SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Wednesday, November 30, 2005

Skipulagsleysi!!!

Djöfull þoli ég ekki hvað sumir kennarar geta verið með allt í klessu hjá sér. Er t.d. í Gæðastjórnun núna og get ekki fyrir mitt litla líf áttað mig á hvaða glæru pakki á við hvaða kafla!! Svo sleppa þær fullt af atriðum úr köflum á glærunum sínum en segja samt að allur kaflinn sé til prófs!! Alveg ógeðslega pirrandi! Ef ég væri kennari yrði mitt skipulag sko ekki svona!!!!
Sorry letting off some steam!!
|

Á leiðinni á Subway :D

Já er upp í skóla, my home these days, að bíða eftir að Jónþór sækji mig. Ætlum að fara að fá okkur Söbbara ;) Cool nafn.
Ananrs er lítið að frétta, frekar sorglegt hvað við jónþór segjum hvorug neitt þegar við erum að borða og svona í pásum því við höfum bara ekkert merkilegt að segja. Hausinn ennþá í lesa, læra og taka-inn "mode". En skánar nú á kvöldið þegar bókunum hefur verið lokað og skriðið er undir sæng.
En jæja hann hlýtur að fara að hringja
Asta la vista babies :)
|

Tuesday, November 29, 2005

Garnagaul......UUSSSSSsssss!!

O my hvað ég skammast mín oft upp á bókasafni. Ef ég borða ekki á tveggja tíma fresti þá fer bara allt af stað í maganum á mér!! Án gríns þið hafið ekki heyrt svona garnagaul....Jónþór deyr alltaf úr hlátri þegar þetta fer af stað því þetta er ekkert eðlilega hátt!! Shitturin titturinn!! Ég er alltaf eins og fífl, verð að troða bara e-u upp í mig til að fá þetta til að hætta.
Reyndar held ég að ef þetta myndi ekki ske þá myndi ég bara gleyma að borða, mar gleymir sé svo yfir þessum bókum! En ég meina normal hljóð væru þá í lagi, e-ð sem ég myndi bara heyra, ekki allt bókasafnið :/
|

Monday, November 28, 2005

Fuglahræða

Var upp í skóla í gærkvöldi og ákv, nú eftir að hafa þurft að pissa í svona 2-3 tíma, að láta það eftir mér að fara á klóið. Þegar ég labbaði inn á klósettið og leit í spegil þá bara fékk ég sjokk. Ætlaði ekki að þekkja manneskjuna sem horfði á mig í gegnum spegilinn. Hárið allt úfið, hvítari en draugur í framan og öll blóðug í augunum!! Terrible! Já svona verður mar smart í þessum prófum :D
|

Sunday, November 27, 2005

Svekkjandi...

Í morgun fór ég fram úr til að fara á klóið og var að gera mér vonir um það að kl. væri bara svona 4 eða 5 og ég ætti eftir að fá að sofa aðeins lengur. En nei nei klukkan var 7:33 og þar sem Jónþór stillti klukkuna á 7:37 (don't ask why 37) þá var þetta mjög svekkjandi!!!!! Ég dreif mig því á klóið og beint aftur upp í til að njóta þeirra 4 mín sem voru eftir :D hehe Reyndar snoozuðum við til 8:10, algjörir villingar ;) hehehehehe
|

Hversu sorglegt...

Já það er komið að þeim tíma árs þegar hápunktur dagsins er að fara að sofa á kvöldin! How pethetic!!! Auðvitað finnst manni alltaf gott að skríða upp í en þegar maður er farin að hugsa út í það kl.10 á morgnana þá er mar nú í slæmum málum.
Jákvæði punktur dagsins: Jólin nálgast :D
|

Friday, November 25, 2005

Djakka

Já það er nú eigilega ekki hægt annað en að vera sammála gæjanum í Iceland Express auglýsingunni, það er sko inn að djakka!! hehe Fer alltaf að hlæja þegar ég sé þessa auglýsingu :)
Annars hringdi í Dóru sys í gærkvöldi, um 8, og Elliði Snær (ný orðin 7) svaraði og sagði að hún væri ekki heima en að ég ætti bara að prófa aftur kl.4.....hehehe Hringdi þá í dóru og spurði hvort hún væri farin að nýta tímann á nóttinni þegar hún er að gefa í að tala í símann ;) hehehe Þessi elska er að læra á klukku og segir því bara eitthvað þegar mar spyr hann um tíma :D Bara kjút.
|

Thursday, November 24, 2005

Jáhá

Því miður endaði gærdagurinn ekki jafn vel og hann byrjaði (eftir miðnætti í fyrrakvöld). Ég náði mér aldrei á strik með lærdómin og það sem verra var eyddi Jónþór afmælisdeginum sínum í fyrirlestra og síðan að reyna að gera e-ð lögfræði verkefni sem gekk bara ekki neitt. Hann bað mig að hjálpa sér eftir mat að þýða e-n smá texta, og mér tókst það ekki!! Þessi lögfræði enska er sko ekkert grín. Vorum í 2-3 tíma að þýða e-r 3-4 setningar, og er ekki viss um að þær meika too much sence hjá okkur :(
Já þannig dagurinn fór eigilega bara í leiðindi, gáfum okkur ekki einu sinni tíma í nautalundina. En í dag stefni ég á að fara upp í skóla og halda þennan blessaða fyrirlestur kl.8 og vera síðan bara upp í skóla í dag að lesa. Lets see how that goes.
Annars er lítið að frétta, eins og alltaf þegar prófin nálgast. Það er farið að kólna aftur hérna fyrir norðan þannig að það er svo sleipt að maður heldur sér varla uppi né bílnum almennilega á götunni! En jæja fyrst ég er farin að tala um veðrið þá er ég hætt í bili ;)
|

Wednesday, November 23, 2005

Elsku besti Jónþór á afmæli í dag :)

Þið hefðuð ekki trúið því að hann væri að verða 27ára hefðu þið séð manninn seinustu tvo dagana. Hann vissi að ég var búin að kaupa afmælisgjöfina hans, og hann gat varla sofið....vildi bara fá hana strax :) Endaði með að ég samþykkti að láta hann fá pakkan eftir kl.12 í gærkvöldi, en síðan sá ég fram á engan frið til að horfa á Judging Amy og Sex and the City þannig endaði með að ég lét hann fá pakkan rétt um átta. Smá svindl, ég veit!!
Annars var ég búin að undirbúa smá rat leik, þetta voru 4 pakkar og hann fékk vísbendingu um hvar hver pakka væri. Það gekk nú ekki betur en það að hefði ég ekki hjálpað honum þá hefði hann eflaust ekki fengið pakkana fyrr en eftir miðnæti ;) Eftir mikla leit settumst við niður, hann í nýju skónum, settum Phil Collins tónleikana í tækið, fengum okkur æris og horfðum á snillinginn taka nokkur lög. En allavega þá var hann super ánægður með alla pakkana, að ég held. Allavega brosti hann út að eyrum :D
Því miður þarf dagurinn í dag þó að fara í lærdóm, en við keyptum í eina brauðtertu og svo nautalundir fyrir kvöldið þannig þetta á eflaust eftir að vera ágætur dagur :)
|

Tuesday, November 22, 2005

Superman taktarnir voru ekki að virka...

....tókst ekki að lesa nema einn og hálfan kafla af þeim níu sem ég ætlaði að lesa um helgina. Já já já Dröfn mín þú hafðir rétt fyrir þér ;) Þannig dagurinn í gær fór í að lesa þessa kafla, og tókst ekki einu sinni að klára þetta með því að hafa verið að lesa í allan gærdag. En á bara pínu eftir og mun lesa það í dag. Annars stefni ég nú ekkert að því að vera með live update hérna á síðunni um hvernig gengur að læra!! Nú er ég hætt :)
|

Monday, November 21, 2005

Þvílíkt STRESS!!

Í gærmorgun vaknaði ég rúmlega sjö, henti mér í e-r föt og kom mér síðan vel fyrir í koju um borð í Herjólfi. Þegar við vorum varla lögð af stað heyrðu ég gellu í næstu koju ælu úr sér allt vitið og ætlaði ekki að trúi því að ég ætti eftir að þurfa að hlusta á þetta alla leiðinni í Þorlákshöfn. Sem betur fer rotaðist ég og vaknaði ekki fyrr en ég heyrðu eitt af mínum uppáhaldssetningum "....það eru 10 mínútur í Þorlákshöfn. Þá dreif ég mig upp og út í rútu. Þegar ég var komin á BSÍ sótti Eyrún mig, skutlaði mér heim að sækja hitt og þetta sem ég hafði skilið eftir þar þegar ég fór til eyja fyrir helgi. Þaðan lá leiðin á flugvöllinn. Ég hef ALDREI mætt jafn tímarlega, átti að mæta hálf 2, en var mætt um 1 leitið!! Nema hvað að kl.hálf tvö (hálf tíma fyrir brotför) fatta ég að ég gleymdi tölvunni minni á Huldubrautinni, og þar sem næstu vikurnar eiga eftir að fara í lærdóm og leiðindi stóð mér ekki annað til boða heldur en að sækja tölvuna. Ég var nátturlega ekki á bíl og þar sem vélinni átti að fara í loft eftir 30 mín þurfti ég að think fast! Hjördís reddaði mér sem betur fer, mætti á met tíma niður á flugvöll og við brunuðum í Kópavoginn, ég hljóp inn og hvað haldiði.........FANN EKKI FERÐATÖLVUNA!! Hélt ég yrði crazy úr stressi. Leitaði og leitaði og leitaði! Auðvitað var hún á seinasta staðnum sem ég tékkaði á, ofan í e-r skúffu!! Blótaði aðeins gellunni sem þrífur heima, hélt pott þétt að hún hafði stungið henni þar ofan í, en seinna kom í ljós að hann karl faðir minn hafði e-ð verið að reyna að koma í veg fyrir að brotist yrði inn á meðan við vorum í Eyjum. Allavega þá náði ég vélinni, Steina (hans Sindra) var búin að byðja gellurnar sem voru að tékka inn um að bíða pínu því það vantaði bara örfáar mínútur í mig. Ég var seinust um borð, en þær virtust þó ekki vera pirraðar þar sem klukkuna vantaði ennþá 2 mín í tvö.
Já þannig mikið stress og lítið gaman! En þetta tókst nú allt saman. Vil enn og aftur þakka Steinu fyrir að labba super rólega út í vél ;) og Hjördísi fyrir að brjóta allar mögulegar umferðareglur....löggu dóttirinn sjálf ;) hehe Thx guys :*
|

Sunday, November 20, 2005

Ívar Bessi og familían í kirkjunni

|

Áfram ÍBV :)

Já litli prinsinn verður án efa algjör eyja peyi, varla annað hægt þegar skammstöfunin á nafninu hans er ÍBV :) hehehe hann fékk fallega nafnið Ívar Bessi Viðarsson. Algjör engill. Skírnin gekk rosa vel, allir ánægðir með nafnið, veislan var frábær og já s.s. bara frábær eyja ferð. En nú er mín komin aftur heim og back to reality.....!! Kannski að ég byrji bara að læra á morgun........ahhh sé aðeins til :D
|

Thursday, November 17, 2005

Jibbí jei

Búin með ÖLL trilljón verkefnin sem voru lögð fyrir á þessari önn. Nú er það bara eyjar og síðan PRÓF LESTUR! Fór einmitt að pæla í þessu, er búin að hlakka geðveik til að klára þessi verkefni, en ekki tekur nú skárra dæmi við!!!! Allavega þegar mar var að vinna verkefnin þá gat mar klárað þau og farið síðan að glápa á imbann eða ef mar var að vinna hópverkefni gat mar hitt e-ð fólk og borðað nammi. En núna er það bara me by myself að lesa lesa lesa!! Já skemmtilegar vikur framundan.
En best að vera jákvæð, allavega styttist í jólin og það er stór plús :D
|

Wednesday, November 16, 2005

Jæja já þið segið það!!

Í gær skiluðum við einu stóru ferðaþjónustu verkefni, sem gildi 30% af loka einkunn. Ég var nú ekkert súper sátt við það ENNNNN þegar mar er ekki einn í hóp þá ræður mar ekki öllu. Enda var þetta ekki neinum öðrum að kenna frekar en mér, en svona er þetta bara, mar er ekki alltaf sáttur við það sem mar lætur af hendi, þótt mar nátturlega eigi að vera það.
Síðan skilaði ég tveimur öðrum smærri verkefnum í tölfræðilegri greiningu, þannig núna er eitt og bara EITT verkefni eftir :) Og gaman að segja frá því að við erum að fara að leggja loka hönd á það í dag.
Næst er það síðan borg óttans, eyjan fagra, skírn og síðan aftur heim og lesa lesa lesa þangað til að ég er nánast alveg búin að missa vitið úr stressi og þá byrja prófin 6.des. En samt alveg búin að ákveða að ég ætla að chilla fyrir sunnan, reyndar lesa eina bók, en reyna að slappa af og taka svo á því þegar ég kem aftur norður. Sounds like a cunning plan wouldn't you say :D
|

Hún á afmæli í dag...

...hún afmæli hún Birta Mjöll hún á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku Birta mín. Hafðu það gott í dag og láttu kjellinn dekra svolítið við þig ;) Knús og kossar frá Akureyri :*
|

Tuesday, November 15, 2005

Its official

Var að hringja og panta flug suður. Fer á fimmtudaginn kl.3.10 og flýg heim frá Rvk kl.2. Nú er bara spurning hvenær mar eigi að drífa sig til eyja, með seinni herjólfi á fimmtudaginn EÐA með flugi á föstudaginn. Langar ssssssvvvvvvvvvooooooooo að hitta stelpurnar en langar líka að hjálpa Dóru að undirbúa skírnina. Dröfn, Eyrún....eru þið nokkuð lausar um 4 leitið!?!?! Æ þetta kemur í ljós.
|

Já mar er nú sniðugur...!

Á ekki að mæta í tíma fyrr en kl.10 á morgun og í staðinn fyrir að fara snemma upp í rúm og fá 2 tíma meiri svefn, þá tókum við vídíó og erum að fara að sofa núna, s.s. rétt fyrir tvö. Já svona er mar bright!! Var að sjá Man in the Iron Mask í fyrsta skipti, segið svo að mar sé ekki up to date ;)
Annars erum við að fara að skila næst seinasta verkefninu í dag (15.nóv) og ég ekki smá happy með það. Nú er bara eitt eftir, og við m.a.s. langt komin með það :)
Og já most important thing...........HANN ELSKU LITLI FRÆNDI MINN ELLIÐI SNÆR VIÐARSSON Á AFMÆLI Í DAG, ORÐIN 8 ÁRA ÞESSI ELSKA. Til hamingju með daginn Sprelli minn :*
|

Sunday, November 13, 2005

Sungum okkur í gegnum helgina....

...hehehe!! Eins og ég gerði mikið grín af Eyrúnu og Tomma á sínum tíma að þau væru bara tvö heima í Sing Star......og nú erum við Jónþór sko ekki búin að vera skárri. Gærdagurinn fór eigilega bara í að syngja 80's lög. Steina og Baldvin komu í mat kl.6, og fengu þau að heyra hvað í okkur býr. Steina var nú ekki mjög hrifin en Baldvin var fljótur að vilja vera með. Þau fóru upp úr tíu og komumst við skötuhjúin ekki einu sinni út í vídíóleigu við vorum svo upptekin við að syngja. Þetta er ekki smá gaman, svona án gríns. Um 12 leitið hættum við og horfðum á e-a bíómynd á Rúv, en við vorum svo búin á því eftir allan sönginn að við vorum ekki lengi að koma okkur upp í :) hehe
Nú er það bara Sing Star keppni um jólin. Og ekkert tuð frá þér Dröfn, þú verður með;) Mót verður haldið með:
- Dröfn, Eyrúnu og co.
- Unni, Guðrún Eddu og co
- Sunnu, Svövu og co.
- Örnu Sif og Sighvat
- Birtu Mjöll og Sunnu Dís
Og svo ef það er e-r sem telur sig ekki vera í einhverjum af þessum hópum, endilega hafið samband og við skipurleggjum bara mót ;) heheheheehehehehehehe
|

Saturday, November 12, 2005

Tekinn tekinn tekinn!!

Já það má segja að hann Jónþór hafi aldeilis verið tekinn í morgun sárið...það er í Sing Star!! Grét úr hlátri þegar það kom hvað eftir annað "awful.....bad....awful awful..." þegar hann var að syngja. Og það sem gerir þetta ennþá fyndnara er að ég er hræðilegur söngvari og hann bara fínn! Þannig já get ekki sagt annað en ég sé sátt við þessi kaup hjá kjellinum í gær ;)
Annars var gærkvöldið bara ágætt, var hérna heima í tölvunni til svona 10 eða 11, þá kom Jónþór heim með e-ð lið og við vorum hérna að horfa á tónleika, spjalla og já auðvitað í Sing Star :) Síðan kíktu þeir í bæinn og ég fór upp í rúm að lesa Fréttablaðið. Nennti sko ekki á djammið, enda orðin gömul geit ;)
|

Friday, November 11, 2005

The proud owners of Sing Star 80's...

....en eigum samt ekki Play station 2!! Já ég get sagt ykkur það að ef e-r vill reyna að selja Jónþóri e-ð, skrifiði bara á það 80's og þá kaupir hann það POTT ÞÉTT!! Eins og með þennan leik, við eigum ekki einu sinni tölvuna en hann bara þurfti að kaupa diskinn til að eiga hann það eru nefnilega "...svo mörg geðveik lög á honum"!!!!!! Já góð rök Jónþór minn ;) hehe
|

Páll Óskar bara á homma flippi...

Það er nú engin vani hjá mér að horfa á Silvíu Nótt, venjulega finnst mér hún ganga einum of langt yfir strikið.....en omg ég hélt ég myndi míga í mig í gærkvöldi úr hlátri!! Hún var að taka viðtal við Pál Óskar og shit mar hvað þetta var fyndið....! Hún spurði hann hvort hann væri til í að koma með tips fyrir þá sem sætu heima í stofunni um hvernig ætti að gefa gott blow job. Síðan sagði hún að hann væri perfect fyrir sig, og þá sagði hann henni að eins og hún væntanlega vissi væri hann gay, þá sagði hún að hann væri bara á smá homma flippi og færi að þroskast! hehehehehehe ég hló og hló og hló. Þetta var SVO fyndið!!

En já annars allt það fína að frétta. Dóra systir ætlar að skíra eftir viku, eða 19.nóv, og þangað til ætlar hún að gefa mér eina vísbendingu á dag þannig ég geti reynt að giska á nafnið. Wish me good luck ;)
|

Tuesday, November 08, 2005

Dröfn skoraði á mig

1. Hvað er klukkan? 13:30
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Sara Pálsdóttir
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Eigilega bara Sara, ekki mikið hægt að stytta það. Come on hver getur ekki drullað fjórum stöfum út úr sér ;) Annars var ég oft kölluð Sara P úti í englandi og hef ég notað það síðan. Ég meina hvað er flottara heldur en að heita Sara P þegar skvísa eins og Linda P kallar sig það sama ;) hehe
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Hmmm...örugglega 12 eða e-ð! Ekki hugmynd, mamma hefur alltaf staðið sig í stykkinu hvað kökur varða.
6. Hár? Ljóst
7. Göt? 9
8. Fæðingarstaður? Heimaey
9. Hvar býrðu? The North a.k.a Ak-City
10. Uppáhaldsmatur? Lasagne hefur alltaf verið ofarlega á listanum. Ítalskur matur er æði, og þá aðalega vegna þess að Ítalar setja hvítlauk í ALLT! Annars er ég mjög hrifin af ÍS.
11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Æ þetta er nú frekar erfið spurning...elskar mar ekki alla sína nánustu það mikið að maður hefur oft grátið útaf þeim!!? Hef samt verið mjög heppin hingað til og get ekki kvartað yfir miklu alvarlegu gráti...vonandi verður það þannig áfram.En já ég elska sko marga afar heitt, Jónþór ætti hlægilega auðvelt með að fá mig til að gráta ef hann væri ekki að skila sér heim kallinn :)
12. Gulrót eða beikonbitar? Borða mjög lítið af þess, frekar gulrót samt heldur en bara staka beikon bita.....EN ef við erum að tala um beikon SNAKK þá værum við að tala saman!
13. Uppáhalds vikudagur? Var einmitt að pæla í þessu um daginn, held að fimmtudagur sé bara efstur á vinsældalistanum. Sérstaklega núna þegar ég er komin í helgarfrí á fimmtudögum. Þá er öll helgin framundan.
14. Uppáhalds veitingastaður? Margir góðir, get eigilega ekki valið þar sem I LOVE EAITNG. Dýrir staðir eru flestir mjög góður, svona meira casual þá finnst mér Ítalía algjört æði og svona ”dagsdaglega” American Style :D
15. Uppáhalds blóm? Veit ekkert hvað allar þessar blómtegundir heita, finnst rósir allavega geggjaðar.
16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Bara þá íþrótt sem e-r sem ég þekki er að keppa í á þeim tíma, samt aðalega fótbolta og handbolta.
17. Uppáhalds drykkur? Vatn, trópi og sykurskertur eplasvali. Drekk nánast ekkert gos, en finnst samt malt voða gott svona einstaka sinnum, og já malt og appelsín setur punktinn yfir jólin.
19. Disney eða Warner brothers? Elska Disney myndir. Favourite: Little Mermaid
20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? American Style.
21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Er e-r með teppi á Íslandi....efast um að það séu margir. Parket er inn í dag ;)
23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? E-u mall-i í bretlandi eða USA. En ef ég mætti bara segja eina þá væri það Hamonds í Hull.
24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leiðist nú sjaldan, en ef mér leiðist hringi ég yfirleitt bara í e-n og spjalla.
25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Tough one...! Já ég veit....varstu svona full í gær!?! Bara pirrandi, hvort sem mar var fullur eða ekki!
26. Hvenær ferðu að sofa? Venjulega eftir Sex and the City, eða um 12:00
27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Svava....hef trú á þér ;)
28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Svava....annað hvort svarar hún strax eða ALDREI!!!
29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Elska Mr.TV þannig erfitt að velja, Friends er æði, svo eru þættir eins og CSI, Judging Amy, ER, Sex and the City o.fl frábærir.
30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Jónþóri og Örnu Sif sys
31. Ford eða Chevy? Hvorugan takk, er mjög ánægð með bimmann okkar ;) smá mont.
32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 13:50. Not bad ;)

Skora síðan á alla sem lesa þetta :)
|

Monday, November 07, 2005

Galli við bloggið

Einn stór galli við bloggið finnst mér vera að þegar mar er að spjalla við fólk og ætlar að koma með e-r fréttir, eins ómerkilegar og þær eru oft, þá vill stundum til að ég sé búin að henda þeim inn á netið og því þykir þeim sem ég er að tala við upplýsingarnar bara "old news". Ef ég blogga svona mikið eins og ég hef gert, held þessari þróun áfram, þá á það eftir að enda með því að ég hafi bara ekkert við fólk að segja, geti bara hlustað....og já þá bara á þá sem eru ekki með bloggsíðu, þar sem mar kíkir blogghringin örugglega hátt í 3 sinnum á dag!! Sorglegt ...og ekki skánar þetta þegar jólaprófin nálgast...þá er mar ALLTAF á netinu!!
|

Saturday, November 05, 2005

"I said brrrrr its cold in here..."

Þvílíkur kuldi í gær, þegar jónþór fór í vinnu kl.8 var -10, svo hittnaði aðeins, alveg upp í -8 og seinni partinn var -9,5 þannig eigilega ekki hægt að kvarta!!!!!!!!!! NOT!

En allavega, Arna sys er á leiðinni norður að keppa þannig mar er skildugur til að fara og hvetja hana áfram, ég meina hún er engin ÉG í handbolta.......kannski sem betur fer ;) hehe

En jæja wish her good luck, sorry Steina en mar verður að standa með blóðinu sínu....en lofa að klappa ef þú, og bara þú, skorar :D
|

Thursday, November 03, 2005

Anda inn, anda út, anda inn......

Ég er alveg að verða crazy hérna. Eins og elsku besta tölvan mín er góð í skólanum þá er hún eins og hálviti hérna heima þegar kemur að netinu. Er ALLTAF að detta út af netinu, eins og þið sem eruð með mig á msn hafið eflaust tekið eftir. Þannig ég þarf að telja upp á tíu oft á dag þannig ég verði ekki alveg kú kú!!

Annars var Sigrún vinkona að koma norður. Hún hringdi áðan og ég varð voða glöð, hélt að hún ætlaði að byðja mig um að kíkja með sér á kaffihús, en nei hún var að spurja hvort hún mætti koma og læra með mér!! Sko ég er frekar spes, I know, en hef aldrei skilið þessa "læra saman" menningu.....kannski er það bara ég, en ef ég er með e-m þegar ég er að læra, þá bara endar það alltaf í spjalli!!! En við skulum sjá til hvernig þetta fer :D
|

Wednesday, November 02, 2005

Komin í helgar"frí"

Já mín var bara komin í helarfrí kl.10 í morgun :) Ekki dónalegt ;) Reyndar verður mar bara að læra læra læra, en samt ágætt að geta sofið aðeins út og svo nýtt daginn vel. Ég held samt að Jónþór fari að henda mér í ruslið þar sem mar er svo busy! Gafst m.a.s. upp á mér áðan og fór í bíó með vini sínum, held að hann sé búin að vera að bíða eftir bíóferð í svona hmmmmmmmm 2 mánuði!! Æ ég er bara ekki bíó fan, því miður :( REYNDAR langaði mig svolítið á þessa mynd sem hann fór á, Flight Plan, en ég tek hana þá bara á DVD þegar hún kemur út :D
|

Tuesday, November 01, 2005

Aldrei mætt svona snemma!!!!!

Ég er viss um að fólk haldi frekar að ég sé ennþá hérna up í skóla síðan í gærkvöldi, frekar en að ég hafi mætt svona snemma í morgun!!! Jónþór þurfti að mæta e-ð voða tímalega, sem þýddi náttúrulega me too. Er vön a vera að labba inn þegar kennslan er byrjuð! Þannig já heldur betur lífsreynslan......og klukkan bara 8 ;) hehe
|