SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, January 30, 2006

Flug frá Akureyri til Köben

Ég er ekki smá ánægð með Iceland Express, nú í sumar á að fara að fljúga frá Akureyri til Köben, og síðan jafnvel til London í haust. Þvílík gæðaþjónustu...segið svo að Norðurlandið sé ekki að meika það hvað samgöngur varða ;)
Annars bíð ég bara hérna heima eftir að mér sé boðið í bíltúr á aðal pikka bæjarins. Er m.a.s. búin að velja mér DVD sem ég ætla að horfa á í aftursætinu :D
|

Sunday, January 29, 2006

Alltaf finnur mar sér e-ð annað að gera

Það er alveg ótrúlega hvað mar er góður í að finna sér e-ð annað að gera um helgar, í staðinn fyrir að læra eða klára verkefni. T.d. í gær lágum við Jónþór upp í sofa allan daginn, án spaugs, að glápa á kassann! Við nenntum bara ekki rassgati. Hefðum getað byrjað á að festa niður gólflistana eða læra, en nei í staðinn lágum við undir teppi allan daginn. Æ það er ágætt að njóta þess á meðan að mar getur, áður en það fer að vera allt crazy að gera hjá okkur í skólanum eða bara áður en helgar fara í að sinna öðrum en sjálfum sér. Þá á ég við í framtíðinni!!!
Annars fórum við út að borða í gær á Parken, nýja staðinn hérna fyrir norðan. Djöfull þoli ég ekki að fara út að borða og fá ekki góðan mat. Mar verður svo svekktur. Ég pantaði mér kjúklinga tortilla sem var þurt og hefði ekki dugað ofan í barn sem væri nýfarið að borða annað en barnagraut. En Jþ fékk rosa góðan borgara, þannig ég hef bara verið óheppin. Til að bæta það upp ætlaði ég að fá mér bananasplit sem var því miður ekki á matseðlinum þannig við brunuðum bara yfir í Brynju og ég fékk mér bragðaref.
Erum búin að vera að horfa á fyrstu seríuna af Friends þessa seinustu daga. Búin að horfa á 24 þætti þannig má eigilega segja að mar sé með Chandler og félaga á heilanum. Held að mar taki sé smá Friends pásu áður en mar fer hreinlega að hugsa og tala eins og þeir félagarnir!!
|

Friday, January 27, 2006

Vísindaferðin suður

Planið:

Fimmtudagur:
Brottför kl. 15:00 frá HA.
-Tekur um 6 tíma að keyra suður, fólkl kemur sér fyrir á Hótelinu og
kíkir jafnvel út á lífið. 2 saman í herbergi..

Föstudagur:
Framadagar kl. 12:00 – 14:00, (verðum í rútu með Félagsvísinda og lagadeild)
Avion Group kl. 16:00 – 17:00
Mastercard kl. 17:30 – 19:30
- Um kvöldið er HR búin að bjóða okkur í partý um kl. 21:00...spurning hvort fólk
- vill fara þangað...

Laugardagur:
Fólk getur gert það sem það vill allan laugardaginn...mjög gott að sofa út...
Sameiginlega vísindaferð kl. 17:00
-Allir saman út að borða á Hressó um kvöldmatarleitið. 20% afsl. af matseðli og STÓR bjór á
390 kr. (þetta gefur fólki kost á að borða það sem það vill)

Sunnudagur:
Heimför um kl. 12:00

Sounds good :)
|

Thursday, January 26, 2006

Ice ice baby!!

Var næstum því dottin á fésið í morgun þegar ég var að labba yfir garðinn heima....HVAÐ er það!! Síðan hvenær myndast hálka í grasi!!?? Sá eitt frekar sniðugt í morgun þegar ég labbaði inn í skólann. Þá var strákur að koma inn á eftir mér og það voru óvenjulega mikil læti í skónum hans. Þannig ég fylgdist með honum og þegar hann var komin inn tók hann e-r teygjur af skónum sínum sem voru með svona gadda undir! Ekki langt í að ég kaupi mér svoleiðis, ekki alveg reiðubúin í að líta út eins og Frankinstein eftir veturinn hérna fyrir norðan. ÞVÍLÍK HÁLKA!!
|

Wednesday, January 25, 2006

Vestmannaeyja-hittingur

Já það er nú ekki á hverjum degi sem mar fer og hittir hóp af fólki bara útaf mar er vestmannaeyingur!! Það er svo langt síðan að ég fluttu frá Heimaey að það er varla að fólk viti að ég er í raun eyjamær!! Fékk ekki einu sinni e-mailið sem var sent til allra eyja-people hérna fyrir norðan, ætla samt að gerast boðflenna og mæta!!! ;) hehe Nei nei það stóð í þessu meili að ef þeir sem fengu meilið vissu um fleiri vestmannaeyinga sem ekki væru á póst-listanum þá ættu þau endilega að mæta. Hanna Guðný og Steina voru báðar svo góðar að láta mig vita og hvetja mig til að koma með að ég ætla bara að skella mér.
Ég meina fyrst mar mun ekki einu sinni mæta á árgangsmótið sitt þá finnst mér lágmark að maður mæti á svona "fundi" og láti fólk vita að mar er frá þjóðhátíðareyjunni :D
|

Tuesday, January 24, 2006

Loksins tókst mér að koma mér af stað...

Eins og ég sagði fór ég í gær og keypti mér kort í ræktina. Hef ekki átt kort í LAANNNGANN tíma, eða að mínu mati allavega. En það var sko nógu stórt skref fyrir gær daginn, gat ekki hugsað mér að fara líka í tíma. Þannig í dag kl.4.15 fór ég í Spinning, long time no do! Gott að hreyfa loksins á sér rassgatið aftur....ohhhh yeh it feels good. Tók samt svo svakalega á því að svitinn bogaði af andlitinu, eins og míní gullfoss!! Svo þegar ég fór upp til að gera magaæfingar eftir tímann ætlaði ég varla að hafa það upp stigann lappirnar titruðu svo. Já svona er ísland í dag!!!!!!!!!!
|

Monday, January 23, 2006

Allt að gerast.

Já þetta var bara fínast helgi. Á laugardeginum ákvöðum við Jónþór að skella okkur bara í Jarðböðin á Mývatni. Ekki smá næs, reyndar mætti eigendur splæsa í einn risa hrærara, þar sem hitinn skiptist svo svakalega! Efst var brennandi heitt, en neðst íssssss kalt. Þannig við vorum eins og hálfgerðir kriplingar að reyna að halda okkur ofarlega í vatninu!
Brunuðum síðan í bæinn til að ná háskóla sprellinu sem átti að vera upp í íþróttarhöll kl.5. Nema hvað að mætingin var hörmung! Átti að vera keppni milli 4 háskóla, en í stað var bara keppni milli örfáa nemenda í HA og HR. Við skulum ekkert fara neitt nánar út í hver úrslitin voru, nema að það var fulltrúi frá familíunni í Bakkahlíð 35 nh.v í reipitoginu og tókum við þá í rassgatið í þeirri keppni ;)
Um kvöldið hittumst við nokkur heima og pöntuðum okkur pizzu, sungum í Sing Star og skelltum okkur síðan á ball. S.s. bara mjög fínt kvöld. Svo á sunnudaginn var lítið annað gert en horft á vidíó, Man U sigra Poolarana (alltaf jafn gaman af því) og síðan glápa aðeins meira á imbann.
Dagurinn í dag hefur þó verið frekar líflegur. Byrjaði á því að fara upp í skóla eftir hádegi til að reyna að klára verkefni sem við eigum að fara að skila, en bókasafnið er alltaf eins og umferðamiðstöð þannig var fljót að láta mig hverfa þaðan. Síðan keyptum við líkamsræktarkort og ætlum að fara að stunda ræktina alveg grimmt.
Einnig er ég að fá sendingu að sunnan sem er alltaf gaman, held að það séu þrjár seríur af Friends á leiðinni, þannig býst við að það verði pínu meiri sjónvarpsgláp á næstu dögum.
Og ekki má gleyma aðal hápunkti dagsins: SVAVA LÓA STEFÁNSDÓTTIR Á AFMÆLI Í DAG!! Þrátt fyrir að við erum öll alltaf að eldast verð ég nú að segja að Svava er alltaf jafn ungleg og sæt stelpa. Til hamingju með daginn dúllan mín.
Ekki meira í bili....adios.
|

Saturday, January 21, 2006

Alltaf gaman á föstudögum

Nú er ég að reyna að vera dugleg og hlusta í tímum, sem þýðir að ég má ekki fara á netið. Gekk bara mjög vel í dag, ég fór ekkert inn á netið....en þótt ÉG fari ekki inn á netið þá eru ekki allir jafn crazy og ég í kringum mig þannig það endaði bara með að ég var að skoða tölvurnar hjá öllum örðum!! Ekki sniðugt...bæði er ég þá ekki að hlusta, og virka líka bara öfga forvitin.
Annað í fréttum, eins og þið vitið var bóndadagurinn í dag (eða þannig séð í gær), og ég vildi nú gefa honum e-ð meira en bara eina rós. Þannig dró Hönnu Guðnýju með mér í bæinn að leita af smá pakka. Við fórum í Sautján þar sem ég vissi af peysu sem honum langaði í. Nema hvað að hún var of lítil, þannig ég byð um stærri. En þar sem þessi peysa var á útsölu, eins og flest allt í búðinni, var þetta restinn. En hún reyndir í nokkrar mínútur að segja mér hvað þetta væru stórar stærðir og bla bla bla. Hvað ætli hún hafi sagt ef ég hefði beðið um minni stærð...? Allavega þegar hún fór að trúa mér að þessi yrði of lítil, þá fór hún að benda mér á aðrar peysur í búðinni. T.d. eina hvíta með grænum rendum. Ég var fljót að benda henni á að Jónþór þolir ekki föt sem eru græn. Þá sagði hún e-ð bla bla og benti mér svo á aðra peysu, og hvað haldiði sú peysa var bara GRÆN! Og hún var ekki að djóka. Ég endurtók að hann fílaði ekki græn föt og þá sagði hún mér að þetta væri bara liturinn í dag!! Þannig áður en við yfirgáfum búlluna sagði ég henni að þá yrði kjellinnnnnn bara að sleppa því að "toll í tískunni" næstu vikurnar!
Annars hefur þetta bara verið rólegur dagur. Allavega hjá mér. Því miður ligg ég núna ein upp í rúmi, Jónþór fór með strákunum upp í Sunnuhlíð (salur eigilega bara hérna við hliðin á íbúðinni) að hitta fullt af háskóla liði sem ætlaði að djamma þar í kvöld. Ég bara nennti ekki með. Fór á Pöb quiz í gær, og síðan að spila pool og auðvitað fékk mar sér 2-3 bjóra með því þannig þótt mar var ekkert slappur í dag, þá langaði mig bara að vera róleg að kíkja frekar út á morgun, á Á Móti Sól :) Jæja segi bara góða nótt elskurnar.
|

Friday, January 20, 2006

Bóndadagurinn



Allir að vera extra góðir við gæjann sinn í dag. Og þið sem eigið ekki gæja skulið bara vera góð við ykkur sjálf, eða svo megi þið auðvitað senda mínum gjafir ;)
|

Thursday, January 19, 2006

Dvöl fuglahræðunnar á kaffihúsi

Var að koma heim og fékk sjokk þegar ég sá manneskjuna sem horfði á mig úr speglinum á móti forstofunni. Vorum búin að sitja á kaffihúsi í um 4 klst, fólk búið að koma og fara, og alltaf sátum við áfram og töluðum og töluðum. Held að fólk hafi örugglega haldið að við áttum hvergi heima, og þá sérstaklega ég....! Nú hef ég aldrei verið þessi típa sem málar sig mikið, og greinilegt að það er ansi langt síðan ég setti á mig maskara, því ég hef greinilega gleymt að ég var með hann á kaffihúsinu og nuddað á mér augun eins og mér væri borgað fyrir það. Svo er hárið mitt svo fljótt að verða úfið eftir að ég fékk mér permanettið að ég var eins og Albert Einstein þegar ég kom heim. Þvílík sjón! Nú verðið þið bara að afsaka ef ykkur finnst þetta óþarfa væl í mér en kom on mar vill nú kannski ekki að fólk forðist því að heilsa manni út á götu ;) hehehe
|

Double ANSKOTANS!

Í fyrsta lagi hvaða grunnskóla menning er í gangi í Alþjóðaviðskipa námskeiðinu sem ég er í...!? Við fáum ekki að velja okkur sjálf í hópa í þeim verkefnum sem við eigum að vinna á önninni, og ég var að sjá hópaskiptingun og hef bara þetta að segja "GREAT!". Veit ekki hver helmingurinn af þessu liði er þannig við skulum sjá til hvernig þetta fer...
Og í öðru lagi dröslaði ég mér framúr í morgun til að fara í þennan eina tíma sem ég átti að fara í í dag milli 8 og 10, og ákv nú að kíkja á póstinn minn rétt áður en ég færi (sem ég gera b.t.w. aldrei) og sá að tíminn í dag fellur niður! Og ég glað vöknuð útaf ég er svo pirruð yfir þessari hópaskiptingu. En jæja back to bed then ;)
|

Wednesday, January 18, 2006

Alveg að sofna...

Fór nú ekkert svo seint að sofa í gær, bara eftir Sex & the City...like every monday - wednesdaynight, en er alveg að sofna hérna í tíma. Eina ástæða sem mig dettur í hug er að ég er búin að vera að hlusta ALLAN tímann! Sem skeður ekki oft, mar er venjulega ekki lengi að skella sér inn á netið og gleymir sér þar. En nei ekki í dag, bara búin að vera að hlusta og er búin að vera að berjast við að halda augunum opnum. Shitturinn titturinn! Held að málið sé bara að fara heim og leggja sig :/
|

Tuesday, January 17, 2006

Farin að reyna að troða ofan í mig katta mat !!

Hversu sick getur mar verið.....nú hef ég alltaf kúast þegar e-r borðar þennan katta mat (betur þekktur sem túnfiskur) nálægt mér, er samt að reyna að venja mig á að borða þetta!! Whats up with that?! Þetta er bara svo holt og oft vantar manni e-ð annað en ávexti til að gera sig saddan. Hélt samt aldrei að ég færi að reyna þetta. Sit hérna fyrir framan tölvuna að drepast úr skítafýla vegna þess að ég opnaði eina túnfisk dós og er að reyna að koma e-ð af þessu ofan í mig...gengur vægast sagt mjög HÆGT!
|

Monday, January 16, 2006

Finnst ykkur við ekki líkar systurnar?!?! NOT ;)

|

Mig langar svo... :(

Kíkti í Húsgögnin Heim (basically Svefn og heilsa hérna á Akureyri) í haust og sá flottustu spari glös sem ég hef séð á ævinni! Féll alveg fyrir þeim, þetta voru hvít- og rauðvíns glös, kampavínsglös, brandý glös og venjulega "gos" glös. Svo voru til skálar og svona í stíl. En þegar ég spurði Hönnu Guðnýju, sem vinnur b.t.w. í þessari búð, hvort þetta væru glös sem þau myndu fá aftur og aftur þá var það ekki víst! Þannig ég þori ekki að byrja að safna þeim, ef síðan þau hætta allt í einu að selja þau og þá sit ég uppi með kannski 4 kampavínsglös, þrjú rauðvín og 1 hvítvíns. Ekki gaman. Svo voru allir að spyrja mig um jólin hvort ég væri ekki að safna e-m glösum eða stelli og mig langaði svo að benda á þessi en þorði því ekki. Stykkið kostar um 2000kr þannig expensive shit! En allavega þá er Hanna Guðný að fara til London í mars (held ég) og ætlar að ath hvort hún sjái þessi glös þar, ef svo er þá getum við hugleitt að fá magn afslátt ;)
|

Sunday, January 15, 2006

Helgin hálfnuð....næsí næsí

Já þessa önn er ég ekki alltaf í fríi á föstudögum heldur mánudögum þannig helgin er aftur alltaf einum degi lengri en venjulega. Sem þýðir að á sunnudagsmorgni er helgin bara hálfnuð ;) Hingað til hefur þessi helgi verið fín. Á föstudaginn vorum við bara hérna heima að klára að setja upp hurðarnar, gláptum síðan aðeins á kassann og fórum að sofa. Reyndar komumst við líka að því að nýi grannir er algjörlega PYSCHO!! Heres the story: It was a Friday night, no normal Friday though; Friday 13th ;) hehe Nei nei annars já þá vorum við hérna heima á föstudaginn að setja karmana í og hurðarnar upp. Við skutumst út í Húsasmiðjuna og þegar við komum aftur var ég næstum því búin að traðka í hundaskít sem var í garðinum hjá okkur. Þetta gerði mig frekar pirraða, þar sem þetta staðfesti það að kerlingin next door nennti greinilega ekki að fara í göngu með hundinn sinn og léti hann í staðinn gera þarfirnar sínar bara í garðinn. Þannig ég fór inn og ákvað að skrifa þeim bréf. Tók fram að við værum búin að benda þeim á hvar þau gætu geymt grillið sitt (sem er búin að vera undir OKKAR eldhúsglugga síðan í byrjun desember) og þau ekki enn búin að færa það og við vildum bara að þau myndu taka það frá okkar íbúð, og síðan líka að við værum ósatt við að hundurinn væri að skíta í garðinn en ef þau þyrftu endilega að leyfa honum að gera þarfirnar sínar í garðinum þá væri nauðsynlegt að þau myndu þrífa það. Ok gott mál, 10 mín eftir að við settum þetta inn í lúuna hjá þeim fóru þau út og þrifu upp skítinn og færðu grillið. Seinna um kvöldið vorum við (eins og áður kom fram) að setja upp hurðirnar til svona 10, þá leyfðum við líminu að þorna á seinustu hurðinni sem við vorum að setja upp, og gláptum á imbann á meðan. Síðan kl.11.30 áttum við bara eftir að henda upp þremur renningum sem tekur 5 mín og þó klukkan var orðin meira en 11 (þá má mar ekki vera með læti) þá ákv við samt að gera þetta þar sem hún var bara rétt orðin 11 OG þetta tæki svo stuttan tíma. En þá hefst fjörið!! Þegar við erum ný byrjuð, þá er bankað á hurðina. Jónþór fer til dyra og stendur ekki beyglan (from next door) fyrir utan með hundkvikindið sitt. Hún spyr hvort við ætlum ekki að fara að hætta þessum látum, og að hún sé ekki að spá í sjálfum sér heldur grönnunum fyrir ofan (SURE!!). Jónþór segir bara jú að við séum að klára og bara góða nótt! Við ákveðum nú samt að klára þetta þar sem við áttum bara einn renning eftir sem tæki 2 mín max! Nei nei þegar við erum að setja hann í og lemjum svona pínu á hann þá heyrist BANK BANK BANK (þvílíkt hátt). Jónþór fer aftur til dyra og þá spyr kerlingatuðran aftur hvort við ætlum ekki að fara að hætta þessum látum. Jónþór varð þá pirraður og segir að hún hafa nú ekki efni á því að vera að tala um læti þar sem þessi hundur væri nú bara ALLTAF geltandi sem er alveg óþolandi, hún segist byðjast afsökunar á því (samt með svona tón) og hann segist bara ekki rassgat afsaka það. Þá æsir hún sig og jónþór segir við hana að við séum búin og bara góða nótt. En þá varð hún bara e-ð 'loco' í hausnum. Byrjaði að öskra fyrir utan hurðina, að við ættum ekki að voga okkur að senda bréf og kalla hana sóða og bla bla og bara að við ættum að "...halda kafti helvítis fíflin okkar". N.B. þetta er 50 kelling!! Við vorum bara ekkert smá hneyksluð á þessu, trúðum þessu eiglega bara ekki. Ákvöðum ekkert að vera að svara henni, heldur taka aðeins til eftir framkvæmdirnar. Stuttu seinna heyrum við að e-ð er sett inn um dyralúuna, bréf! Við tökum það upp og byrjum að lesa, þ.e.a.s. reynum það. Þetta var svo illa skirfað og stafsetningin svo skelfileg að við skildum ekki helmingin. Þetta var allavega e-ð á þann veg að við værum bara helvítis hálvitar og hún myndi hringja í lögguna og að við mættum bara ekki voga okkur að kalla hana sóða! Við bara hlóum og hlóum. What a psycho! Höldum áfram að sópa og þá kemur annað bréf, jafn illa gert, og var e-ð um að hvað með það þótt grillið væri fyrir utan íbúðina okkar "so what!" eins og hún skrifaði. Og að hundurinn hafði alist upp í einbýlishúsi og að hann væri bara að venjast því að búa í fjölbýli! Og e-ð bla bla bla. Síðan var ég að henda e-u út og loka hurðinni aftur og þá kemur hún út og byrja að kalla okkur öllum nöfnum milli himins og jarðar, þannig ég ríf upp hurðina hjá mér og segi svona frekar ákveðin "Heyrðu fröken vertu nú bara alveg róleg og hlustaðu...." Komst ekk lengri því hún varð ennþá meira crazy að ég skildi voga mér að kalla hana Fröken því hún vræi FRÚ!! Svo öskraði hún og gólaði og alltaf reyndi ég að róa hana, en nei nei hún bara kláraði það sem hún hafði að segja og fór svo aftur inn og skellti á eftir sér! Þá fórum við Jónþór bara í sturtu og fljótlega eftir það upp í. En vorum eigilega bara í sjokki eftir þetta allt saman. Gott að eiga góða granna, EÐA ÞANNIG! Hún hefur pott þétt verið full, þó það hafi ekki sést á henni. Hún var svo rugluð. Vonandi bara að hún sé með móral eftir þetta og reyni að láta eins og manneskja en ekki e-ð skrímslu. Þó ég efist um það. Já og svo í gær, laugardag, fór Jónþór að horfa á Liverpool keppa með skólabræðrum sínum og á meðan fórum við Hanna Guðný á kaffihús, vorum þar í tæplega 4 tíma og Jónþór skildi ekkert í því hvernig þetta væri hægt, að vera bara tvær að tala í allan þennan tíma! hehe. Strákar!! ;) En já svo um kvöldið eldaði Jónþór alveg æðislega góða steik og með því. Síðan sátum við með sitthvort raunvínsglasið, spjölluðum og gláptum á ýmsa tónleika sem voru sett í tækið. Okkur langaði síðan svo að spila þannig við prófuðum að heyra í Hönnu Guðnýju og Hjördísi og ath hvort þær væru ekki til í að koma með maka í trivíal. Þær voru nú báðar komnar undir sæng held ég en voru samt mjög til. Við vorum alveg heil lengi hérna heima að sötra rauðvín, spjalla og spila. Mjög gaman, og enn skemmtilegra þar sem við Jonny unnum :D hehe. Eftir spilið var spjallað smá meira til að verða fjögur og þá fóru allir heim og við gömlu hjónin upp í. Svona kvöld er ég að fíla, róleg stund með vinum :) Þarf ekki alltaf að vera fyllirí og læti, það nokkuð !? ;) En já ég held að þetta sé lengsta blogg sem ég hef skrifað, ef ekki bara lengsta blogg í heimi þannig er hætt í bili. Enjoy....þeas ef e-r er ennþá að lesa ;)
|

Friday, January 13, 2006

Þvílík sóun

Vorum að drepast úr hungri í hádeginu. Áttum kjötbollur og ákveðum að prófa eitt af nýju sósunum sem við keyptum í Bónus fyrr í vikunni. Önnur lyktaði svo illa að hún fór beint í tunnuna, hin lyktaði ágætlega þannig hún var sett út á bollurnar og inn í ofn. Ég hélt síðan að ég myndi kafna þegar ég stakk einni upp í mig! Jesus hvað þetta var STERKT!! Þurftum að henda þessu, þvílík sóun á góðum kjötbollum :( Engin furða að þessar blessuðu sósur voru á tilboði....
|

Frekar flott...

Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er núþegar morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)
|

Thursday, January 12, 2006

Snilldar síða

Fræga fólkið er ekki svona perfect....kíkið á þessa síðu http://glennferon.com/portfolio1/index.html sem Hanna Guðný var að sýna mér. Þegar þið eruð búin að smella á mynd, látið músina þá á hana og síðan takið hana frá. Þá sjáið þið hvernig myndin breytist. Gott að vita að þetta fólk er í raun og veru ekki svona gallalaust!! :D
|

Vel gert!!

Maður er nú meiri snillingurinn. Þriðji dagurinn í skólanum og ég næ að sofa yfir mig!! Alveg vonlaust að vera með síma sem er ekki með snooze! Ef ég slekk á honum þá hringir hann ekkert aftur! Damn it! Held þetta hafi ekki skeð einu sinni á seinustu önn. Hafði s.s. ekki gott af því að sofa til hádegis á hverjum einasta degi í jólafríinu! Nú þarf ég bara 10-12 tíma svefn annars er ég alveg búin á því. Undanfarna tvo daga hef ég verið í tímum frá 8-10, komið síðan heim og lagt mig til 12! Þetta er ekki alveg að gera sig. Nú tek ég mig til í andlitinu!!!!!!!!!!!!!!!!!! ;)
|

Wednesday, January 11, 2006

Frekar kjánalegt

Við erum að setja upp nýjar hurðar í alla íbúðina. Eins og alltaf heldur mar að þetta verði ekkert mál, EENNNNN svo er ekki....þetta er alltaf þvílíkt vesen! Allavega þá byrjuðum við í svefniherberginu, svo vorum við að ath hvort hurðin lokaðist ekki rétt og ég var inni og Jónþór fyrir utan. Það gekk rosa vel....hurðin lokaðist það vel að ég var föst inni. Það var ekki kominn húni til að opna þannig ég komst ekki út. Jónþór þurfti að redda e-u til að opna.....þetta er nú ekki lítið herbergi en ég var farin að finna fyrir innilokunarkennd. No djók!! En þetta reddaðist, og nú passa ég mig að vera alltaf úti, ekki inn í herberginu ;) hehe
|

Langar að kaupa miða út!!

Iceland Express er að bjóða miða fram og tilbaka fyrir 12.000kr með öllu!! Væri sko meira en til, EN mar er ný komin úr fríi og þarf að fara að kaupa skólabækur og átta mig á því að ég er byrjuð í skóla, nóg að gera á heimilinu, þannig engin tími fyrir englandsferðir. Sjáum til seinna :( Boring!!
|

Tuesday, January 10, 2006

I knew it!!

Sagði við Jónþór fyrir svona 2 mánuðum að ég væri viss um að Svanhildur Hólm væri ólétt, hún var alltaf svo migluð og fúl e-ð í Íslandi í dag. Og hvað haldiði, mín bara ólétt, sá það í e-u blaði um daginn.
Þannig ef þið viljið vita hvort e-r sé óléttur, sendið mér þá bara mynd af henni og ég skal ath hvort og hvenær hún á að eiga! ;) hehehhe
|

Monday, January 09, 2006

Fann peysuna

Þið sem hafið verið að leita af grænu peysunni getið hætt, fann hana áðan þegar ég var að ganga frá fötunum. En megið halda áfram að leita af armbandinu ;)
Við skötuhjúin erum s.s. komin norður. Það er bara alveg ágætt. Skólinn byrjar á morgun, þannig bara back to reality :)
Svo var Dröfn að minna mig á það áðan að á laug töluðum við stelpurnar um að þær kæmu norður í heimsókn þegar Jónþór fer út. Sagði að það væri 9.feb, en kannski er það 2.feb, hann er ekki alveg með þetta á hreinu en hendi þessu inn þegar ég veit. Endilega skoðið dagbækurnar ykkur og takið frá þessa helgi. Væri mjög gaman að fá ykkur :)
|

Þreytt á að týna hlutunum!!!

Þetta er alveg ótrúlegt, þessi jól er ég búin að vera í því að týna hlutum. Sem betur fer hef ég nú fundið flest allt nema nú veit ég ekki hvar græna Gust peysan mín er. Þannig ef hún er heima hjá ykkur endilega látið mig vita því svona peysur eru því miður ekki gefins !
En aðal sorgarfréttirnar eru þær að ég týndi gullarmbandi sem jónþór gaf mér þegar við vorum búin að vera saman í tæpt ár. Ekki er þetta bara dýrt armband heldur þótti mig alveg óendanlega vænt um það. Festingin var orðin e-ð léleg en ekki þannig að ég hélt að þetta færi að detta af mér. Svo þegar ég var í bænum á laugardaginn þá hefur þetta dottið af mér :´( Mig langar mest að grenja en það hjálpar því miður ekki. Mjög lítill séns að þetta finnist en just inn case, ef þið finnið svona gull og hvítagulls keðjuarmband endilega látið mig vita. :´( :´(
|

Friday, January 06, 2006

Ekkert ball í kvöld

Það var ákveðið að fara ekki til eyja yfir þrettándan :( Æ við eigilega nenntum því ekki, svo er það líka dýrt og tímafrekt. Ætlum frekar að halda áfram að sofa til eitt á daginn og hanga svo, fara í búðir og eyða þannig tímanum og peningum ;)
Annars erum við að fara í skírn í dag kl.18 hjá Imbu systir hennar mömmu. Verður gaman að vita hvað pjakkurinn hennar á að heita. Það er lítið planað fyrir kvöldið. Veit að stelpurnar ætla að detta í það (no change there), en þetta kemur allt í ljós.
Góða skemmtun í kvöld eyja fólk, efast ekki um að þetta eigi eftir að vera super gaman :D
|

Monday, January 02, 2006

Gleðilegt ár

Jæja Jónþór náði prófinu sem hann var nokkuð öruggur að hann hefði ekki náð. Þannig það er bara gleði á þessu heimili :D Hann þarf s.s. ekki að fara norður í dag, sem er gott.
Nú er það bara að chilla í 8 daga, hafa það notarlegt saman áður en skólinn byrjar á ný.
En ég vil óska öllum gleiðilegs nýs árs, takk fyrir það gamla góða. Áttum bara ágætis áramót. Jónþór var hjá pabba sínum og systrum og þau höfðu það mjög gott, borðuðu góðan mat og svo var spilað og spjallað. Ég var hérna á Huldubrautinni, það var sko líflegt. Imba systir hennar mömmu kom með mannin sinn og 4 börn, Hinni bróðir hennar kom með konu sína og 3 börn og síðan dóra systir með kjellinnnnn sinn og 3 börn. Það voru s.s. 10 börn undir 11ára, þannig þið getið ímyndað ykkur fjörið!! En krakkarnir voru bara mjög stilltir, góður matur og mikið gaman. Ég fór ekki niðrí bæ fyrr en um hálf fjögur, þá kíkti ég í partý til Söru Jónu og fékk án efa einar merkilegustu fréttir ársins 2005 og síðan kíkti ég í partý til Tönju og hitti Ingibjörgu og Gumma sem ég er ekki búin að hitta lengi lengi. Nennti ekki í bæinn, þannig fór bara heim eftir partýin, það var um hálf 7. Þannig bara sátt með kvöldið.
|