SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Friday, September 30, 2005

Hafragraut í morgunmat...

Ég get svarið það að þegar ég stakk skeiðinni upp í mig var ég komin 20 ár aftur í tíman. Sat inn í eldhúsi á Rauðagerði, við borð með fullt að krökkum og allir að háma í sig þennan "góða" graut! Já ég verð nú að segja að þetta var alveg eins og ég bjóst við, reynda held ég að mér kveið ekki jafn mikið fyrir þá, eins og nú, þ.e. að þurfa að borða þetta aftur á morgun. Spurning um að taka upp gamla siði og vera með hafragraut einu sinni í viku eins og er ennþá gert á Rauðagerði! Það er örugglega alveg nóg!! ;)
|

Wednesday, September 28, 2005

Horfir e-r á ER (bráðavaktina)?

Nú var ég bara að byrja að horfa á þetta aftur í kvöld og virðist alveg hafa misst af þessu John Carter máli....það er bara allt í einu ekkert barn og konan farin aftur heim til sín. Hvað skeði?
|

Tuesday, September 27, 2005

Blöggsíðu eða lögsíðu....

...hvor sagði Davíð Oddsson í viðtalinu í Kastljósinu í kvöld?
|

Finally....

Loksins loksins loksins var e-r tilgangur að mæta í þessa viðbjóðis fjármála tíma. Ég ætlaði að segja að þetta yrði svona alla önnina, bara mæta í tíma og telja sek þangað til að hann væri búin.. en í dag var hann að tala um e-ð sem maður skildi og fannst allavega smá áhugavert OG reiknaði nokkur dæmi með okkur, sem er alltaf skemmtileg tilbreyting!
En jæja þýðir ekkert að vera að leika sér að blogga, best að fara að kýla á þetta Markaðsfræði verkefni sem við eigum að skila eftir 2-3 vikur og gildir 30 af lokaeinkunn! Já og við erum bara tvær að vinna það, þegar flestir eru 4 í hóp, wish us good luck :/
|

Two places at once

Djöfull vildi ég að ég hefði þessa hæfileika, að geta bara smellt puttunum og verið komin til Englands. Sunna er stödd í Hull um þessar mundir, þar sem við bjuggum báðar þegar við vorum litlar. Þar vorum við tvær ásamt tveimur öðrum stelpum í svona "possí" eða svona hópur sem var alltaf saman. Allavega þá er hún núna úti með Helen og Sarah, sem er voða gaman fyrir þær, en ekki fyrir mig, þar sem langar SVO að vera úti með þeim :'(
|

Talandi um afmælisgjafir...

..var að lesa bloggið hjá hinum og þessum, og sá að bæði Hjördís og Ranna voru að blogga um afmæli, og þá datt mig í hug að ég fékk einmitt afmælispakka í gær! Já frekar merkilegt þar sem ég á afmæli í byrjun mars :) Dóra Björk og co voru að gefa mér restina af pakkanum sínum, sem ég átti engan vegin von á þannig gaman gaman! :)
|

Sunday, September 25, 2005

Ofninn á fullu en ekkert að ske..

hvernig er það með svona ofna....þarf mar virkilega að setja kjötið inn svo að það eldist?! hehe Jónþór hringdi áðan og bað mig að kveikja á ofninum og setja lamið inn. Ég kveikti á ofninum og fór svo að hringdi í Dóru og við spjölluðum og spjölluðum, svo fattaði ég allt í einu að ég hafði gleymt að setja kjötið inn, þannig það væri eflaust ekki mikið að ske inn í ofninum! Æ á mar nokkuð að vera að segja svona ljósku sögur af sjálfum sér!?! ;) Hvað finnst ykkur?
|

Eigum við e-ð að ræða veðrið!?!

Er ekki örugglega september?! Þetta er alveg ótúrlegt, það bara snjóar og snjóar og SNJÓAR hérna fyrir norðan!! Ég hélt að við Jónþór yrðum úti í hádeginu þegar við fórum í göngu. Reyndar var mjög fallegt veður, en maður er ekki alveg sáttur við allan þennan snjó strax.
|

Saturday, September 24, 2005

Metnaður!!

Haldiði að mín sé ekki bara byrjuð að læra!! Á laugardagsmorgni! Þetta hlýtur að vera e-ð met hjá mér, svona snemma á önninni. En þar sem Jónþór er að landa, fór kl.8 í morgun, ákv ég að koma mér bara á fætur um 10 leitið, og vinna í þessum verkefnum þangað til að hann kemur heim, þá er hægt að fara að gera e-ð skemmtilegt :)
Náði í Sigrúnu vinkonu á völlinn í gær, hún var að koma norður yfir helgina til að hitta gæjan. Kíktum saman á kaffihús, langt síðan við höfðum hisst og því um að gera að "catch up" yfir nachos og topp :D
|

Friday, September 23, 2005

Hvað finnst ykkur?

Er rétt að mar sé dregin fram úr rúmina rúmlega 00.00 til að fara og kaupa e-ð óhollt, koma síðan heim og samþykkja að glápa á vídíó þrátt fyrir að vera að sofna, en síðan sofnar vídíófélaginn (og sá sem átti hugmyndina) hálftíma seinna!? Verð nú að segja að ég var ekki alveg nógu sátt!!!!
|

Thursday, September 22, 2005

McFlurry

Eigum við e-ð að ræða það að það er komin nýr McFlurry með jarðaberjum og súkkulaði bitum, og ég er stödd á Akureyri og kemst ekki að smakka :( Ísfíkillinn sjálfur! Jæja þá er best að fara bara inn í eldhús og fá sér Mjúkís :)
|

Leitin....jáhá

Nú er fyrsti þátturinn nánast búin og get ekki sagt að ég bíði spennt eftir næsta þætti!! Bjóst nú við skemmtilegri þætti. Kannski er þessi fyrsti bara svona kynning, og næstu skárri. Vonum það. Rosa er ég ánægð að vera bara búin að finna minn "drauma prins" (eins og sagt var í þættinum) og þurfa ekki að standa í svona! En samt Go Hjördís, ég mun sko fylgjast með hverjum einasta þætti! :)
|

Að drukkna í verkefnum!!

Shitturinn titturinn, það er sko nóg að gera þessa dagana. Það er bara verið að henda í okkar verkefnum héðan og þaðan, og engin smá verkefni, sum sem gilda bara 10-15% af lokaeinkunn en önnur sem gilda allt frá 30-50% Þannig eins gott að standa sig. Þarf bara að koma mér af stað í þessu. Markmiðið er að vera búin með eða langt komin um miðjan október mánuð þannig að ég komist til eyja að hitta litlu krílin í verkefnavikunni. Hver veit nema að systir mín verði svo elskuleg að skíra bara þarna í lok okt þannig að mar komist í skírnina :) Bjartsýn!!!!
Hvernig væri síðan að fara að fá staðfest hvenær þetta blessaða Sálaball á að vera í eyjum? Við stelpurnar vorum búnar að ákveða að fara allar saman 22.október, en svo er mar alltaf að heyra fólk tala um að það sé búin að breyta dagsetningunni. Sumir sögðu að það átti að vera fyrir tveimur vikum, aðri að það eigi að vera næstu helgi, og enn aðrir að það sé helgina 7-9.okt! Persónulega mundi ég bara vilja hafa það 22., er það ekki bara rosa fín dagsetning fyrir alla!? :D
|

Wednesday, September 21, 2005

Slæmt ástand

....ekki hægt að segja annað þegar mar þrífur ekki bílinn sinn fyrr en mar er farin að skammast sín fyrir að bjóða fólki inn í hann!! Fékk far með tveimur bekkjasystrum mínum í dag, og sá þá enn betur hvað minn var gjörsamlega crying for affection! Þannig við Jonny skelltum okkur niðrá Esso plan áðan og þrifum hann að utan sem innan. Spurning um að hringja í Dabba og Dóra og bjóða þeim á rúntinn á glæsikerunni ;) hehe
|

Tuesday, September 20, 2005

Kósí stelpukvöld....

...Jónþór yfirgaf mig til að fara að hitta strákana á Huginn VE þar sem þeir eru að landa hérna fyrir norðan. Þannig ég ákv bara að hafa kósí stelpukvöld, skella sér í bað og borða síðan vínber upp í sofa undir teppi og glápa á Judging Amy. Sounds good :) Væri reyndar alveg til í hafa komist í stelpu/afmælis partý til Hjördísar, en we can't be everywhere at once! Þannig þetta verður mitt lonely píkukvöld :D
|

"Saved by the bell"

...já það held ég nú! Sat inn í stofu að chilla yfir According to Jim þegar síminn hringdi, fattaði þá að ég væri að láta renna í baðið þannig ég ákv að fara að ath með það. Nema hvað að það tekur bara VATN á móti mér þegar ég labba inn á bað, vatnið var farið að flæða fram á gang!! Þvílíkt vesen að þurka þetta upp! Einn kostur, þarf ekki að skura baðherbergið á næstunni ;) hehe
|

Monday, September 19, 2005

Bara reynt að setja mann á hausinn!

Kíktum í Gallerí áðan og ég hreinlega missti mig þegar ég sá meðal verðið á kk gallabuxum. Felstar kostuðu frá 16 og upp í 20 þúsund krónur. Jonny mátaði nánast allar buxur sem hægt var að finna í búðinni og einu sem honum leist svona ágætlega á kostuðu jafn mikið og að halda tíu manna eþíópíu fjölskyldu uppi, í heilt ár, svei mér þá!!! Detta mér allar dauðar lýs úr höfði!! hehe
|

Komin heim

Það munaði nú ekki miklu að ég hefði ekki náð vélinni í gærkvöldi. Sem betur fer var Herjólfur á réttum tíma, þannig ég var komin "í land" rétt fyrir sjö. Bað mömmu um að setjast í farþegasætið, svo að ég gæti þá bara kennt sjálfri mér um það ef við myndum missa af vélinni. Hún átti að fara í loftið kl.19.40. Ég setti allt í botn og var komin á völlinn rétt fyrri hálf átta. Hljóp inn og keypti miða, hélt að ég yrði pott þétt sú seinasta, en nei nei það voru 3 ef ekki fjórir á eftir mér. Þannig ég var greinilega bara tímaleg ;)
Var voða gott að koma heim til Jónþórs, en hefði nú samt alveg verið til í að taka fjölskylduna á Hútúni 4 með mér norður. Nú þarf Dóra Björk bara að standa sig í að senda mér myndir, þar sem hún er ekki barnaland síðu :(
|

Saturday, September 17, 2005

Hérna er hann alveg GLÆnýr :)


|

Þriðji prinsinn kominn í heiminn

Hæ hó allir saman. Er núna stödd hérna í Vestmannaeyjum. Mamma hringdi í mig á föstudaginn og sagði mér að Dóra Björk væri á leiðinni upp á spítala, þannig mar var ekki lengi að koma sér út á völl, fljúga til Rvk og síðan taka dallinn út í eyjar. Prinsinn fæddist rétt áður en Herjólfur lagðist að bryggju. Hann passar vel inn í famelíuna þar sem hann er fæddist 58 sm langur og 4470gr. Þannig ekkert smá rassgat. Við erum öll í skýjunum :) Kem aftur norður sunnud/mánud. Adios amigos
|

Friday, September 16, 2005

Klukk...

...stóð í sms-i sem ég vaknaði við í morgun! Var ekki alveg að átta mig á hvað það þýddi, en eftir að hafa lesið nokkrar bloggsíður, held ég að ég átti mig á því. Ég á s.s. (að ég held) að skrifa e-a fimm punka um sjálfan mig, sem eru samt bara svona useless information! So here we go:

  1. Ég elska snakk og ís (helst bragðaref)
  2. Ég held að þótt peningur séu ekki allt, þá gæti mér ekki liðið vel nema að hafa alveg slatta af honum í rassvasanum, þ.e.a.s. þegar ég er orðin "stór"
  3. Ég hata ketti, og þá mest þetta kvikindi sem býr á efri hæðinni og elskar að labba framhjá svefherbergisglugganum mínum og svo allt í einu stökkva inn um gluggan!
  4. Ég þoli ekki að fólk snerti eða andi í eyrað á mér
  5. Ég er mjög óþolinmóð manneskja, þessi típa sem hatar að bíða en finnst voða lítið mál að láta bíða eftir sér. Er t.d. núna að bíða og bíða eftir að eignast lítið frændsystkini og fer alveg að missa mig úr spenningi!

Nú klukka ég Sunnu, Söru Jónu, Svövu, Ingibjörgu og Hönnu Guðnýju :)

|

"Lögin mín verða að vera ný áður en þau geta orðið gömul"

Guess who said that? Já það var hann Bubbi. Við Jónþór skelltum okkur á tónleika með honum í gær og mikið rosalega var gaman. Við kíktum fyrst á Greifan og fengum okkur steik. Kokkinum hefur grienilega ekki lýst á að ég mundi bara fá mér 200gr þannig hann gaf mér óvart 400gr steik sem var sko alltof mikið fyrir mig, en ég er nú svo heppin að eiga man sem loves meat, þannig það fór sko ekkert til spillis :) Það var vel mætt á tónleikana sem er frekar ótrúlegt þar sem þetta var bara ákveðið með tveggja daga fyrirvara og var ekkert auglýst hérna fyrir norðan. Það er greinilegt að greyið maðurinn sé að ganga í gegnum frekar mikla ástarsorg þar sem hann byrjaði að spila fullt af nýjum lögum fyrir okkur, og salurinn var bara orðin hálf þunglyndur. Samt voru nokkur rosa flott ný lög, en það hefði alveg nokkur mátt vera um e-ð jákvætt. Allavega, seinni hluti tónleikana spilaði hann bara gömlu góðu lögin sín, og fólk gjörsamlega missti sig í gleðinni. Þetta var sko alveg frábært kvöld, og það er alveg á hreinu að við Jónþór ætlum að fara á Þorláksmessutónleikana í ár :)
|

Thursday, September 15, 2005

Jáhá.....

....ég verð nú bara að vera sammála honum Jónþóri í því að lokaþátturinn í Lost var alveg fáranlegur. Við vorum ekkert búin að vera að fylgjast með þessum þáttum, bara búin að sjá svona einn og einn, síðan var verið að endursýna seinustu þrjá í kvöld, og ákvöðum við að sjá hvernig þetta endaði. O.M.G. en pirrandi endir. En ætla ekki að segja meira um það ef ske kynni e-r ætli sér að glápa á þetta. En eitt sem ég segi er, það hlýtur að koma önnur sería eftir þessa...eða hvað?
|

Wednesday, September 14, 2005

Búin með fyrsta verkefnið :)

Já og þá eru bara þúsund eftir!! Nei nei það er fínt að vera komin af stað, komin í verkefna gírinn ;) Segi það nú kannski ekki, en allavega finnst manni eins og mar sé byrjaður í skólanum aftur.
Nú fer að verða nóg að gera, sprellmótið, rvk ferð (þegar dbg er búin að eiga), veiðiferð og ég veit ekki hvað og hvað. Já hvernig lýst ykkur á það, við skötuhjúin erum að spá í að skella okkur að veiða um helgina, eigum reyndar ekkert hjól á veiðistangina en þar sem mar býr nú með alveru sjóara, hlýtur það reddast ;) Já svo er stefnan tekin á náttúruböðin á Mývatni, s.s. bara kósí helgi framundan.
|

Tuesday, September 13, 2005

Þraut dagsins...

Finna Bónus Vídíó á www.simaskra.is
|

Já er það ekki....

....þurfti ekki nema að blogga um þetta þá fór þetta að ganga hjá mér. Þ.e.a.s. ég FANN MIG Á SIMASKRA.IS :):) gleði gleði. Það þarf s.s. að skrifa nafnið í nf en heimilisfangið í þgf :) Hlaut e-ð að vera...já þetta kemur allt með kalda vatninu hjá manni. Samt get ég lofað að ég var búin að prófa þetta allt í nf!! Æ svona er þetta bara stundum...!
|

Já 'þgf' góðan daginn!!

Ég missti stjórn á mér í smá tíma í gær þegar ég hringdi í 118 og hund skammaði þær fyrir nýju www.simaskra.is síðuna sína. Nú er ég engin snillingur í íslenskri málfræði EN hef alltaf verið frekar öflug í að fallbeygja og því tel mig geta höndlað það að setja ýmis nöfn í þgf! Sem er nú bara eins gott þar sem nú þarf að setja öll nöfn sem mar leitar af á simaskra.is í þgf. En hingað til hefur mér ekki enn tekist að finna neitt einasta nafn né heimilsfang á þessari anskotans síðu. Ég prófaði m.a.s. að leita af sjálfum mér og það gekk ekki. Og svo í gær þegar ég átti að fallbeygja Bónus Vídio, þá bara missti ég mig eftir að hafa prófað ýmsar aðferðir við að skrifa þetta helvítis nafn! Jesús, ég meina hvað var að því að hafa þetta bara í nefnifall?! Ég bara spyr!
|

Monday, September 12, 2005

Kvaddi hana Sunnu mína

Það eina sem ég náði að gera á laugardaginn var að kíkja í 10 mín í afmælið hennar Söru Jónu, hitta allar stelpurnar (loksins) og kveðja hana elsku Sunnu mína sem er að fara að flytja til London! :( En hún kemur heim um jólin þannig mar verður bara að byrja að telja niður :D
|

Sunday, September 11, 2005

Já þetta var sko meiri helgin...

....mar hefði sko betur bara verið heima hjá sér á föstudaginn!! Eða nei kannski ekki. Fór í staffa partý hjá landsbankanum í smáralind, sem var haldið heima hjá útibústjóranum. Skemmti mér konunglega, þangað til að ég fór aðeins yfir þetta blessaða strik (sem hefur ekki skeð í ár eða svo) og var allan laugardaginn og daginn í dag að gjalda fyrir það! Held að það hafi einu sinni áður komið fyrir að ég hafi verið þunn í tvo daga í stað einn. O.m.g!!
Annars var helgin fín, á miðvikudaginn héldu mamma og pabbi matarboð fyrir starfsmenn Icebrit, eftir það var haldið á Nasa þar sem stuðmenn voru að spila. Síðan á fimmtudaginn fórum við skötuhjúin á sjávarútvegssýninguna og um kvöldið var annað boð hjá Icebrit og síðan fór ég að hitta kúbufaran á kaffihúsi. Eyddi föstudeginum mest megnis með mömmu, fórum í búðir og svona, smá quality time hjá mæðgunum!! ;)
Annars er það að frétta af Dóru og krílinu, að það er ekki enn komið í heiminn, komið tvo daga fram yfir þannig við bara höldum áfram að bíða spennt. Lét Dóru Björk vita í dag að það mundi henta mér ágætlega ef það kæmi eftir 2 vikur, því þá er skírnin hjá Önnu og Hinna þannig ég gæti bara slegið tvær flugur í einu höggi :D Held nú samt að henni hafi ekkert litist neitt rosalega vel á þá hugmynd!!
|

Wednesday, September 07, 2005

Update...

Við komum suður í dag :) Jónþór gat breytt þessu e-ð hjá sér þannig við leggjum annað hvort af stað kl.2 eða 3, kemur í ljós! Gleði gleði
|

Nýjustu fréttir af netinu!! ;)

Já í gær kom þetta blessaða ljós á "ráterinn" sem við erum búin að vera að bíða eftir....EN síðan datt það út á svona 20 sek fresti þannig nei við erum ekki ennþá komin í samband við heiminn.
Ég vil samt óska henni elsku bestu Dröfn til hamingju með daginn í gær, og vona bara að þú hafðir það gott :* Leiðinlegt að ég hafi misst af því að fara út að borða með ykkur, en mér skilst að Systa hafi pantað sér Complex, og mér leið strax betur að vita það ;)
Annars er það ákveðið að við bakkahlíðabúarnir ætlum að koma suður á morgun, og Steina hans Sindra ætlar að fljóta með okkur. Reyndar skilst mér á Jonny að við ætlum með e-r rútu með öllum Stafnbúunum þannig þetta ætti að vera gáfuleg ferð :)
það er ekkert að frétta af Dóru systir, bumbukrílið ætlar bara að láta bíða aðeins eftir sér. Skilst samt að dóra sé ekki alveg nógu ánægð með Kúbufaran að hafa logið að sér með dagsetninguna, en á eflaust eftir að geta fyrirgefið það í framtíðinni ;) hehe
|

Monday, September 05, 2005

And the waiting continues

Ekki enn komin með netið heima....farin að verða frekar þreytt á þessu! Helgin var bara ágæt, frekar róleg þar sem Jónþór var að læra, en þó ágæt. Nú erum við bara að reyna að ákv hvort og þá hvenær við eigum að koma suður næstu helgi. Leggjum sennilega af stað á fimmtudaginn og komum aftur norður á sunnudagsmorgninum (þar sem JÞ þarf að mæta í tíma í hádeginu). Annars bara lítið að frétta..............
|

Saturday, September 03, 2005

Þyrfti helst að fara á vörubíl...

...að sækja allar myndirnar sem ég var að láta framkalla! Það var tilboð hjá "Pedromyndum" 29kr ein digital-mynd, sem mér fannst ágætt þar sem venjulegt verð er 60kr myndin. Þannig mín byrjaði að taka saman myndirnar sem mig langaði að láta framkalla og áður en ég vissi af var ég búin að safna saman 400 myndum!! Þannig ég býst við að fá þetta bara í svörtum plastpoka þegar ég fer að sækja þetta á eftir. Reyndar er ágætt að þetta sé svona mikið, þá get ég dundað mér í að raða í albúm á meðan jónþór er upp í skóla að læra.
|

Stuð og stemmari

Við skötuhjúin ákvöðum að fá okkur smá hvítt með kjúllanum í gær, sem endaði með hvítu, rauðu, bjór og neftóbaki (fyrir helmingin af settinu)! Var ekki mjög vinsæl þegar ég vaknaði í morgun þar sem ég sofnaði bara í miðri setningu skilst mér og þá var nú lítið fjör eftir í partýinu. Verð nú samt að segja að ég hélt að Freddy Mercury vær ekkert síður þó maður væri einn að horfa á hann sprikla á skjánum ;) hehe
|

Friday, September 02, 2005

Allt tekur þetta sinn tíma

Ótrúlegt hvað er alltaf mikið vesen í sambandi við allt sem tengist símanum hjá manni. Ef það er e-ð sem klikkar þá tekur það bara 100 ár að koma því lag aftur. Eins og með ADSL-ið hjá okkur, nú er ég búin að vera að vesenast í þessu í 4 daga að koma því í gang og það er ekki ENNÞÁ farið að virka. Ég er alveg að verða crazy. Núna segja þeir bara hjá 1414 að það sé e-ð að snúrunum hjá mér....sem stemmir engan vegin þar sem þetta eru sömu snúrurnar og ég notaði fyrir sumarið, áður en ég lét loka þessu ámeðan ég var fyrir sunnan. Ég er t.d. ekki búin að komast inn á MSN forever, þar sem ég kemst nátturlega ekki heima og ekki heldur hérna í skólanum, frekar pirrandi!
Mín var bara komin í helgarfrí í hádeginu í gær, en ekki alveg að átta mig á þessu. Kannski að mar reyni að opna bók um helgina, eða kannski byrja á því að kaupa þær. Verður allavega ekki mikið annað í boði þar sem jónþór er að fara í próf á miðvikudaginn og á helgin eftir að fara í að læra fyrir það! Stuð framundan :)
|