SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, October 31, 2005

100% ég

--Fréttasíða Söru--
Sumir hafa eflaust tekið eftir því að margir heita núna 100% e-ð á msn. Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta þýðir þá komst ég að því áðan að þetta þýðir 100% kona, en ekki 65% S.s. þá er þetta áframhald af kvennadeginum :)
|

Saturday, October 29, 2005

"Fórum" á tónleika í gærkvöldi

Þar sem veðrið er búið að vera algjört ógeð og við á einu sumardekki ákvöðum við að fara bara í smá göngutúr í gær. Það var mikið afrekað í þessari göngu þar sem við keyptum DVD spilara og tónleika með Robby Williams. Komum heim, fengum okkur að borða, tengdum nýja dvd spilarann og græjurnar og hækkuðum síðan allt í botn. Eftir að hafa hlustað á Robby meika það í 2 klst, skelltum við Queen tónleikunum í tækið og hækkuðum enn á ný. Já það var sko stuð á þessum bæ ;) Reyndar sofnaði ég út frá Queen en Jónþór ákvað að kíkja á bekkjabræður sína og fór síðan með þeim niður í bæ. Býst s.s. við frekar rólegum degi hjá okkur báðum, mér að rembast við að læra e-ð og jonny að drepast úr þynku!!
|

Friday, October 28, 2005

Sat inn í bíl eins og algjör prinsessa.

Já það er sko munur að eiga svona mikin gentleman sem kærasta. Ekki að ég ætla að fara að tjá mig e-ð mikið um það hér en þó fannst mér nauðsynlegt að segja frá því að það SPRAKK áðan hjá okkur, og fyrir þá sem ekki vita er veðrið í dag algjört ógeð hérna fyrir norðan! Snjóar og snjóar og SNJÓAR, og svo er frekar kvast og já bara algjör vibbi. Við vorum á rúntinum í morgun og þá auðvitað þurfti eitt dekkið að láta lífíð there and then! Ég var að undirbúa mig andlega undir það að fara út og aðstoða kallinn að henda undir öðru dekki þegar hann sagði að það væri algjör óþarfi. Hann mundi bara sjá um þetta. Ég var nú samt engin algjör ræfill þar sem ég lánaði honum húfuna mína og kyssti hann síðan good luck :D Já við verðum að viðurkenna það stelpur, stundum er bara fínt að vera aumingi (líkamlega) og eiga það á hættu að fjúka til anskotans ef mar fer út úr bílnum ;) hehe Er ég þó viss um að ég þekki nokkrar sem eru harðari en flestir karlmenn og hefðu bara hrækt framan að gæjan hefði hann ætlað að vera með svona "stæla"....þið vitið hverjar þið eruð....! Vísbeningar: ein er kennd við handbolta, önnur við kúbu og sú þriðja loves her TV og dog :)
|

Thursday, October 27, 2005

Nýjir grannar.

Já nú er sko allt að gerast hérna á Bakkahlíðinni. Íbúðin við hliðiná okkur var sett á sölu í gær og í dag er hún seld!! Og þar sem hún er ekki nærri því jafn flott og okkar (",) ætti mar ekki að hafa áhyggjur þegar við ákveðum að selja litla hreiðrið ;) hehe Nú bíður mar bara spenntur eftir að sjá hvaða crazy "mæður" mar fær sem granna ;)
|

Wednesday, October 26, 2005

Of snemmt til að ræða jólin og áramótin!?

Hvað finnst ykkur?! Æ þegar mar er í skóla þá lifir mar fyrir fríin, og þar sem næsta fríið er jólafríið þá bíð ég bara spennt :)
Mar er nú satt að segja ekkert farin að hugsa svo langt, en þó alltaf smá, og tel ég nánast 100% líklegt að við Jonny verðurm í Rvk um jólin. En áramótin eru annað mál. Upp á djammið að gera vill mar vera í eyjum, en væri alveg til í að vera í Rvk þegar kl. slær 00:00. Það er nú samt kannski bara útaf ég tel líklegt að ma og pa verði í Rvk.
EEEENNNN nú er mar alltaf að eldast og því spyr mar sig hvort sé ekki bara komin tími á að prófa að vera saman vinirnir um áramótin? Elda saman, skála saman og fara síðan á ball saman...hvernig væri það?
|

Monday, October 24, 2005

Bókasafns blues

Fór á bókasafnið upp í háskóla í dag og ætlaði að fá lánaðar tvær skýrslur, en nei nei það var ekki hægt og ég þurfti að fara á aðal bókasafnið hérna fyrir norðan. Þau áttu jú þessar tvær skýrslur en ég mátti ekki fara með þær heim. Þannig já ég þurfti að lesa þær á safninu. Ég brásaði aðeins á netinu og fann sjö bækur sem ég hefði þurft að skoða. Fór með listann fram og bað karlinn að finna þessar bækur fyrir mig. Og hvað haldiði....það var ekki EIN til! Til að toppa þetta allt varð tölvan mín batterílaus þannig ég gat ekki klárað að lesa skýrslurnar, þurfti því að láta ljósrita 16 blaðsíður og borgaði fyrir það tæp 500 kall! Já þannig það má eigilega segja að ég hafi látið bókasöfnin hérna á Akureyri taka mig algjörlega í ósmurt!
|

Nóg til í soðið

Minn maður kom sko ekki heim empty handed í gær. Kom með 20 KÍLÓ af ýsu sem þeir voru búnir að veiða í þessari sjóferð. Hann flakaði og flakaði í 2-3 tíma og nú er frystikistan stöppuð! Þannig ef ykkur langar í soðna ýsu þá endilega mætið á Bakkahlíð 35nh.v. Það verður ýsa á matseðlinum mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga, þannig endilega mætið :D hehe
|

Sunday, October 23, 2005

Áhrif menningar á ferðaþjónustu

Ef þið getið komið með dæmi, upplýsingar eða bara e-ð um þetta efni þá ENDILEGA hafið samband. Er núna búin að vera að rembast við að byrja á þessari blessaðri ritgerð í TVO DAGA og það bara tekst ekki. Shitturinn titturinn hvað ég verð með þetta allt í rassgati Jæja nóg um það.
Þetta var nú frekar róleg helgi, verkefni á föstudaginn, verkefni á laugardaginn og já you guessed it..verkefni líka í dag. Reyndar komu Arna og Andrea til mín og við vorum að setja saman e-ð glæru show sem hefði kannski átt að taka svona í 1-2 tíma en í staðin vorum við að þessu frá 1 til að verða sjö. En ég meina þetta tekur allt sinn tíma, sérstaklega þegar þrjár stelpur hittast og fá sér vínber, osta og Ritz :) hehe
En jæja best að standa sig í eldamennskunni og koma gæjanum á óvart. Hann er úti á sjó í þessari blessaðri sjóferð, og býst við að hann komi heim any minute.
|

Saturday, October 22, 2005

Drög að próftöflu

Þá er loksins komin in próftafla hjá okkur hérna fyrir norðan. Svona er mín:

Þriðjudaginn 6.des: Fjármál
Fimmtudaginn 8.des: Gæðastjórnun
Þriðjudaginn 13.des (9-12): Markaðsfræði II
Þriðjudaginn 13.des (14-17): Ferðþjónusta og samfélagið
Miðvikurdaginn 14.des: Stjórnun
Föstudaginn 16.des: Tölfr.greining

Og að sjálfsögðu er ég ekki búin fyrr en kl.5 á föstudaginum þannig það er reynt að hafa mann eins lengi og kostur er á. Plús það að ég er í tveimur prófum einn daginn og svo strax próf daginn eftir. En þetta eru auðvitað bara drög og VONANDI á þetta eftir að skána e-ð.
|

Stjörnuhrap

Þegar við vorum að keyra norður átti sá merkilegi atburður sér stað að við sáum stjörnuhrap. Frekar merkilegt þar sem ég held ég hafi aldrei séð svoleiðis áður. Segið svo að mar hafi ekkert merkilegt að blogga um ;) hehe
|

Friday, October 21, 2005

Litli hesturinn minn :)

|

Komin heim

Þá erum við komin aftur norður. Fínt að vera komin í eigið rúm aftur, komumst nú samt að því að við þurfum að fara að huga að kaupum á nýrri dýnur í rúmið. Sváfum bæði hjá Dóru Björk og Guðrúnu tengdó á alveg ótrúlega þægilegum dýnum.
Vorum hálf grenjandi bæði tvö í gærkvöldi þegar við keyrðum úr bænum með sálina í botni vitandi að þá var það staðfest: við myndum ekki vera á ballinu í eyjum á laugardaginn eins og við vorum búin að skipuleggja fyrir svona 2 mánuðum. Frekar mikið svekkjandi, en se la ví. Vona bara að skvísurnar skemmti sér vel, og drekki nokkra fyrir okkur líka (efast ekki um að þeim eigi eftir að takast það ;) ). En eitt er alveg á hreinu og það er að ég mun slökkva á símanum um miðnæti á morgun, þannig að ég verð ekki grenjandi þá líka ef stelpunum myndi detta í hug að hringja!!
|

Tuesday, October 18, 2005

Change of plan

Helgin sem leið var frekar róleg. Vorum að vinna í íbúðinni, síðan fór laugardagurinn í að klára markaðsfræðiverkefnið þar sem há punktur dagsins var þegar við Birna fórum út í bakarí!!. Á sunnudaginn kláruðum við fjármálaverkefnið sem átti að skila í vikunni og keyrðum síðan suður. M.a.s. alla leið til Þorlákshafnar og tókum síðan Herfjólf yfir til Eyja. Nú erum við búin að vera í tvo daga að dúllast með Dóru Björku og prinsunum, mér til mikilar ánægju :) Stefnum á borg óttans á morgun og síðan aftur norður á fimmtud/föstudag. Bið að heilsa öllum og hafið það gott :)
kv.from Westman Islands
|

Thursday, October 13, 2005

Nýlegar myndir af lilla


|

What to do....what to do!

Nú er verkefnavikan framundan, þ.e. vika sem við þurfum ekki að mæta í tíma og eigum að nýta tímann í að vinna í öllum þeim milljón verkefnum sem hafa verið lögð fyrir. Mín er búin að reyna að vera dugleg að vinna í þessu þannig vonandi að ég komist til rvk og þá helst til Eyja. Langar svo að kíkja á öll krílin hennar Dóru. Ætluðum líka að fara á Sálarbalið 22.okt, en nú er búið að setja e-n tíma á jónþór sem er skildumæting í, þannig spurning hvað við gerum. Kemur allt í ljós very soon. Verðum bar aað fara að ákv þetta. Líka hittingur hjá Verzlópíunum á mánud/þriðjud þannig væri gaman að ná því. Þannig aftur spyr ég WHAT TO DO!?
|

Tuesday, October 11, 2005

Húsasmiðjan að setja okkur á hausinn!

Dísús kríst hvað er dýrt að lifa....í gær keyptum við borðplötu inn í eldhús. Sem væri ekki merkilegt nema hvað að vinnan á bakvið plötuna kostar meira en platan sjálf!! Þvílík bilun. Jónþór var fljótur að láta okkur hverfa þegar hann sá hvað ég var reið, ég var næstum því búin að ráðast á kall punginn!!
|

"Að röskva vanheilum vörum"

Hvernig lýst ykkur á þessa setningu!? Nei þetta er ekki e-ð sem ég heyrðu á leikskóla hérna fyrir norðan, heldur var þetta setning sem Jónþór var að leiðrétta í einstaklingsverkefninu mínu í gærkvöldi. Já við gátum heldur betur hlegið yfir þessu. Ég er hrædd um að þessi fari í bókina 'The Best of SaraP' ;) hehe
|

Monday, October 10, 2005

"Búdda búdda"

hehehe einkahúmor helgarinnar. Vorum að parketleggja alla helgina, s.s. stemmari dauðans :) Lítið hægt að elda þar sem eldavélinni var hent út, og er nú þakin snjó, þannig við lifðum á skyndibita og erum nú orðin 200kg og á leiðinni í heilsuhælið á Hveragerði :D
|

Saturday, October 08, 2005

Early end to a good day :)

Já það var hörku gaman í gær. Hitti liðið á Amor kl.12, fengum okkur að snæða og skoluðum því niður með smá bjór. Síðan var haldið á torgið þar sem var látið heyra vel í sér, sungið öll Rekalög milli himins og jarðar. Því næst fórum við með rútum upp í Þelamörk þar sem var keppt í ýmsum greinum, sem dæmi fataþraut, skúlptur gerð og "boðhlaupi". Kl 5 vorum við komin aftur í bæinn, þá hélt ég heim á leið og ætlaði aðeins að hvíla mig fyrir kvöldið. Þegar ég var komin upp í var bankað og fyrir utan dyrnar stóðu þrír vinir hans Jónþórs, en engin Jónþór!! Mínútu seinna kom hann hangandi utan í félaga sínum, algjörlega DEAD! Þannig eftir nokkrar heimsóknir á klósettið og svona "sofnaði" hann. Ég fór út að borða með Reka kl.7, fór síðan heim og ætlaði að vekja Jónþór en það gekk jaaaaa ekkert sérstaklega vel. Ég nennti ekki ein aftur niðrí bæ, var eigilega dottin úr öllu stuði, og svo leit rúmið bara svo vel út :) Ég kíkti í heitt bað með ís og svona og skreið síðan upp í. Allavega þá var þetta frábær dagur og fínt að hafa farið snemma heim því þá er dagurinn í dag ekki ónýtur. Eina er að við misstum af söngvakeppninni og úrslitinum þannig ég veit ekki hver vann. Kemst samt væntanlega að því soon.
|

Thursday, October 06, 2005

Sprellmótið á morgun!! BARA gaman :)

|

Ætti að vera að borða köku, ekki hafragraut!

Hún móðir mín á afmæli í dag, og því ætti að bíða "mín" kræsingar og gestir þegar ég kæmi heim seinna í dag, en í stað bíður mín málningarpensill, verkefni og leiðindi! Damn it. En se la vi :) Best að vera dugleg þannig að ég geti komist e-ð til eyja í verkefnavikunni. Ég hlakka SVO til :)
|

Wednesday, October 05, 2005

Upside down..

Mætti segja að það sé nánast allt á hvolfi heima...ryk og ógeð, en vonandi að þetta taki sem styðsta tíma. En öllum er velkomið að kíkja heim og hjálpa til ef það er lítið að gera hjá ykkur ;) Hef heyrt að Dröfn sé öflug með sögina, Eyrún er þekkt fyrir hæfileika sína við að meðhöndla borvélina og Sigurbjörg hún er nú bara smiður frá toppi til táar. Annars skilst mér að Unnur sé að koma norður á morgun, þannig ég býst við að sjá hana manna fyrsta hérna á Bakkahlíðinni, með hamarinn í annari og skrújárnið í hinni :) hehehe
|

Tuesday, October 04, 2005

Fyrsta bloggið úr nýju tölvunni :D

Sæl og bless
Komst að því í gær afhverju mar er tilbúin að borga gríðalega háar summur fyrir Diesel gallabuxur, peysur o.s.frv. Eftir að ég var að tæma gamla fataskápinn og setja öll fötin yfir í nýja herbergið fann ég hitt og þetta sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Og þegar ég fár að máta þessi föt aftur var flest af þessu eins og nýtt, þrátt fyrir mikla notkun undanfarin ár! Þannig í gær fór ég í skólann í 3 ára gömlum gallabuxum, 7 ára peysu og 8 ára vesti, og believe it or not þá var ekki hrækt á mig eða neitt, þannig þetta kom bara ágætlega út held ég :D hehe
En jæja best að fara að koma sér upp í skóla, þarf að LABBA þar sem allt er á floti í snjó hérna :( Vaknaði í morgun og leit út og bara SNJÓR everywhere! Fer örugglega að koma að því að fólk getur farið að finna til skíða dótið sitt!
|

Sunday, October 02, 2005

Nýtt nýtt nýtt

Það er sko mikið búið að eiga sér stað á Bakkahlíðinni þessa helgina!! Það sem var helst í fréttum:
  1. Frk.Compaq fékk loksins að singja sitt síðasta og Hr.Acer tekin við hvað tölvumál varða (s.s. komin með nýja ferðatölvu ;) )
  2. Það er að koma nýtt "look" á Bakkahlíð 35 nh.v og meðal annars er mín bara komin með "walk in closet". Og var ekki lengi að fylla hann af FÖTUM! Svei mér þá held að Jónþór hafi rétt fyrir sér í þetta skiptið, ég á eigilega of mikið af fötum (ef það er hægt).
  3. Það eru að bætast við fjölskyldumeðlimir til að fylla upp í nýju herbergin, nei ekkert sem gefur frá sér hljóð, grenjandi á nóttinni og heimtandi brjóst heldur ný húsgögn. Keyptum okkur skeink, sófaborð og svefnsófa yesterday.

Þannig þið sjáið að þetta er búið að vera mjög busy weekend. Og ekki nóg með allt þetta heldur er ég líka búin að vera að vinna á fullu í verkefnum sem á að skila í næstu vikum. Best að fara og halda áfram á meðan kjellinn sefur :)

|