SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Sunday, April 30, 2006

Sara tækni expert :D

Það er alveg vonlaust þegar netið klikkar hjá manni en sérstaklega þegar maður er í prófum. Maður þarf aldri meira á því að halda eins og núna, ekki bara útaf maður þarf að komast inn á WebCT og tölvupóstinn heldur líka bara til að hafa e-ð að gera þegar maður tekur sér smá pásu. Samt held ég að ég sé sjaldan jafn löt að kíkja blogghringing og þegar ég er í prófum, hef bara ekki tíma. Læt það nægja að blogga bara pínu fyrir aðra :)
En já allavega þá klikkaði netið í morgun og hver haldiði hafið komið því aftur í lag, yours truly...já það er sko ekki slæmt að kunna á kerfið ;) hehe
|

Saturday, April 29, 2006

Já það er ótrúlegt hvað maður nennir að brasa í þegar maður á að vera að læra :)




|

Eins og smákrakki

Í gær fór ég og hitti á kennarann sem kennir mér skattskil sem ég var búin að áætla að myndi taka 10 mín en tók síðan 1 klst og 20 mín. Greyið maðurinn var í vinnunni sinni upp í Deloitte og var væntanlega kominn með meira en ógeð af mér! Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég hafðu þurft að spurja mikið. En hann virtist ekkert pirraður eða neitt þannig efast um að hann láti þetta bitna á prófinu mínu þegar hann fer yfir það núna í maí. En já allavega, þegar jónþór kom heim úr vinnunni þá fórum við í bíltúr og sá ég þá kallinn (kennarann) vera að labbandi niður í bæ. Við ákvöðum að setjast fyrir utan kaffihús, fá okkur einn kaldan, spjalla og slaka aðeins á eftir daginn. Síðan fattaði ég það að hvað myndi ég gera ef kennarinn myndi labba framhjá og sjá mig sitjandi í tjillinu fyrir utan kaffihús með bjór, og hann ný búin að eyða "helmingnum" af vinnudeginum sínum í að fara yfir hitt og þetta með mér. Þá myndi hann kannski láta það bitna á prófinu mínu EN sem betur fer kom hann ekki þannig ég var safe! Hehehe pæliðið í því, þetta er eins og í gamla daga þegar maður var hræddur um að kennarinn myndi sjá mann með ógirta skirtuna eða e-ð...hehe já svona getur maður verið mikið baby í sér ;)
|

Friday, April 28, 2006

Tilkynning frá Veðurstofu Söru

17°c hiti á Akureyri - need I say more! :)
|

Fróðleiksmoli dagsins:

"To change is to lose identity; yet to change is to be alive..." (Brand 1997)

Leiðrétting: lagaði innsláttavilluna sem sum ykkar tóku kannski eftir ;)
|

Lítið farin að hugsa um sumarið

Verð að viðurkenna að ég er nánast ekkert farin að hugsa um sumarið. Veit ekki afhverju, venjulega um leið og mar sest niður við bækurnar til að fara að lesa undir próf fer maður að hugsa hvað mar ætlar að gera yfir sumartímann. En ekki í ár.
En sumarið mun væntanlega vera frekar frábrugðið seinustu tveimur sumrum þar sem nú verður Jónþór í landi (vonandi) allt sumarið :) Eini gallin sem ég sé við það er að kósí/bragðarefs/vídíó/rauðvíns/ stelpukvöldin okkar Drafnar verða væntanlega aðeins færri :( En vonandi gerum við bara e-ð annað skemmtilegt í staðinn. Svo held ég að flest allar stelpurnar (Sunna, Svava og co.) verði í borg óttans, fyrrverandi bekkjasysturnar, Eyrún og já bara allar hinar. Þannig nóg verður um stuðið. Eins og vananlega er stefnan tekin á að flakka e-ð um ísland, fara í sumarbústaði, til eyja og fleira. Já það verður ýmislegt gert býst ég við :D
|

Thursday, April 27, 2006

Uppsveifla

Nú er aðeins bjartari yfir manni heldur en í morgun, og á sólin stóran þátt í því. Ótrúlegt hvað smá sólskin getur gert góða hluti. Við jþ vorum að koma heim, kíktum í smá bíltúr, keyptpum okkur Brynjuís og löbbuðum einn hring í bæinn. Ef ég ætti grill þá væri ég sko að fara að grilla í kvöld :)
|

Stressið farið að magnast

Djöfull hata ég það þegar ég verð svona stressuð. Fæ svona köst af og til í próflestrinum sem og í prófvikunni. Finnst eins og ég kunni ekki rassgat, skil ekki neitt og tíminn að hverfa! Missi matalystina og langar að grenja. Já svona er að vera Sara Pálsdóttir á þessum tíma árs. Ekki gaman!
|

Wednesday, April 26, 2006

Hætt að láta gabba mig!

Sólin skín inn um gluggann, á hverjum einasta morgni, eins og henni sé borgað fyrir það. Maður fer, eins áður hefur komið fram, í rosa sumarskap, og síðan eftir svona 2klst fer að snjóa! Þannig nú er ég hætt að láta gabba mig, fer ekki í pils í dag, heldur bara buxur.....! Já ekki hægt að segja að maður sé ekki brattur. Ég er reyndar bara mjög ánægð með þetta veðurfar, sjáiði til: á morgnana er rosa sól þannig maður vaknar með bros á vör og ekkert mál að fara framúr, síðan þegar maður fer að byrja að velta því fyrir sér hvað það sé svekkjandi að hanga inni í svona góðu veðri dregst fyrir og verður rosa skýjað, og þá er ekkert mál að halda áfram að vera bara inni í hitanum!
"Always look at the bright side of life" - söng maður nú einu sinni alltaf á morgnana!
Annars var ég gjörsamlega crazy í gær, fékk út úr 30% verkefni einkunn sem ég hef ekki séð í mörg ár, og þegar ég spurði kennarann afhverju þá sagði hún "skortur á beinum tilvitnum"!!!!!!!!!!!!!! Þannig gott fólk passið ykkur að vitna í heimildir eins og ykkur sé borgað fyrir það! Þvílíkt bullshit ástæða. Ég er svo svekkt :(
Síðan fékk ég út úr öðru verkefni (sem ég einmitt bjóst við shittí einkunn fyrir) bara fínusta einkunn þannig já svona er lífið skrítið!
|

Tuesday, April 25, 2006

Brunkufar í snjókomu!!

Skelltum okkur í sund í hádeginu. Um leið og ég labbaði út hvarf sólin...typical! En mér var samt eigilega bara alveg sama, fínt að liggja bara í pottunum og slappa aðeins af. Svo fór ég inn og sá að ég var komin með pínu far, s.s. búin að fá smá lit. Þegar við löbbuðum út í bíl ætlaði ég að segja Jónþóri frá þessu, nema ég eigilega steingleymdi þessu þar sem mig brá svo að sjá snjókorn falla til jarðar! Já það má sko segja að veðurfarið hérna fyrir norðan er strange.....very strange!

Eftir klst ætti Reunion að vera að bryja en NNNNEEEIIII hann verður ekki sýndir þar sem hálvitarnir á Sirkus keyptu bara hálfkláraða seríu og ákvöðu að sína hana (eða svo skilst mér (samt varla að trúa því)). Og ég sem ætlaði að fara inn á vefin hjá þeim og kvarta fann ekki "kvörtuna" link-ið þannig gat ekki einu sinni látið í mér heyra!
|

Sumar í lofti....aftur!

Já svo virðist sem að sumarið sé farið að láta sjá sig hérna fyrir norðan. Það er varla að maður þori að draga fram sumarfötin ef ske kynni að það myndi hræða sólina og valda því að snjórinn, rigning eða e-r annars konar viðbjóður myndi láta sjá sig á ný. Ég er mjög hrifin af snjó en þá á ég líka við í des-feb/mars, ekki í apríl maí.
Annars verð ég nú að segja að nýja SKO símaft er ekki alveg að gera nógu góða hluti. Þessar auglýsingar eru algjör hörmung, ekki smá pirrandi. Síðan kom bréf inn um lúguna í fyrradag merkt Jónþóri þar sem stóð NAUÐSYNLEGT AÐ OPNA OG LESA SEM FYRST....eða e-ð álíka og maður fékk nánast hjartaáfall, hélt að hann væri bara kominn með e-a lögfræðinga á hælana. En nei nei þetta var bara auglýsing frá SKO! Það er greinilegt að fyrirtæki þurfa að vera ansi hugmyndarík til að ná athygli neytenda en come on....þau þurfa e-ð að fara að enduskota sína markaðssetningu er ég hrædd um.
|

Monday, April 24, 2006

Gærkvöldið fór í að BÓNA! hehe

Já við ákvöðum að bíllinn gæti bara ekki lengur þolið að vera svona drullugur þannig við drifum okkur bara upp í Esso og þrifum hann að innan sem utan, ryksuguðum og bónuðum. Now he's just like new :D Æ hvað þetta er fallegur bíll...love it.
Síðan kíkti Hjördís til mín og bauð mér í smá bíltúr...ég er að segja ykkur það að við fundum eigilega ekkert annað að tala um en PRÓF! Já það er nú ekki hægt að búast við öðru þegar við höfum bara verið yfir bókunum seinustu tvær vikurnar eða e-ð! En auðvitað náðum við líka að slúðra smá, við værum nú varla almennilegar píur ef við gætum ekki fundið e-ð smá krassandi til að tala um :)
|

Sunday, April 23, 2006

Það hlaut að koma að því

Maður var eigilega hálf eftir sig í gærkvöldi þegar maður var búin að horfa á bíómynd í ríkissjónvarpinu....á laugardagskvöldi! Það er sko ekki á hverjum degi sem það er hægt að horfa á e-ð í sjónvarpinu um helgar. Miklu meira úrval á virkum dögum.
Annars er bara nóg að gera að læra og því lítið annað að frétta. Var að fatta að ég fer í 6 próf á 9 dögum (helgi inn í því) þannig þetta verður sko búið áður en ég veit af! Byrja eftir 9 daga.....fun fun fun.
Það er alltaf á þessum tíma árs sem ég öfunda fólk sem er í símati! Ekki bara útaf þau þurfa ekki að taka lokapróf, heldur áttar mar sig bara á því hvað mar myndi læra miklu meira ef ég væri að læra stanslaust alla önnina, alltaf að taka próf og skila verkefnum. Í staðinn fyrir að gera ekki rassgat allan janúar og mest allan febrúar, drukkna síðan í verkefnum í 1 og hálfan mánuð og síðan lokapróf. Fáránlegt!!!!
|

Saturday, April 22, 2006

Sólin skein inn um gluggann..

...í morgun þegar við vöknuðum. Ótrúlegt hvað er mikið léttara að koma sér framúr þegar maður veit að það er gott veður úti. Allavega þá ákvað ég að taka með þessi líka sumarlegu föt í ræktina þannig ég gæti verið algjör pæja í dag í góða veðrinu. En hvað haldiði...þegar ég er búin í tíma, búin að fara í sturtu, komin í stutta pilsið og labba út í bíl krókna ég nánast úr kulda! Þvílíka breytingar í veðri! Þannig nú sit ég hérna heima fyrir fram tölvuna í flíspeysu og þykkum sokkum! Ekki alveg sumar stemmingin sem átti að vera í dag!
|

Og Jónþór...

How Will I Die Quiz
You will die at the age of 42
You will die of sunburn trying to beat the world record for nude sunbathing
Find out how you will die at Quizopolis.com

Ekki alveg nógu sátt við þetta,...langar ekkert að vera ekkja í 38 ár! En pínu fyndið hvernig er sagt að hann muni fara; í sólbaði! Maðurinn sem hatar að liggja í sólinni!
|

Friday, April 21, 2006

Ekki maður með mönnum nema að gera þetta...

Þetta er nýjast æðið á bloggsíðum og þar sem ég get nú ekki verið minni maður en næsti bloggarinn ákvað ég að prófa. Fannst þetta frekar krípí dæmi fyrst, að "athuga" hvenær maður deyr, en verð að segja að ég er ágætlega sátt við aldurinn...þ.e.a.s ef heilsan verður ennþá í lagi.

How Will I Die QuizYou will die at the age of 80
You will die when your chair explodes very unexpectedly
Find out how you will die at Quizopolis.com
|

Skattur mattur hattur

Auglýsi hér með eftir aðila sem vinnur við bókhald, sem endurskoðandi, skattstjóri eða bara ríkisskattstjórinn myndi líka dugla. Sá aðili þarf að vera laus 4.maí frá 9-12 og á að mæta niðrí Oddfellow, Akureyri.
Er búin að vera að rembast við að læra fyrir þetta próf í skattskylum og það gengur svona líka illa. Hafði ekki miklar áhyggjur af þessu þar sem ég hélt að prófið yrði mest allt dæmi en sé núna að það er bara 40% dæmi og 60% skriflegar spurning. Og þar sem lesefni er Lög á rsk.is þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvernig gengur að lesa þetta yfir! Ekki vel! En jæja best að hætta þessu tuði og halda áfram!
|

Thursday, April 20, 2006

Gleðilegt sumar :)

Það var ekki annað hægt en að skella sér í göngu þegar við vöknuðum í morgun. Fórum í eins og hálfs tíma göngu um Ak-city. Sólin skein og allt voða sumarlet :D
En jæja best að fara að byrja að læra.
|

Wednesday, April 19, 2006

Fuglarnir syngja og glærupakkar að hverfa?!

Já það var alveg yndislegt að heyra fuglana tístra hérna fyrir utan í morgun...kom manni algjörlega í sumarskap sérstaklega þar sem sólin skein inn um gluggan.

En annars hvað er málið með þessa glærupakka...ég er VISS um að það voru glærupakkar í Stjórnun sem hétu Stéttarfélög og annar sem hét Hið Gullna hlið (eða e-ð svoleiðis) en núna þegar ég leita af þeim finni ég þá ekki. Fyrst hvarf pakkinn um stéttafélögin og núna nokkrum dögum seinna þessi pakki.........alveg ekki að fatta þetta. Þið sem eruð með mér í STJ2203 megin endilega segja mér ef þið eruð með þessa glærupakka hjá ykkur!
(sorry ómerkilegt blogg EN samt ég er bara í sjokki hérna)
|

Þetta bara ætti að vera bannað

Nú viðurkenni ég það að ég á það alveg til í að missa mig í e-m þáttum og hreinlega missi mig ef það er e-ð sem skeður sem veldur því að þátturinn er ekki sýndur þegar hann á að vera sýndir!
Ég tala nú ekki um þegar það er próf og eina ljósið mans í myrkrinu (rosa drama) er að geta skriðið upp í sófa á kvöldin með Jónþór, teppi og ávexti/e-ð óhollt...og horft á þætti sem eiga að vera það kvöldið! En nei nei, ég hélt ég færi yfir um þegar ég leit á textavarp.is og sá að Reunion var ekki kl.21.30 eins og það átti að vera! Ég meina come on...það er eitt að taka þessa þætti frá manni bara whenever, en í próflestravikunum...thats just nasty!
|

Monday, April 17, 2006

Coming to an end..

Sorgarfréttir fyrir mig og án efa fleiri......lokaþáttur í Sex & the city er 2.maí....þannig stelpur ekki leyfa einum einasta þætti framhjá ykkur fara héðan í frá! E-r þáttur, The L-word, byrjar 3.maí...hef enga trú á honum, allavega ekki í samanburði við S&TC! :´(
Maður á kannski ekkert að vera að segja frá þessu en páskaeggið KLÁRAÐIST á Bakkahlíðinni í gær! Já gott fólk, og við skulum ekkert vera að skafa af því, þetta var Nóa Siríus egg nr.7! Þannig það má eiginlega segja að (allavega ég) er komin með nóg af súkkulaði í bili. Hvernig væri að fagna e-m degi á árinu með snakki? Sumir gera það held ég á áramótunum, en þá held ég nú samt að snakkið fái ekki að njóta sín í botn þar sem margir kjósa áfengið frekar!!?
Annars lét ég það eftir Jónþóri að fara í Scabble við hann í gær...eins og Fimbulfamb hefur þessi leikur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér, for similar reasons. En verð nú að segja að ég kom sjálfri mér á óvart. Var ekki eins skelfileg og ég hélt ég yrði. Gaman að því :D
|

Sunday, April 16, 2006

The psycho has returned!

Anskotinn.....kellingatuðran sem býr hérna við hliðina á okkur er komin aftur! Sorry en var að vona að hún hefði farið í meðferð þar sem hún er ekki í lagi í hausnum og þar er allavega fólk sem gæti mögulega hjálpað henni e-ð! Nú er bara spurning hvort hún fari ekki að fylla húsið aftur af einhverjum dýrum! :(
|

"Fæst orð hafa minnsta ábyrgð!"

.....s.s "farðu nú að þegja!" Þetta var málshátturinn sem við fengum í páskaegginu í morgun. Leitin að egginu hófst um hálf tíu í morgun en þá var ég búin að pína mig í að sofa lengur í svona einn og hálfan tíma! Ótrúlegt hvað ég á erfitt með að sofa út þessa dagana.

Annars er ekkert sérstakt plan fyrir daginn í dag, læra, fara í göngu og most of all BORÐA SÚKKULAÐI.

Gleðilega páska elskurnar :)
|

Saturday, April 15, 2006

Bara PIRRANDI

Hvað er að fólki. Er e-ð flókið fyrir fólk að skilja að á bókasöfnum á maður að stein halda kjafti!? Var ekki mjög hrifin að þurfa að fara upp á bókaaafn í morgun (hef bara slæma reynslu af því frá undanförnum árum) en þar sem vinur Jþ var að koma að læra með honum vildi ég ekki vera fyrir. Jónþór benti mér líka á að flestir eru bara í páskafríi og eru ekki byrjaðir að læra þannig bókasafnið yrði örugglega tómt.
Jájá ég kem hérna upp eftir og bara mjög ánægð, mjög fámennt en góðmennt. Allir s.s bara halda sér saman, og m.a.s. berja ekki á lyklaborðið eða neitt þannig þetta leit mjög vel út. Þangað til að útlendingarnir byrjuðu! Það er Payphone hérna frammi sem útlendingarnar nýta sér og ég held stundum að þeir missi sig svolítið í gleðinni yfir að vera að tala við familíuna og vini í þeirra heimalandi að þau fatta ekki að við heyrum ALLT hérna inn á bókasafn! Þeim er kannski skít sama þar sem við skiljum þau ekki, en halló mér er ekki sama! Bara pirrandi!
|

Bloggleysi

Hvað er í gangi hjá fólki...vitið þið ekki að þótt það séu páskar þá má samt alveg blogga! Ekkert smá leiðinlegt að kíkja inn á síður hjá fólki þessa dagana...gjörsamlega ekkert að ske! Held reyndar að ég viti afhverju stór hluti er ekki að blogga, væntanlega vegna þess að þau eru einhverstaðar í fríi annars staðar en heima hjá sér og þá nennir maður ekki að eyða tíma í að finna tölvu og blogga.

Já svo er veðrið hérna á Akureyri alltaf jafn skrítið, ef það er ekki að snjóa á fullu þá er sól. Í gær var t.d. sól allan daginn svo um kvöldið fór að snjóa, hvað er það?!

Annars sýnist mér ekkert vera neitt svakalega mikið af "ferðamönnum" hérna á Akureyri um páskana?! Mér finnst allavega ekkert virka neitt fleira niður í bæ eða neitt svoleiðis. Reyndar heyrði ég í fréttunum í gær að 5000 mans höfði verið upp í Hlíðafjalli og þar sem íbúafjöldi Ak-city er um 16000 þá efast ég um að 1/3 af bænum hafi bara verið upp í fjalli, þannig eflaust e-ð aðkomufólk!
En nóg af þessu rugli....bið að heilsa og munið: allir að borða páskaegg á morgun :D
|

Friday, April 14, 2006

Allir á ferð og flugi

Ég hef nú verið frekar löt að kíkja "blogg hringin" þessa dagana en hef samt tekið eftir því á þeim síðum sem ég hef verið að kíkja á að það eru bókstaflega allir á flakki! Fólk að fara til Míamí, Köben, Eyja, Ísafjarðar, Seyðisfjörð og ég veit ekki hvað og hvað! Það lengsta sem við höfum farið þessa páskana er í bíltúr til Húsavíkur! Ætlum ekki einu sinni að kíkja í bæinn, algjörir aumingjar! hehe
Annars fórum við á þetta leikrit í fyrrakvöld og það var bara fínt. Ef þið fáið gefins miða endilega skellið ykkur en veit ekki alveg hvort ég myndi mæla með þessu ef þið þurfið að borga 2500kr á mann! Þetta var fyndið en maður lá nú ekkert í gólfinu samt. Hefði örugglega verið fyndnari hefði Jón Gnarr sjálfur leikið í staðinn fyrir að fá þennan Jón Sigurðsson (eða hvað sem hann nú heitir) til að leika aðalhlutverkið. Samt fannst mér frekar fyndið að þeir voru tveir og annar þeirra lék 20 hlutverk á þessum tveimur tímum, frekar flott sko.
Annars virðist ég bara alltaf vakna svona snemma þessa dagana, ánþess að stilla klukku eða neitt. Það er kannski allt í lagi þar sem ég er að hætta um 5-6 leitið á daginn og á kvöldin til að gera e-ð skemmtilegt.
|

Wednesday, April 12, 2006

Fór allt í köku...

Já dagur sem átti að fara í lestur hefur hingað til farið í allt nema það. Vaknaði tímalega í morgun, en kíkti inn á póstinn minn og sá tilboðið frá IcelandExpress um miða á 2000kr til Englands. Eftir það var ekki aftur snúið, hringdi í Dröfn og ætlaði að fá hana mér mér. Síðan kl.12 hófst salan og við vorum í einn og hálfan tíma að reyna að bóka þessa fokkings miða en án árangurs! Þannig ég er ennþá miðalaus lítil stelpa! En æ við áttum hvorugar svo sem efni á þessu þannig nú bíð ég bara og vona að e-r bjóða mér út ;) Anybody?
Annars fórum við skötuhjúin með flöskurnar áðan og fengum 1500kr sem er ekki tekið upp af götunni! Vorum einmitt á leiðinni í Bónus að kaupa okkur páskaeggið og þar sem það var búið að lækka niður í 1500 passaði þetta ákkurat :D hehe Nei nei annars þurftum við nú að kaupa hitt og þetta, en samt ekki brot af því sem allir voru að kaupa! Það var allt að verða vitlaust í búðinni. Dísús. Fólk að missa sig í páskagleðinni. Við komum líka við í Eymindson og keyptum miða á showið í kvöld þannig vonandi að það verði gaman. Ætlum að elda okkur góðan mat og drekka e-ð gott með. Ahhhh hlakka til kvöldsins :)
|

Naglinn!

Páskarnir nálgast. Við þurfum að fara að skella okkur í Bónus og kaupa eitt stykki EGGI :) Nóa Seríus nr.7 here we come ;) Eins gott að það verður ennþá til, ekki eins og hérna um árið þegar þau kláruðust og við þurftum að FJÁRFESTA í einu slíku í Hagkaupum.

Annars vorum við að spá í að skella okkur á Naglann í kvöld, leikrit eftir Jón Gnarr. Eins og stóð í auglýsingunni er þetta "broslegur harmleikur um karlmennskuna". Hef reyndar ekkert heyrt, slæmt né gott þannig endilega ef þið vitið e-ð látið mig vita, þar sem við erum ekki búin að kaupa miðana.
|

Tuesday, April 11, 2006

Bakkahlíðafréttir

Þá eru það nýjustu fréttir af Bakkahlíðinni: Mikið er búið að ganga á hérna undanfarna daga hjá konunni við hliðina á okkur. Hún var venjulega alltaf heima, svo allt í einu var hún bara aldrei heima og loks kom hún síðan heim fyrir nokkrum dögum á hækjum! HundARNIR (já hún var s.s. búin að fá sér annan) voru alveg að verða crazy og hvað þá við hérna við hliðinaá þeim eða fólkið á efri hæðinni. Þeir geltu og geltu og hreinlega neituðu að halda kjafti! Allavvvvvvegaaa þá var e-r kona búin að vera að koma hérna með henni seinustu dagana (held að það sé dóttirin), svo í gær þá löbbuðu þær saman út með töskur og hundana í búri! Tilkynnti síðan "dóttirinn" fólkinu á efri hæðinni að konan væri að fara á sjúkrahús (a.k.a. meðferð (held ég)) og það ætti að svæfa hundana! Þannig við erum loksins laus við þessa geltandi brjálæðinga og konuna jafvel líka í 6 vikur! Þegar Jónþór sagði mér þetta fyrst þá vorkenndi ég hundunum pínu en síðan fór ég að hugsa að þeim líður örugglega mun betur up there heldur en down here hjá þessu monsteri! Gleði gleði :D

Annars er nákvæmlega 1 mánuðuri þangað til að ég er búin í prófum :) Sem þýðir tvennt, annars vegar að ég á eftir að vera að drepast úr leiðindum yfir bókum næstu 30 dagana EN hins vegar að eftir það er ég komin í SUMAR FRÍ :):):)
|

Monday, April 10, 2006

Kökuboð framundan

Fékk mjög skemmtilegt símtal í gær. Arna bekkjasystir var að bjóða mér í afmælisveislu kl.3-4 í dag. Læt mig sko ekki vantar þangað :D
Annars fór gærdagurinn bara í að lesa fyrir KOS prófið sem við Birna síðan tókum seinnipartinn. Við vorum öll orðin svo freðin hérna kl.8 að það var ekkert annað að gera í stöðunni heldur en að fara á subway og koma síðan heim og liggja bara fyrir framan sjónvarpið og þurfa ekkert að hugsa! Birna þurfti reyndar að keyra á Húsavík eftir Subway og ég öfundaði hana engan vegin þar sem ég var svo freðin að ég hefði örugglega týnst á leiðinni!!
|

Sunday, April 09, 2006

Í stuði með guði

Vildi eigilega bara sýna ykkur hvað ég er snemma komin á fætur! Reyndar var það fyrir svona klukkutíma þannig þið sjáið að mín er að gera ágæta hluti. Tilgangslaust að eyða deginum upp í rúmi sofandi þegar maður hefur átt rólega helgi og farið tímalega upp í rúm.
Kíktum í bíltúr til Húsavíkur í gær, það var bara mjög gaman að sjá hvar þessir Húsvíkingar búa. Skoðuðum reyndar eigilega bara bryggjuna en mar er svo sem orðin vanur því. Get örugglega sagt ykkur hvernig bryggjurnar eru á flest öllum stöðum sem ég hef heimsótt eða keyrt í gegnum seinustu fimm árin! Gaman af því :D
|

Saturday, April 08, 2006

Baby steps..

Fannst réttast að segja ykkur frá því að ég er búin að heyra í Landsbankanum og það lítur út fyrir að ég fái ekki nákvæmlega það sem ég var að vonast eftir í sumar. Var að vonast til að komast beint inn í nýtt svið hjá þeim sem heitir Sölu- og markaðssvið, en svo virðist sem þeir taki bara einn sumarstarfsmann þar inn í sumar og var búið að lofa öðrum því! En ég má samt vera mjög ánægð með starfið mitt í sumar, verð Þjónustufulltrúi í aðalútibúi 0101 á Austurstræti. Meiri ábyrgð enn í fyrra sumar þannig ég bíð bara spennt eftir að takast á við þetta verkefni! Eins gott að fara að kíkja reglulega inn á li.is og læra hvað öll þessi kort, reikningar og klúbbar heita þannig ég viti um hvað ég og viðskiptavinirnir verðum að tala um í sumar :D
|

Friday, April 07, 2006

Ahhh...södd og sátt

Var að koma úr Bakaríinu við brúna....þið sem eruð fyrir sunnan ættuð að skreppa norður og smakka á kræsingunum sem eru þar í boði! Nammi! Brynja hvað segi ég nú bara ;)
Annars er ekki annað hægt en að vera sátt með daginn þótt hann sé tæplega hálfnaður. Í morgun héldum við fyrirlestur í Alþjóðaviðskiptum og erum þar með loksins BÚIN með þetta 40% verkefni :D Held að þetta hafi bara gengið nokkuð vel, náðum að rökstyðja allt sem við sögðum, fengum hrós og smávægileg comment sem við vorum fljót að svara. Þannig nú eru öll verkefni búin og maður getur farið að einbeita sér að lestrinum...ó já...I do so lead an exciting life ;)
Annað í fréttum er að ég er ekki flutt til Afríku, en það þýðir samt ekkert að það sé bjart framundan í efnahagslífinu hér á landi. Aðal ráðgjöfin sem við fengum á þessum fyrirlestri í gær var að SPARA!! Þannig gott fólk nú er komið að okkur að hætta að spreða og taka lán...en ykkur að segja þá held ég að það yrði mun áhrifaríkari ef þeir sem eru að taka miljarða krónu lán hægi á sér, í staðinn fyrir okkur sem erum kannski að eyða 1000kr á dag og erum með eitt skita lán á ódýrri íbúð. Samt vildi karlinn hjá landsbankanum meina að það sé unga fólkið sem á að taka því rólega, þannig best bara að taka það til sín. Bíð með að kaupa mér þetta 100 miljón krónu hús sem ætlaði að kaupa mér í næsta mánuði!!!!!!!!
|

Thursday, April 06, 2006

Gott að kúra...

.....og engan kjaft frá þér Hjördís ;) hehe Mar er sko ekki lengi að skríða undir teppi upp í sófa eða undir nýju góðu sængina í svona veðri! Blæs og blæs og snjórin þekur rúðurnar. Ekkert annað að gera í stöðuna heldur en að reikna eitt og eitt dæmi og kíkja síðan undir sæng og hvíla augun!
Annars ætlum við píurnar að vera rosa business skvísur í kvöld og kíkja á Fjármálakvöld hjá Landsbankanum! Þýðir ekkert annað en að vita hvað er í gangi í efnhagslífinu og vita hvort það sé hreinilega best að selja allt sem maður á og flýja til Afríku og lifa þar eins og konungur í nokkur ár!! Já þetta kemur allt í ljós í kvöld :D
|

Wednesday, April 05, 2006

Eitt sniðugt sem ég sá....sem passar SVO VEL við mig! :)

Hefuru tekið eftir því að fólk sem mætir of seint er oft mikið glaðari en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því? :)
|

Sumarsæla

Alltaf er maður farin að hugsa til sumarsins þegar prófin nálgast; hvað mar ætlar að gera, fara til eyja, fara í bústað, grilla, fara í pottinn hjá e-m og margt margt fleira. Hvergi betra að vera á sumrin heldur en á Íslandi. Jújú það er fínt að skrepa í 2-3 vikur erlendis, eða eina og eina helgi einhvert út, en þess á milli er æði gæði að vera hér á landi. Eða það finnst mér!

Svo eru það páskarnir. Spurning hvort við jónþór leigum ekki bara út aukaherbergið okkur um páskana......alltaf verið að auglýsa "Páskarnir á Akureyri" og ég trúi ekki að við getum ekki grætt á þessu eins og öll þessi hótel! NOT!! Held að mar eigi ekkert eftir að fara út þessa páska miða við lýsinguna frá fólki sem hefur verið hérna um páska þegar það er snjór. Þá skilst mér að það sé röð í allt; fjallið, sund, veitingastaði, bíó og lengi mætti telja! Spurning að flýja bara í borgina....nei ætli það verði ekki frekar bara hangið inni og lesið!! Oh yes sounds like a fun Easter! Tilhugsunin batnar samt strax þegar mar hugsa út í páskaeggið sem mun bráðum vera keypt :D
|

Tuesday, April 04, 2006

Waiting...always waiting.

Nú er ég enn að bíða eftir að heyra frá Landsbankanum...ekki gaman. Þannig ef þið hringið og ég virðist vera fyrir vonbrigðum að þetta sért þú í símanum þá er það bara útaf ég er SVVVOOOO að vona að LÍ fari að hringja.
Annars er allt það fína að frétta. Áttum góða helgi í bænum. Á föstudaginn hitti ég á mömmu áður en hún fór til eyja, kíkti með Dröfn í Smáralind, fór og hitti á tengdó og er núna komin með topp, kíktum á Þorstein Hrefnu og litlu prinsessuna (sem b.t.w. nennti ekkert að tala við okkur og svaf af sér heimsóknina) og loks kíktum við á kjúklingin í vesturbænum, betur þekkt sem Rúna krippó ;)
Á laugardaginn fórum við Hjördís í bæinn. Fann mér ekkert, en það var allt í lagi, þurfti ekkert endilega að kaupa neitt...ætlaði bara að kaupa e-ð ef ég myndi sjá flotta flík og falla fyrir henni. Þaðan var farið með Jónþóri í Ísbúð vesturbæjar, og síðan í kökuboð til Sigrúnar. Þar hitti ég hana, bumbuna hennar, Svövu, Söru Jónu og Heklu. Það var rosa gaman að hitta þær loksins aftur. Þær voru allar mjög kátar, og ég get svarið það Sigrún var bara algjörlega komin í mömmu hlutverkið; búin að baka og kaupa mjólk og kók og alless :) hehe Eftir heimsóknina sótti Jþ mig og við fórum og horfðum á HK-ÍBV. Það var rosa gaman, en er ansi hrædd um að margir hafa haldið að við værum á e-u þar sem við klöppuðum og hvöttum bæði liðin áfram!! Ekki annað hægt þegar Arna Sif er í HK en ÍBV að berjast fyrir titlinum! Við vorum bara sátt við úrslitin, HK stóð sig vel, en Eyjamenn fóru heim með bikarinn.
Þaðan lá leiðin á Huldubrautina þar sem við skiptum um föt og fengum okkur einn kaldan á meðan að við biðum eftir liðinu. Fórum við síðan sex saman á Ítalíu og þaðan heim til Steinþórs og spiluðum langt fram á nótt. Ég var nú ekkert í neinu brjáluðu "bæjar" stuði en við kíktum í bæinn og fórum nátturulega ekki heim fyrr en að verða 6. Er samt viss um að við höfum biðið hátt í klukkutíma eftir leigubíl í kulda DAUÐANS! Ég er reyndar svo dekruð að ég fékk frakkan hans Jónþórs, en var samt að farast úr kulda.
Sunnudagurinn var bara rólegur, fórum í heimsókn til Keflavíkur að hitta pabba hans Jþ. Vorum þar til að verða 6, fór þá heim og lagði mig. Mamma, Sighvatur, Dóra Björk og Ívar Bessi komu síðan með Herfjólfi kl.7.30 og restin af Rvk ferðinni fór í að hanga með þeim og hafa það gott.
En jæja vonandi er ég ekki búin að drepa ykkur úr leiðindum. Held ég bíði með að skrifa meira þangað til að ég hef e-ð merkilegt að segja.... vonandi verður það fyrr frekar en seinna. Adios
|