SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, February 28, 2005

Verkefnavikan

Þessa viku erum við í "fríi", eða þ.e.a.s. að við eigum að nota þessa viku í að vinna þessi verkefni sem á að skila á næstunni. Reyndar notaði ég hana seinast til að reyna að lesa í öllum þeim fögum sem ég er ekki búin að opna bók í, og ætla mér það aftur. En svo spyr maður sig, er maður heppin að fá svona viku, þar sem sjálfsaginn þarf að vera í hágmarki allan tíman. Maður nennir ekki að gera neitt útaf mar er í "fríi" en fær síðan móral þegar mar gerir ekki neitt!! Meira vesenið!
|

Sunday, February 27, 2005

Lygarar og ekkert annað!

Þegar ég var að panta flug aftur norður fyrir okkur á föstudaginn þá fór ég inn á netið til að ath hvort vélin kl.17.15 væri ekki örugglega Fokker 50, og jú það passaði. Og útaf ég er algjör "flugfrík" hringdi ég líka upp á völl til að spurja og konan staðfesti það. En guess what, þegar við löbbum út í vél áðan gettiði hvað tekur á móti okkur.....RÖRIÐ! Ég var brjáluð!!!! Ótrúlegt en satt gekk flugið bara vel þangað til að það kom að lendingunni, þá virkilega hélt ég að við værum að fara að deyja. Jésús minn, ég hef nú flogið nokkru sinnum en aldrei lent í svona lendingu held ég! Hún hristist eins og henni væri borgað fyrir það!! En já ég lenti með tárin í augunum og dreif mig út. Ég er að segja ykkur það, hefði JÞ ekki verið með mér í vélinni hefði ég farið yfir um. En já best að skjótast, er að fara sækja dominos :D
|

Saturday, February 26, 2005

Hvernig er þetta með þessa stráka..?

Í sundinu áðan spurði ég Jónþór "Er ég e-ð svört undir augunum?" (eftir maskarann). Og svarið: "Nei nei ástin mín, þú ert voða sæt". Mín bara ánægð með það, síðan kem ég inn í sturtuklefan væga sagt SVÖRT undir augunum. Annað hvort sér hann þetta ekki eða eru bara að horfa á e-ð allt annað en andlitið á manni...!?! Maður spyr sig ;)
|

Ný dagmamma í kópavogi!!

Já hefði e-m vantað pössun í dag, þá hefði örugglega ekki breytt miklu að bæta einu við. Við JÞ fórum með 5 börn með okkur í sund áðan! Reyndar var eitt 14 ára, en restin LITTLE!! Þetta tók sko á....I'll tell you that!
|

Friday, February 25, 2005

Talandi um að deyja næstum því úr hræðslu!

Eins og þið kannski vitið er ég svona "PÍNU" flughrædd, og líður þ.a.l. ekkert sérstaklega vel þegar ég lendi hliðina á gellu sem er alltaf að KVEIKJA Á FUCKING SÍMANUM SÍNUM á meðan á fluginu stendur!!! Án gríns hún var að senda sms þangað til við vorum komin á endan á flugbrautinni, þá loksins druslaðist hún til að slökkva á honum, en nei nei my nightmare was not over yet. Hún kveikti á honum 2-3 þegar við vorum í loftinu! Ég meina hvað er málið, átti hún von á e-u VIP sms-i eða hvað, og ef svo er þá er hún heimskari en allt heimskt því eins og við flest vitum er ekki samband þegar maður er í bla bla feta hæð in the air!! Æ svona fólk sko, þau ættu bara að hlaupa fyrir bíl eða e-ð ef þau vilja ljúka þessu öllu saman, ekki draga mig með sér í þessa vitleysu!!
|

Thursday, February 24, 2005

I'm flying high I'm flying right upp to the sky!

Hvað haldiði að mín sé að fara að leggja á sig......FLUG! Ekki my favourite thing! Sénsinn samt að ég nenni að keyra, og hvað þá ein! Þannig ég legg af stað kl.6...og verð komin í borg óttans kl.7. Sjáumst hress bless bless :D hehe
|

Wednesday, February 23, 2005

Alveg að verða komið nóg...

Núna vantar eina klst og þá er ég búin að vera upp í skóla í hálfan sólahring!! Mér fannst ég vera búin að vera löt við að læra, en þetta er nú too much!! Og það "besta" er að ég á eftir að reikna svona 100 dæmi fyrir tölfræði á morgun. Jæja 'Sara no life' biður að heilsa í bili
|

Heimili mitt verður ræktin mín í dag.

Það er crazy að gera hjá mér í verkefnum þessa dagana, og ef ég ætla að komast suður þá þarf ég að reyna að klára þetta með hópnum í dag og á morgun. Þannig ég kemst ekki í ræktina í dag, enda er íbúðina á hvolfi og needs serious help! Ég ætla því að setja tónlista í botn í kvöld, og dansa síðan svolítið við skúringakústinn ;) hehe
|

Baby visiting time...

Ég kem jafnvel til Rvk á fimmtud/föstudag, og langar þá rosalega að fara að heimsækja Guðrúnu Eddu og familíu, og Auðbjörgu og litluna hennar. Alveg sjúk í þessi litlu grey. Engar áhyggjur samt um að við JÞ séum að fara að fjölga okkur á næstunni, ég er sko með stelpum í bekk sem eru bestu getnaðavarnir í heimi! Reynslusögur þeirra eru sumar hverjar rosalegar. Ætla ekki að koma með dæmi hér, það er bara ALLTOF gróft!
|

Þarf kannski að sofa ein :(

Það gæti verið að Jónþór fari suður í dag, sem þýðir að ég þarf jafnvel að sofa ein í 1-2nætur! Ekki alveg að fíla það. Það er eitt að sofa ein á sumrin í húsi með öryggiskerfi, en allt annað að sofa ein um veturinn hérna fyrir norðan! Ég er nú alveg viss um að ég lifi þetta af....en ég ein í dimmunni er ekki alveg efst á óskalistanum hjá mér. Plata kannski Systu til að kúra hjá mér...
|

Hvað er að ske með veðrið!

Ekki að ég ætli mér að breyta þessari síðu í e-r veðurspá-heimasíðu EN ég er bara að missa mig í þessu. Í gær var þetta æðislega veður og í dag er -1 gráða, ég þurfti m.a.s. að skafa í morgun!!! Crazy segi ég nú bara.
|

Tuesday, February 22, 2005

The sun is shining....

Við erum að tala um það að þegar við JÞ vorum á leiðinni í ræktina í dag, keyrðum við framhjá svona milljón mans í göngu, sem væri ekki frásögufærandi þar sem veðrir er svo frábært hérna, nema hvað að það var ein gella bara í hlírabol! Er hún ekki að taka þessu með einum og miklum stæl...? Ég meina ok það var gott veður og fínt að njóta þess, en HALLÓ það er samt febrúar....og ekki meira en svona 10 gráður!!
|

Monday, February 21, 2005

Rétt upp hönd...

Rétt upp hönd allir þeir sem halda að Dan sé í raun og veru að fara að taka alla í One Tree Hill í rassgatið með þessu "nice guy act"!?!?!
|

Beckham hjónin með barnaland síðu

Djöfull hefði maður nú gaman af því ef hann Dabbi okkar í Real Madrid mundi bara byrja með barnaland síðu fyrir börnin sín. Ekki dónalegt að sjá myndir ef litla fótboltaliðinu hans ;) hehehehe
|

Mega vika mega mega mega vika....DOMINOS..

Vitiði að ég hef sjaldan verið jafn fegin að Megavika sé búin. Really, þessar auglýsingar voru að gera mig CRAZY! I hverju einasta hléi á Skjá einum kom þessi djöfulsins auglýsing. Ég er sammála Jónþóri í því að hvetja fólk ekki til að kaupa sér pizzu í næstu megaviku ef þeir auglýsa svona stíft aftur, þetta var fáranlegt!
|

Algeng umræða...

Ég var einmitt að spá í að fara að blogga um það hvað fólk er latt að commenta hjá mér, en áður en ég gerði það fór ég að lesa blogg hjá hinum og þessum og er þetta algengt vandamál sýnist mér....! Fólk er alveg að kíkja hjá manni, en skrifar ekki neitt.
Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega dugleg að commenta á öðrum síðum. Spurning um að byrja á því og ath hvað skeður :)
|

Sunday, February 20, 2005

"Það á að koma henni á óvart"

Ætli Jónþór hafi líka heyrt útvarpskarlinn segja þetta um konudaginn, þegar hann ákv að henda litlum stein í gluggan hjá mér þegar hann var að koma heim áðan...! Ef svo er þá misskildi hann þetta hrikarlega! Guð hvað mig brá mar, held að blómavöndurinn sem hann hélt á hafi í þetta skipti bjargað lífi hans ;) hehe
|

Konudagurinn byrjar vel

Eftir að hafa legið upp í rúmi og verið að kúra var farið fram úr og JónÞór bauð upp á ristabrauð, graflaxsósu, lax og hrært egg. NAMMI! Þannig ekki er hægt að segja annað en að dagurinn byrji vel. Núna er bara að læra aðeins á meðan hann er í skólanum og síðan sjáum við til.

Ladies congradulations on YOUR day, njótið þess. Ef þið eigið menn látið þá stjana við ykkur, ef þið eru single þá látið þið bara pabba og mömmu dekra ykkur :) hehe Góða skemmtun
|

RÓLEGUR dagur!

Já við skötuhjúin höfum ekki upplifað svona rólegan laugardag lengi! Byrjuðum á því að fara í ræktina, síðan komum við heim og fengum okkur að borða. Við horðum svo í vídíómynd sem við ætluðum að horfa á á föstudeginum. Næst var farið í 2-3 tíma bíltúr og þegar við komum aftur heim var kl. orðin 7. Þá var borðað og síðan reynt að horfa e-ð á TV-ið en það var bókstaflega EKKERT í því. Þannig við spiluðum og fórum síðan upp í rúm. Talandi um að reyna að gera ALLT annað en að læra. Þannig dagurinn í dag á s.s. eftir að fara í að lesa, taka próf og bla bla bla.....leiðindi!!
|

Saturday, February 19, 2005

Til hamingju Guðrún Edda

Fyrir þá sem ekki vita, var hún Guðrún Edda (bekkjasystir mín úr Verzló) að eignast litla systir í gær. Til hamingju elskan, hlakka til að kíkja á ykkur þegar ég kem í bæinn. Skilaðu kveðju til mömmu og pabba :)
|

Spes...

Í gær fórum við í vísindaferð í Landsbankan, eða ætti ég frekar að segja standandi kokteilboð. Kynningin var þessi "Verið velkomin í Landsbankann, endilega fáið ykkur hvítvín, rauðvína, bjór og snyttur......ég ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra. Takk fyrir komina" Og síðan bara drukkum við og átum!! Persónulega hefði ég alveg verið til í smá kynningu, en þau telja þetta greinilega heppilegast. Síðan kíktum við nokkur saman úr Viðskiptadeildinni heim til Regínu (stelpa á 3.ári) og horfðum á Idol. Ég var bara mjög sátt við úrslitin, en næst fer Lísa segi ég.
|

Thursday, February 17, 2005

Fannst spáin í dag lýsa letinni sem er í gangi þessa dagana, ágætlega!

FISKAR 19. febrúar - 20. mars Fiskurinn hugsar bara um að láta eitthvað eftir sér um þessar mundir. Hann á í mestu erfiðleikum með að uppfylla skyldur sínar og vill helst liggja með tærnar upp í loft.

- gæti ekki passað betur held ég. Langt síðan ég hef verið jafn óð í e-ð sætt og ég er þessa dagana!
|

Ekki að marka veðrið á 8.hæð

Sigurbjörg hringdi í mig í gær þegar ég var að klára að troða í mig kökum og vildi fá mig í göngu. Ég leit út um gluggan og hélt að hún væri endanlega orðin crazy! Það var líka þetta þvílíka rokið og læti. En auðvitað sagðist ég fara með henni, ef hún treysti sér í þetta. Nei nei síðan þegar ég kem út í bíl, þá er bara þetta fína veður. S.s. ekki gott að dæma veðrið svona ofarlega í blokk!
|

Wednesday, February 16, 2005

Snaddí..

Nýjasta nýtt, heimsíða þar sem hægt er að sjá hvort manneskjan sé búin að blogga e-ð nýtt á síðuna sína, á msn-inu. Þá birtist svona blóm hliðin á msn kallinum hjá menneskjunni (ef hún/hann er sign-aður inn). Frekar sniðugt....dæmi: Hanna Guðný
|

Góð dagskrá á Skjá 1

Sumir segja að ég sé sjónvarpssjúk, en það finnst mér ekki passa. Svona án gríns eru sjónvarpssjúklingar ekki þeir sem vilja bara horfa á kassan allan sólahringin? Ég er þannig að mér finnst nokkrir þættir mjög góðir og vil ekki missa af þeim. Og ég veit, það er ekki séns að ná sambandi við mig þegar ég er að horfa á þessa þætti, en ÓTRÚLEGT að síminn minn hringir helst bara þegar ég er að horfa á þennan helvítis einn þátt minn! En já dagskráin mín er þannig:
Mánudagar - One Tree Hill og CSI (ef hef tíma). Já og stundum FBI þátt á Rúv
Þriðjudaga - Judging Amy
Miðvikudaga - var ER, en núna er þáttur sem heitir Mountain byrjaður sem mér lýst vel á ;)
Fimmtudagur - ekkert. Reyndar var ég að kíkja í gær og sá að þáttur sem heitir The Swan er að byrja sem gæti verið skemmtileg, er eins og Extreme Makeover
Föstudaga - ekki neitt.
Þannig nú vitið þið það :):) Vitið hvenar þið eigið ekki að hringja ;) Reyndar er ég bara húkt á one tree hill og judging amy, þannig ef þetta er voða mikilvægt sem þið hafið að segja þá er í lagi að hringja á meðan hinir þættirnir eru í gangi :D
|

Hápunktur dagsins: Kökuboð

Já hún Birna ætlar að redda deginum, og bjóða í köku og mjólk eftir skóla :D :D :D Þessi dagur er alveg skelfilegur hvað varðar skólann, tími gat tími gat tími gat....ekki smá þreytandi, dagurinn fer bara í þetta. En núna er honum reddað :) (finnst ykkur ég nokkuð tala aðeins og mikið um MAT!? ;) hehe )
|

The Diesel Problem

Þetta er nú orðið hálf sorglegt hjá manni, ég lend í vandræðum á morgnana að finna mér föt, að því leiti að maður þarf að passa sig að maður labbi ekki út í diesel frá toppi til táar. T.d. var ég að fatta að núna er ég í diesel bol, buxum og skóm! Sorgleg. Nú er ég hætt að kaupa þetta merki í bili. Finnst GAS snilldar merki, held ég fari að versla hjá þeim :D
|

Alveg í vandræðum með mig...

Hvernig stendur á þessu...ég er alltaf svöng! Það fer að koma að því að ég þurfi að labba um með næringu í æð!! Held samt að það mundi ekki ganga, þar sem mér finnst bara svo gaman að setjast niður og borða e-ð. Fékk mér m.a.s. Build Up áðan, sem á að gera mann saddan, en maginn fór strax að væla um leið og drykkurinn var búin! Þannig ef þið hafið e-r skemmtilegar uppástungur, please let me know!
|

Til hamingju með daginn Birna :)

Hún Birna Dögg á afmæli í dag og vil ég bara óska henni til hamingju. Njóttu dagsins :)
|

Skammdegisþunglyndi.....!? Neeeiiii

Var að horfa á Ísland í Dag, í gær, og skv karlinum sem var að tala þar, þá liggur við að það megi flokka mann sem þunglyndan!! Ekki alveg að kaupa það! Það að nenna ekki að vakna á morgnana, vilja fá sér e-ð sætt á kvöldin, og sofna stundum á daginn, á núna að vera flokkað sem þunglyndi, ég mundi frekar segja að það ætti að flokka það sem "nemi að láta sér líða vel eftir langan skóladag, ferð í ræktina og góðan kvöldmat" Reyndar sagði hann að ef manni liði bara svona á veturnar en ekki sumrin þá væri maður með þessa veiki. Held að mér finnist leiðinlegt að mæta í skólan/vinnuna, gott að borða e-ð sætt og frábært að leggja mig eftir góðan mat, allan ársins hring! Þannig vei...ég slepp ;) hehe
|

Tuesday, February 15, 2005

Rómantísk í mér

Haldiði að mín hafi ekki gefið Jónþóri sínum rauðarós og hjartasúkkulaði á valentínusardeginum, mar klikkar ekki á smáatriðunum! Neihei! En já síðan notuðum við steinasteik grillilð okkar, og steiktum á því gott kjöt. Kertaljós, góður matur og (auðvitað) mjólk, could life be any better ;) hehehe
|

TIL HAMINGJU Unnur skvís

Unnur var að eignast litla frænku í "morgun". Mér skilst að allt hafi gengið vel hjá bróðir hennar og konu, og ég bara óska þeim góðs gengis. Og hvet þau (eins og alla) að byrja með barnaland síðu....þýðir ekkert annað ;) hehe
|

Hitabylgja á Akureyri

Believe it or not þá var 8,5°c hiti hérna fyrir norðan í morgun. Vijiði pæla, það er febrúar!!!!!
|

Monday, February 14, 2005

One tree hill byrjað á ný

...og þvílíkur þáttur! Allt að gerast, ekki smá ánægð að þeir séu byrjaðir aftur :) Nú hefur maður e-u ástæðu til að hlakka til að mánudagar séu í vændum ;)
|

Happy valentinesday

Love is in the air......bla bla bla. Eru þið ekki öll voða ástfangin?! Ég ætla sko að passa mig á því að minna Jonny ekki á þetta, ath hvort hann muni eftir þessu sjálfur þetta grey........poor him if he doesn't ;) hehehe
Nei nei, annars vona ég bara að þið hafið það gott í dag elskurnar, verið góð við hvort annað og reynið að vera svolítið rómantísk (sérstaklega nokkrar ákv skvísur;) )
|

Sunday, February 13, 2005

Heimsóknir óskast...

Hvernig væri að fólk færi að kynna sér aðeins norður hluta landsins....þið vitið að Rvk er ekki eina place-ið á landinu..!? ;) hehehe Ég s.s. vil fá ykkur í heimsókn. Við Sigurbjörg vorum að ræða þetta og okkur finnst að það yrði sko ekki leiðinlegt að fá Dröfn, Eyrúnu, Hjördísi, Rannveigu og fleira til að koma norður og heimsækja okkur. Alltaf e-ð líf á þessum bæ. Svo er farið að snjóa líka, þannig fólk getur farið að kíkja í fjallið!?! Cunning plan don't ya think? :D Síðan bíð ég nátturlega líka spennt eftir því að Sunna og co kíki.....og verzló sisters, hvernig væri að þið færuð að láta sjá ykkur!?!?!!?!?!?!
|

Saturday, February 12, 2005

Kraftur í manni

Maður er búin að bíða alla vikuna eftir að fá að sofa út, og hvað gerir maður síðan þegar tækifæri kemur.....vaknar hálf tíu og fer í ræktina! Það er greinilega bara ekki jafn gott að sofa út þegar maður má það. Allavega þá fór ég í minn uppáhalds laugardagstíma, Body Balance, þetta eru svona gólfæfingar, sem eru byggðar upp á jafnvægisæfingum og teygjum. Lítið verið að reyna á þolið, en fínn tími til að fara í svona á nammideginum :D
|

Lestur og þrif.... :(

Þá er komið að fyrsta skyndiprófinu á morgun, og ætli maður reyni ekki að setjast niður e-ð í dag og kíkja á efnið sem maður á að vera búin að lesa. Annars er þetta bara tekið á WebCT heima þannig ég get verið með bókina, en eins og hann Eyjólfur vinur okkar segir "við verðum að SKILJA efnið!!!" Já svo er íbúðin ekki alveg í sínu besta ástandi, þannig best að taka upp skúrtingarkústinn. Skemmtilegur laugardagur framundan, rekstrahagfræði bókinni í annari og ryksuguna í hinni..............
|

Ekki alveg sanngjarnt..

Ég er nú ekki mikið að horfa á þetta íslenska ídol, þótt það sé mjög skemmtilegt (er nefnilega ekki með stöð 2) en horfði á það fyrir viku og aftur í gær kvöldi og verð nú að segja að úrslitinn í gær voru nú ekki alveg sanngjörn...eða hvað? Mér skilst að þessi strákur (Helgi) sé búin að standa sig mjög vel, og síðan klikkar hann í gær, HRÆÐILEGA, og þá dettur hann út. Hann var lang lélegastur, en maður hélt að hann ætti svo mikið af "fans". En já þetta sýnir greinilega bara að það er BANNAÐ að klikka!
|

Friday, February 11, 2005

.......Sámur...

..........e-r heyrt það?!
|

Hang man á að vera skemmtun, ekki satt!?

Það liggur við að maður þurfi að vera með BS gráðu í Nafnfræði til að geta leikið hang man við JÞ, dæmi um nöfnin sem hann hefur komið með er Styrkár og Mangi....ég sem hélt að Mangi væri bara stytting á Magnús...!?
|

Thursday, February 10, 2005

Eins og truður

Hehehe þið hefðuð drepist úr hlátri hefðu þið séð mig í Body Attack í dag, dísús kríst!! Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa hvernig ég leit út...allavega þá voru örugglega sumir þarna inni að spá í að senda mig á Klepp! No djók. En ég kom út úr tímanum sveittari en svín, sem er GOTT :D
|

MSN liggur niðri :(

Þetta er hræðinlegt, MSN virkar ekki! Ég er reyndar farin að nota það miklu minna en ég gerði, en sumir eru totally háðir þessu...greyið þau. Ég hlakka allavega til að fá þetta aftur í lag....hvar værum við án msn...!?
|

Kurteisis skortur hjá sumum en sem betur fer ekki öllum!

Maður gerir þetta því miður örugglega stundum sjálfur, en djöfull fer það í taugarnar á mér þegar bílar stoppa ekki fyrir manni við gangbraut (zebra crossing), maður ætti að hringja í lögguna og kæra ;) hehe Nei nei kannski ekki. En já það var ein voða almennilega, eigilega of almennileg, sem stoppaði fyrir okkur Sigurbjörgu þegar við vorum í göngu áðan. Við vorum ekki einu sinni komnar nálægt götunni þegar hún stoppaði og beið og beið og beið.... hehehe samt betra en að stoppa ekki segi ég. En hafið þið tekið eftir því að það yfirleitt alltaf konur sem eru við stýrið þegar stoppað er.......? (Já eða e-r perrar ;) hehe )
|

Wednesday, February 09, 2005

Bókin opnuð

Já svei mér þá....opnaði markaðsfræði bókina í dag og las örugglega hátt upp í 4-5bls, sem væri nú ágætt ef við værum búin að taka svona 10bls í henni, en því miður erum við búin að taka 10 KAFLA og hver og einn svona 20bls. Og svo eru öll hin fögin... :S En nei nei þetta hlýtur að reddast...ég finn að ég er farin að geta hugsað mér að lesa, komin smá pressa á mann, æfingaprófin að byrja og svona....þá kemst maður er gírinn...vona ég........! ;)
|

Smábarn og ekkert annað

..........guess who!?!?!?!
|

Gotta love them

Mér var sagt í spinning tímanum í gær að í næsta tíma yrði þema...and guess what....þeman er QUEEN...þannig consider me mætt :D Spurning um að taka með sér Live at Wembly dvd-inn okkar, gera þetta almennilegt ;)
|

Tuesday, February 08, 2005

Bolla bolla bolla

Við stelpurnar fórum sko í bakaríið í gær og keyptum okkur bollu. Dýra bollu en góða bollu! Vorum að fara að gera verkefni þannig ákv að gera gott úr því og dæla í okkur e-u óhollu. Ekkert betra að gera í stöðunni :)
EN held að ég fylgi ekki hefðinni í kvöld....voða lítið spennt fyrir saltkjöti og baunum.....! Held mér frekar við ítalska siði, "elda" kannski lasagne eða spagette nammi nammi :)
|

Duttum í lukkupottinn

Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst að því að maður eigi þurkara og vissi ekki einu sinni af því...en þessar gleðifréttir fékk ég í gær. Það kom viðgerðakarl að gera við þvottavélina okkar (LOKSINS) og gat frætt okkur um það að vélin væri líka þurkari :D Gaman gaman.
|

Lítil prinsessa komin í heimin

Maður getur verið svo sorglegur en mér finnst ekki smá gaman að skoða barnaland.is..maður getur alveg gleymt sér á þessum síðum. En já Örn og Helga voru að eignast litla stelpu um daginn, algjör rúsína. Þannig ég segi bara til hamingju Örn, Helga og Ísak (sem er orðin stóri bróðir :) )
|

Monday, February 07, 2005

Fleirri myndir

Ég var að sjá að það komu bara 23 myndir inn á síðunna hjá mér sem er ekki alveg að virka þar sem ég tók yfir 100 myndir, það hefur greinilega ekki verið pláss fyrir þær allar, hendi restinni inn seinni partinn.

|

Pictures pictures

Er að fara að skríða upp í....loksins, gott að komast undir heita sæng :) En já hendi myndunum inn sem voru teknar í ferðinni.
|

Saturday, February 05, 2005

TIL HAMINGJU ÉG OG JÓNÞÓR :)

Já nú held ég að öll met séu slegin.....við jónþór búin að vera saman í FJÖGUR ÁR í dag :) Þetta hefur tekið blóð svita og tár ;) hehe en ég gæti ekki verið ánægðri. Þannig óskum okkur bara til hamingju og segjum hipp hipp húra hipp hipp húra hipp hipp húra :) hehe
|

Ágætis helgi...og ekki búin enn..

Jæja þá er maður búin að vera í borg óttans í rúmalega 2 daga, og lífið bara nokkuð gott. Á fimmtudaginn komum við og ferðin suður gekk vel, held samt að við höfum slegið heimsmet í pissustoppum. Kannski ekki skrítið þar sem flestir létu ekki fría bjórinn fram hjá sér fara. Síðan kíktum við nokkrar á American Style, og Ísbúð Vesturbæjar og síðan fór ég bara heim að sofa....var orðin svo þreytt e-ð. En í gær fórum við í tvær vísindaferðir, önnur áberandi skemmtilegri en hin. Vísa tók þetta með stæl og gaf 6-8 inneignir á vísakort, ég t.d. (manneskjan sem vinnur aldrei neitt) vann 15.000kr :D Næst var haldið á kokteil boð sem HÍ bauð upp á og ég hef sjaldan farið í jafn lélegt boð. Þeir stóðu ekki upp og tóku á móti okkur þannig við vorum ekki einu sinni viss um að við værum á rétta staðnum, og síðan var búið að lofa fríu áfengi, en nei nei það var bara búið þegar við komum!!!! En já þá héldum við bara flest öll upp á hótel aftur, horfðum á Idol og fórum svo niður í bæ. Planið fyrir daginn í dag er bara nokkuð svipað, nema nátturlega Idol......kíkjum í vísindaferðir til Össur og Landsnet.
|

Thursday, February 03, 2005

Change of plan

Vegna erfiðleika við að finna gistingu á Bifröst ætlum við bara að keyra beint til Rvk í kvöld. Ég er bara ánægð með það :) Það er ekkert ákveðið plan hjá Reka í kvöld, þannig það verður bara tekið því rólega. Hlakka til að sjá ykkur sem ég hitti fyrir sunnan ;)
|

Wednesday, February 02, 2005

Vísindaferð framundan

Já þá er komið að því, Vísindaferðin á morgun. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég hef ekkert verið að skrifa neitt rosalega mikið um þessa vísindaferð og er það vegna þess að ég hef eigilega ekkert verið að meika að fara. E-ð svo mikið að gera hjá mér að gera ekki neitt, og bara ekki í stuði að fara til rvk og sofa í e-u pínu kojum og e-ð. EN mín ætlar að hætta þessu væli, gíra sig upp og fara :) Þannig planið er þetta:

15.00 Fimmtudaginn - Leggjum við af stað frá Akureyri
--.-- Fimmtudaginn - Verðum við komin á Bifröst, fáum að borða þar og síðan er djamm um kvöldið
09.00 Föstudaginn - Lagt af stað frá Akureyri
11.00 Föstudaginn - Komið við á HÍ á þessa framadaga (eða hvað sem þeir heita nú)
13.30 Föstudaginn - Fara í vísindaferð í Seðlabankan
16.30 Föstudaginn - Fara í vísindaferð í Vísa
--.-- Föstudaginn - HÍ búin að bjóða okkur (held ég) til sín
13.00 Laugardaginn - Vísindaferð í Össur
16.00 Laugardaginn - Vísindaferð með öllum deildunum í KB banka
19.00 Laugardaginn - borða allar deildirnar saman á Kaffi Viktor
23.00 Laugardaginn - allir stefna á Pravda þar sem er frítt inn og tilboð á barnum
12.00 Sunnudaginn - lagt af stað heim/norður.

Þannig þið sjáið þetta er mjög þétt skipuð dagskrá....en þetta á nú eflaust eftir að vera gaman. Verð bara að muna að taka myndavélina með :) Spurning líka um sofa heima á Huldubrautinni þegar maður er búin að djamma með krökkunum, held það eigi eflaust eftir að fara betur um mann þar :D
|

Eru þið að grínast...

Sko í spinning tímanum í gær var ég hætt að geta setið á sætinu á hjólinu....djöfull er það óþæginlegt. Og í dag er ég ekki komin með neinar harðsperur, bara með verki eftir helv..sætið...!
|

Tuesday, February 01, 2005

WARNING!

Allir sem staðsettir eru í Rvk nú þurfið þið að passa ykkur....vegna þess að hún Arna Sif Pálsdóttir er komin með bílpróf, já ég lýg ei.....þannig be careful on the roads!! DJÓK SPÓK
TIL HAMINGJU ELSKU ARNA SIF MÍN :* :* :*.....ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér upp í bíl með henni strax, en það kemur...kannski!
Já og kannski ætti ég nú bara að auglýsa númerið hennar hérna á síðunni þannig allir sem lesa þetta geta nýtt sér það að láta hana skutla sér fram og tilbaka þar sem ég er stödd á Akureyri og get ekki nýtt mér "hana"......God knows ég á sko mörg skutl inni hjá henni! ;)
|

MÉR TÓKST ÞAÐ....loksins!

Loksins tókst mér að drullast upp í Bjarg til að hreyfa á mér rassgatið, enda það eflaust aðeins farið að þyngjast ;) Reyndar vill svo ótrúlega til að ég léttist um jólin. Típískt, maður er að "work my but off" frá september til desember og bara þyngist eða held sömu þyngdinni, síðan hættir maður að hreyfa sig og borðar bara og borðar og ÞÁ léttist mar! Held að það þurfi aðeins að fara að endurskoða öll þessi heilsu og hreyfingar blöð ;) hehe
En allavega þá fór ég í spinning og lítið sem ég get sagt um það annað en: ekki fyrir mig! Æ en samt, ég veit að þetta reynir vel á þolið og svona, en mér finnst þetta bara ekki skemmtilegt. Spurning hvort ég hafi verið óheppin með kennara. Hann var ágætur greyið, bara ekki alveg nógu hvetjandi. Takmarkið fyrir þessa önn er allavega að fara meira í tíma og minna upp í sal. Það er miklu skemtilegri að vera með kennara til að sparka í rassgatið á sér á meðan að maður hlustar á góða tónlist :)
|

Ólýsandi hvað þetta er gott

Ég er að segja ykkur það að ég sef sjaldan jafn vel og yfir fréttunum. Sérstaklega ef ég er ný búin að borða, þá rotast ég bara like a baby! Var reyndar svolítið gróf í þessu í gær, svaf í rúma 2 tíma, sem þýðir nátturulega að maður er helmingi lengur að sofna þegar maður fer í háttinn! En hálftími er fínasta fínt!
|

Alveg að verða crazy!!

Það er ekki smá pirrandi að inn í stofunni þar sem um 70% af tímunum okkar eru er nánast EKKERT netsamband! Maður mundi kannski sætta sig við það ef það væri bara alltaf þannig, en málið er að maður er alltaf að detta inn og út af netinu, þannig það er eins og net-guðirnir séu alltaf að stríða manni og minna mann á að maður komist ekki á netið! PIRRANDI!
|