SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, August 31, 2004

Keyrslan austur

Það var bara frekar næs að keyra austur, góður götur nema á e-m smá kafla. Rosa gaman að hækka græjurnar í botn og syngja með á meðan maður keyrir eins og bavíani ;) Ég var reyndar skít hrædd um að það mundi springa útaf ég kann ekki að skipta. Ég meina jú jú (Eyrún ;) ) ég gæti reddað mér, en samt alltaf svona smá kvíði. En guess what, eftir að ég var búin að bíða eftir JÞ endalaust lengi (samt miklu meira en þess virði) og við lögðum af stað, sprakk hjá JÓNÞÓRI ;) Ekki mér, og við vorum á e-m mold vegi, og engin ljós nátturlega og við sáum ekki rassgat. Plús það að það var ískalt. En þetta gekk nú bara ágætlega, nema maður sofnaði frekar SEINT og vaknaði mjög snemma, svaf kannski í rúman klst! Þannig þið getið ýmindað hvað ég er búin að vera fín í skólanum í dag!!!!! NOT!
|

LOKSINS LOKSINS KOMINN

Það kom loksins að því í gær, að ég fékk að fara og sækja hann JónÞór minn. Við vorum ekki búin að hittast í 105 daga. Viljiði pæla!? Það eina sem ég hef um þetta að segja, er að ég ráðleggi ENGUM að prófa þetta. Hundleiðinlegt! En núna er hann komin heim og ég get eigilega lofað öllum því að þið eigið sjaldan eftir að sjá okkur næstu dagana nema bara SAMAN :)
|

Eftir-á bloggarinn :S

Já maður er ekki alveg að standa sig. Alltaf nóg að gera. Ferðin til Eyja gekk bara vel. Kom seint á föstudagskvöldinu, fór í heimsókn til ömmu og afa og svo DóruBjörk og co, og síðan var farið í langa göngu með Sigurbjörgu. Voða fínt. Svo fór laugardagurinn í að psssa strákana "mína" og hjálpa Dóru með að skjótast hingað og þangað. Kíktum í sund og í skýlið, alveg látið eftir sér ;) Svo var afmælið um kvöldið, þar var stuð. Það átti að koma með e-a mynd af Dóru og Viðar svona í staðin fyrir gjafir (auðvitað kom maður samt með gjöf, hverslas systir væri ég annars), og ég kom með mynd sem ég var búin að láta breyta, og þau voru eins og e-r nornir í framan. Án efa hefði ég átt að vinna keppnina, en það var það mikið fjör í partýinu að það var aldrei komist að því að dæma! Síðan var lítið gert annað en að taka til og gera sig klára í að fara suður á sunnudaginn. Reyndar jú fór ég á leikinn, ÍBV - VÍKING. Til hamingju með sigurinn eyjapeyjar :)
|

Thursday, August 26, 2004

Komin í bæinn

Já þetta var nú ekki lengsta stopp í heima þarna fyrir norðan ;) hehehe Ég meina hvað getur maður gert þegar foreldranir sár sakna mans eftir bara 3 daga........hehehe nei nei ég var búin í nýnema vikunni og ákv því að skella mér bara í bæinn og svo út í Eyjar á morgun. Dóra systir er nefnilega að halda upp á afmælis sitt á laugardaginn, verður svak veisla :)
|

Wednesday, August 25, 2004

HÚN Á AFMÆLI Í DAG, HÚN Á AFMÆLI Í DAG HÚN Á AFMÆLI HÚN DÓRA BJÖRK...

Já hún Dóra Björk systir á afmæli í dag, ég ætla ekkert að vera auglýsa hvað hún er gömul, en hún virkar allavega ekki deginum eldri en 25ára :) Hú ætlar að halda rosa party um helgina, þannig maður þarf nú að koma sér til Eyja. Nýnemavikan mín er eigilega búin eftir dagin í dag, þannig það er alveg spurning hvort ég eigi að koma í kvöld eða bara eftir óvissuferð sem er á föstudaginn. Það eru svona þrautir og e-ð á föstudaginn frá 2-5 og mig langar svolítið að ná því! Þannig helst hefði ég vilja fljúga eftir það, en þá næ ég ekki Herjólfi. Þannig þetta er allt spurning!
|

Tuesday, August 24, 2004

Nýnemavika day nr.2

Þetta gengur bara ágætlega, allavega ekki enn komin með ógeð ;) hehe Sitjum núna aftur við tölvurnar að læra á Internet Explorer, don't ask!! Þetta er ótrúlegt, vorum að "læra" hvernig ætti að setja síður í Favourites og e-ð, en jæja mér getur þá allavega fundist ég rosa klár til að byrja með :) hehe
|

Monday, August 23, 2004

Mætt í skólann :)

Jæja þá er maður komin til Akureyrar. Keyrði hingað í gær. Pabbi keyrði með mér til Bifröst, hann var að fara í veiði. Síðan keyrði ég restina alveg sjálf ;) Dugleg stelpa hehehe. Netið heima er enn lokað útaf við létum loka því þegar við fórum í bæinn fyrir sumarið, þannig nú þarf ég að skjótast nirðí Ogvodafone og láta opna fyrir það. En núna sit ég hérna í HA og er í tíma þar sem er verið að kenna okkur að nota tölvukerfið, þannig best að fara að hlusta ;)
|

Friday, August 20, 2004

The return of The Norðurbúi

Já nú styttist sko í að ég fari að fara aftur norður. Sem væri alls ekki slæmt ef ég væri ekki að fara EIN þangað! :( JónÞór verður á sjó í 2 vikur í viðbót, þannig hann kemur ekki fyrir en vika er liðin af september....En ég hlýt að lifa þetta af. En endilega ef e-r er á leiðinni norður, endilega stop by :)
|

Thursday, August 19, 2004

Gleymdi spítalasögunni!!!

Jesús minn ég hélt nú ekki að ég gæti gleymt spítalasögunni. Á laugardeginum þegar Eyrún kom að vekja mig, þá vakti hún með að segja "Við þurfum að fara upp á spítala núna!!!" GÓÐ leið til að vekja mann! Hún var allavega með e-a sýkingu í auganu, þannig við (frekar hressar ennþá) fórum upp á spítala að láta kíkja á þetta. Þegar við komum upp eftir þá var bara spítalinn tómur, þannig fyrst maður er með svona góð sambönd ;) hringdi ég í Bjarna frænda og hann sagði að hann og annar læknir væru á leiðinni. Við ætluðum að vera voða fyndnar og þegar þeir komu láum við eins og skötur á miðju gólfinu, Bjarni labbaði bara yfir okkur og brosti ekki einu sinni! Þannig við ákv að færa okkur, fórum inn á e-a stofu sem var gal opinn, ég lagðist í e-ð rúm og Eyrún í hjólastól, þannig kom næsti doc-inn að okkur! Honum fannst við sko fyndnar, endaði með að hann hafði það gaman af okkur að við vorum örugglega hjá honum í klukkutími, held að hann hafi ekki geta skoðað hana betur, það er alveg á hreinu! Síðan fékk hún e-a svaka pakningu yfir augað. Mér fannst það nú ekki alveg nógu smart þannig ég batt slæðuna mína yfir hausinn á henni. Á myndir af þessu á símanum, þarf bara að koma þeim yfir í tölvuna og þá get ég sett þær inn! Þannig þetta var heldur betur skemmtileg ferð, við vorum voða fyndnar eða allavega fannst okkur það, og í þessu tilviki var það sko miklu meira en nóg ;)
|

Gleymdi alveg að gefa skýslu af Þjóðhátíðinni ;)

FIM
Kom ég til Eyja með seinni Herjólfi samferða Sigrúnu. Ferðin með dallinum var ÓGEÐ. Greyið Sigrún átti erfitt með að halda samlokunum, sem við fengum okkur áður en við lögðum af stað, niðri! En loksins vorum við komin um 11 leitið og þá var haldið heim til Dóru Bjarkar systir með draslið. Eftir smá spjall með þeim, labbaði ég þangað sem Tanja og Sigrún gistu, og við byrjuðum að sötra bjór. Þegar við vorum komin í ágætis gír fórum við niður í bæ. Síðan var bara djammað og djúsað og komið heim mjög seint, eða snemma (um morgunin) hvernig sem maður vill meta það.
FÖST
Var vaknað snemma og fengið sér einn afréttara, ég var fljót að komast aftur í gírinn, og var í bana stuði þegar við vorum að keyra um bæinn að redda hælum og svona í tjaldið. Síðan tjölduðum við. Það var þvímiður engin í jafn miklu stuði og ég og flestir höfðu litla trú á að ég mundi endast kvöldið þannig ég ákv að yfirgefa pakkið og fara heim og leggja mig. Nokkrum klst seinna vaknaði ég og hitti liðið. Síðan var tjúttað alla nóttina og fram að morgni! Við Eyrún vorum bara að missa okkur. Ef e-r var að leita af mér á Þjóðhátíðinni þá var nóg að fara á Stóra danspallinn, ég var þar!
LAUG
Vaknaði við að Eyrún kom hlaupandi niður og vakti mig. Síðan vorum við (ég, Eyrún, Tommi, Arnar og Dröfn) bara allan daginn heima hjá JónHögna (bróðir hennar) að spjalla, hlusta á tónlist og hafa gaman. Um kvöldið fórum við öll niður í dal og sátum aðeins upp í brekku. Horfðum á Egó sem voru GEÐVEIK. Djöfull voru þeir magnaðir. Síðan eftir það var gert e-ð svipað og á föstudeginum, nema núna var ég bara að tjútta með hinum og þessum.
SUN
Á sunnudeginum er fólk yfirleitt orðið frekar þreytt, þannig hann fór nú aðeins hægar af stað. Við tjilluðum bara yfir daginn, síðan fórum við Sigurbjörg í bekkjabíl með Elliða Snæ og Arnór (litlu frændur mína) sem var bara gaman. Þeim fannst það algjör ævintýri. Fljótt var svo haldið upp í brekku með Hjördísi og "krúinu" hennar (passar það ekki Hjödda ;) ?) sem var voða gaman. Tommi og Arnar komu stuttu seinna, síðan Dröfn og Sædís (systir hennar) og síðan Eyrún. Þarna sátum við öll saman og sungum og trölluðum í brekkusöngnum. Takk Árni minn ;) Og enn og aftur var haldið á dansgólfið og tjúttað af sér rassgatið. Ég get svarið það, ég léttist örugglega um nokkur kíló þrátt fyrir óholla matinn sem var húveraður í sig! Eftir að stuðið var "búið" í dalnum fórum við öll saman í okkar seinustu bekkjabílsferð, þetta árið, á Prófastinn, og þar var að finna bjór og góða tónlist, þannig við skemmtum okkur þar fram að hádegi. Þá var þetta nú orðið gott fram á næsta ár.
ÞAKKIR ;)
Ég vil bara þakka Sigurbjörgu, Eyrúnu, Dröfn, Tomma, Arnari, Hjördísi (og hennar fólki), Tönju, Sigrúnu, Ingibjörgu, Gumma, og öllum hinum sem voru í dalnum fyrir FRÁBÆRA þjoðhátíð!!! Hlakka til að sjá alla hressa og káta á sama stað að ári liðnu :D
|

Aaaahhhhhh

Aðeins búin að ná að slaka á. Ég var einmitt að segja við Eyrúnu, bara það er eins gott að maður eigi góðar vinkonur. Annars hefði ég bara dáið í sumar. Ég meina JónÞór er bara búin að vera út á sjó (í 94 daga n.b.) og mamma og pabbi búin að vera út og suður í allt sumar. Ég hefði bara verið ein heima eða í vinnu! En sem betur fer er ég heppnari en það :)
|

Djöfulsins heitasta heilvíti!

Auðvitað datt það enn einu sinni upp fyrir að JónÞór komi í land yfir helgina! FRÁBÆRT! Ef þið heyrið að ég sé komin inn á Klepp, þá megið þið alveg trúa því, ég er að verða geðveik!
|

Wednesday, August 18, 2004

Pínu pons líkur á að hita kallinn :)

Já ég var að spjalla við e-n kall um borð í Huginn sem heitir víst líka Jón Þór, og hann sagði mér að það væri PÍNU líkur á því að ég mundi hitta kallinn minn um helgina, það er bara ÆÐI! Nú verða ALLIR að cross their fingers og vona :)
|

Ég fékk fír YYYEESSS

Ég fékk frí til að fara á leikinn, svo bruna ég beint aftur í vinnu. Þannig þeir sem vilja fá sér e-ð heitt að drekka eftir leikinn geta komið samferða mér ;) hehe Og svo öll saman "ÁFRAM ÍSLAND" :D
|

Vei vei vei

Það var verið að gefa mér miða á Ísland-Ítalía í kvöld, YES :) Bara gaman sko! Þannig við þá sem ætla á leikinn segi ég bara "Sjáumst" á leiknum ;) Nema nátturlega að ég fái ekki frí í vinnu í klst sem yrði BARA ömurlegt! Það kemur allt í ljós eftir kl.5.........
|

Tuesday, August 17, 2004

Veit e-r adressuna hjá Prinsessu Hallgrímsdóttir?

Ég fékk sms frá Auðbjörgu í gær um að hún væri búin að eiga litla prinsessu og að það kæmu myndir í gær undir ófædd Hallgrímsdóttir en finn þær ekki, veit e-r hvort þær séu undir öðru nafni?
|

Menningarnótt nálgast....

Ef ég verð ekki í eyjum, þá hlakkar mig frekar til að kíkja niður í bæ um kvöldið og sjá allt lífið, reyni örugglega að plata mömmu og pabba með mér. Setjast á kaffihús og svona, hafa það kósí :) Eða var e-r búin að plana e-ð næs um kvöldið.......!?
|

Sólin að koma aftur.......!?

Það væri nú ÆÐI ef hún kæmi aftur eins og í seinustu viku!!! Held samt að ég sé frekar bjartsýn! En samt voða næs veður í morgun. Svo skil ég ekki hvað er að ske með mann, afhverju er allt í einu svona erfitt að vakna á morgnana. Ég er búin að geta það í allt sumar og svo allt í einu núna er það bara voða erfitt, tengist örugglega e-ð skólanum, maður veit að bráðum getur maður aldrei sofið út lengur. Svo er frekar pirrandi að ég er enn kvefuð og með smá hósta þannig ég þori ekki í ræktina ef ske kynni að ég mundi veikjast aftur svona eins og ég gerði fyrir viku þegar ég fór að reyna á. En þetta hlýtur að fara að koma.......
|

Monday, August 16, 2004

Til hamingju Auðbjörg og Halli :)

TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU TIL HAMINGJU elsku Auðbjörg mín. Í morgun eignuðust þau litla prinsessu. Mér skilst að allt hafi gengið vel og þau séu bara í skýjunum :) Hlakka til að fylgjast með þeirri skvísu á barnaland.is :D
|

MJÖG róleg helgi

Já þetta var nú meiri helgin. Ég var eigilega bara alla helgina að ná mér andlega eftir föstudagsdjammið. Shit hvað það tók á, óþægilegt að vera með svona mikin moral :( En já vonandi áttu þið nú góða helgi......veit reyndar að það eru margir núna að læra fyrir upptökupróf sem er ekki alveg það skemmtilegasta, en svona er lífið. Nú fer ég að byrja í HA, ég byrja 23.ágúst. Það verður bara fínt vonandi :)
|

Sunday, August 15, 2004

Driver.....

Þannig ef e-m vantar driver á næstunni, þá ætti að vera safe að hringja ;) hehe Guð hvað ég á eflaust eftir að vera vinsæl á menningarnótt :)
|

Jáhá....

Já ég fór á ballið á föstudaginn, og guð minn eini hvað kvöldið endaði illa eins og það byrjaði nú vel. Mamma og pabbi voru með gesti í mat þannig ég fékk smá að borða með þeim en síðan fór ég heim til Eyrúnar og Tomma þar sem var búið að elda góðan mat og við settumst öll niður og fengum okkur að borða. Eftir matinn þurftu Tommi og Ingi að skjótast e-ð en við stelpurnar byrjuðum þá að fá okkur í glas. Það var voða gaman, sátum bara og spjölluðum og höfðum það gott. Síðan um 1-2 leitið var haldið á ballið. Ég var greinilega komin í meiri gír en ég hélt og fór á barinn með Eyrúnu og drakk þar bara frá mér allt vitið! Þannig ef e-r sem les þetta var á ballinu og sá mig, þá vona ég bara að þið gleymið því sem fyrst. Hef sjaldan verið með jafn mikin móral og í gær, þannig nú verður stigið á bremsuna í þessari drykkju! Var bara heppin að komast heil heim til mín, og það er ekki típan sem ég er eða vil vera! Og hana nú!!!! ;)
|

Friday, August 13, 2004

Föstudagurinn 13-di!!!!

Ég er frekar hjátrúafull típa og er ekki að fíla svona föstadaga 13-da!! Keep our fingers crossed and hope for the best.... :) Byrjar allavega vel mið við veðrið, það er eins og að labba á vegg þegar maður labbar út, ekki smá ÆÐI :)
|

Nýjar myndir komnar...

Já ég er vakandi hérna langt fram á nótt að setja þessar myndir inn....hehe nei nei var bara að skella þeim inn áður en ég fer upp í. Þetta er bara svona ein mynd hér önnur mynd þar, ekkert af neinu einu sérstöku kvöldi, bara hinu og þessu í sumar. Enjoy :)
|

Thursday, August 12, 2004

Hvað er málið?

Þegar maður spyr fólk "Á ég að taka ákkurat?" þegar maður er að draga upphæð af debetkorti, hvað dettur ykkur í hug að ég sé að spurja.....!? Það er svo unbelievable hvað það eru margir sem segja "já taktu ákkurat" og síðan "og láttu mig síðan hafa 5000kr auka"!!! Maður er svona DÖÖÖ!!! Æ kannski fattar engin þetta blaður í mér nema kannski þær sem eru að vinna í banka en þetta er ekki smá pirrandi!!!!
|

ÆÐISLEGT veður!

Jesús ef sumrin væru alltaf svona góð eins og þessi seinustu dagar þá væri ekkert mál að meika þessa vetra! Í alveru, það væri ekkert mál því maður mundi bara hugsa "nokkrir mánuðir í viðbót og svo kemur sól og sæla" :) Ég væri bara einn bros alla helgina ef veðrið mundi haldast svona gott. Það væri æði. Hver á pott sem getur boðið í kaldan (sem við komum með sjálf) og spjall í kvöld!? ;) Reyndar að fara að sækja mömmu, pabba og Hvata á völlinn, en væri annars snildar hugmynd, even though I do say so myself ;)
|

Bara svöng sko!

Djöfull er ég svöng.....ætla að fá mér e-ð gott að borða í hádeginu, eða já jógúrt og banana og kannski flatkökur, eða flatbrauð eins og það er kallað fyrir norðan :) En hvað segi þið, ætlar engin á Vini Vors og Blóma......mig langar ekki smá mikið. En síðan var pabbi að spurja mig í gær hvort mig langaði ekki að fara með þeim að veiða yfir helgina. Held að mamma sé ekki alveg að nenna því heldur þannig ég vona bara að ég geti platað þau að fara öll saman upp í bústað þeirra ömmu og afa á laugardaginn. Þá næ ég að borða með stelpunum á föstudaginn og kíkja svo á ballið með hverjum sem nennir með mér! Perfect :)
|

Wednesday, August 11, 2004

Myndir koma inn á morgun!!

Eins og þið vitið tók ég engar myndir á Þjóðhátíðinni en ég er búin að taka svona eina og eina mynd af og til og er því með svona smá safn sem ég ætla bara að setja inn á morgun.....
|

Leiðindar kvef

Finnst ykkur ekki ömurlegt að vera kvefuð, í alveru þetta er svo þreytandi veiki, maður er alltaf að sjúga upp í nefið og endar með að maður fær dúndrandi hausverk og bara líður skelfilega....en þetta er allt að koma hjá mér, verð orðin spræk fyrir helgina vonandi, þannig maður getur mætt í góðum gír á Vinir Vors og Blóma, ætla ekki örugglega allir að mæta!?!?! :)
|

Búin að vera veik :(

Þetta er búið að vera ömurlegt.....það er búið að vera steik mánudag, þriðjudag og núna í dag, og ég er ekkert búin að geta notið þess, var að vinna til 6 á mánudaginn, síðan á kaffihúsinu frá 8-12 og síðan var ég veik í gær og var ekki að meika hvað sólin skein þannig þurfti helst að hanga inni, og í dag er ég komin aftur í vinnuna, og vinna í kvöld :( Greyið ég :'( hehe nei nei. En viljiði pæla það er 24°c hiti úti!!! Væri sko alveg til í að vera á "ströndinni" núna!
|

Monday, August 09, 2004

Án ef flestir hættir að kíkja....

Já svona er þetta nú bara, maður orðin algjör letihaugur og hættur að blogga. Nei nei ég mundi nú kannski ekki segja að ég sé hætt, en bara ekki búin að vera mikill séns til að skrifa. Brjálað að gera í bankanum seinustu viku og síðan fór helgin bara í allt og ekkert. En núna er ég komin aftur og skal reyna að skrifa e-ð af og til í dag :) Er þið ekki ánægð með það ;) hehe

|

Wednesday, August 04, 2004

Jæja jæja...

Þá er þessi geðveika helgi búin í bili og mikið ÓGEÐSLEGA var gaman :) Ég var reyndar algjör auli og tók ENGAR myndir :( Þannig engin búast við að sjá svoleiðis skemmtilegt, ég bara týmdi ekki að týna myndavélinni hjá mér og karlinum ;) hehe En já þetta var frábær helgi, við vorum bara að tjútta af okkur rassgatið allan tímann!! Ég missti örugglega 5kg bara útaf ég var bara á dansgólfinu alla þjóðhátíðan. Svo söng ég svo mikið að mamma heyrði ekki í mér í símanum, og Bergdís (dóttir Eyrúnu og Tomma) hélt að ég væri að hvísla í gær í bílnum og var ekki alveg nógu sátt þar sem það er nátturulega bannað að hvísla ;) En allavega ég vil bara þakka öllum þeim sem ég var með um helgina fyrir mig, þettavar æði :*
|