SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, February 28, 2006

Decisions decisions

Erfitt að vita hvenær mar á að byrja á fullu í ræktinni aftur eftir veikindi. Ég tók of hart á því ámeðan ég var slöpp og get trúað að það hafi haft áhrif á hversu slæm ég síðan varð. En núna er ég orðin frísk og er að spá hvenær mar eigi að byrja aftur!? Erfitt að segja. Meika nefnilega ekki meiri veikindi.
Svo veit ég að hún Hjördís mín á eftir að drepa mig þegar hún les þetta en svo er spurning hvort við förum suður helgina sem árshátíðin er :( Verðum nefnilega að fara suður útaf "work stuff" og þessi helgi virðist vera sú eina sem er að passa miða við dagbókina! En þetta kemur betur í ljós seinna í vikunni. Ekki drepa mig alveg strax hjördís :/
Svo er það seinast hvort mar eigi að kaupa það sem vantar þannig að jónþór geti eldað sér saltkjöt og baunir í kvöld eða hvort það sé ekki bara betra fyrir hann að kaupa þetta ready út í búð!
Já þannig eins og þið sjáið þá eru þetta saman mjög VIP spurningar sem ég er að velta fyrir mér um þessar mundir ;) Ef e-r getur aðstoðað endilega látið ljós ykkar skína ;)
|

Monday, February 27, 2006

Bolla bolla bolla

Eru ekki allir búnir að fá sér bollu? Held að annað sé bannað! Reyndar fékk ég mér ekki í dag en ég bakaði um helgina og fékk mér þá :) Kallast það ekki annars að baka ef mar kaupir svona bollur og súkkulaði í pakka, kemur heim sker þær í helming, þeytir rjóma og hellir súkkulaðinu síðan yfir? Allavega the closest I've come to baking in a long time ;) En afmælisveislan nálgast þannig þá munu hlutirnir sko gerast!!!
|

Verkefna vikan framundan

Þá er Hvati bróðir farinn aftur suður. Þetta var fínasta helgi; sýndi honum jólahúsið, fórum í sund á Þelamörk, fórum í Brynju, pöntuðum Greifa pizzu, og ætluðum að sýna honum spjaldið af Jóa Risa en það var horfið þannig hann fékk bara sight seeing trip á Dalvík ;)
En nú er bara að taka sig til í andlitinu og lesa lesa í verkefna vikunni fyrst mar er ekki búin að nenna því hingað til. Annars erum við að fara á fund upp á Norðurmjólk þannig best að undirbúa e-r sniðugar spurningar.
Bið að heilsa
|

Friday, February 24, 2006

Trú story....því miður :(

Kennari: Lentu þið öll í þessum árekstri í morgun?
Allir: já....
Nema einn: Ha....!? Hvaða árekstri!

Æ shit hvað þetta var neyðarlegt....já þetta var ég! Kennarinn var náttúrlega að tala um að þessi tími hafði skarast á við annað, en mín alveg dofin og fín var ekki alveg að fatta.
Jónþór var næstum því búin að slíta þessu þegar ég sagði honum frá þessu, trúði ekki að ég gæti verið svona mikil ljóska. En mér svona smá til varnar er ég ekki búin að vera í þessum heimi undanfarna daga þannig þið verðið að gefa mér smá tíma til að catch up!!
|

Thursday, February 23, 2006

Farin að geta staðið í lappirnar..

...og til þess þurfti ég að nánast að setja okkur Jónþór á hausinn! Gærdagurinn var ekki góður, var upp í sófa allan daginn, gat ekki staðið né sitið. Í morgun leið mér ekki mikið betur þannig ég ákvað að fara upp á sjúkrahús og tala við doctorinn. Vildi bara fá að skreppa inn og segja eitt orð við hana. Hún var sammála mér í því að ég þyrfti bara bíða aðeins lengur fyrir sýklalyfin að virka. Samt vildi hún endilega láta taka myndir af mér (svona eins og er gerð við óléttar konur) og skoða nýrun. Ég var ekki beint að nenna því, mér fannst það tilgangslaust miða við það sem hún var ný búin að segja. En ok ég beið og beið eftir myndatökunni og þegar ég loksins komst inn var læknirinn að drífa sig svo mikið, því hann var að fara á fund, að þetta tók án gríns ekki meira en 2 mínútur!! Þá var bara komið að því að borga reikninginn! Jésús, ég er hörð á því að ég fer ekki aftur inn á sjúkrahús nema ég sé að heimsækja e-n annan, er að eiga eða er í það slæmu ásandi að sjúkrabíll sækjir mig og fari með mig þangað!! Í alvöru maður hreinilega spyr sig í hvað fara skattpeningarnir OG býst fólk virkilega við því að nemendur skíta fimm þúsund köllum! Jæja svona virðist þetta bara vera.
Nú er ég bara að reyna að safna kröftum og komast yfir þetta. Skilst að Hvata bró komi í heimsókn um helgina þannig það verður æði. En jæja var að koma úr Bónus og það er nóg hreyfing í bili (þolið algjörlega farið), ætla að leggja upp í sófa.
|

Wednesday, February 22, 2006

Fréttir af kjúklinginum!

Fyrir u.þ.b. viku fór ég að verða e-ð slöpp og magnaðist það svo mikið að ég endaði upp á sjúkrahúsi í gær. Ég fékk tíma hjá lækni í gær og þegar hann var búin að skoða mig sendi hann mig upp á bráðamóttöku og þar eyddum við Jónþór nánast öllum deginum! Ekki var það nú gaman. Læknarnir vildu helst halda mér yfir nóttina en þar sem ég átti ekki í vanda með að borða og halda matnum niðri þá fékk ég að fara heim með viðeigandi sýklalyf. Er skárri í dag en samt með verki dauðans í maganum! Sé ekki fram á að gera neitt af viti í þessari viku. En mar má svo sem vera þakklátur fyrir að verða mjög sjaldan veikur og taka því þá bara rólega á meðan maður er að ná sér aftur!
Ég er aðallega með móral yfir að komast ekki að hitta hópana sem ég á að vera vinna verkefni með, en vonandi að þau fyrirgefi þetta og trúi að ég komi tvíefld tilbaka ;)
|

Monday, February 20, 2006

Leti dauðans um helgina

Já það má sko segja það. Ætlaði að vera rosa duglega, gera e-r milljón dæmi sem ég að vera löngu búin að reikna en í staðinn reiknaði ég í mesta lagi 5 dæmi! Nennti ekki neinu. Gerði t.d. ekki neitt í gær, ég meina það var konudagur, maður þarf að njóta hans ekki satt! ;)
En jæja ætla að reyna að gera nokkur dæmi í viðbót áður en ég byrja á þessu prófi. Wish me good luck, i'll need it!
|

Sunday, February 19, 2006

Fín úrslit

Býst við að flest allir hafi verið ánægðir með úrslitin í gær. Hlýtur allavega að vera þar sem hún fékk yfir 70 þúsund atkvæði ámeðan að menneskjan næst á eftir henni var með 30þúsund! Silvía Nótt fer út fyrir okkar hönd. Nú er bara að þýði þetta lag yfir á ensku og sjá til þess að fólkið úti fatti húmorinn! Verð nú að segja að mér fannst ekki smá flott hjá henni í gær hvað hún náði að halda "face-inu" þegar úrslitin voru tilkynnt! Margir hefðu eflaust farið að grenja eða hóppað og hrópað en hún lét bara eins og þetta væri daily bread fyrir hana! Bara fyndið!
|

Saturday, February 18, 2006

Love Roxette...

Eftir að Jónþór kom í land eftir að hafa verið í burtu í 105 daga þar seinasta sumar (sumarið 2004) var hann búinn að skrifa Best of Roxette fyrir mig. Ég var ekkert svakalega spennt, vissi að þeir ættu eitt besta lag allra tíma It must have been love (jú jú lagið úr Pretty Woman) en thats about it. En eftir að hafa hlustað á þennan disk varð ég alveg sjúk. Svo keypti hann The complete collection á DVD þegar hann kom frá Egyptalandi og hann er frábær. Ef e-r þekkir bandið megið þið endilega dobla þá að taka nokkur lög í brúðkaupinu okkar jónþórs eftir X mörg ár! OK? ;)
|

Friday, February 17, 2006

Get orðið svo reið...

Góð byrjun á deginum. Byrja á að gera þau heimskulegu mistök að fara í stígvélum sem "leka" út þar sem ég kemst að því að það er svona blautur snjór þannig ég er rennandi blaut í fæturnar! Síðan mæti ég hérna í tíma þar sem karlpungurinn sem er að kenna okkur neitar að setja glærurnar inn fyrr en eftir tímann! Hvað er það!? Djöfull fer það í taugarnar á mér!
Shitty beginnig to an otherwise promising day ;)
|

Thursday, February 16, 2006

HÆTT!

Annars er ég hætt að blogga um veðrið...held að flestir sem lesa þessa síðu séu hættir að fylgjast með veðurfréttunum, nóg að kíkja bara á síðuna mína! En ég er bara alltaf svo hissa á þessum breytingum! EN já nóg af veðri, enough is enough!
|

Shitty weather!

Hvað er að frétta Weather gods?! Jésús talandi um suð-austan milljón!! Hélt ég myndi ekki komast í skólann í morgun, munaði litlu að ég hefði orðið úti. Vildi ég ætti mynd til að sýna ykkur.
Annars lítið að frétta, varð hálf veik í gær, nóg að gera í verkefnum og dæmi sem ég átti að klára fyrir daginn í dag en ég gat ekki gert rassgat, lá meira eða minna upp í sofa undir teppi allan daginn. En ég er orðin góð í dag, þannig nú er það bara harkan sex!
Annars efast ég um að þetta verði e-r sérstök helgi, nóg að gera í verkefnum og svo próf á sunnudaginn! En Hanna Guðný ætlar samt að bjóða okkur Hjördísi í kökur á laugard þannig manni á eftir að geta hlakkað til þess :)
Hef ekkert merkilegt að segja, þannig blogga seinna...
|

Tuesday, February 14, 2006

Valentínó bambínó

Ef það hefur farið framhjá e-m þá er Valentínusadagur í dag. Til hamingju með það allir. Alltaf gaman að fá blóm og kúra með gæjanum en verð að segja að ég er engin rosa Valentínó manneskja. Finnst ekkert að maður þurfi að missa sig yfir þessum degi, ég meina hérna á Íslandi höfum við bónda- og konadag sitthvoru megin við þennan Valentines Day þannig nú bíð ég bara og ath hvort Jónþór eigi eftir að standa sig í stykkinu when its my day ;) hehe

Annars er nú ekki hægt að búast við miklu í dag, né á konudaginn þar sem minn maður stóð sig sko í stykkinu úti í Egyptalandi. Allavega þegar kom að því að kaupa gjafir handa MÉR ;) Mar er svo mikil dekur dós... :D Held að annar hver hlutur sem kom upp úr töskunni hafi verið handa mér. Ætla nú ekki að fara að telja þetta hér upp (sérstaklega þar sem ég veit að nokkrir af mínum tryggustu lesendum eru örugglega núþegar komnar með æluna upp í kok) EN vil samt koma á framfæri að LOKSINS á ég Dirty Dancing á DVD :D:D:D Á hana á vídíó og hún er til á DVD á Huldubrautinni en ekki hérna í Bakkahlíðinni og ég get sagt ykkur það að það er aldrei hægt að eiga nógu mörg eintök af henni :) Þannig nú get ég farið róleg í bólið þar sem tvær bestustu myndir í heimi eru komnar í safnið (Pretty Woman og Dirty Dancing).

Meiri gleði fréttir, nú er ég búin að vera dugleg að fara í ræktina, fer allavega annan hvern dag, og gaman að segja frá því að ég hef ÞYNGST um nokkur kíló síðan ég byrjaði!! Og já já það er sagt að ég sé að bæta við mig massa sem fer án ef ekki fram hjá neinum, það er m.a.s. farið að kalla mig Miss Muscle upp í skóla ;)

Hvað er meira í fréttum.....Dröfn og þær komu ekki norður um helgina :( Voru ekki alveg að standa sig, en ég veit að viljinn var fyrir hendi, allavega hjá henni Dröfn minni :*

Annars var ég búin að lofa að senda eitt ástríðufullt og rómantískt sms í dag ef aðilinn fengi ekki sms, hringingu eða blómvönd frá e-m gæja, og þar sem ég var með henni kl.4 og ennþá ekkert komið þá er eins gott að fara að einbeita sér að þeim skrifum!
|

Sunday, February 12, 2006

Coming home

Þá er komið að því, Jónþór lendir í kvöld um 12 leitið og skilst mér á honum að þeir ætli að keyra norður bara um leið og þeir eru lentir á klakanum :) Mjög gaman af því

Held að Hjördís sé ekki alveg jafn spennt yfir því að hann komi þar sem hún getur þá ekki komið og fengið sér að snæði á El Resteraunte a la Sara ;) hehe Verð nú að segja að það hefur komið mér verulega á óvart hversu sátt stelpan hefur verið við eldamennskuna mína. Kannski samt bara ágætt að Jónþór sé að fara að koma þar sem ég er alveg að verða búin að elda allt sem ég kann að elda! Og í lagi að taka það fram að meðal þess sem hefur verið á boðstólnum er Píta og Taco, MJÖG flóknar uppskriftir ;)

Annars var lítið gert í gær, talaði mikið í símann, gluggað aðeins í Kostnaðabókhaldsbækurnar og svo fór ég með stelpunum á kaffihús. Var okkur Hjördísi síðan boðið í mat til Hönnu Guðnýjar og Grella. Vorum í smá Eurovision partýi þar til að verða 10 eða e-ð, þá lét Hjördís plata sig á djammið og Hanna Guðný ákvað að fara með. Ég var bara ekki að nenna því en fór þó með stelpunum heim til vinkonu hennar Hjördísar þar sem þær djúsuðu og við spjölluðum og höfðum gaman. En kl.2 skutlaði ég þeim á ball og ég fór heim í bólið :) Ahhh sem var mjög gott.

Annars er bara stefnt að chilli í dag, kannski farið í ísbíltúr, long time no do!
|

Friday, February 10, 2006

Farin að tala um veðrið!!

Þið sem eruð með mig á MSN hafið kannski tekið eftir því ég hef verið að skrá veðrið sem nafnið mitt! Sad I know, en finnst bara áhugavert hvernig hitastigið getur breyst um heilar 13 gráður á hálfum sólahring! Í fyrra dag var hitinn um -6°c en með deginum lækkaði hann stöðugt og þegar ég sá seinast var hann komin í -10,5°c!! COLD! Síðan daginn eftir fór hann úr því að vera -3°c í að verða +2,5°c!! Þannig þið sjáið miklar breytingar í gangi! Nú bíður mar bara spenntur eftir að komast út í bíl og sjá hvað mælirinn segir!!! ;) hehehehehe (sorgleg já ég veit, en svona er þetta þegar mar er bara einn og yfirgefin...NOT!)
Eins gott að stelpurnar séu búnar að vera duglegar við að hanga með mér, hver veit annars hvar ég hefði endað....kannski tekið til í íbúðinni eða e-ð annað álíka crazy!!!!!!!!!!!!!!!!
|

Thursday, February 09, 2006

Lítið að gera hjá Löggunni...

Þegar ég kom upp í skóla í morgun var löggan bara á runtinum hérna um planið. Tók bara hring eftir hring. Síðan í gær, voru þeir líka hérna, að stoppa nemendur og e-ð! Spurning hvort þeir hafi ekki e-ð gáfulegra við tímann að gera, t.d. henda eiturlyfjasölum í jail-ið!
|

Wednesday, February 08, 2006

Sá þetta hjá Hjördísi bekkjasys

1. Fullt nafn?
Sara Pálsdóttir
2. Fyrirmyndin í lífinu?
Bill Gates, pabbi og Dóra systir :)
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Reyni að halda lestri í lágmarki...þannig veit ekki alveg.
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta?
Julía Roberts eða Bill Gates (ath hvort hann væri ekki til í hjálpa mér að koma e-u sniðugu ft af stað)
5. Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)?
Elísabet
6. Uppáhalds hlutur?
Dísus...what to choose!? Síminn (þannig ég geti verið í bandi við allan heiminn og missa ekki af neinu), tölvan mín, rúmið mitt og já auðvitað fötin mín! Þannig nei ekki bara e-r einn hlutur!
7. Æskudraumur?
Sorglegt að segja frá því en mig langað alltaf að vera fyrirsæta!! I know very sad, en svona er þetta bara! Young and stupid.
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn?
Blár...alltaf bláir
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni?
ca. 7
10. Leiðinlegasta sem þú gerir?
Læra fyrir lokapróf
11. Ef þú fengir einn dag alein, hvað myndirðu gera?
Ef ég væri ósýnileg þá myndi ég vilja fara og fylgjast með e-m greifum eins og Jóni Ásgeiri eða Björgólfi Thor. Fá góð ráð og bara komast að e-u djúsí gossip! En ef ekki ósýnileg þá bara fara út að versla :)
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera?
Er svo heppin að vera ekki byrjuð að vinna, þannig get bara valið. Er tilbúin að leggja mig fram við að komast á toppinn.
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi?
Sofa
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift?
Ítalskur matur, þá sérstaklega Lasagne. Svo ís og snakk.
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu?
Nokkur áberandi tímabil; þegar ég flutti til Englands 5 ára, þegar ég flutti heim 16 ára og þegar ég byrjaði með Jónþóri.
16. Brad Pitt, Colin Farrell eða David Backham?
Held ég verði að velja ex-ManUarann, D.Beckham
17. Skúrar þú heima hjá þér?
Neip...Jónþór sér sem betur fer um það en ég tek baðherbergið í staðinn
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni?
Við skötuhúin erum búin að ákveða að þegar við erum orðin gömul og búin að koma okkur vel fyrir, þá ætlum við að kaupa okkur fallegt land í sveitinni hérna á Íslandi og búa þar. Eiga nokkra hesta og e-r önnur dýr sem Jónþóri langar í.
19. Lífsmottó?
Lifðu lífinu lifandi.
|

Myndir

Setti inn nokkrar myndir frá vísindaferðinni. Samtals tókum við stelpurnar yfir 150 myndir, en ég setti bara brot inn. Þegar ég fór síðan að renna yfir myndirnar sá ég að yfir 75% af þeim var af Hönnu Guðnýju...en þið hljótið að lifa það af ;) hehe (djók Hanna mín)
|

Tuesday, February 07, 2006

Everything is going on...

Gaman að segja frá því að ég er BÚIN að panta með herjólfi til og frá Eyjum yfir verslunamannahelgina :D Segið svo að ég sé ekki skipulögð! Í fyrra lenti ég í því að fá ekki far heim á þeim tíma sem ég vildi, og samt pantaði ég í mars eða apríl eða e-ð. Þannig í ár ákvað ég að vera MJÖG tímalega. Þannig nú á ég pantaði fyrir mig, Jónþór, bílinn og tveggjamanna klefa til eyja fimmtud 3.ágúst og heim mánudaginn 7.ágúst kl.18. En nóg um þjóðhátíða í bili.

Hvað finnst ykkur um það að mar borgi meira til að hafa leður í bílnum sínum en eins og staðan er í dag virðist það vera meira pain en plús. Málið er það að á dögum eins og í dag þegar það eru -3 gráður þá verður leðrið svo kalt að mar er alveg að krókna á rassinum þegar mar sest í leðrið. Síðan á sumrin hitnar það svo ægilega að mar er alltaf "well done" að neðan!! Held að leður fer ekki að teljast nauðsynlegt fyrr en krakkar eru komnir í spilið! Geta þurkað ís og horklessurnar af sætunum eftir litlu greyin.

Steina (hans Sindra) reddaði mér alveg í gær, kom og kúraði hjá mér þannig ég þurfti ekki að vera ein. Það er svo leiðinlegt að vera ein um nótt.
Annars finnst mér ég vera hálf nakin þessa dagana þar sem mig vantar hringinn minn. Hann skrapp aðeins til útlanda en sem betur fer kemur mamma með hann heim á sunnudaginn. Ótrúlegt hvað mar er fljótur að venjast svona gripum!!
|

Nokkrar myndir





|

Monday, February 06, 2006

Helgin í borginni

Voða voða gott að koma aftur heim til sín. Reyndar hefði ég ekkert á móti því ef Jónþór væri líka kominn, en þarf víst að bíða til næsta sunnudags eftir því.
Eins og mar eigilega vissi var ekki lagt af stað kl.3 heldur var klukkan að verða 4. Einnig tók ferðin ekki 5 tíma heldur 7 tíma!! Já þetta tók sko sinn tíma. Þegar við vorum loksins komin suður, fór ég og hitti verzló stelpurnar. Það var ágætt.
Föstudagurinn var smá bland í poka, smá tími með familíunni, smá í búðum með HA skvísunum, einn kaffibolli með Dröfn og vísindaferðir. Um kvöldið fóru ma og pa í matarboð og ég bauð stelpunum þá bara að koma heim þar sem við sátum til að veraða 2. Þá skutlaði Arna okkur niður í bæ, en ég beilaði og fór aftur heim, var bara í engum djamm gír, einnig peningalaus. Á laugardaginn var ég mest megnis með familíunni, en kíkti síðan á kaffihús með Hönnu Guðnýju, Hjördísi og Andreu. Kl.7.30 fórum við síðan út að borða á Madonu. Fórum ekki alveg nógu sátt þaðan út, en samt alveg ágætt. Þaðan lá leiðinn á hótelið þar sem við djúsuðum, spjölluðum og sungum til að verða 3. Þá komu við okkur loksins niður í bæ. Fórum á Hressó og vorum þar þangað til okkur var sópað út.
Allavega var þetta frábær helgi. Ekki smá sátt. Liðið fór síðan norður í gær en ég ákvað að vera eftir og flaug bara núna um kvöldmataleitið.
Nú býð ég bara spennt eftir að fá karlinn heim :D Set kannski inn myndir :)
|

Thursday, February 02, 2006

How pethetic!

Ég lifði nóttina af, kemur það ykkur ekki á óvart!? Ótrúlegt hvað mar getur verið mikill aumingi....mér er svo illa við dimmuna. T.d. í nótt vaknaði ég og var alveg að pissa í mig, en þorði ekki fram ef ske kynni að það væri e-r þar....what is that!!! Allavega, ég þarf ekki að hafa áhyggjur um að þurfa að sofa ein næstu 3 næturnar því þá mun ég vera í faðmi fjölskyldunnar í Rvk.
Var að tala við Jónþór, hann var að tjekka sig inn þegar ég hringdi. Hefði ekki haft neitt á móti því að vera þarna með honum EN það er ekki eins og hann eigi ekki skilið að fara til útlanda, mörg hundruð ár síðan hann fór seinast til heitalanda. Nú er bara spurning hversu hár símareikningurinn verður eftir ferðina. Ég sagði honum að vera ekki mikið að hringja því það væri SVO dýrt, en þið vitið hvernig þetta er þegar fólk er í glasi....þá er mar ekki lengi að gleyma sér!!
|

Wednesday, February 01, 2006

Tilkynning tilkynning

Ég kem ekki suður í dag eins og ég ætlaði kannski að gera, heldur kem ég á morgun fimmtudag 2.feb. Strákarnir vildu leggja svo snemma af stað í dag að ég hefði misst af þremur tímum í dag plús þessa fimm sem ég hefði sleppt á morgun. Þannig ég legg af stað suður kl.15 á morgun. Hlakka ekkert smá mikið til að koma :)
Jónþór er s.s. farinn :( Flýgur út á morgun. Vona bara að hann skemmti sér konunglega, og gleymi ekki að hugsa til mín þegar hann labbar framhjá e-m flottum búðum....SJOR!! hehe Einu "búðirnar" sem þeir eiga eftir að koma við í verða eflaust afríska ÁTVR ;)
|

Leiðindafréttir...

....hvað er í gangi!! Við eigum ekki að meiga hafa full skipað lið :( Núna er Alesander Peterson kjálkabrotin, og líka þessi lykil maður í liðnu :'( Ég er ekki smá svekkt. Hann er búin að standa sig eins og hetja í þessu móti og við erum sko að missa mikið að missa hann!!! Damn it!
|