SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Friday, December 23, 2005

Engin jólakort í ár

Hæhæ. Það verða ekki send nein jólakort frá okkur Jónþóri í ár. Því miður, gafst bara ekki tími í það. Þannig ég vil bara hér með óska öllum gleðilegra jóla. Farsælt komandi ár, takk æðislega fyrir þau gömlu góðu og hlakka til að sjá ykkur hress og kát á komandi ári. Merry christmas everyone. Njótið hátíðarinnar í faðmi vina og ættingja :D
|

Wednesday, December 21, 2005

Borg óttans

Jæja þá kom mar suður í gær. Mamma og co voru ennþá úti þannig ég kom bara heim, lét renna í bað og chillaði. Það var ekki fyrr en kl.4 þegar ég ákv að fara nú út og gera e-ð. Kíkti þá í Landsbankaskvísurnar og fékk allt nýjasta slúðrið beint í æð. Næst lá leiðin til saumakonu sem var að fara að laga nokkra kjóla fyrir mig. Missti næstum því lærið hjá henni, hún var búin að setja e-r pinna í kjólinn svo reif ég mig bara úr honum og fékk svona 4 stikki beint í lærið.....DJÖFULL var það vont! Þaðan fór ég og hitti skvísurnar á kaffihúsi, reyndar bara í 2 mín eða e-ð því þær voru búin að vera í 2 klst áður en ég kom. Pínu sein s.s. En þá fór ég bara og kíkti í nýju búðina hennar Ástu (mömmu hennar Tönju) sem er b.t.w æðisleg, allir að kíkja þangað....Laugavegur nr.? 3.hæð :D Þið sjáið bara skiltið ;)
Hitti Dröfn á kaffihúsi og síðan stelpurnar aftur um kvöldið. Það var s.s. nóg að gera, sem betur fer, ekki smá langt síðan ég hef hitt alla. Svo er bara árshátíðin í kvöld, skilst að það sé mæting kl.5 heim til Emilíu þar sem verður gufa, pottur, og skálað í kampavín áður en verður gert sig klára fyrir að fara út að borða. Já allt að ske. Annars er best að fara að koma sér niðrí kringlu að versla e-r jólagjafir!!!
|

Monday, December 19, 2005

Þvílíkur dagur

Já há....er viss um strákarnir sem vinna hjá Flugfélaginu í Eyjum hafi orðið frekar þreyttir á mér í morgun, hringdi ÞRISVAR til að breyta pönntun, og hún var ekki einu sinni til eyja heldur frá Akureyri til Reykjavíkur!!! En nú á ég bókað frá Akureyri á morgun, þriðjudag, kl.12.10. Væri ágætt ef e-r gæti sótt mig á völlinn, mamma og þau eru nefnilega úti!?
Annars vorum við FREKAR óheppin í gær. Fyrir svona mánuði sprakk og við (tossarnir) skiptum bara og hentum þessu sprungna aftur í skott. Síðan komu próf og læti þannig aldrei var látið gera við það sprungna. Svo í gærkvöldi vorum við á rúntinum og hvað haldiði, sprakk niðrá bryggju!! Bara pínu pirrandi. Þannig dagurinn í dag fór í það að redda þessu. Jónþór var í vinnu og ég bíllaus. En elsku besta Hjördís reddaði mér alveg og lánaði mér bílinn sinn :* Nenni ekki að fara í gegnum allt það sem skeði en á tímabili leit út fyrir að við þyrftum að borga milli 30-40 þúsund krónur fyrir tvö ný dekk (já bæði voru ónýt :( ) En náði að redda þessu MUN ódýrari sem er frábært. Var á tímabili hætt við að fara til reykjavíkur fyrr en á þorláksmessu (jónþór fer þá) útaf ég tímdi bara ekki borga flug líka. ENNNNNN ég kem :)
Núna erum við skötuhjúin bara að skríða undir sæng fyrir framan kassan og ætlum bara að hafa það kósí í kvöld :D Hlakka til að hitta ykkur reykjavíkurrotturnar mínar ;)
|

Sunday, December 18, 2005

Prófalokadjamm




Fínasta kvöld í gærkvöldi. Vorum hérna heima að hlusta á tónleika og spjalla skötuhjúin, fórum síðan til Hönnu Guðnýjar og tókum nokkur lög í Singstar og kíktum síðan á Sálarball sem var satt að segja ekkert svo spes. Fannst bara endalaust af e-m krökkum!! Mar er greinilega bara orðin svona gamall ;) Hendi inn hérna þremur myndum sem lýsa ágætlega stemmingunni :D
|

Friday, December 16, 2005

Loksins loksins búin :)

Jæja þá er ég búin. Því miður ekki með stæl þar sem mér gekk hrikalega með seinasta prófið. Shit hvað það gekk illa! En nóg um það í bili.
Nú á bara að vera gleði :) Og talandi um gleði þegar ég kom heim úr prófinu var Jónþór búin að taka allt til; sópa, skúra, þurka af, taka eldhúsið og baðherbergið þannig kjeeeeellinn var að standa sig ;)
Nú er það bara rómó kvöld hjá okkur, læri í ofninum, lax í forrétt og íris í eftirrétt :D S.s. gæða kvöld framundan.......
Hafið það gott elskurnar og munað að það eru bara 7 dagar til jóla :):):):)
|

Wednesday, December 14, 2005

Fréttir dagsins:

1. Arna bekkjasystir átti lítinn, fallegan (hef reyndar ekki ennþá séð hann) strák í dag. Til hamingju með það :)
2. Búin að fá fyrstu einkunnina, gekk bara vel í því prófi (Fjármál)
3. Búin með fjögur próf, á tvö eftir
4. Nenni ekki meira..er orðin þreytt
5. Bjargar mér að ég er örugglega að læra fyrir skásta fagið núna (Ferðaþjónusta og Samfélagið)
6. Jónþór er BÚIN í prófum :):):)
|

Ekki gekk það nú vel....

....lá upp í rúmi í klst, svaf í svona samtals 10 mínútur!! S.s. ekki neitt. Tímdi ekki að eyða meira tíma í "ekki neitt" þannig er komin fyrir fram tölvuna og ferðamálabækurnar og er að hefja lestur fyrir næst seinasta prófið :D Geyspandi......
|

Next destination: Rúmið

Já nú er ég hálfnuð með þetta "4 próf á 4 dögum" dæmi. Ætla núna upp í rúm að safna kröftum til að læra fyrir prófið í fyrramálið.
Jónþór er að fara í próf kl.2 og svo er hann búinn. Þannig það verður ennþá leiðinlegra að læra í kvöld....sem ég hélt að væri ekki hægt!
Dóra systir er komin með síðu með myndum af snúllunum sínum. Þetta er lokuð síða þannig ég ætla ekkert að vera auglýsa slóðina hérna :) En samt gaman fyrir mig ;)
Jæja VERÐ að reyna að sofna smá.
Góða nótt.
|

Monday, December 12, 2005

Refresh - my new best friend

Erum að bíða eftir einkunn úr 20% verk sem á að koma í dag. Kennarinn var að eignast litla stelpu fyrir nokkrum dögum þannig mar er búin að fyrirgefa þessa töf sem hefur orðið....en þar sem prófið er Á MORGUN væri ágætt að fara að fá þetta.....svona ca. í dag.

Sigurbjörg á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með þann árangur :) Hringdi í hana áðan og hún virtist bara mjög sátt við lífið, búin að fá sért gott í mallann og svona.

Dröfn kláraða prófin sín í dag. Til hamingju með það. Ekki smá abbó! Talaði við hana áðan og hún var bara kát, var á leiðinni á Vegó að fá sér bjór. Væri mar ekki til í það....!?

En gott að allir eru að skemmta sér, nema þeir sem eru að læra, og bíð ég bara eftir því að fá mér einn ÍSSSSS kaldan á föstudaginn :D
|

Hvað var ég að gera í allt haust?!

Nú mætti ég í nánast (ef ekki bara) alla tíma í haust, en samt virðist ég vera með engar glósur! Hvað er í gangi. Nú er ég ekki mikið á netinu í tímum, reyni frekar að fylgjast með því sem er sagt þannig ég átta mig ekki alveg á þessu. Því spyr ég; eru kennararnir kannski bara að blaðra um hluti sem koma efninu ekkert við!? Eða er mar svona tregur og fattar ekki að það sem þau eru að segja komi efninu bara mjög mikið við!? Já nú spyr mar sig!!!!!!!!!!!
|

Let the games begin

Já nú má eigilega segja að þetta sé að byrja og klárast hjá mér! Byrja á morgun og tek eitt próf á dag í fjóra daga. Það verður eflaust mikið stress, mikil þreyta og lítið gaman. En svo er þetta líka bara búið.
Væri ég ekki til í að skríða upp í, sofa í svona 2-3 tíma og, fara síðan í smá göngu, sturtu og byrja síðan að læra. En þar sem tími til lesturs er nú orðin af skornum skammti, þá held ég að ég haldi mér bara hérna við bækurnar.
Það var s.s. ekki neitt gert alla helgina, nema ein ferð í Bónus. Já svo ætluðum við að horfa á seinasta þáttinn í Ísl.Bachelor á föstudaginn rétt fyrir miðnæti, bara svona vegna þess að við horfðum á seinasta þátt og vorum forvitin að vita hver hefði unnið, en nei nei þá var þetta bara e-r waist of time þáttur þannig við vorum ekki lengi að slökkva og fara upp í.
Aldrei að vita hvað mar gerir, en myndi samt ekki búast við miklu bloggi næstu daga.........
|

Saturday, December 10, 2005

Gott að hitta annað fólk

Við Jónþór röltum yfir til bekkjabróðir hans og konu (þau eru gift, verður mar þá ekki að segja konu? Samt myndi ég ekki vilja vera kölluð kona e-s þegar ég væri bara 23-4ára, en jæja). Ekki smá fínt að fá smá ferskt loft og hitta e-ð annað fólk. Stoppuðum ekki nema í svona hálftíma og töluðum mest megnis um skólann (þau eru líka í prófum) en samt líka smá slúður sem var ágætt :)
Skilst á jónþóri að hann sé að spá í að halda innflutningspartý hérna (loksins) á laugardaginn. Er ég hrædd um að minn sé að lofa aðeins upp í ermina á sér með það, þar sem það á ennþá eftir að gera HUGE mikið fyrir íbúðina áður en hægt er að bjóða í veislu. Eða samt ekki, hún er voða fín, en hann var að tala um að vera BÚINN að setja upp nýju hurðarnar, gólflistana og nýja karminn. Bjartsýnn verð ég nú bara að segja!!
|

Eiturlyf eða áfengi

Vitiði að þetta eiturlyfjatal hræðir mig. Hvað myndi maður gera ef e-r náin manni myndi lenda í þessu!?! Þetta er ekkert grín, það er verið að ræna fólki, klæða það úr, binda það við bíl og það dregið á eftir honum á malarvegi!! Fólk sem er djúpsokkið í þetta ógeð er bara gjörsamlega í ruglinu, það er svo illgjarnt!
Hérna í gamladaga var það versta sem gat skeð að fólk yrði áfengis-fíklar. Þá varð það bara rónar og hékk á lækjartorgi!! Hafði ekki rænu á að vera að pína annað fólk til að fá pening fyrir áfengi. Eða kannski, ég veit það ekki. Veit bara að ég fæ alveg hroll þegar ég hugsa um þennan eiturlyfjaheim!!
|

Friday, December 09, 2005

Gott að þekkja mann svona vel

Já þvílík heppni hérna megin, gott að eiga mann sem getur bara sagt manni hvað mar fær í prófum. Ekki nóg með það að hann segir mér það, heldur er hann bara að segja fólki út í bæ það!! Gaman af því! Þannig ef e-r vill vita hvernig þeim gékk þá getið þið prófað að hringja í hann, he knows it all!!!! ;)
|

Gleði gleði :)

Nei annars er ekkert sérstakt í fréttum, engin "spes" gleði, langaði bara að vera pínu jákvæð :)
Nú er maður loksins farin að sjá fyrir endan á þessu. Verður rosalegt að vera í prófi þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag EN what doesn't kill you only makes you stronger....þaggi ;)
Ég hlakka til:
- klára prófin
- gera e-ð skemmtilegt á laugardeginum eftir prófin
- fara á ball 17.des með Sálinni
- klára að gera íbúðina fína
- keyra til Rvk
- hitta dröfn og þessar elskur
- fara á árshátíðina okkar Hensons people, og hitta þær
- vonandi hitta bekkjasysturnar e-ð fyrir jól
- halda jólin
- borða góðan mat
- áramótin......já þetta heldur endalaust áfram.
Fyrir allt þetta hlýtur maður að þola smá leiðindi í viðbót.
|

Thursday, December 08, 2005

Granna slagur

The neighbours again!! Alltaf svo mikið að ske með þessa granna okkar að aldrei að vita nema við byrjum að skrfa handrit í okkar eigin Neighbours þáttaröð! Hvernig væri það!? hehe. Allavega þá kom Jonny heim í alveg geðveiku skapi í dag, alveg brjálaður útaf þessari líffræði, en nóg um það. Hann stoppaði stutt. Þegar hann fór út var hann ennþá í crazy skapi út í heiminn og þegar greyið hundurinn fór að gelta, like always, og kerlingin kallaði "þegiðu, stein þegiðu" þá var jónþór alveg komin með nóg sagði þeim bara báðum vinsamlegast að halda kjafti. Og hann var ekkert að hugsa þetta eða segja þetta bara svona með sjálfum sér heldur var þetta öskrað (nánast) inn um opin glugga! Þannig nú býst ég ekki við að hún fari að bjóða okkur í jóladinner, frekar að hún láti hundkvikindi do its business fyrir utan hurðina hjá okkur. Það væri nú skemmtilegt svona í morgunsárið!!!
|

Skít hrædd

Mar er alltaf voða hræddur þegar mar er að blogga um lærdóm, próf eða þess háttar leiðindi útaf ég held að fólki finnist ekkert voðalega skemmtilegt að lesa svoleiðis blogg þegar það tekur sér loksins frí frá eigin lærdómi og leiðindum! En því miður verðið þið bara að sætta ykkur við þetta þangað til 16.des, eða sleppa því að kíkja hingað þangað til. En vona að þið veljið fyrri valkostinn ;)
Annars skal ég reyna eins og ég get að skrifa um e-ð annað líka. T.d. ætla ég að horfa á House í kvöld. Spennandi, hver veit nema mar dekri svolítið við sig og horfi líka á King of Queens. Sá einn strák í prófinu í dag í bol merktan king of queens. Datt þá í hug að gefa Jónþóri svoleiðis í jólagjöf, he LOVES that show! En samt hálf sorglega jólagjöf. Svo er hann svo kröfuharður að maður þarf helst að skera af sér hægri hendina og gefa honum svo hann verði sáttur!!! :D Nei djók. Bara aðeins að reyna að æsa hann upp þar sem hann hefur varla sagt orð við mig í allan dag, já svona verður þetta víst þegar fólk er djúpsokkið í lífræðibækurnar!! Látið mig þekkja það!! NOT!
|

Tár sviti og bólur!?!

Já það má eigilega segja að ég hafi grætt þetta þrennt á gærdeginum. Var hérna voða róleg að læra, fattaði síðan að ég var eigilega að nota vitlausa aðferð við það, fékk stress kast, lagaðist, borðaði, byrjaði að læra aftur, fékk aftur stress kasst, og svona til að setja punktinn yfir i-ið fékk ég þriðja (og vonandi seinasta á þessar törn) í morgun!! Æ þetta er ekki gaman. En núna er ég líka bara búin að ákveða að hætta að vera svona rosalega dugleg að lesa bækurnar og allar glærurnar fram og tilbaka og skoða bara gömul próf. Það virðist alveg vera að virka fyrir flest alla. Þannig ég ætla bara að join the club!! Sorry að hljóma nörd-ish en frekar pirrandi að vera að læra og læra eins og móðir svo koma bara sömu atriði á prófinu og árið áður!! Alveg eins gott að skoða þau þá bara!! En nú er ég búin að jinx-a þetta þannig hver veit hvað skeður í næsta prófi!?!?! ;) hehe skrítin pía!
|

Wednesday, December 07, 2005

Hversu slæmt!?!

O my, ekki vissi ég að maður gæti orðið það miglaður að húðin mans yrði grá!! Ég er ekki að djóka. Var að máta kjól áðan, sem ég var að fá sendan að sunnan og ég bara gat ekki áttað mig á hvort hann væri flottur eða ekki útaf ég leit svo skelfilega út. Og já já ég veit alveg að fólk lítur illa út þegar það er í prófum, en ég held ég sé að slá e-ð met, allavega hjá sjálfum mér!! Hitti Hjördísi um daginn í OgVodafone og sá að hún ætlaði varla að þekkja mig! Held að mar verði að dekra heldur betur við sig eftir þetta. Skilst að það sé Sálaball hérna fyrir norðan á laugardeginum (ekki föstudeginum eins og mér hafði verið sagt). Þannig spurning um að gera e-ð næs fyrir sjálfan sig á laugardaginn eftir eina viku og 2 daga :) Já þetta líður....sem betur fer.

Annars fyrir ykkur dog fans, þá hef ég nú slæmar fréttir að færa ykkur. Held að pyscho kellingin hérna við hliðiná sé að ganga frá hundinum sínum. Hún er alltaf að öskra á hann og segja honum að steina halda kjafta og ég veit ekki hvað og hvað. Svo nennir hún greinilega ekki út með hann, þannig greyið er bara inni allan sólahringinn að láta öskra á sig :(

Hvað er annað í fréttum. Já það er -8 gráður á Akureyri, vel kalt. Legg ekki einu sinni í að fara í göngu til að anda að mér fersku lofti, læt bíltúrinn bara duga :D

Annars skilst mér að árshátíð Henson gengisins (flott nafn ;) ) sé 21.des, þannig eins gott að mar drífi sig í bæinn fyrir þann tíma. Ætla sko ekki að missa af þessu aftur. Í fyrra var ég í eyjum, og var ekki smá spæld að missa af þessu. Það var m.a.s. limmó og læti í fyrra.

Svo var jónþór að segja mér að tengdó ætlaði að halda "litlu jól" dætur sínar, son og maka. Þannig ekki má missa af því. S.s. nóg skemmtilegt framundan. Og ekki má gleyma kaffihúsahitting með aðal kaffihúsarottunum í bænum ;) hehe

Svo eru það jólainnkaupinn. Alltaf finnst mér jafn gaman að kaupa pakka handa mínum nánustu, reyndar virðist alltaf vera skortur á tíma, en það gerir þetta bara skemmtilegra held ég. Annars vorum við Jónþór að spá í að skella okkur á Bubba tónleika á þorláksmessu, en höfum ekkert heyrt þá auglýsta, ekki einu sinni á www.bubbi.is og er það nú klassa síðan ;) hehehe
|

Tuesday, December 06, 2005

Þá er komið á Gæðastjórnun

Fórum í fjármálaprófið í morgun. Gekk bara ágætlega. Alltaf góð tilfining að vera búin, en leiðinlegt að það sé bara lærdómurinn sem bíður manns þegar mar kemur aftur heim.
EEEENNNNN yfir í e-ð skemmtilegt. Er að fá kjól sendan úr borg óttans á morgun. Get ekki beðið. Þannig það verður án efa hápunktur morgundagsins :)

Jæja er að blogga úr tölvunni hans Jónþórs því mín verðist vera e-ð á móti netinu þessa dagana. Ætla að leyfa honum að halda áfram að læra...veit að hann getur ekki beðið!! He loves it so :D
|

Sunday, December 04, 2005

Crazy bastards...yes we are!!

Oh my oh my oh my!! Ætti að vera bannað að læra fjármál 3 daga í röð. Tveir búnir og þetta að gera mig crazy....eða er það kannski jónþór, spurning hvort þetta sé ekki satt að pör eiga ekki að "vinna" saman!

En já hvað er annars að frétta? :) Allt það létta!? Fór í dag og ætlaði að panta mér klippingu en fattaði svo að það væri sunnudagur, so not possible. Fer í það á morgun. Mar verður að vera sæt og fín um jólin ekki satt? Reyndar er ég í lélegast formi sem ég hef nokkurn tíma verið í EN þið hljótið öll að lifa það af að sjá mig svona. Annars er ykkur velkomið að ganga um með plastpoka á hausnum nálægt mér. Eitt er á hreinu, ég geri það ekki þar sem ég verð ný komin úr klippingu;)hehehehehehehe Goin to bed, adios.
|

Saturday, December 03, 2005

Og enn safnast draslið!!


Nú fer þetta að verða gott!! Draslið safnast og safnast fyrir utan hjá OKKUR, og ekki nóg með það heldur eru þau farin að láta þetta hundkvikindi míga og skíta hérna fyrir utan. Er reyndar bara búin að sjá það einu sinni (þar sem það er alltaf að snjó sem felur þetta) en verð fljót að láta heyra í mér ef þau fara ekki að taka sitt shit....literally!
|

Friday, December 02, 2005

PIRRINGUR!!!

Oh my god hvað þetta var pirrandi....var að læra á nýjum stað í dag. Inn á bókasafni en milli bókana. Þar eru bara tvö borð þannig mar er frekar út af fyrir sig og getur verið með tölvuna og svona. Allavega þá tek ég nánast aldrei pásur nema til að borða...þannig þið getið ímyndað ykkur hversu gott þol pissublaðran hefur orðið ;) hehe Nei en já ég ákv s.s. að fara á klóstið (já Dröfn mín sorry þetta er samt hluti af sögunni! ;) ). Nýta ferðina skvetta úr skvísunni og fylla á brúsann. Svo vildi svo ótrúlega til að ég hljóp ekki aftur inn á bókasafn heldur lenti ég á spjalli við eina bekkjasystir mína sem tók alveg 40 mín eða svo. Svo þegar ég ætlaði að ganga af að bókunum mínum var BÚIÐ AÐ LÆSA ÞÆR INNI! Hlutinn þar sem ég var var lokaðir kl.6 og ég kom ekki aftur fyrr en kl.6.35!! Þannig ég þurfti að leita eins og móðir af e-m sem gat opnað fyrir mig, og það gekk ekki betur en það að það tók 30 mín!! S.s. það sem átti að vera 5 mín piss pása varð að 70mín pásu! Þetta kennir mér bara að vera ekkert að pissa, reyna bara að vera svolítið skipulögð og pissa einu sinni á morgnana, í hádeginu, þrjúkaffinu og svo á kvöldin :D hehehehehe Psycho!!!! ;););)
|

Getur e-r mælt með hárgreiðslustofu...fyrir norðan??

Var að spá í smá breytingu eftir próf, annað hvort krúnuraka eða lita svart og klippa fyrir ofan eyru....you like?!
Nei nei var samt svona án gríns að spá í smá breytingu og þar sem ég treysti ekki alveg hverjum sem er var ég að spá hvort e-r gæti mælt með stofu sem er góð, og sanngjörn!? Vil alveg borga fyrir að gera hárið flott en ekki fyrir að sitja í e-m super flottum stól eða fá "gefins" piparkökur á meðan að ég býð. Þannig já...any suggestions?
|

Thursday, December 01, 2005

Happy happy grannar


Já verið velkomin í nýja sírkús á Akureyri, sýning allan sólahringin á Bakkahlíð 35 nh.HÆGRI!! (við erum vinstri). Nýju grannarnir eru alveg að tapa sér í jólagleðinni. Við erum að tala um tvo kransa, tvö tré, tveir jólakallar og svona busti fyrir skóna, allt á e-u pínu plássi fyrir utan hurðina þeirra. Við Jónþór erum bara heppin að komast ennþá að hurðinni okkar. Já og það sem meira er er þau setja grillið sitt og e-a ruslapoka fyrir utan íbúðinni okkar þannig við virðumst vera algjörir sóðar sem hata jólin, því það er ekkert skraut hjá okkur. Allavega held að þessi mynd ætti að lýsa þessu ágætlega.
|