SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Friday, December 31, 2004

Gamlársdagur

Já þá er komið að því....gamlársdagur! Ég vil bara nota tækifærið og þakka öllum fyrir frábært ár og hlakka til að sjá ykkur öll (sem eruð ekki í eyjum) hress í nýju ári. Eyja fólkið hitti ég eflaust flest allt í kvöld :) Reyndar er ég búin að heyra af ótrúlega mörgum sem ætla ekki á ballið í kvöld, fara frekar á Nýársballið, en við skötuhjúin mætum á bæði, þýðir ekkert annað!
Takmark kvöldsins: njóta þess að vera með familíunni (og tengdó hennar Dóru Bjarkar) og vinum. Já og auðvitað að halda sér svona sæmilega vel á mottunni!! :/
|

Wednesday, December 29, 2004

Wish me good look

Jæja þá fer að koma að því að við leggjum í hann. Satt að segja er ég bara orðin frekar kvíðin fyrir þessari Herjólfsferð. Ég er nú ekki vön að vera sjóveik en ef sjórin lætur eins og sjóðanda vatn í potti (flott líking ;) ), þá er ég ekkert viss um að ég næ að halda öllu niðri!!!! Síðan er það ekki bara sjóveikin heldur líka ef hann þarf að sigla e-ð hægar útaf veðrinu, mundi aldrei meika að vera í herjólfi í 4-5-6 tíma! Mér finnst þessir venjulegu 3 alveg nóg!
Held að ég hafi ekki vaknað svona snemma síðan ég var í prófunum, ótrúlegt hvað maður er fljótur að venjast því að mega sofa lengur.
En talandi um prófin þá er ég búin að fá allar einkunnir nema eina, og er bara mjög sátt hingað til....vonandi endar það síðan ekki illa :/
|

Búin að taka e-r myndir

Já ég tók e-r myndir á Herra Ísland kvöldinu og síðan nokkrar í Köben, en ég kem þeim ekki inn á netið vegna þess að ég næ ekki að setja fotki.com í "publish folder" draslið. Æ þeir sem setja myndir inn á netið vita hvað ég er að tala um. Þannig allavega, þá set ég ekki myndir inn fyrr en eftir áramót, þegar ég er komin í mína eigin tölvu.
|

Tuesday, December 28, 2004

6 mans að þrífa ælu...

...ekki lofar það góðu fyrir morgun daginn, þ.e.a.s EF herjólfur fer í þessu geðveika veðri sem er spáð! Ferðin frá eyjum var víst svo svakaleg í morgun að það voru nánast ALLIR ælandi. Og spáin segir að veðrið eigi að vera verra á morgun! Spurning um að senda ömmu bara kossin í gegnum sms ;)
Og talandi um ælu, ég held að ég eigi eftir að eiga erfitt að þrífa upp ælu eftir mín eigin börn, hvað þá eftir bara e-ð lið, stórt sem smátt, sem er að æla út um allt skipið. Jésús hvað ég vorkenni starfsfólkinu hjá Herjólfi! Ég lofa að reyna bara að æla í klósettið ;) Annars er maður svo mikill sjómaður í sér, að þetta ætti að vera ekkert mál, 7,9,13 :S
|

PIRRANDI

Næst seinasta einkunin mín á að vera komin inn á netið, en ég kemst ekki inn á síðuna til að sjá hana!! BARA pirrandi!! Nú þarf ég bara að bíða þangað til skólin gerir við þessa síðu þannig ég að ég geti séð hvað ég fékk. Spurning um að senda bara Liz (kennaranum) e-mail og fá hana til að senda mér einkunina. Reyndar hef ég aldrei kynnst kennara sem er jafn löt að svara meilum, svona án gríns þá tekur það hana svona 2-3 VIKUR bara að fatta að hún sé búin að fá meil frá manni!! Þannig kannski að ég bíði bara eftir að síðan komist í lag!
|

Sunday, December 26, 2004

JónÞór farin til Eyja

Já JónÞór var að yfirgefa mig til að fara til eyja. Hann er nefnilega að fara að landa. Fínt að fá inn smá pening eftir alla jólaeyðsluna! Reynda eyddi ég óvenjulitlu held ég, mamma sá um að kaupa flesta pakka frá mér, nema auðvitað til þeirra og jónþórs. Og þar sem við vorum þrjú systkinin (aldrei örugg með stafsetninguna á þessu orði) að kaupa saman þá var ekki mikið sem maður þurfti að borga þegar þessu var deilt í þrennt. Og við skötuhjúin ákv að vera ekkert að eyða of miklu í hvort annað í ár, og ótrúlegt en satt held ég að m.a.s. JÓNÞÓR hafi staðið svona ágætlega við það í ár!!
Anyways....þá fer ég til eyja 29.des. Fer samferða familíunni. Amma Dóra á nefnielga 70-afmæli þannig allur pakkin á leiðinni út í eyjar. Þangað til þarf ég að reyna að gera e-ð í þessu bókhaldi sem ég á að vera að sjá um, shit hvað ég er í slæmum málum með það mar! :S
|

Aldrei aftur í Fimblefamb

Ég er nú oftast frekar jolly þegar það kemur að spilum, mér finnst nefnilega ekki smá gaman að spila. En í gær fann ég spil sem ég ætla EKKI í aftur, og ef þið verðið vitni af því að sjá mig í Fimbelfamb þá vitið þið að ég er er fyllri en afi!! Fór í þetta spil í gær hjá Tomma og Eyrúnu, og endaði með að ég var algjör félagsskítur og dróg mig úr leik. Horfði bara á. Síðan kíktum við í partý til Svövu, og þegar ég labbaði þangað inn sá ég að þau voru að spila almennilegt spil, Trivíal. En guess what, þau voru ný hætt og voru að fara að spila e-ð nýtt............FIMBELFAMB!! (eða hvernig sem nafnið á þessu leiðindarspili er stafað). Þannig ég var ekki lengi að forða mér þaðan út! Þannig það sem átti að vera skemmtilegt spilakvöld, varð að skemmtilegu "hitta fólk kvöld", ekkert skemmtilegt við spila-hliðina á þessu öllu saman!
|

Saturday, December 25, 2004

Gleðileg jól :)

Jæja jæja jæja þá er jólin loksins komin :) Gærdagurinn var sko alveg æðislegur....góður matur, flottir pakkar og frábær félagsskapur, familían klikkar ekki ;) JónÞór var hjá okkur um jólin, í fyrsta skipti, og það var alveg æði. Þá gat maður loksins séð svipin á honum þegar hann opnaði pakkan frá manni. Held að hann hafi bara verið nokkuð sáttur. Ég var allavega mjög ánægð með allt mitt, ekki annað hægt.
En já best að drífa sig, það er búið að fylla borðið uppi af gómsætum kökum (gerir maður annað en að borða um jólin...? Engin furða að þetta sé bara haldið einu sinni á ári ;) hehe )
|

Thursday, December 23, 2004

Komin aftur :)

Já eins og hjá mörgum örugglega, er búið að vera lítið um blogg. Ég kom heim frá Köben á mánudaginn. Það var 2klst seinkun á fluginu okkar, og síðan byðum við í klukkutíma út í vél. Það á að taka um 2.40min að fljúga hérna á milli, en flugið hjá okkur tók 3.20min!!! Þannig þetta var helvíti skemmtilegt ferðlag. JónÞór kom síðan að sækja okkur og guess what....það sprakk!! Þannig við vorum komin heim kl.3 um nóttina, æði!
En já það er bara búið að vera nóg að gera að fara í búðir og pirra sig á öllu þessu fólki sem er að þvælast í bænum! Ótrúlega hvað fólk lætur þetta alltaf bíða, og lendir síðan alltaf í svaka stressi. Maður gerir þetta sjálfur þannig ég get svo sem ekki sagt mikið. Reyndar kláraði að versla allt í dag, þannig það verður bara chill á morgun, Þorláksmessu, og síðan koma blessuð jólin :)
|

Saturday, December 18, 2004

Bara rétt að stelast

Já ég verð nú að fara að koma mér upp í rúm, þarf að vakna eftir 4 klst :( Nú er ég komin til Rvk, og var að koma heim af Herra Ísland keppninni. Við stelpurnar erum nú ekkert neitt svaka "sad" en þetta er bara árlegt hjá okkur að fara á þetta saman, þar sem Ingibjörg fær fría miða :D En já í ár fórum við líka í matinn og hann var bara ansi fínn. Get ekki sagt ykkur mikið annað frá keppninni (Hr.Ísland) nema að við gátum sko hlegið þegar dans atriðið kom, BARA fyndið :)
En já ég þurfti að skilja "ástarblómið" mitt eftir fyrir norðan :( Ömurlegt að skilja hann svona eftir en hann þarf að vinna e-ð, síðan kemur hann suður. Efast samt um að hann sé farin að sakna mín of mikið, ég held að Hr.Calsberg og Mr.Bacardi séu bestu vinir hans í kvöld :)
Bið að heilsa ykkur elskurnar í bili, fer út í fyrramáið, þannig verður lítið um blogg, en kem aftur til landsins 20.des, um kvöldið, og læt eflaust heyra í mér heyra þá.

|

Thursday, December 16, 2004

THE LAST DAY :)

Já kæru lesendur, það er komið að því, seinasti dagurinn sem ég þarf að eyða í leiðindarlestur á þessu ári :D Þannig þið sem eru orðin dauð þreytt á að lesa alltaf e-ð um próf........þetta er að verða búið :)
Það var bara vaknað snemma í morgun, reyndar er ég enn á leiðinni að byrja. En það var bara ekkert mál að vakna, maður var svo spenntur að þetta er seinasta dagurinn sem fer í leiðindi...í bili!! Næst er það bara Köben, jólin og síðan áramótin!!!!!!!!!
|

Wednesday, December 15, 2004

Hendin alveg búin

Já ég hef bara ekkert getað lært af viti í dag þar sem ég var búin í hendinni eftir enskuprófið....., finnst ykkur þetta ekki góð afsökun! Tek mig á á morgun
Góða nótt nær sem fjær til sjávar eða sveita.....hehe :)
|

Eitt próf og síðan jólaFRÍ :)

Jæja þá er komið að því, eitt próf eftir :) Shit hvað er alltaf erfitt að sparka í rassgatið á sér fyrir seinasta prófið, maður er alltaf farin að hugsa um e-ð allt annað.
Annars gekki bara ágætlega í enskuprófinu, þetta var reyndar alltof langt próf. Svona án þess að ýkja þá hefði verið fínt að hafa klst í viðbót! Ég skrifaði svona hátt upp í 20 bls, á 3 klst, það hlýtur að vera nýtt met. Núna er bara spurning hvaða vit var í þessum blaðsíðum, því eins og við vitum er magnið ekki það sem skiptir máli, heldur gæðið! Held allavega að ég mundi bara verða pirruð ef ég væri kennarinn sem þyrfti að fara yfir þetta próf mitt!
|

Tuesday, December 14, 2004

Veðurfréttir: það er HÁLKA á Akureyri

Shit, við skruppum út í búð áðan, og það munaði ENGU að við höfum klest á bíl þegar við vorum að leggja aftur hérna fyrir utan íbúðina. Ángríns alls ekki meira en svona 2-3 SM!!!! Nú held ég að við höldum okkur bara inni!
|

Loksin loksins

Nú er ég loksins farin að sjá fyrir endan á þessum prófum. Ensku prófið á morgun, og síðan læra á fimmtudaginn og þá er þetta bara búið, maður telur ekki með prófið á föstudaginn ;) Þá verður farið og fengið sér e-ð gott að borða með JÞ og síðan beint út á flugvöll. Svekkjandi að mamma mun vera að keyra út á keflavíkurvöll þegar ég er að lenda í Rvk. Rétt missi af því að fara út bara á föstudeginum. En gellurnar úr Verzló (ekki skvísurnar úr bekknum heldur hinar) eru að fara að hittast um kvöldið og fara saman á Herra Ísland, þannig ég skelli mér með þeim. Þær fara síðan eflaust á djammið, en ég sleppi því þar sem ég á að vera mætt kl.6.30 UM MORGUNIN út á k.flugvöll. Þvílík pressa á mér að sofa ekki yfir mig mar! Verð ein í húsinu.....ætli sé ekki bara best að láta svona 4-5 klukkur hringja ;)
|

Sama mynd en annar texti

14.des (9 dagar til jóla :) )
Mynd af jólatréi (aftur) = "Alles ist festlich geschmuckt mit tausend Lichtern. Gluck und Frieden spiegeln sich in frohen Gesichtern"

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið aftur því að ég skrifa stundum u í staðin fyrir u með tveimur kommum og sama á við a-in. Þetta er nátturlega bara útaf ég er ekki með þessa takka á lyklaborðinu hjá mér :)
|

Monday, December 13, 2004

Ekki alvega að ná þessari Casíó-menningu....

..sem er hálf sorglegt þar sem ég hefði grætt á því í dag! Það var ein 15% spurning, 3 liðir, þar sem maður átti að einangra x, sem er nú venjulega ekki mikið vandamál, en eins og alltaf í prófum er gert þetta eins flókið og hægt er. Og ég reyndi og reyndi, notaði réttar aðferðir og allt, en þegar ég setti gildið mitt aftur inn fyrir x munaði alltaf e-ð smá. Fattaði um leið og ég labbaði út og fólk fór að tala um casíó, að það hefði verið helvíti hentugt að henda þessum formúlum bara inn í "solver" -eins og casíó proffarnir kalla það. Þannig já, mér gekk eigilega miklu betur með það sem átti að vera erfitt heldur en það sem átti að vera létt. En við sjáum til hvernig þetta kemur út.
|

Nú kemur þetta í hollum, eins og dagarnir hjá mér :)

Fyndið hvað dagarnir líða annað hvort alltof hægt eða alltof hratt. T.d. þessi helgi ætlaði aldrei að klárast, og síðan núna eru öll þessi próf í gangi og þá flýgur tíminn. En já allavega þá er ég orðin voða löt við að henda hingað inn hvað stendur í dagatalinu mína, þannig nú fáið þið það bara í hollum!

11.des
Mynd af jólatréi = "Grún, so muss der Tannenbaum sein und hell dazu der Derzenschein"

12.des
Mynd af bjöllum = "Schön lauten die Glocken, das Wunder geschah, wir können frohlocken, Advent is nun da"

13.des
Mynd af kirkju = "In der Kirche hell ertönt der Glocke Klang. Die Menschen eilen schnell und loben mit Gesang"

Og Sindri minn ég var nú bara að djóka þarna um daginn, ef þú þarft að hafa orðabók til að þýða þetta þá verður það bara að vera þannig ;) hehehe

|

Three down two do go :)

Jæja þá er þetta loksins rúmlega hálfnað......tvö eftir, enska og fjárhagsbókhald. Get ekki sagt að ég sé svaka stressuð fyrir enskunni en maður þarf að kíkja vel yfir þetta, og síðan er fjárhagsbókhaldið. Það er bara vonandi að ég verði ekki jafn brjáluð yfir því og JónÞór er búin að vera seinustu 2-3 dagana!! ;) Býst ekki við að hann muni nokkurn tíman sjá um bókhald fyrir neitt einasta ft!! :D

|

Sunday, December 12, 2004

Get varla talað

Já það er alveg satt, ég sleppi því bara helst að tala núna! Hausinn á mér er svo troð fullur af tölum og formúlum sem ég þarf að kunna allavega þangað til kl.12 á morgun, að þetta er ekki fyndið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í gagnapróf og ég er ekki alveg nógu brött í því held ég. Mér finnst eins og það sé meiri pressa fyrst ég má hafa öll gögnin. Finnst bara gamla góða leiðin, að treysta á heilann, ágæt. Gagnapróf eru nátturlega alltaf erfiðari, enda erum við með allt fyrir fram okkur, en spurning er bara hversu fljót við erum að finna það sem við þurfum.
En nóg blaður, ætla í heitt bað þannig ég nági að sofa vel og hvílast fyrir stærðfræðiprófið ógurlega ;)
|

Til hamingju með daginn Sigurbjörg

Já hún Sigurbjörg okkar á afmæli í dag, og óska ég henni til hamingju með daginn. Hún er enn stödd á Akureyri og er búin að bjóða okkur JÞ í kökur í kvöld :P Þannig maður tekur sér smá pásu í kvöld og kíkir til hennar.

Annars er ég búin að vera mjög slög að blogga og bara gera allt félagslegt þessar seinustu daga, er bara búin að vera með hausinn á kafi í þessum stæ bókum. Æ maður er svo klikkarður, maður reiknar alltaf með að þurfa ákveðin mikin tíma, en auðvitað þarf maður alltaf meira. En já best að halda áfram þannig ég komist nú í kvöld :D

|

Saturday, December 11, 2004

Vægast sagt MJÖG góður skammtur

Við skötuhjúin keyptum okkur 70min dvd í dag, hvorki meira né minna en nr.1 og nr.2 og erum við búin að liggja yfir þessu. Horfðum á þetta í matarpásunni síðan fórum við aftur að læra, og rúmlega 10 var klárað að horfa á disk nr.1 og síðan nr.2. Þannig ég get eflaust tekið þátt í hvaða umræðu sem er um Audda, Sveppa og Pétur Jóhann Sigfússon ;) Svona getur maður verið sorglegur þegar maður er í prófum.
Annars vona ég bara að þessi helgi klárist sem fyrst, þá rigna prófin yfir mann og áður en ég veit af verð ég BÚIN :D
|

Friday, December 10, 2004

Hvernig stendur á þessu!?

Satt að segja skil ég bara ekki kennara þegar það kemur að lokaprófum. Hvernig stendur á því að þau kenna manni allt milli himins og jarðar um ýmis atriði allan veturinn síðan þegar það kemur að því að prófa okkur í þessu, þá koma þau bara með spurning um e-ð allt annað. Tökum sem dæmi stærðfræði. Fínasta fag....og fínasti kennari....,mér er búið að ganga mjög vel í vetur í þessum áfanga, síðan kíki ég á gömul lokapróf, og jújú ég skil þau alveg, en dæmin á þeim eru EKKERT eins og við höfum verið að gera um veturinn! Unbelievable!
|

Dagatalið alveg búið að gleymast

Eins og hún Guðrún Edda réttilega benti á er ég alveg búin að gleyma að henda seinustu þrem dögunum hérna inn....! Satt að segja gleymi ég yfirleitt bara að opna það maður er e-ð svo busy, það er reyndar einn aðili hérna á heimilinu sem er fljótur að minna mig á það, þar sem hann vill fá súkkulaðið ;) En já ok nú þurfið þið að vera dugleg að þýða :)
8.des
Mynd af tungli = "Das Öffnen hat sich heut gelohnt, es hat sich hier versteckt der Mond"
9.des
Mynd af manni á hesti = "Auf seinem Schaukelpferd reitet der kleine Bert. Scuaukelt hin, schaukelt her, freut sich immer mehr"
10.des
Mynd af sleða með pökkum = "Das Verpacken der Seschenke ist ein schöner Sport. Die erste weihnachtliche Fuhre steht bereit zum Abtransport"
Og þýðið nú.........og bannað að nota orðabók Sindri........!!!! :D hehe
|

Relaxation

Já maður er sko búin að taka því rólega þessu seinustu tvo daga. Eftir prófið á miðvikudaginn lærði ég ekki neitt, vara bara að taka til og dúlla mér. Síðan í gær þá fór ég í sund með Sigurbjörgu og litlu frænku hennar og síðan var ég e-ð að hanga með JónÞóri í leti. Ég er að segja ykkur að ég var föst fyrir framan sjónvarpið frá 7.30-12 í gær, leti dauðans. En í dag byrjar stuðið aftur. Fínt að vera búin að slappa aðeins af og safna orku og nú get ég haldið áfram. Svona er þetta nefnilega ef maður skipuleggur sig vel, þá getur maður tekið svona smá pásu inn á milli ;) Ég dugleg stelpa :D hehehehehe
|

Thursday, December 09, 2004

Rúntað þangað til að tankurinn varð tómur

Það var hætt við kaffihúsaferðina í gær, og bara kíkt á rúntinn. Við vorum svo lengi að JónÞór var farin að hafa áhyggjur að við höfðum kíkt til Rvk! :) En svo var nú ekki, bara nóg að spjalla um. Ég meina vinkonur sem hafa ekki hisst í 2-3mánuði og hafa alltaf nóg að segja, það er ekki hægt að búast við að þær taki ekki sinn tíma ;)
Annars er bara stæ stæ stæ í dag....allavega þangað til að JÞ fer í próf kl.2, þá ætlum við Systa að kíkja í sund, eða réttari sagt pottana.
|

Wednesday, December 08, 2004

Gella á leiðinni norður...

Haldiði ekki að Sigurbjörg skutla sé á leiðinni hingað til okkar norðurbúana. Mín þarf að mæta í e-a tíma þannig hún kippti bara nánast allri familíunni með sér, og er væntanleg um kvöldmataleytið. Ég er því hrædd um að það verði farið á kaffihús í kvöld ;)
Held að það sé ágætur mælikvarði að það sé ALLTOF langt síðan að maður hringdi í e-n, ef maður þarf orðið að fletta þeim upp í símaskránni sinni.....æ eins og mörg ykkar vita, bara lokast ég stundum og hringi ekki í einn né neinn EN ég lofa sum ykkar því að ég læt ykkur ekki í friði um jólin :D
|

"Í dag eru 16 dagar til jóla" - Bragi Guðmunds.

....var að heyra þetta í útvarpinu, maður fær bara svona sting þegar maður heyrir hvað er stutt í jólin :) Er það ekki annars Bragi Guðmunds sem er með þessa niðurtalningu.....skiptir ekki öllu....bara smá pæling :)


|

Two down, three to go

Loksins loksins búin að fara í þetta aðferða og atvinnulífs próf. Ohhh hvað það er mikill léttir. Frekar boring fag.....! En já núna bara þrjú próf eftir og þau í næstu viku, þannig það verður slappað aðeins af áður en ég byrja aftur. Líka miklu skemmtilegra að læra fyrir svona reikningspróf heldur en lesfög. Reyndar er enska þarna inni á milli, en hún er ágæt greyið ;) En allavega, ætla að nýta tíman sem ég tek mér í pásu að fara að taka til hérna heima, þvílík svínastía. Bara svona "hugsi" lykt hérna inni, best að lofta út, hækka í jólatónlistinni og fara í gúmívetlingana :D
|

Tuesday, December 07, 2004

7.des

Mynd af svona joker, hjá honum stendur "Ist der Kasper wieder da, beginnt schon bald ein neues Jahr" Svo verðið þið nú að vera dugleg krakkar að koma og þýða þetta, alltaf gott að taka sér smá pásu frá lestrinum, eða vinnuna og halda þýskunni við ;)
Annars er bara lítið að frétta, svei mér þá maður er eiglega bara að detta úr jólagírnum, aldrei kveikt á jólatónlistinni (ég verð að hafa alveg þögn þegar ég er að lesa), maður hangir bara heima, inn í eldhúsi að læra allan daginn, mjög einhæft og boring! En það eru bara 4 próf eftir, 10 dagar, og þá er ég BÚIN :) Oh hvað það verður gott :) Þá verður skellt sér út í jólastemminguna í Köben. Mér skilst að það sé svaka 'hitt' að fara í tívólíið þarna um jólin. Á nú erfitt með að ímynda mér að það sé gaman að fara í tívolí....um jólin.....í kuldanum.......en já við sjáum til :D
|

Skrítið

Ég hef aldrei farið í lokapróf þar sem ég hef fengið einkunina sama dag og ég tók prófið. Mér kveið svolítið fyrir því, vegna þess að hefði mér gengið illa, þá hefði ég bara farið í fílu og jafnvel ekki náð að læra almennilega fyrir næsta próf! En sem betur fer gekk mér bara ágætlega, þannig nú held ég áfram með bros á vör :D
|

Sæluvíma

Vitiði að ég held að ég hafi bara verið í e-r sæluvímu í gær eftir að hafa klárað þetta Þjóðhagfræði próf, kom mér bara ekki að verki. Jújú ég lærði e-ð smá, en ekkert að viti, þannig í dag verður bara tekið á því. Stimplað svona 20 glærupakka inn í minnið. Nú er eins gott að "lím-heilinn" (eins og Unnur vill svo oft kalla skallan á mér) bregðist ekki í þetta skiptið! ;)
|

6.des....í gær

Mynd af jólasveini með gjafir, "Nikolaus kommt durch den Schnee geschritten, bringt er wohl den heizzersegnten Schlitten?" Mín þýðir, sem er b.t.w. frekar slöpp í þetta skiptið held ég, er = Jólasveinnin kemur með snjónum, kemur hann með e-ð handa þér?
|

Monday, December 06, 2004

One down, four to go.

Þá er fyrsta prófið búið, sem er mjög gott. Nú verður skellt sér í ræktina og pottinn og síðan byrjað á næstu leiðindum, aðferðafræði :S Finnst ykkur ég ekki jákvæð gagnvart náminu ;)
|

Sunday, December 05, 2004

5.des og þ.a.l. próf á morgun :S

Búin að vera slakur bloggari í dag, but I have my reasons, miklu meira en nóg að gera að læra, er skít hrædd við þetta próf, en er búin að ákv að læra bara það sem ég get, og það verður bara að duga, þýðir ekki að vera að stressa sig yfir þessari he*!t+is þjóðhagfræði! ;)
En já 4.des, mynd af skó sem er fullur af pökkum og þar stendur "Ein geputzter Schuh gefullt mit schönen Sachen, bringt jedes Kinderhers zum lachen"
En já ég ætla að halda aðeins áfram áður en ég fer að sofa. Ég óska öllum þeim sem eru að fara í próf á morgun (eða á næstunni) bara góðs gengis og þið sem eruð að vinna, have fun :D
Wish me good luck....

|

Saturday, December 04, 2004

Alveru jólamatur í kvöld :)

JónÞór er í þessu að elda hamborgarahrygg og brúnaðar kartöflur, mmmmmmmmmmmm!!! Lyktin, það eru bara komin jól hjá mér ;) Síðan sé ég eflaust um það flóknasta í þessari eldamennsku, að blanda jólaölið, 1 malt á móti 2 appelsín, mín kann þetta :D
|

Lestur eykur eftirspurn eftir áfengi

Fannst ykkur þetta ekki hagfræðilega mælt? ;) hehe En þetta er satt, því meira sem ég les, því meira hlakkar mig til að djamma (o.þ.a.l. detta í'ða) eftir prófin. Reyndar á ég ekki eftir að djamma fyrr en í fyrsta lagi 20 des, útaf ég er að fara út, en það er í lagi, ef fólk er til í e-ð almennilegt djamm með mér þá :D
|

4.des

Brjálað að gera að læra, eins og hjá flestum, en ég klikka auðvitað ekki á jóladagatalinu ;)
Mynd af jólakúlum (svona eins og hanga á jólatréinu) og hjá þeim stendur: "Von Tannenzeigen der Duft und Geheimnisse liegen in der Luft"
|

Stressið farið að magnast

Já nú er sko stutt í fyrsta prófið, ekki á morgun heldur hinn. Shit hvað ég er e-ð að verða stressuð, verð samt að reyna að hugsa að ég sé ágætlega stödd miða við marga aðra, og vera þakklát fyrir það, ekki satt? ;) Ég meina ég hlýt að hafa lært e-ð í Verzló.....!? Þessi helvítis þjóðhagfræði, það er ekki nóg að læra bara það sem stendur í bókinni eða glæranum, heldur þarf maður að skilja þetta alveg 100% því hann kemur alltaf með spurning sem eru ALDREI svipaðar og standa neins staðar, heldur eigum við bara að geta pælt í þessu og fattað svarað....og við skulum alveg sjá til með hvernig það á eftir að ganga!???
|

Friday, December 03, 2004

3.des

Mynd af snjókarli og hjá honum stóð: "Aus weissem Schnee ein Mann, der nur im Winter lachen kann" - Söru þýðing: Úr hvítum snjó er hægt að búa til man (snjókarl) á veturnar. Góð ;)
Finnst ykkur ekki gaman að fá að sjá það sem ég sé þegar ég opna dagatalið mitt :D Þið fáið reyndar ekki súkkulaðið, en ekki ég heldur. JónÞór borðar það. Hef ekki list á súkkulaði á morgnana, síðan er þetta súkkulaði ekkert spes :p
|

Bad Santa fær ***

Við skelltum okkur í bíó í gær, það var gjörsamlega ekkert sem manni langaði að sjá, fyrst maður var búin að sjá Bridget Jones, hefðir reyndar alveg verið til í að fara á hana aftur. En allavega þá ákv við að kíkja á Bad Santa, hún var bara ágæt. Alveg hægt að hlæja af henni, þannig það var fínt, en mundi allavega EKKI mæla með að fólk fari með börnin sín á hana, frekar gróf (enda bönnuð yngri en 14).
|

Thursday, December 02, 2004

Hvað er að mér!!

Fattaði það um leið og ég var búin að blogga þetta inn um dagatalið í gær að ég á nátturlega tvær aðrar góðar vinkonur sem kunna þýsku alveg 100%, þær Guðrún Edda Guðmundsdóttir og Tanja Rut Ásgeirsdóttir :) Nóg af "þjóðverjum" í kringum man :D
Allavega í dag, 2.des fékk ég mynd af flugvél og hjá henni stóð "Das Flugzeug hoch am Himmel fliegt, ob es wohl den Nikolaus sieht". Mín þýðing = Flugvélin flýgur hátt upp í lofti því hún vill sjá jólin (jólasveinin)...eða e-ð svoleiðis :)
|

Kjölhalli, uppdrifsmiðja og öldumndunarmótstaða..

Flest ykkar eru án efa að pæla í því hvort ég hafi endanlega lesið yfir mig...svo er reyndar ekki, held ég ;) Þetta er bara brot af því sem ég var að spurja JónÞór út úr í morgun. Gaman af því....en í dag verður lært stærðfræði......vei lang skemmtilegasta fagið!!!
|

Wednesday, December 01, 2004

Gleymdi alltaf að spurja...

Nú frétti ég að það hafi verið troðið á Sálarballinu í eyjum, á ég að trúa að engin hafi verið með myndavél á sér.....? Veit e-r um síðu þar sem maður getur verið forvitin og séð myndir af ballinu? :)
|

Stöðugar upplýsingar af jóladagatalinu...

Haldiði ekki að JónÞór hafi keypt jóladagatali handa morgunhananum sínum. Þetta er án gríns svaka trix til að koma manni framúr á morgnana, held að mamma hafi enn verið að kaupa dagatal (m/súkkulaði) handa mér þegar ég var 15 ára, bara til að fá mig í aðeins betri skap á morgnana ;) Allavega í dag, 1.des, fékk ég mynd af kerti, og hjá því stóð: "Die herrliche Stimmung vergisst man nicht, bei duftenden Tannen und Kerzenlicht". Já þannig nú reynir á þýsku kunnáttuna, og þótt maður kunni nú alveg e-ð í þýsku þá treysti ég á Unni og Hjördísi og koma reglulega inn á síðuna og þýða fyrir lesendur ;) hehe (Eins og þið hafið ekkert betra að gera....).
|

Hittum rauða drekan áðan ;)

Eins og sum ykkar vita áttum við JónÞór einu sinni rauðan Passat (með öllu held, smá mont ;) ) sem við seldum fyrir tæpum tveimur árum....og höfum ekki rekist á hann síðan!!! Þangað til í dag, þá þurftum við aðeins að skreppa í bæinn eftir ræktina, og sáum við þá litlu elskuna okkar fyrir utan Hagkaup. Ég get svarið það, mig langaði bara að labba inn og heimta að fá lyklana. Þetta var/er sko FLOTTUR bíll. Talandi um flotta bíla væri ég líka alveg til í að fara að fá BMW-inn okkar aftur, erum búin að vera á veiðijeppanum hans pabbi í c.a. 1 og hálfan mánuð. Hann er nú búin að koma sér vel í snjónum og hálkunna hérna fyrir norðan, en að öðru leiti er ekki hægt að líkja þessum bílum saman!
|

Kveikt á kertum kl.9 í morgun

Það er ekki eins og það sé ekki nógu erfitt fyrir mig að vakna á morgana, heldur er svo svakalega dimmt núna þegar maður vaknar, að ég á erfitt með trúa að kl sé 9 en ekki 4 um nótt. Allavega þá er ég svakalega fyrir kertljós og var byrjað á því að kveikja á nokkrum hérna við eldhúsborðið í morgun. Maður verður bara að gera gott úr þessu :)
|

Það var mikið....

Ástæðan fyrir lélegri framistöðu minni hér í dag er EKKI útaf ég hef ekki nennt að blogger heldur vegna þess að ég hef ekki komist inn á bloggið mitt. En núna virðist þetta vera komið í lag...allavega í bili.

|