SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Wednesday, August 30, 2006

Ta erum vid komin :D

Vid erum komin til Portugals og erum alveg i skyjunum. Mikill hiti og mikid gaman. A enn eftir ad kaupa mer is tannig aetla ad fara ad vinna i tvi nuna :D Kannski ad madur verdi grand a tvi og kaupi ser BANANASPLIT :p
|

Monday, August 28, 2006

Change of plan

Ekki var gaman að vakna við þær fréttir að það væri allt að verða crazy í Marmaris, sprengjur að springa og læti. Við ætluðum bara að halda áætlun þangað til að við fréttum að þetta færi versnandi. Þannig við ákvöðum að skella okkur bara til Portugals. Ég skal viðurkenna að mig langaði meira til Marmaris enda hef ég áður komið til Portugals og langaði að prófa e-ð nýtt ENNNNNNN þar sem mig langar líka helst að lifa ferðina af og ná að slappa af þá töldum við betra að skella okkur bara til Portugals. Vonandi að við verðum látin í friði þar. Svo annar bónus fyrir mig er að flugið er 4 tímar en ekki 5 og hálfur eins og til Tyrklands. Þannig við Jónþór fljúgum frá Keflavík í fyrramálið kl.6 og erum komin á hótelið um hádegisleitið.
Bið að heilsa ykkur í bili my lovies :)
|

Sunday, August 27, 2006

Njóta þess að vera saman

Ég held að fólk gleymi sér oft í öllu því sem er að gerast í kringum það, og fattar ekki að það sem skiptir mestu máli er að njóta þess að eiga góða að. Nýta tímann sem við eigum með þeim sem okkur þykir vænt um. Það verður allavega markmiðið mitt héðan í frá og endilega bendið mér á það ef ég virðist gleyma því þótt það sé ekki nema í eitt augnablik.

Það sem ég hef verið að gera undanfarna daga:
- Lenti í öðru sæti í keilumótinu
- Átti góða kvöldstund með vinnufélögunum (sem endaði samt ekki nógu vel)
- Fór á útsölu í Spak Mans Spjarir
- Fór út að borða með Skonsunum
- Fór á kvenna landsleikinn
- Fór í bíltúr með afa og Jónþóri á Laugavatn

Það sem ég þarf að gera:
- Tékka flugmiðunum okkar Jþ (ekki enn búin að fá þá)
- Tékka á ferðaávísuninni sem átti að koma í pósti í seinustu viku
- Kaupa sólavörn
- Pakka fyrir Marmaris ferðina
- Pakka öllu til að taka með mér til Akureyrar þegar ég kem aftur heim.
|

Thursday, August 24, 2006

Damn dam daaaaaaaamn....

...þynkan að drepa mig!
|

Wednesday, August 23, 2006

Gist verður á Fidan





Þá erum við búin að fá að vita hvaða hóteli við verðum á. Þetta er ekki flottasta hótelið, en þetta er eflaust mjög fínt hótel. Við erum allavega í skýjunum og finnst þetta bara alveg að vera að fara að gerast. Miðarnir koma á morgun í pósti þannig nú brosir maður hringinn :D
|

Tuesday, August 22, 2006

Sara og Sproti á menninganótt

|

Ferðaávísanir

Allt í einu datt mig í hug að kanna hvort við Jónþór ættum e-ð uppsafnað hjá Mastercard í ferðaávísun. Og hvað haldiði...við áttum bara hátt upp í 1/3 af verðinu á einum miðanum út. Ekki slæmt það! Maður er alltaf að græða :D
|

A load of my shoulders

Djöfull líður manni vel þegar maður er búin að vera með í maganum yfir að segja einhverjum eitthvað og síðan loksins nær maður að mana sig upp í það! Manni líður bara eins og maður sé 20kg léttari :D Var að viðurkenna fyrir mömmu að það hafi farið frekar illa fyrir einni peysu sem hún átti og lánaði mér. Ekki 100% mér að kenna en samt verður maður að fara varlega þegar mar er að fá lánaða hluti sem eru EKKI gefins! Og trúið mér föt eru hlutir sem ég fer MJÖG vel með enda eru þau mitt pride and joy ;)
|

Monday, August 21, 2006

Æðisleg helgi

Á föstudaginn var tekin sú ákvörðun að fara ekki að tjalda heldur fara í bústaðinn sem amma og afi eiga á laugarvatni. Við sátum í pottinum langt fram á kvöld, fórum inn að spila og síðan aftur út í pott. Daginn eftir var byrjað á því að skella sér í pottinn síðan var ekið af stað að kíkja á sveitina hennar Svövu Lóu. Hún sagði okkur söguna af Gauki á Söng, bænum hans og margt fleira fróðlegt :) Veðrið var svo æðislegt að það var alveg frábært að sjá þetta. Þaðan var ekið af stað í bæinn og komið við á Huldubrautinni áður en keyrt var niður í bæ og farið að vinna. Dagurinn gekk bara mjög vel, þetta var mjög skemmtilegur hópur sem var að vinna saman. Um miðnæti skaust ég út á flugvöll að sækja ömmu og afa og um tvö var ég komin aftur niður í bæ. En það var bara stutt stopp á B5, smá rölt og síðan bara heim og pikkað Dominos upp á leiðinni :) Gærdagurinn fór bara í afslöppun, kíkti á kaffihús með Dröfn og næs. Saga sem fylgir því en ég er svo búin á því eftir daginn hérna í vinnunni að ég ætla út að bíða eftir Jonny boy.
Adios
|

Friday, August 18, 2006

Update:

Minni líður muuuuuuuuuuuun betur í dag. Ótrúlegt hvað þessar töflur virka. Núna þarf ég bara að vera dugleg að klára skammtinn svo þetta blossi ekki upp aftur.

Annars er fína að frétta. Mín bara að fara í útileigu í kvöld og svo á menninganótt á morgun þannig skemmtileg helgi framundan.

Var ógeðslega leiðinleg í gær og beilaði á seinustu stundu á kaffihúsahittingnum EN í staðinn ætla ég að vera ógeðslega skemmtileg næst þegar ég hitti skonsurnar. Alveg extra skemmtileg. Ekki viss um að það sé hægt en við látum á það reyna ;)

Eldri peyjarnir hennar Dóru Bjarkar systir eru búin að vera hjá okkur núna í nokkra daga og erum við Anna Þura frænka (sem vinnur líka í landsbankanum) búin að vera dugleg að dæla í þá Sprota (landabankafígúran) dóti. Þannig núna verður landsbankinn vel auglýstur í eyjum :) Gæti alveg ímyndað mér að þetta myndi leiða til þess að það yrði opnað útibú í eyjum!! Bjartsýn.....!?!?! Kannski smá, heheheheeh :)
|

Thursday, August 17, 2006

Give me the drugssssssssssss!

Þá er ég búin að fá töflur við blöðrubólgunni og þetta er allt að koma held ég. Thank god!
|

Ekki gaman :(

Hvað haldiði...mín bara komin með blöðrubólgu!! Ekki gaman og ekki gott! Þið sem hafið fengið svona eigið eflaust eftir að "feel my pain", en samt ekki næstum því jafn mikið og ég finn til :´( Ég er samt bara þakklát að þetta komi núna en ekki þegar ég verð að sleikja sólina á Marmaris ;)
Annars varð neiðarástand hérna í bankanum, við urðum allt í einu nánast gjaldkeralaus sem er ekki alveg að ganga hérna í aðalbanka, þannig mín gerðist algjör hetja og ákvað að vera gjaldkeri í dag :D Allt í lagi að breyta aðeins til í einn dag :)
|

Wednesday, August 16, 2006

Dreamy dreamy Marmaris


|

BROSI HRINGINN :D

Jæja gott fólk þá er það komið á hreint, við Jónþór erum að fara til Marmaris, Tyrkland, 29.ágúst :) Ég get ekki beðiðððððððððððððððððð!!! :D:D:D:D
Bara tvær vikur í gleðina. Verðum í viku og munum vonandi njóta hverrar einustu mínútu :)
|

Hefði verið frekar fyndið....fyrir aðra!

Var að senda sms þegar ég labbaði frá bílnum að vinnunni í morgun. Sem væri nú ekki merkilegt nema ég gleymdi að líta upp inn á milli orða þannig þegar ég loksins leit upp munaði svona 5 sm að ég hefði skallað ljósastaur sem hefði verið einstaklega skemmtilegt ;) Sá síðan að það var maður að fylgjast með mér og leit út hálf vonsvikin þegar hann sá að ég rétt náði að bjarga mér!
|

Tuesday, August 15, 2006

Væri alveg til..

...í að vera á leið með mömmu á Laugarvatn að heimsækja Dóru Björk og co. í þessu æðislega veðri. Kíkja í sund og svona. En maður á nú ekki mikið eftir í vinnunni þannig varla hægt að kvarta.
Annars er bara fjör framundan. Á morgun ætlum við LÍ skvísurnar að kíkja út að borða saman eftir vinnu, hitti e-ð af skonsunum á fimmtudaginn, útileiga um helgina, menninganótt á laugardaginn, keilumót LÍ á fimmtudaginn í næstu viku og matarboð með skonsunum næsta föstudag. Í bili var það ekki meira, enda alveg nóg til að halda minni brosandi.
Síðan liggur leiðin norður á sunnudeginum, þar næsta, og það verður skrítið að vera Jónþórs-laus í vetur. Horrible :( Maður verður bara að vera duglegur að koma í bæinn. Ekki leiðinlegt það :) En ég á svo fínar vinkonur fyrir norðan að maður getur sko ekki kvartað. Ein m.a.s. búin að bjóða mér í kökuboð þegar ég mæti ;) Þessar píur vita hvað þarf til að fá mann til að brosa :D hehe
|

Monday, August 14, 2006

Damn it...e-r búin að fylla á nammiskálina! :/

|

PÍNU pirrandi

Frétti af 2000kr tilboðið hjá Iceland Express átti að byrja kl.12 í dag. Þannig í hádeginu var mín tilbúin. Vorum búin að ákveða að fara til Alicante í viku ef ég myndi ná góðu fargjaldi. Mín náði bestu hugsanlegu miðunum, fara út 3.sept og heim 10.sept fyrir 22.800kr. Mar fær það ekki ódýrari það er alveg á hreinu. En hvað haldiði, þegar ég var að fara úr skrefi 3 í fjórða skref datt ég út og það koma bara "no service"! Þegar ég loksins náði að komast inn aftur voru þessi sæti ásamt öllum öðrum sætum til Alicante frátekin :( grát grát :´(
|

Sunday, August 13, 2006

RÓLEG helgi

Vá hvað maður þurfti á þessu að halda. Erum búin að hafa það mjög rólegt og notalegt um helgina. Á föstudaginn gláptum við á vídíó, í gær kíktum við guy pride og um kvöldið sofnuðuðm við yfir Friends, og í kvöld þarf ég að mana mig upp í að þrífa húsið.
Á guy pride var mikið að sjá, en ég verð að segja að mér fannst þetta ekki jafn ýkt og venjulega! Sáum þar vestmannaeying, akureyring og reykvíkinga þannig ekki vantaði fólkið.
En já hvað segiði...bíður e-r sig fram í að koma og þrífa hérna heima? Stelpur sem eruð að lesa fyrir sumarpróf, þið hefðuð nú gott af því að koma og taka ykkur smá pásu ;)
|

Thursday, August 10, 2006

....og sunnudagurinn.



Við í brekkunni á sunnudeginum. Og síðan veit ekkert hvaða vibba systur þetta eru ;)
|

...laugardagurinn...



Tvö matarboð á laugardeginum, og kjötsúpa á báðum stöðum. Við skulum samt ekki líkja þessu saman........ hehe :)
|

...föstudagurinn...


|

Myndir koma fljótlega



Fimmtudagur
|

Wednesday, August 09, 2006

Fimmtudagurinn

|

Money money money

Djöfull leiðist mér peningamál. Don't get me wrong, það er MJÖG gaman að fá peninga, en þeir eru bara svo fljótir að hverfa :(
Nú er bara spurning hvort maður eigi að vera skynsamur enn annað árið og fara ekki til útlanda með Jónþóri eða hvort maður eigi bara að skella þessu upp í kæruleysu og koma sér út á ströndina og njóta lífsins þar í viku eða svo. Held ég viti hvað verður gert en væri sko meira en til í hitt !!
|

Tuesday, August 08, 2006

Þvílíkt frábær helgi

VVVVVVááá hvað þetta var skemmtileg helgi. Algjört æði. Hér kemur sagan, eða allavega the main parts!
Á fimmtudaginn lögðum við Jónþór mjög tímalega af stað í Þorlákshöfn. Vorum komin um 6 og ætluðum þá að setjast inn á e-n stað og fá okkur pizzu og bjór. Nema hvað að við vorum fljót að komast að því að það voru mjög fáir staðir í boði, og engin sem bauð upp á bæði pizzu OG bjór. Þannig að þar sem við vorum MJÖG svöng fengum við okkur pizzu. Því miður var hún MJÖG vond þannig við hefðum betur fengið okkur bjór einhverstaðar og síðan að borða í Herjólfi. En anywayssssssssss þá byrjuðum við skonsurnar að undirbúa veitingar fyrir tjaldið um leið og við vorum komin til eyja, sumir tóku meiri þátt í matargerðinni og aðrir í drykkunni en um tvö/þrjú leitið skelltum við okkur niður í bæ og fórum á rúntinn á bekkjabíl. Það var greinilega mjög gaman hjá okkur þar sem við vorum í honum til 7 um morgunin!
Á föstudeginum tjölduðum við og komum öllu fyrir inn í tjaldinu og um kvöldið hófst gleðin og kláraðist ekki fyrr en um 8 leitið á laugardagsmorgninum.
Klukkan 1.45 vakna ég og fatta að Jónþór hafði e-ð minnst á að hafa boðið strákunum og mökum í matarboð um nóttina sem átti að byrja kl.2!! Þannig ég var ekki lengi að vekja Jónþór og við hlupum framúr og byrjuðum að gera allt klárt. Þetta sem við buðum upp á átti að vera kjötsúpa en við kusum síðan frekar að kalla það kjötgrautur. Fólk var misánægt með matinn en allir í skýjunum með boðið og má segja að fólk hafi farið mjög sátt heim um 6/7 leitið. Þegar búið var að ganga frá eftir boðið fór Jónþór að hitta Snorra og ég sótti Ívar Bessa baby frænda og fór með hann í kjötsúpu til foreldra hennar Eyrúnar. Þar heillaði litli guttinn alla alveg upp úr skónum enda var hann í bana stuði. Síðan fórum við til Þóreyjar áður en við héldum af stað með bekkjabíl í dalinn. Laugadagsnóttin var fín, Toddmóbíl og Jet Black Joe voru snilld. Það kvöld skemmti ég mér vel, en var frekar róleg.
Á sunnudeginum var skítaveður þegar við vökuðum og vorum því bara upp í rúmi til svona 5. Þá fórum við Jónþór og fengum okkur e-ð gott að borða á Cafe María og síðan til Eyrúnar áður en við sóttum Elliða og Arnór og fórum með þá í bekkjabíl niður í dal. Kvöldvakan þetta kvöld var algjört æði; góð skemmtiatriði, Bubbi að meika það og síðan Brekkusöngurinn. Algjört æði. Við Eyrún vorum alveg að meika það á dansgólfinu alla nóttina en kl.9.30 kláraðist allt fjörið í dalnum og lá leiðin þá fyrir flesta annaðhvort heim eða á prófastinn. Ég fór beinustu leið heim að kúra hjá kjellinum :)
Eftir 3 tíma svefn vaknaði ég og við fórum að þrífa, pakka og ganga frá tjaldinu. Síðan fékk ég eina bestu samloku sem ég hef smakkað, vá hvað hún var góð, áður en við fórum í dallinn og mín rótaðist um leið!
Síðan var það American Style áður en ég skutlaði greyið Jónþóri í vinnu og ég fór heim að sofa. Og það er alveg á hreinu að ég legg mig um leið og ég er komin heim! Alveg að farast úr þreytu!
|

Thursday, August 03, 2006

Allt að gerast

|

Þjóðhátíðaveðrið komið :)

Í gær var sól og blíða og maður hefði sko alveg verið til í að það veður hefði komið 2 dögum seinna. En ég verð að viðurkenna að þegar ég fór út í morgun og það var svona pínu rigning þá fannst mér sko þjóðhátíðaveðrið komið :)
Nú er mín búin að pakka öllu þannig eina sem er eftir er fyrir Jónþór að henda því inn í bíl áður en hann kemur að sækja mig kl.4:30-5 í dag. Í DAG....pæliði í þessu :)
Þannig þið ykkar sem eru ekki að fara til eyja, god knows why, þá er ekki mikið eftir af þessu "þjóðhátíðabloggi" nema bara þegar ég er að blogga um hvað var ÓGEÐSLEGA gaman :) hehe
|

Tuesday, August 01, 2006

Steik úti!

Vá við stelpurnar kíktum út í matnum og það er algjört steik. Þvílíkur hiti. Ég var bara að kafna, það liggur við að ég þurfti að flýja hitann. Þannig það er eigilega bara ekki annað í boði heldur en að grilla í kvöld og fá sér einn kaldan með :d
|

"Barráttan er vonlaus ef að miðin eru dauð"

Þetta var það gáfulegasta sem ég gat sagt, eða réttara sagt apað eftir Bubba, eftir veiðina seinustu helgi. Eftir að ég kom veiddist ekki einn fiskur í okkar holli! En þetta var samt æðisleg ferð. Þvílík afslöppun. Að vissu leitu of mikil afslöppun vegna þess að þegar ég kom aftur í bæinn var ég sko ekki að fatta að það væri þjóðhátíð eftir 2-3 daga! Skánaði aðeins í gær þegar við Hjördís kíktum í ísbíltúr og hlustuðum á Brekkusöngin á meðan :D Stemmari.
Svo förum við að versla inn fyrir tjaldið í dag eftir vinnu :D Þannig þetta nálgast...ó já :D
|