SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, May 31, 2005

Leiðindar leikur

Við skötuhjúin kíktum á Grindarvík-ÍBV í gær, og það var sko ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef farið á. Þvílík hörmung. Vörnin var slöpp þrátt fyrir að nánast allt liðið var í vörn, og sóknin var engin. Held að eyjapeyjarnir þurfa aðeins að taka sig til í andlitinu ef þeir ætla ekki að falla. Ekki að ég viti mikið um fótbolta en ég veit hörmung þegar ég sé það ;) hehe
|

Monday, May 30, 2005

Harðsperrur í öxlunum!

Já það tekur greinilega á að halda litlunni hennar Eyrúnar uppi á skautum! Reyndar er hún ekkert svo lítil, á án efa eftir að ráða við mömmu sína fljótlega ;) hehe
Er núna á fundi dauðans...hélt þetta yrði bara voða stuttur og fínn fundur, en nei nei, þetta er í 3 tímar!! Og líka um e-ð sem ég kann... Núna er ég orðin svöng og bíð eftir að komast aftur upp í banka, beint í kaffitíman ;) hehe
|

Sunday, May 29, 2005

Fínasta helgi

Helgin byrjaði á því að við familían fórum út að borða, þaðan fórum við Jónþór í pottapartý til Kötu, sem var samt eigilega hálf leim "potta" partý þar sem það voru tveir í pottinum og allir hinir að tjilla inni. Ég lét mig nú samt ekki vanta í pottinn, en stoppið þar var stutt þar sem Actionary tók síðan við. Smá og smá saman fækkaði í partýinu þangað til að við vorum bara orðin fimm eftir. Um 3 leitið kíktum við á Hressó og síðan heim. Okkur Jónþóri fannst við vera voða sniðug og létum leigubílsstjórann henda okkur úr við Perluna og löbbuðum restina af leiðinni heim. Big mistake!! Ég var vælandi allan tíman, endaði með að jónþór gafst upp og henti mér á háhest :) Það var nú eigilega bara eins og að vera um borð í herjólfi í brælu þar sem við vorum hvorug edrú, ekki einu sinni nálægt því.
Laugardagurinn fór eigilega bara mestur í þynku. Okkur var boðið í afmælispartý til Bergdísar Klöru, og þar skófluðum við í okkur endalaust af brauðréttum og kökum. Takk fyrir okkur Bergdís, Eyrún og Tommi :) Um átta leitið fórum við síðan heim og ákv þá að fara á hestbak. Sú ferð var stutt þar sem Jónþór er byrjandi og hesturinn sem hann var á var kannski ekki alveg við hæfi!!
Dagurinn í dag er búin að fara í rólegheit bara. Eyrún sóttir mig um hádegisleitið og þá fórum við að sækja stelpuna og þaðan lá leiðin á American Style og síðan ísbúð vesturbæjar. Ákvöðum við síðan að fara og kaupa línuskauta á þær (sem tók sinn tíma) og kíktum svo út að línuskauta, ég, sighvatur, eyrún, bergdís klara og tommi. Vorum án efa eins og algjörir kriplingar þar sem það voru 3 algjörir byrjendur í hópnum. Það er allavega alveg á hreinu að ég þarf ekki að hafa móral yfir því að hafa ekki farið í ræktina í dag, þvílík vinna að halda Bergdísi uppi, ég er bara búin á því í hendinni!!
En því miður er no more fun today, þar sem ég á að mæta upp í Cafe Borg kl.8 að VINNA :( Ekki alveg að nenna því í þessu frábæra veðri. Alveg á hreinu að þetta verður ein af MJÖG fáum helgar vöktum sem ég tek. Vil miklu frekar vinna virkkvöld heldur en um helgar. Þær eiga að fara í skemmtun í sumar :)
|

Friday, May 27, 2005

Er fólk að taka sér sumarfrí frá bloggi...

Nú var ég að spá hvort fólk væri að taka sér sumarfrí frá því að lesa blogg? Mér finnst nefnielga commentin vera nánast engin þessa dagana...eða er mar bara svona BORING!!!!
|

Nýjustu fréttir af endajaxlatökunni

Þetta var nú ekki jafn auðvelt og ég var búin að halda fram. Jújú sjálf takan gékk mjög vel, en verkirnir eftir á voru ekkert gríðalega skemmtilegir. Þurfti bara að taka reglulega inn verkjatöflur alla helgina. En núna held ég að ég sé bara orðin fín. Sat hérna áðan og fann allt í einu fyrir e-u skrítnu upp í mér, og hvað haldiði, saumurinn bara búin að losna (sem átti að ske) þannig ég var bara mjög fegin þar sem hann var búin að vera að pirra mig frekar MIKIÐ! Núna vona ég bara að þetta sé búið í bili, until next time..........28.júní!
|

Thursday, May 26, 2005

Loksins allar komnar

Þá er mar búin að fá allar einkunnirnar. Bara mjög sátt. Get nú varla verið annað. Við Jónþór og Arna Sif erum búin að standa okkur eins og hetjur og mamma og pabbi búin að bjóða okkur út að borða á morgun til að halda upp á þetta. Nú á bara Hvati bró eftir að taka prófin sín, þau byrja á mánudaginn þannig við vonum bara að hann standi sig peyinn :)
|

What to do....what to do!?!?!

Nú eru góð ráð dýr.......búin að sitja hérna í bankanum all day og liggur við að ég get talið á annari hendinni hvað ég er búin að afgreiða marga. Mikið ROSALEGA dettur þetta allt niður þegar veðrið er gott! Svo eru allir svo skipulagðir hérna að það er ekkert sem liggur fyrir, þannig maður hefur ekkert til að eyða tímanum í..........OG svo var ég að bjóða mig fram í að vinna aukavaktina í kvöld, s.s. vinna til 7.30 í stað 6, þar sem sá sem á þessa vakt er veikur. Þannig ef þið fréttið ef mær sem datt niður dauð úr hita og þreytu á því að bíða, í Smáralindinni, þá vitiði hver það var!! Nei ojj mar á ekki að segja svona!!!
|

Walkers komið til Íslands

Hvet ALLA til að fara út í búð og kaupa sér Walkers snakk. Hélt ég mundi endanlega missa mig þegar ég fór í 10 11 í gær og sá að uppáhalds snakkið mitt væri komið til landsins. Það sem er enn fyndnari er að við stelpurnar vorum einmitt að tala um þetta daginn áður, að þetta hlyti að fara að koma, svo bara næsta daginn KOMIÐ :) Bragðtegundirnar virðast kannski örlítið strange en ég lofa, just try it, you'll love it :D Ég mæli helst með Salt & Viniger eða Prawn Cocktail, þó svo að ég er ekkert hrifin af ediki eða rækjum. Þetta bragðast allt öðruvísi.
|

Alveg rosalegt

Nú held ég ekki með Liverpool.......langt frá því reyndar, er ManU aðdáandi, en gat nú ekki annað en staðið við bakið á Jónþóri í gær þegar við vorum að horfa á Liverpool-AC Milan. Þvílíkur leikur, djöfull var gaman að horfa á hann. Þetta var alveg ótrúlegt, að vera 3-0 undir á móti AC Milan, og ekki bara að jafna, heldur en að vinna þau síðan í vídó....! Nú held ég að pabbi hljóti að sjá eftir því að hafa ekki þegið boðið út á leikinn!! Djöfull hefði verið gaman að vera á staðnum :) Til hamingju Liverpool aðdáendur, ykkar lið á sannarlega hrós skilið :D
|

Wednesday, May 25, 2005

Ættu að auglýsa "ekki hollywood/disney ending"

Þoli ekki svona myndir sem enda ekki á því að allir verða voða happy happy joy joy! Var að horfa á Alfie í gær, hún endar ekkert sorglega svo sem en samt ekki eins og ég hefði viljað. En svona er þetta víst, mar verður að sætta sig við reality!! Hélt nú reyndar að Tommi og Eyrún mundu þurfa að rúlla mér út þar sem ég borðaði svo mikið af góðgæti hjá þeim á meðan að ég glápti á myndina!!
|

Tuesday, May 24, 2005

Kort á netinu

Það ætti að vera til síða sem heitir kort.is eða e-ð (svo sem skít sama hvað hún mundi heita) þar sem væri hægt að stimpla inn nafn á götu sem mar væri að leita af, og skrifað líka hvar mar er, og þá mundi tölvan bara finna bestu leiðina, sem mar gæti síðan bara prentað út og tekið með sér. Þetta væri mega sniðugt.......! Kannski er þetta núþegar til, og ef svo er, please commentið þar sem þetta yrði án efa my second bible!!
|

Aðal styrktaraðilar BMW

Nú er hann Jonny búin að vera í vestmannaeyjum heldur lengur en planað var. Það vildi bara svo skemmtilega til að minn var þunnur, ný kominn til eyja og var að fara að tæma bílinn, þegar hann náði að læsa sig úti (var að fara að gista hjá afa sínum, sem var í útlöndum). Hann ætlaði þá að labba og redda auka lykli, opnaði skottið, lagði lykilinn frá sér og gleymdi honum síðan, s.s. læstur út úr húsinu og bílnum! Þar sem þessi bmw-ar eiga að vera svo öruggur er ekki séns að löggan geti brotist inn í hann, hvað þá e-r annar, þannig eina sem hægt var að gera í stöðunni var að panta nýjan lykil frá ÞÝSKALANDI! Við erum því búin að vera að bíða eftir að fá hann þannig að jónþór komist upp á land með bílinn. Sem betur fer kom lykillinn í morgun og minn maður kemur því heim tomorrow. Held samt að þessi saga sýni ágætlega að mar er allavega ekki eina ljóskan í sambandinu ;) hehe
|

Nýtt skemmtiatriði á þjóðhátíð!

Það er aldrei að vita nema það verði nýtt skemmtiatriði á stóra danspallinum í ár...miða við vinsældir sem þessi saga mín fékk í englandsferðinni þá er ég hrædd um að ég væri að tapa á því að sýna þetta upp á stóra sviðinu, ætti frekar að sýna þetta inn í e-u hvítu tjaldi og rukka inn. Hélt að stelpurnar ætluðu að æla yfir mig úr hlátri. Ég sem ætlaði ekki að segja neinum nema Jónþóri þetta, þar sem þetta er hálf neyðarleg saga!!! Reyndar erum við allar fjórar frekar klikkaðar í kollinum þannig það þarf ekkert að vera að e-m öðrum finnist þetta einu sinni broslegt!! En við skulum sjá til hvernig liggur á manni þegar nær dregur ;) hehe
|

Like riding a bike!!

Mín fékk bara að vera ein á kassa í gær, sem ser snilld. Þetta var sko fljótt að koma. Reyndar er alltaf verið að breyta þessum kerfum til að gera þau betri og öruggari þannig þetta er ekki allt alveg eins og seinasta sumar, en svipað og maður er ágætlega fljótur að ná þessu. Svo var ég að hrinjga upp á kaffihús áðan og fer að byrja á sumarvöktunum mínum þar, þannig nóg að gera.
Búin að fá einkunnir úr fjörum vorprófum og eru þær bara búnar að vera mjög fínar, þannig við vonum bara að seinasta einkunnin fari ekki að klúðra því! Þ.e.a.s EF við fáum þá einkunn einhvertíman, þessi kennara tussa (excuse the language) ætlar aldrei að drulla þessu inn á netið, mar er orðin frekar pirraður!!!
|

Monday, May 23, 2005

Allt að gerast

Já við Hvati ákvöðum bara að skella okkur til Eyja á föstudaginn, og komum heim í gær. Þetta var nú afar róleg ferð, fór eigilega bara til að hitta Jónþór og Dóru Björk og co. Því miður gat Jónþór ekki komið til baka með okkur þar sem við erum að bíða eftir að fá nýjan lykil af bílnum okkar sem við þurftum að panta og er á leið frá Þýskalandi!!
Í dag byrjar alvara lífsins.....VINNAN!! Á að mæta upp í banka kl.10.45. Vona að ég komist bara sem fyrst á kassa, já og bara að ég sé ekki búin að gleyma öllu! :( Nei nei gamla brain-ið hlýtur að geta rifjað þetta upp ;) Sjáum til......
|

Friday, May 20, 2005

Nýtt met

Fór í endajaxlatöku í morgun. Hann tók tvo, þannig það eru tveir eftir, sem hann tekur í lok júní. Þetta gekk bara ekki smá vel, hann tók þessa tvo á tæpum 10 mín, ekki slæmt!! En núna er ég alveg lömuð öðru megin, þannig erfitt að tala!! Það er kannski það vesta við þetta allt saman, að geta ekki talað. En ég kem þá bara sterk inn á morgun ;) hehehe
|

Thursday, May 19, 2005

Komnar aftur to the land of ice

Þá er maður mættur aftur á svæðið. Var nú bara að koma heima og nennti ekki að fara strax upp í þar sem maður fékk 3 sæti og hellings tíma til að sofa í vélinni heim. Það þarf ekki að segja fleirra um þessa ferð en tær snilld!!! Hefði aldrei getað ímyndað mér eins vel heppnaða ferð. Verslað, spjallað, djammað, chillað og bara allt sem því fylgir. Algjört æði. Tókum helling af myndum og verða nokkrar vel "ritskoðaðar" settar inn á netið ;)
|

Friday, May 13, 2005

Er þetta grín!?

Var að hringja og ætlaði að panta my usual yfir verslunarmannahelgina, og það var allt fullt fyrir bíl og kojur, á fimmtudaginn og mánudaginn!! Anskotin! Nú þarf maður bara að vera duglegur að hringja og tékka á stöðunni og vona að sem flestir hætti við! ;)
|

Bíð og bíð og bíð og BÍÐ!

Djöfull er ég orðin þreytt á að bíða eftir þessu prófi. Held líka að ég hafi aldrei verið jafn róleg fyrir próf, hafði ekki einu sinni fyrir því að vakna snemma í morgun til að læra. Vaknaði bara við símann, þar sem Systa var að forvitnast um hvort hún þyrfti nokkuð vegabréf til að komast til Englands "Jú elskan!!!!" Alltaf svo tímaleg þessi elska! En annars vona ég bara að Guðmundur góði, hafi í raun og veru verið góður þegar hann var að semja þetta próf, því það væri virkilega svekkjandi að renna á rassgatið svona í seinasta prófinu!!! Vonum það besta, og já líka að tíminn LÍÐI e-ð!
|

Nú væri ég til í að...

  1. ...kl. væri 13.30 13.maí (væri s.s. á leiðinni í prófið)
  2. ..Eyrún færi að ná sér upp úr þessum veikindum þannig hún verði brött í ferðinni
  3. ...Dröfn haldi sér á strikinu, þannig að við finnum hana á laugardaginn þegar við förum ;)
  4. ...Systa fari að koma sér í bæinn, þannig við þurfum ekki að sigla yfir á tuðru og sækja hana

Svo segi ég bara góða nótt og gangi öllum vel sem eru að fara í seinasta prófið sitt 2moro (eða eigilega í dag)

|

Thursday, May 12, 2005

Ekki alveg nóg gáfulegt hjá mér!!

Já ég verð nú bara að taka þetta á mig, var ekki alveg að fatta að allur heimurinn horfði nú kannski ekki á America's Next í gær, bara útaf ég gerði það!! Þannig ég biðst bara afsökunar á að hafa skemmt fyrir þeim sem lásu bloggið um þáttin í gær (sorry sunna) en allavega sagði ég ekki hver vann, það var nú frekar gáfulegt, miða við hvað ég var reið!!! ;)
|

Hvernig stendur á þessu?

Afhverju er mar hræddur við fáranlega hluti? Fór allt í einu að hugsa um þetta áðan þegar ég skalf, var svo hrædd um að kattar kvikindið væri komið inn, þannig ég hljóp um alla íbúð og lokaði öllum gluggum!! Hversu slæmt er það, að geta ekki orðið andað inn í sinni eigin íbúð útaf mar þorir ekki að hafa gluggana opna!! Nú eru kettir mjög scary miða við margt sem fólk er hrætt við, sem dæmi má nefna, kóngulær, hrossafiðrildi, býflugur og margt fleirra. Allavega eru kettir stórir og geta klórað og bitið!!!
|

Alvarlegur tyggjóskortur á Bakkahlíð 35

Maður er farin að þurfa að bursta á sér tennurnar 10 sinnum á dag (ok kannski ekki alveg, en nánast) þar sem tyggjóið er búið. Mamma eða pabbi kaupa reglulega þegar þau eru að flakka á milli, þannig við eigum ALLTAF tyggjó, nema núna og þetta er ekki alveg að virka. Sem betur fer er mar að fara út á laugardaginn og getur fjárfest í einu slíku kartoni;) Og já ég veit, þetta er orðið bara jafn ódýrt í Bónus og á flugvellinum, en æ þetta er bara e-r hefð!!
|

Og svo varð hún ein í kotinu :(

Sniff sniff...jónþór var að yfirgefa mig fyrir sumarbústað, pott og áfengi...trúið þið því!!! :´( Ég reyndar trúi því mjög vel...! Ohhh hvað mig langaði með, haldiði að það hefði ekki virkað vel að mæta bara þunn og fín í prófið á morgun? ;) hehehe Nei nei ég held að þetta hafi bara verið fínt fyrir okkur bæði, Jónþór að fá smá útrás út í sveit og ég að geta einbeitt mér almennilega að þessum lærdómi.
|

Sorry þið sem eigið ketti en djöfull HATA ég þessi dýr!!

Vitiði það að nú er ég ekki að djóka, ég er að spá í fara í heimsókn til vin hans Jónþórs og fá lánaða byssu sem hann keypti sér um daginn og vaka síðan þessar fáar nætur sem ég á eftir hérna á akureyri þennan "veturinn" og bíða eftir að þetta ógeðslega kvikindi lætur sjá sig!! Djöfull hata ég köttinn sem býr hérna á efri hæðinni. Svona honum til skemmtunar þá stekkur hann hérna inn um gluggan hjá okkur, BARA á nóttinni, og mig bregður alltaf svo (bæði útaf ég á ekki von á honum svo bara þoli ég ekki ketti yfir höfuð) að ég góla og þá bregður Jónþóri alltaf svo að hann verður hálf fúll! Ég er bara búin að fá nóg, svo hjálpar ekki til að konan sem býr á efri hæðinni er svo ógeðslega leiðinleg að það væri liggur við gaman að fara upp með kattakvikindið í poka!! (Þetta var reyndar svolítið nastý, tek það á mig, EN var að lenda í þessu rétt áðan þannig er frekar pirruð!)
|

Wednesday, May 11, 2005

Jólasveinninn valinn :(

Anskotin....ég er búin að halda með YaYa frá byrjun og hún komst í fínal tvo, en nei nei síðan var jólasveinninn valinn frekar en hún. Engan vegin sanngjörn úrslit, YaYa var og er miklu meiri fyrirsæta!! :( sniff
|

Tuesday, May 10, 2005

Þá er það staðfest...

...ég er löglega afsökuð, skv rannsóknum þá eru fiskar (stjörnumerkið) mjög latir við að þrífa bílina sína, s.s. svekkjandi fyrir Jónþór :D
|

Meira en að segja það að pakka niður fyrir 3 mánaða sumarfrí, englandsferð og 2 vikna ferð til Flórída/Orlandó!

Húhhh er búin að vera að þrífa ískápinn, rúslaskápinn, íbúðina (þurka af, ryksuga og skúra) og pakka niður. Held ég hafi aldrei pakkað niður svona snemma! En lítið annað í boði þar sem ég tók mér pásu í dag frá lærdóminum, og verð því að læra á morgun og hinn og síðan er prófið, djamm og flug í bæinn! Þannig þetta er eini tíminn sem er í boði. Og þetta er ekkert grín, ég þarf að pæla í öllu sem ég á eftir að gera í sumar og hvað ég þarf til þess, sem dæmi má nefna, hlý föt á þjóðhátíð, strandarföt fyrir flórída, hitt og þetta í sumarbústað ferðir, og já bara allt!! Þannig endilega ef ykkur dettur EITTHVAÐ í hug sem ég gæti gleymt, hversu augljóst sem þið haldið það sé, endilega commentið hérna! Er nefnilega viss um að ég eigi eftir að gleyma e-u.
|

Er sumar loksins að koma...?

Veðurguðirnir eru búnir að vera voða almennilegir við okkur hérna fyrir norðan, að því leiti að þeir eru ekkert búnir að vera að glenna sólina framan í okkur á meðan við erum að lesa fyrir þessi próf. Satt að segja er bara búið að vera frekar kalt og haustlegt! En núna þegar ég er að fara að taka næst seinasta prófið mitt og er vöknuð hérna fyrir allar aldir þá sýnist mér sumarveðrið vera að koma :)
|

Monday, May 09, 2005

Tvær hljómsveitir á þjóðhátíð...

hvernig lýst ykkur á það? Skímó og Menn í svörtu? Mér lýst vel á hljómsveitirnar, en fannst líka fínt að hafa þrjár, og hver spilaði tvö kvöld. Ætli það komi þá ekki bara suprise hljómsveit....kannski Egó aftur :D
|

Loksins loksins hálfnuð...og rúmlega það :)

Þá er ársreikningsprófið BÚIÐ og váááá hvað það er frábært. Var orðin frekar kvíðin! Var nú ekki alveg nógu ánægð með hvernig prófið byrjaði, sá fyrir mér að geta ekki einu sinni reynt við 20% af prófinu, þannig geymdi það. Gerði allt hitt, og fór síðan aftur að reyna við þessi blessuðu 20% God only know hvernig það fór, en við sjáum bara til.
Nú er bara að einbeita sér að næsta prófi: Markaðsfræði, 20kf sem við eigum að kunna of by heart, og eru þetta endalausar upptalningar. Heilinn orðin frekar þreyttur þannig þetta gæti orðið strembið. Jónþór er að fara í próf kl.14 og þá stefni ég á að byrja. Síðan verðum við eflaust að læra lengi lengi fyrir þetta, og vöknum snemma þar sem þetta próf í í fyrramálið :/
En hvað segiði annars er ekki gaman að lesa svona prófblog ALL the time ;) hehehehe Sorry á mér bara ekkert líf þessa dagana!! En það styttist :D
|

Change of plan

Sálin er ekki að spila á föstudaginn, sem er BARA ömurlegt, í staðinn eru þeir að spila á sunnudaginn útaf það er frídagur á mánudaginn (fyrir þá sem ekki vita :) ). Skv sjallinn.is þá er ekkert ball á föstudaginn, sem mér finnst lélegt þar sem allir í háskólanum verða búnir í prófum (nánast) og á leiðinni á djammið. Ég efast nú samt ekki um það að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt kvöld. Allir í svaka stuði :)
|

Crazy in the brain house - eins og sumir mundu segja

Þá er komið að því, ársreikningsprófið að byrja eftir 2 klst. Fólk er búið að vera að læra eins og brjálaðingar fyrir þetta próf, enda ekki skrítið við erum ekki búin að fá neina kennslu í þessu í vetur. Vorum með endurskoðenda sem kennara fyrstu 2-3 mánuðina (need I say more!?) og síðan loksins þegar annar kennari átti að taka við (sem við vorum með í fjárhagsbókhaldi fyrir áramót) þá var hún alltaf veik greyið og tímarnir að falla niður. Þannig við skulum alveg sjá til með hvernig þetta fer. Mar reynir allavega sitt besta - getur ekki gert betra en það, allavega ekki héðan af.
Annars er bara ekki rass að frétta. Jónþór er búin í prófum eftir morgun daginn og ég ætlaði að taka mér frí þann dag, því seinasta prófið mitt er ekki fyrr en kl.2 á föstudaginn, en síðan var hringt í hann í gær og beðið hann að koma að vinna strax eftir prófið, þannig nothing better for me to do heldur en að byrja bara....eða við skulum sjá til.
|

Friday, May 06, 2005

Þetta styttist allt saman..

Þá var Sigurbjörg að leggja í hann suður, lucky bitch! ;) Nei segi nú bara svona, hélt nú samt að jónþór ætlarði að læðast í skottið hjá henni og fara bara með. Maðurinn er að drepast úr leiðindum held ég bara, án gríns!
En já þrjú próf eftir. Ætla að skella mér í klippingu og svona á þriðjudaginn, þannig maður verði fínn og sætur þegar mar fer út með stelpurnum og já auðvitað líka á loka djamminu. Sjárvarútvegsdeildinn er búin að skipuleggja massa djamm eftir prófin, út að borða og svona, spurning hvað Reki ætlar að gera....? Og já ANNAÐ.........SÁLIN ER AÐ SPILA Á FÖSTUDAGSKVÖLDINU, hefði varla getað verið betra :) Eins gott að mar hagi sér eins og manneskja og missi ekki af fluginu suður á laugardaginn, hrædd um að maður ætti þá fáa daga eftir ólifaða, the girls would KILL me!
|

Wednesday, May 04, 2005

Jæja tvö búin

Þá er maður búin með Rekstrastjórnun, sem er gott. Hélt reyndar að ég mundi þurfa að skila hendina mína eftir á borðinu, hún var við það að detta af ég skrifaði svo hratt þarna í lokinn! Átti s.s. tvær 15% spurningar eftir þegar það voru 40mín eftir af tímanum, ekki alveg nógu sniðugt. Þetta var alltof langt próf, það fór engin fyrr en okkur var eigilega bara hent út. Eins og sumir vita þá þarf ég að borða á svona 2 klst fresti annars fer maginn að væla, og ég hafði ekki einu sinni tíma að fá mér vatnsopa...jú fékk mér reyndar einn og var að drífa mig svo svakalega að ég helti öllu því sem átti að fara upp í mig á prófblaðið!!!! En svona er þetta. Held mér hafi gengið ágætlega, kemur í ljós eftir 10 virka daga býst ég við...
|

Monday, May 02, 2005

Jæja jæja

Þá sit ég ENNÞÁ hérna við tölvuna og er að reyna að mana mig upp í að fara að læra aftur....er bara ekki að nenna því strax. Maður verður að fá smá breik á milli prófa...er það ekki!? Sit bara hérna að hlusta á þjóðhátíðalög og vafra á netinu. Voða næs :)
|

Heil saga í kringum þetta próf...

Þá er fyrsta prófið búið. Veit ekki hvernig gekk, fæ að vita það eftir 10 mín því þetta var tekið í tölvu, og því þarf kennarinn bara að ýta á einn takka og þá eru einkunnir komnar.
Allavega þá var nóg að gera hjá mér í þessu prófi....! Mín mætti bara snemma, síðan þegar það voru svona 4-5mín í að það átti að byrja fattaði ég að ég var ekki með skilríki (þurfum alltaf að vera með svoleiðis í prófum), já ok ég náði að tala við prófstjórann um að fá að sleppa því í þetta skipti. Síðan byrjar prófið og eftir svona klst þá dettur netið bara út hjá mér, s.s. prófið lokast.. þá þarf að hringja í tölvukarl til að láta kanna þetta. Þegar hann kom þá vissi hann eigilega ekkert hvað var að en hann fiktaði e-ð í snúrunum og þetta lagaðist, 5 mín seinna datt það aftur út! Enn og aftur þurfti að hringja í karlinn. Jæja svo er ég að reikna þessi blessuðu dæmi, sé ég þá dæmi sem hafði aldrei komið áður hjá okkur (en ég sá í e-u skyndiprófi frá Jónþóri) sem ég hafði sleppt að kíkja á þar sem okkur hafði aldrei verið sýnt hvernig átti að reikna það. Þannig já ég sá aldeilis eftir því að hafa ekki reiknað það, en þegar ég var búin með allt prófið þá eyddi ég svona 30 mín í þetta dæmi, sem gildi b.t.w bara 0,4% og held að lokum hafi það verið orðið rétt hjá mér. Já en allavega... ætla að fara og ath hvort einkunin sé komin inn........... :/
|

Á e-r afmæli

Mér finnst alveg eins og ég sé að gleyma e-m.....er viss um að ég þekki e-n sem á afmæli í byrjun maí en get bara ekki munað hver það er. Hvati bróðir á afmæli 14.maí en það er e-r annar.....ef það ert þú endilega commentið og látið vita, afmælisdagar eru ekki alveg mitt sterka hlið, og hvað þá þessa dagana þegar mar er að fylla hausinn á sér af e-u skóladóti!!
|

Jájájájájá

Held nú að mar sé búin að standa sig í þessu bloggi í upplestrafríinu....og býst bara að við að það haldi áfram í prófunum sjálfum ;) Vonandi að ég hafi ekki verið að drepa ykkur úr leiðindum, það er nú takmarkað hvað mar hefur að segja þessa dagana! Skeður ekkert sérstaklega spennandi, kannski að mar finni svar við e-u sem mar er búin að vera að pæla í allan daginn, en lítið meira en það.
En já prófið er kl.14.00 í dag, sem mér finnst frekar leiðinlegur tími, mar á eftir að eyða öllum deginum í dag í e-ð stress, hræddur um mar kunni ekki nógu mikið, og síðan þegar mar er búin í prófinum kl.5 þá er bara rétt tími til að fá sér að borða og byrja síðan aftur alveg á fullu! Not an exciting life these days...
|

Sunday, May 01, 2005

Tonlist.is frítt þessa helgi

Við erum búin að vera að download-a fullt af íslenskum lögum þessa helgi, þar sem tónlist.is er að bjóða upp á ókeypis download á 50 lögum. Þannig ef ykkur dettur e-ð gott íslenskt lag í hug, endilega commentið, þetta rennur nefnilega út á morgun.
|

Is it just me eða ....

...eru fleirri farnir að borða helmingi meiri nammi núna (á meðan mar er að læra 24/7)en þeir gera venjulega!? Ég held að það fari bara ekki lengur e-ð inn fyrir mínar varir sem getur kallast hollt!! Jú nema kannski vinber og það er bara útaf ég sjúk í þau, hjá mér eru þau eins og nammi! Ef ég er ekki að troða í mig pizzu, pítu eða frönskum, þá er það súkklaði rúsínum eða bland í poka! Someone stop me! Þetta er ángríns frekar ólíkt mér....svo hreyfir mar sig ekki neitt, nema þá að labba inn í eldhús til að sækja sér e-n MAT!! Unbelievalbe!
Það er alveg á hreinu að um leið og ég er komin heim (eftir englandsferðina) þá fer ég og kaupi mér kort í líkamsrækt...meika þetta bara ekki.
|

Tomorrow tomorrow

Já fyrsta prófið á morgun. Mér fannst ég bara orðin ágætlega klár í þessu, kíkti þá á gamalt próf og kom í ljós að ég var alls ekkert nógu gáfuð! Ótrúlegt, þetta er krossa próf, sem þýðir að allir valmöguleikarnir hljóma eins, og það sem mar var pottþéttur á að mar kunni, var bara kjaftæði því manni finnst allir krossarnir passa! Púkó! En við vonum bara það besta, best að halda e-ð áfram...
|