verðum bara með næst. Verð nú að viðurkenna það að ég vil helst fá staðfestingu á því að það sé búið henda Fimbulfamb áður en ég fer næst í partý til þeirra! ;) hehe Skilst nú samt að drykkja hafi verið takmark kvöldsins hjá þeim, þannig ég hefði kannski verið safe frá þessu spili. En allavega GÓÐA SKEMMTUN ELSKURNAR. Vonandi að myndavélin sé með í fjörinu...?
|

Lucky to be alive

No djók, við hefðu getað lent illa í því í dag. Vorum í Bónus....sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað að þegar við löbbuðum út þá hrundi risa stór klaki niður af þakinu nákvæmlega á þann stað sem við vorum ný búin að labba. Hefðum við verið 1 sek seinna á ferðinni, þá hefðum við verið að fara taka USA stæl á þetta og kæra kæra kæra, þ.e.a.s. hefðum við lifað þetta af! ;)
|

Friday, January 14, 2005

Hita bylgja ;)

Í gær var -12°c hérna fyrir norðan. Í dag er búið að vera um 3°c í plús. Maður þarf ekkert að vera of brattur í stærðfræði til að sjá að þetta er 15 gráðu aukning í hita. Væri nú alveg til í aðra eins á morgun :D Reyndar veit ég að skíða fólkið er ekki sammála þessu, það er hvort sem er örugglega ekkert hægt að nota fjallið í 3-5°c hita, eða hvað...?
|

Alveg að verða búin

Þetta er loksins að verða búið hjá okkur, bara eftir að fúa (yfir) flísarnar og flísaleggja gólfið. Þannig það verður skálað með kampavíni í kertalýstu baði á morgun ;) hehe Djöfull tíma tekur þetta, en held að þetta verður pott þétt vel þess virði. Reyndar er svolítið svekkjandi að þurfa að bíða eftir vaskinum okkar, sem á að koma til landsins í næstu viku. En ég hlakka ekki smá til að sjá þetta alvega ready :D

Asnalegt samt hjá Ikea að láta neytendur borga flutningskostnaðinn við að senda vörur þeirra hingað. Ég meina fullt af fólki hlýtur bara að hætta við að versla við þau útaf auknum kostnaði. Ef ég ætti Ikea þá mundi ég breyta þessu, ég meina ok þetta yrði talsverð aukning í útgjöldum hjá þeim EN mundi borga sig þegar "öll" landsbyggðin færi að versla við þau.
|

Braut spegil í gær...

Ég var einmitt að tala um það í gær hvað það væri óþægilegt að vera svona hjátrúafull, næsta sem ég lendi í er að brjóta stóran spegil sem var inn á baði! Þannig nú býð ég bara "spennt".....
|

Wednesday, January 12, 2005

Hint hint ;)

Eyrún, Dröfn og þið allar, þetta var svona smá hint til ykkar að fara að koma norður, veit ekki betur en að þið séuð no pro's á skíðum......þannig þið munduð örugglega fylla ágætlega upp í "klaufahópinn" ;) hehehehe Efast ekki um að við mundum skemmta okkur konunglega :D
|

Allir á leiðinni upp í fjall.......

Það kemst bara ekki annað að hjá fólki þessa dagana heldur en að fara á skíði (eða bretti) sem ég skil vel, þetta er ekki smá gaman. Reyndar hef ég voða litla reynslu, fór nokkru sinnum með skólanum úti í Englandi í svona gervisnjó-brekkur og síðan fórum við nokkur saman í 10 daga ferð til Frakklands á skíði þegar ég var svona 14-15 ára. Þannig þið sjáið ég er engin expert.
Já stelpurnar fyrir sunnan eru að fara upp í fjall í dag og krakkarnir úr bekknum eru búin að vera dugleg. Ég held að ég bíði bara þangað til það verður svona "Klaufaferð" eina helgi og fer með þá ;)
|

KA lookið komið aftur

Ég verð nú að segja að þótt heimasíðan hjá mér er yfirleitt blá og gul, þá er ég nú engin harður KA aðdáandi, m.a.s. bý ég í "Þorpinu" skilst mér og þar heldur fólk með Þór. Mér hefur bara alltaf fundist þessir tveir litir vera svo flottir saman :)
En já á meðan ég var að dunda mér í þessu hefði ég átt að vera að lesa en AUÐVITAÐ finnur maður sér alltaf e-ð annað að gera. Kannski var þetta 'a message from god' þegar tölvan mín billaði í gær, að ég ætti að hætta að einbeita mér svona að netinu og snúa mér meira að náminu.....hver veit!
Allavega.............þá veit ég að þessi mynd sem ég er með hérna uppi er ekkert sérstaklega flott, nema auðvitað að hún sýnir logóið hjá lang besta fótboltaliðinu, en mér tókst bara ekki að setja inn e-a flotta mynd, kom alltaf svona lítill rauður kross, og ekki ætlaði ég að hafa jólamynda forever! Þannig svona verður þetta í bili :D
|

Tuesday, January 11, 2005

Byrjaði ílla en endaði bara vel

Í gær fengum við þær fréttir að flísarnar sem við vorum að nota í baðherbergið væru búnar, og við hálfnuð með baðherbergið. Síðan seinna um daginn hringdi ég í skattinn og var sagt að við (jónþór) ætti að borga e-n helling meira í skatt heldur en við vorum búin að búast við.
Síðan héldu þessi leiðindi áfram í dag, þegar ég var komin í tíma í morgun vildi tölvan mín ekki kveikja á sér, fór ég því með hana til kallana sem sjá um svona mál í skólanum og hann nánast sagði mér að tölvan væri ónýt......! En þegar leið á daginn þá fór þetta nú allt að líta betur út þar sem Byko hringdi og sagðist eiga þær flísar sem okkur vantaði til að klára. Eins gott. Og síðan fór jónþór að tala við skattfólkið og náði að leiðrétta þennan miskiling og við þurfum SEM BETUR FER að borga miklu minna en kellingartuðran var búin að segja við mig!! Og núna erum við að á leiðinni í Bjargið, ekki til að æfa í þetta sinn, heldur bara til að fara í pottinn og sturtu þar sem baðherbergið hérna heima er á hvolfi! Og í sambandi við tölvuna, þá er þessi karl þarna í tölvuverinu í HA algjör hálviti, þannig ég trúi honum nú ekki alveg, og ætla að fara með hana í viðgerð hjá e-m sem veitu um hvað hann er að tala!!!! ;)
|

Monday, January 10, 2005

Jóla"lookið"

Þið verðið því miður að þola þetta "jólalook" aðeins lengur, nenni bara ekki að standa í því að breyta þessu strax...... :S
|

Æ frábært

Eins og þið sjáið í níundu albúminu þá ákv þessi blessaða tölva að setja ekki ísl.stafi og kann ég því miður ekki að breyta þessu, þannig þið verðið bara að reyna að skilja þetta, þ.e.a.s. ef þið lesið þetta blaður í mér fyrir neðan hverja mynd >;)
|

Myndir :)

Ég er búin að setja inn myndir....loksins....reyndar vantar myndirnar frá Herra Ísland og Danmörkuferðinni, en ég setti inn myndir af familíunni í afmælinu hennar ömmu Dóru, áramótamyndir og myndir frá nýársdjamminu.
|

Refsað manni fyrir að vinna!

Svona án gríns þá er verið að refsa nemendum fyrir að vinna. Þetta er ótrúlegt, ekki að ég sé á námslánum, en fyrir þá sem eru á þeim þá, eins og flestir vita, færðu minni lánað ef þú ert dugleg að vinna yfir árið eða sumarið! Svona án gríns afhverju að lána þeim minna sem sýna fram á að geta borgað peningin til baka. Svo nenni ég varla að tala um þennan skatt........ég veit að allir þurfa að borga skatt annars mundi þetta þjóðfélag ekki ganga, en hvernig væri að "cut students some slack!!" Skattsjórinn fer allavega að fá alltof feita summu frá okkur hérna á Bakkahlíðinni. Þreytt á þessum útgjöldum, maður er alltaf að sjá betur og betur afhverju maður er að hafa fyrir því að vera í þessu námi....!
|

Saturday, January 08, 2005

No time for blogging!!

Það er sko ekki búið að vera tími fyrir neitt nema baðhergið síðan við komum norður. Þegar við náðum LOKSINS að drösla okkur framúr í morgun fórum við beint í Byko og keyptum það sem vantaði, síðan í Bónus þannig við mundum nú ekki svelta og síðan bara beint heim. En ég get sagt ykkur eitt og það er það að "Flísaleggja" ætti að vera kallað að "Undirbúa fyrir flísalagningu" því LANGA mesta vinnan er í undirbúa fyrir þessar blessaðar flísar. Við erum búin að eyða öllum deginum í að rífa niður veggfóðrið sem var á veggjunum, skafa, losa vaskinn, klósettið, sturtuna og ég veit ekki hvað og hvað. (Og ekki er þetta stórt baðherbergi.) Síðan getum við loksins farið að flísaleggja á morgun. Kross my fingers!
|

Thursday, January 06, 2005

Stefnan tekin norður á morgun

Ef veðrið leyfir þá förum við norður á morgun. Fínt að vera komin heim og búin að koma sér vel fyrir áður en skólinn byrjar. Annars stefnum við á að taka baðherbergið í gegn þegar við komum heim þannig ef þið sem eruð stödd á Akureyri hafið lítið að gera um helgina, ENDILEGA kíkið við ;) hehe
|

Wednesday, January 05, 2005

Hata útsölur!

Djöfull er leiðinlegt að fara í bæinn þessa dagana þegar þessar útsölur eru alveg í fullum gangi. Öll fötin út um allt, fólk að traðka ofan á hvort öðru og endalausar biðraðir. Reyni að halda mér í góðri fjarlægð frá öllum búðum á þessum tíma......! Þarf reyndar að fara að kaupa afmælisgjöf í dag, kannski að ég semji bara ljóð eða e-ð fyrir hana ;) hehe
|

Styttist í skólan

Hvati bróðir var að byrja í skólanum í dag, Arna byrjar á morgun og ég á mánudaginn. Þannig "the real life" fer alveg að byrja aftur hjá mér. En æ held það sé bara ágætt. Fínt að fara og hitta alla aftur. Þá líður líka þessi blessaði vetur hraðar, og before you know it verður komið sumar :)
|

"Hún á afmæli í dag..."

Já "litla" systir mín á afmæli í dag! Hún Arna Sif er orðin 17 ÁRA og ég er bara ekkert að trúa því. Djöfull líður tíminn, en kosturinn er að núna þarf maður sko ekkert að eyða meiri pening í leigubíla hérna fyrir sunnan, nú verður bara hringt í Taxí þjónustu Örnu ;) hehe Allavega þá óska ég henni bara til hamingju með daginn, og vona að hún hafi það gott í dag og bara alltaf :D
|

Tuesday, January 04, 2005

Ekki alveg að fíla þetta veður!!

Best að tala um það sama og ALLIR eru að blogga um þessa dagana....veðrið! Nei en svona án gríns þá er þetta bara algjört ógeð þetta veður. Maður bara nennir ekki út. Við JÞ vorum bara að spila í allan dag með Örnu og Sighvati, kíktum síðan aðeins á bryggjurúnt. Fór síðan með mömmu í Sand í Kringlunni og sá þá hvar allt fólkið er að hanga í þessu vibba veðri....þau eru greinilega öll að eyða tímanum og seinustu krónunum á útsölunum í Kringlunni! Ég er bara ekkert svo viss um að við JÞ komumst norður....alltaf ófært! Grípum sennilega fyrsta tækifæri.
|

Monday, January 03, 2005

Gleðilegt nýtt ár :)

Blessuð öll sömul...gleðilegt nýtt ár! Takk fyrir það gamla góða. Ég veit að ég er búin að vera AGALEGA slakur bloggari, en um leið og ég fer norður þá er ég viss um að ég fari að verða duglegri!
Áramótin voru frábær. Við JónÞór borðuðum hjá Einari og Ágústu (tengdó hennar Dóru) með Dóru Björk og Viðari og co. Síðan kíktum við til Sigurbjargar. Þaðan fórum við stelpurnar til Eyrúnar og JónÞór fór í partý til e-s Gunnars. Síðan hittumst við aftur á ballinu. Ég var mikið í vatninu ásamt bjórnum, þannig ég var í góðum gír á ballinu. Nýársballið var bara svona la la, lögin voru frábær, en ég var bara í engum gír. Var nánast edrú, og jónþór var rólegur líka. En við höfðum það mjög gott saman í rólegheitunum. Fyrir ballið kíktum við til Gísla Geirs í partý. Það var svona frekar mikið strákapartý, mikið talað um sjómennsku, fótbolta og gamlar tónlistamenn. En Lilja og Anna Rós voru líka þannig ég var ekki algjörlega ein þarna ;)
Ég tók helling af myndum, og set þær hérna inn um leið og ég kem norður.
|