SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Sunday, October 31, 2004

Full snemmt að vera orðin svona spennt...

Ég verð bara að viðurkenna það að ég er orðin ROSALEGA spennt fyrir jólunum. Ekki að þetta haust sé ekki búið að vera frábært, en æ ég veit ekki, bara gott þegar maður er búin með eina önn í skólanum og allt komið á rétt ról. Ég bara bíð spennt eftir að það verði kveikt á jólaljósunum niðrí bæ og jólalögin fara að óma í útvarpinu......sem er kannski full snemmt miða við að það er október!! En á morgun, þá er komin nóvember!?!? ;) hehe
|

Orðin sérfræðingur í bókhaldi ;)

Helgin hjá okkur skötuhjúunum er bara búin að fara í Fjárhagsbókhald. Reyndar gerðum við ekkert mikið á föstudaginn, enda ströng regla á þessu heimili um að það megi ekki læra á föstudagskvöldum!! En gærdagurinn fór í að læra, og dagurinn í dag í próf. Síðan á kvöldið mitt eftir að fara í að setja lokapunktinn í ensku ritgerðinni minni. Þannig eins og þið heyrið, helgi dauðans ;)
|

Friday, October 29, 2004

Hvor er verra, að vera södd eða svöng?

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, og ég held að niðurstaðan sé södd! Þegar maður er alltof saddur þá líður manni bara illa og það er ekkert sem maður getur gert, en þegar maður er svangur getur maður (oftast) bara fengið sér e-ð að borða, og það er líka svo gott!! :)
|

Snúð með engu takk!

Hvernig væri að bakkaríin færu að gera snúða með engu!? Sumum finnst þetta eflaust hljóma fáranlega, en hafði þið smakkað þetta? Hann er ekki smá góður, try it before you judge! ;) Bakararnir í Nóatúni eru mínir menn í þessar deild, alltaf til snúðar með engu, allavega í Smáralind. Bæði finnst mér þetta betra og líka þá getur maður farið og fengið sér e-ð gott í bakaríinu ánþess að fá e-n svaka móral, frábær lausn :D
|

Ekki alveg nógu sniðug hönnun :S

Eins og flestir vita (sem búa hérna fyrir norðan) þá var líkamsræktarstöðin Bjargið að stækka við sig og er þetta allt orðið miklu stærri og flottari. NEMA hvað að þegar ég var í sturtu í nýja búningsklefanum í gær, og var komin með handklæðið á hausinn og var að fara að labba að skápnum mínum, þá munaði bara engu að það hafi verið sýning bara fram á gang!! Hurðin var opin fram, og það á að vera e-ð smá svona sturtu hengi fyrir henni, þannig að þegar fólk opnar hurðina þá sjáist ekki inn. En þetta blessaði hengi er ekki betra en það, að ég sá bara allt fram á gangi, og hefði e-r verið þar, hefði þau líka eflaust séð mig.....ALLA!! Sem betur fer verða þessi búningsklefar karla klefarnir, þannig ég þarf ekki að lenda í þessu aftur. Spurning samt hvort maður þurfi ekki að standa vörð á meðan JónÞór sturtar sig?!?! :S hehe
|

Thursday, October 28, 2004

BÓNUS getur líka sett mann á hausinn!

Jæja þar sem engin var búin að commenta hjá mér hérna þar sem ég var að væla um kökuna, þá ákv ég bara að kaupa mér eina lagtertu í Bónus. Hún setti mig næstum því á hausinn hún var svo dýr, en vonandi verður hún vel þess virði. En auðvitað verða ennþá öll boð í kökuveislur þáð ;)
|

Langar svo í köku

Nú er maður að reyna að vera duglegur og borða bara óholt á laugardögum. Alla vikuna hugsa ég að ég ætla sko að fá mér köku um helgina, en síðan endar aldrei með að ég kaupa mér, og ekki nenni ég að búa hana til. Hvað haldiði að maður nenni að kaupa/baka heila köku bara fyrir sig, JÞ vill bara súkkulaði köku, en ég er ekkert svo spennt fyrir þeim. Meiri svona rjómaköku, sandköku og brauðtertu/rétta manneskja!?! Þannig hvað segiði, hver ætlar að bjóða mér í köku um helgina ;) hehehe Aldrei að vita hvað þið getið þá platað mig í......Jóna...Birna...hugsanlegt að maður mundi nenna að kíkja yfir ensku ritgerðina ykkar ;) hehehe Maður er ekki í viðskiptafræði fyrir ekki neitt, business manneskjan í manni alltaf að leita af góðum dealum :D
|

Sjaldan verið jafn pirruð

Ég var alveg að missa mig í gær. Greyið JónÞór að búa með svona geðsjúklingi....í alveru, ég var að klára verkefni, og ALLT var á móti mér! Ég þurfti að komast á netið, og það vildi ekki virka, ég var að reyna að gera page setup í word og það fór allt í fokk, header & footer, vildi bara ekki virka, þannig að þetta var allt í tómu tjóni!!! Jesus, ég skellti skjánum á ferðatölvunni svo fast niður að ég er hissa að hann sé ennþá á sínum stað! Þannig það var bara farið í mjög heita sturtu og skriðið upp í! Lang besta lausnin ;)
|

Wednesday, October 27, 2004

Reikna reikna reikna!!

Það er sko verið að taka stærðfræðina alveg í gegn núna. Við eigum alltaf að reikna svona 200 dæmi fyrir hvern dæmatíma (án gríns), og maður er alltaf búin á því eftir þetta, kemur reikur út úr eyrunum og allt saman ;) Eins gott að ég hef svona gaman af stærðfræði, annars væri ég löngu komin inn á Klepp :D
|

Tuesday, October 26, 2004

Ótrúlegt

Frekar magnað hvað tvær hillur geta gert mikið fyrir herbergi.Við vorum að festa upp hillur inn í svefnó fyrir ofan rúmið, og það er sko orðið helmingi kósíari :) Fer að koma að því að ég flyti sjónvarpið þangað inn og líka skrifborðið, þannig ég geti bara verið þar allan sólahringin ;) hehe
|

Nóg að gera í skólanum!

Það er nú meiri pressa á manni þessa dagana. Voða næs að hafa svona verkefna viku að byrja á verkefnum og lesa í fögum sem maður búin að hunsa, en nú byrjar þetta sko! Framundan eru bara verkefni, kynningar, próf og bara name it!! Þannig maður á ekki eftir að hafa tíma fyrir mikið annað en lærdóm, boring :(
|

Hræðilegur morgun

Þetta er nú meiri brandarinn! Þegar við vorum í Rvk um helgina þá byrjaði BMW-inn allt í einu að ýskra. Við þorðum ekki að keyra hann eftir það, og fengum því bara lánaðan bíl hjá mömmu og pabba. Þar sem B&L er alltaf jafn busy, skildum við bílinn eftir í borginni fyrir utan verkstæðið hjá þeim svo að þeir gætu tekið hann þegar þeir höfðu tíma. Síðan er hringt í mig í morgun og sagt mér að allt í heiminum sé að bílnum og þurfum við nú að borga þeim mánaðalaun kennara í viðgerðir! Eins og þið kannski vitið erum við bæði í skóla, þannig lítil flæði inn á reikningana okkar!! Síðan þegar ég er búin að hringja og væla í JÞ, sest ég niður og sé að það er komin drög að próftöflu, og samkvæmt henni er ég ekki búin fyrr en kl.13 föstudaginn 17.des, sem þýðir mjög sennilega að ég komist ekki til Köben með familíunni. Þannig þessi dagur byrjaði sko aldelis vel...........NOT!!!
Ekki skánaði þetta þegar ég kom heim, íbúðinn angaði af soðnu hrossi, sem er alveg frábært þar sem ég er alveg á móti því að fólk sé að borða hesta. Maður á að ríða þeim, ekki éta þá! Ég bara spyr, hefur þú list á að borð maka/bólfélagan þinn ;) hehehe
|

Monday, October 25, 2004

Örfáar myndir teknar

Ég tók bara nokkrar myndir í þetta skipti, og m.a.s. ekkert spennandi fyrir ykkur, meira svona fyrir mig að eiga. En ákv samt að setja þær hérna inn fyrst þær voru svona fáar. Við tókum svo alveg helling af myndum á kvennakvöldinu hjá mömmu, en þær eru á myndavélinni hennar, og efast um að þið þekkið marga þar :)
|

Komin síða yfir eyjabloggara

Ekki smá sniðugt, það er komin heimasíða með lista yfir alla eyjabloggara. Endilega kikið og ath hvort það sé e-r sem þið þekkið og getið fylgst með!! :D
|

Babysitter dauðans.

Helgin fór eigilega bara í Elliða Snæ og Arnór. Við JónÞór vorum bara í mömmu og pabba leik, fórum með þá í sund, bæjarins bestu, ís ferð, Kringluna, bara nefndu það ;) Þetta var ekki smá gaman, þeir eru svo mikil krútt, ótrúlegt hvað kemur upp úr þeim. Ekki alveg besta getnaðavörn í heimi. Best að drífa sig til Jónu og fá hana til að segja mér meira frá því hvað hríðir eru vestu verkir í heimi ;) hehe
|

Home sweet home

Djöfull er æði að vera komin heim. Mér liður nú rosa vel alltaf hjá mömmu og pabba í kópavoginum, en samt, alltaf gott að vera komin í sitt eigið rúm :) Núna er það bara harkan 6, læra læra læra :S
|

Komin aftur heim í snjóinn

Þrátt fyrir mikla snjókomu hérna fyrir norðan, þá var miklu kaldari í bænum. Þegar við lögðum af stað úr bænum var -5.5 gráður. Það er ekki svo kalt hérna, reyndar rosalega hált. Komumst aldrei yfir 90 kmh þannig þetta tók sko sinn tíma að keyra á milli. En vildum komast lifandi af, þannig fórum voða varlega. En ég vil þakka familiíunni, Eyrúnu og Dröfn fyrir frábæra helgi. Hitti reyndar lítið annað en ættingja, en alltaf gaman að hittast, þótt það sé bara smá :)
|

Thursday, October 21, 2004

Komnar nýjar myndir

Var að setja inn myndir af Dorgkeppninni sem var haldið seinasta föstudag. Þetta er reyndar keppni sem auðlindadeildin heldur, s.s. Stafnbúar, þannig ég ætti ekki að vera að setja þessar myndir inn á mína síðu, en þar sem JÞ var nú að taka þátt, verður maður nú að sýna smá lit ;)
|

Leggjum ekki af stað fyrr en 5 :(

JónÞór þarf að heimsækja 2 fyrirtæki, þannig við náum aldrei að leggja af stað fyrr en fimm. Þannig ég held að það verði lítið annað gert en að kíkja á kaffihús eða e-ð þegar ég kem :( Ekki smá spæld. En þó maður er allavega að koma, sem er gaman ;) Held m.a.s. að litlu prinsarnir mínir séu á leið með Herjólfi til Rvk, og það verður æði að hitta þá :)
|

Hver er ekki búin að fá ógeð!?

Ég verð nú bar að segja að ég er alveg fyrir löngu búin að fá ógeð af öllum þessum fréttum af Bush og Kerry. Svona í alveru, hefði ekki verið nóg að segja okkur, hverjir væri að bjóða sig fram, kannski koma með niðustöður úr könnunum tvisvar og síðan bara segja okkur hver úrslitin eru!?! Í staðinn fyrir að segja okkur frá hverju einasta orði sem þeir láta út úr sér, niðurstöðurnar úr hverri einustu könnun sem er gerð og m.a.s. farið út í það að segja okkur að Arnold Schwarzneger (eða hvernig sem það er skrifað) sé hættur að fá að bóna konuna sína útaf hann stiður Bush!! Er þetta ekki orðið svolítið extreme!?!?!
|

Wednesday, October 20, 2004

Leiðin liggur suður :)

Svei mig þá, ég held bara að veður guðirnir séu farnir að slaka á, og ætla að leyfa okkur að komast suður um helgina :D Bara snilld. Var orðin ansi hrædd um að við mundum ekki komast. Reyndar var ég að horfa á veðurfréttirnar áðan, sem er jú oftast tilgangslaust, og Siggi Storm (eða hvað sem hann heitir) sagði að frostið kæmi síðan aftur um helgina, þannig spurning hvort maður komist heim...!! :S En það er þá allavega seinni tíma vandamál ;) hehe
|

Liggur blog.central.is niðri?

Er þetta bara ég eða liggja blog.central.is síðurnar allar niðri....er búin að reyna að kíkja tvisvar í dag og kemst ekki inn.......las reyndar ekki tilkynninguna sem kom þegar maður smellir á þessar síður....spurning um að gera það ;)
|

Tuesday, October 19, 2004

Labbað í skólann

Ég ákvað að vera rosa dugleg í morgun og vakna með JónÞóri kl.7.30 og fara með honum uppí skóla. Hann var að fara að vinna í e-u hópverkefni (eins og ég lýsti frá hérna fyrir neðan) og ég bara að vinna einstaklingsverkefni í aðferða og atvinnulíf. Sem er b.t.w. mesta "waist of time " fag sem ég hef nokkurn tíman verið í, veit ekki ennþá hvað það snýst um og er búin að vera í því í tæpa 2 mánuði!! Allavega þá löbbuðum við bara í morgun. Ef þið fylgdust með fréttunum í gærkvöldi, þá sáu þið að göturnar hérna á Akureyri eru bara eins og tjörnin í Rvk (þegar hún er frosin). Vonlaust að keyra. Samt stóð bmw-inn sig alveg eins og hetja í gær ;)
|

Það sem að maður sættir sig við!

Ég sat hérna inn á bókasafni að læra í ferðatölvunni minni þegar "kallinn" kemur og vill fá tölvuna þar sem tölvan sem þeir voru að nota, e-r rosa ný og flott ferðatölva, sé ekki með sinnum takka!!! Hvað er það segi ég nú bara, að vera ekki með margföldunartakka, ég hélt bara að þetta væri e-r brandara. En allavega, stutt seinna er hringt og sagt að tölvan sé nú meira draslið þar sem hún fraus! Þakklátur, finnst ykkur það ekki!!? ;) Síðan ef maður veit e-ð um tölvur þá save-ar maður reglulega, en það voru þeir ekki búnir að gera og misstu því alla vinnuna sína, ég segi bara GOTT Á ÞÁ ;) hehehehehe
|

Monday, October 18, 2004

Maður er bara orðin frekar spennt....

Ég er ekki búin að fara til Rvk í ég veit ekki hvað langan tíma og JónÞór ekki síðan Sjómannadagshelgina, þarna í byrjun Júní, eða hvenar sem hún var! Ég er samt orðin frekar kvíðin að við komumst ekki. Það bara snjóar og snjóar og við erum á heilsársdekkjum! En við vonum það besta. Allavega verður nóg að gera þegar maður kemur, hitta frábærar vinkonur, kvennakvöld hjá mömmu, kíkja aðeins í búðir og bara hafa það næs :) Hlakka til að sjá ykkur öll þarna fyrir sunnan.
|

Sunday, October 17, 2004

Nú er ég hrædd um að snjórinn sé komin!

Það er búin að snjóa í allan dag, og er alveg 10-15sm lag af snjó á jörðina. Maður er líka bara búin að sitja inni í dag að skrifa ritgerð með kertaljós og kósí.
Frekar frábær vika framundan. Engin skóli, bara tími til að klára það sem maður var komin á eftir í, fara í ræktina (ekki veitir af) og sofa út. Já það er sko alveg á hreinu að ég ætla ekki að stilla klukkuna einu sinni. Frekar læri ég lengur á kvöldin. Ég er líka ekki þessa típa sem sefur út, sef í mesta lagi til 10 og þá er alveg nóg eftir af deginum. En jæja best að halda áfram við þessa a$&#otans ritgerð! Alveg að gera mig crazy sko!
|

Hún á afmæli í dag :)

Ég vil óska elsku bestu Eyrúnu til hamingju með daginn. Vonandi nýturu þess að eiga afmæli í dag og lætur svolítið eftir þér. Hlakka til að sjá þig á fimmtudag/föstudag.
|

Saturday, October 16, 2004

Svekkjandi úrslit hjá mínum mönnum

Þetta var nú ekki nógu gott hjá Manchester United í dag, að skora ekki neitt einasta mark gegn Birmingham! Vil helst tala sem minnst um vibba liðið Liverpool, en ég fékk nú bara næstum því vægt taugaáfall hérna áðan þegar ég sá að ekki bara unnu þeir e-ð lið, heldur voru þeir 2 mörkum undir og náðu að vinna það 4-2!! Þetta er sko ekki e-ð sem skeður á hverjum degi.
En nú vill maður að Eiður Smári fari að skora mark. Langt síðan við höfum séð hann pota honum inn fyrir sitt lið :)
|

Staðan aldeilis breytt

Fyrir nokkrum dögum gátu JónÞór og Sindri ekki verið meira sammála með þetta Sprellmót og fékk maður nú aldeilis að heyra hvað þeir voru frábærir og áttu að fá bikarinn. En eftir gærdaginn er maður sko alveg látin í friði þar sem það er nóg að gera hjá þeim að bögga hvort annað yfir Dorgveiðikepnninni. Sátt er ég :D
|

Alltaf sama sagan

Ég fór í Sautján áðan og keypti mér skónna. Reyndar sleppti ég að kaupa mér þessa háu, í bili allavega, og þegar ég sagði afgreiðslukarlinum það þá sagði hann "Já bara svona okkar á milli þá hafa þessir skór verið að seljast eins og heitir lummur og eru nánast búnir hjá okkur og í Rvk" - like I haven't heard that before! Alveg ótrúlegt, ég meina það var það lítið eftir að hann átti stærðina mína (39) sem er lang algengasta stærðin og er alltaf búin fyrst!!!
|

Ekki alveg nógu sniðugt

Núna er kl.02.34 og ég er að spá í að fara að skríða upp í. Á að skila ensku ritgerð eftir verkefnavikuna og á hún að vera úr bók sem við erum búin að vera að lesa fyrir tíma. Þannig ég ákv að drífa bara í þessu og er búin að vera að glósa úr henni í 2-3 tíma ekki nálægt því að vera búin. Ég talaði um það hérna áðan að ég væri greinilega bara að þroskast svona, en ég spyr: er ég að þroskast eða bara verða e-r gömul kelling!?!? ;) Maður situr ekki heima hjá sér til að verða 3 á FÖSTUDAGSkvöldi að lesa í ensku! Halló sko!
|

Hvaða kaffi ert þú?!?!

Flott próf sem ég tók á síðunni hennar Unnar :)

Þú ert svo mikið sem...
Espresso!
Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.

Ef þið viljið taka þetta próf, endilega smellið hér :)
|

Friday, October 15, 2004

Welcome to the 21.century

Ég var að hringja í netbókhald.is í dag varðandi e-ð sem var að bögga mig í kerfinu hjá þeim, þegar enn og aftur foritið fraus hjá mér. Ég varð alveg frekar pirruð í símann og sagði kallinnum að þetta helvítis forit væri alltaf e-ð að klikka. Hann var fljótur að láta mig vita að þetta væri nánast pott þétt tölvan mín en ekki foritið þeirra. Sagði mér að fara og ath hvort það þyrfti kannski að update-a e-ð í explorer hjá mér. Heyrðu haldiði ekki að tölvan hafi fundið 44 "þætti" sem mig vantaði og þurfti að update-a. Karlinn bara hló þegar hann heyrðu þessa tölu. Þannig ég er búin að því og núna er allt í einu hitt og þetta farið að birtast þegar ég er á netinu. Eins og t.d. komu aldrei myndirnar hérna efst þar sem maður skrifa þegar maður er að blogga, svona til að linka á aðrar síður og svona. En núna er ég með þetta allt saman. Voða gaman að vera orðina svona tæknivædd ;)
|

Kertaljós og ískalt hvítvín :)

Hljómar rosa rómó ekki satt.....og væri það eflaust ef ég væri ekki ein heima ;) JónÞór fór að hitta hina aulana á auðlindadeildinni. Þeir héldu dorgkeppni í dag þar sem þeir kepptust um að reyna að veiða stæðsta og flestu fiskana. Þar sem þeir unnu ekki sprellmótið ákv þeir að halda fiskikeppni og reyna að standa sig í e-u sem þeir EIGA að kunna e-ð í ;) hehe Þannig ég sit bara hérna heima og hef það voða gott. Unnur og Rut voru að fara í bíó en æ stundum finnst mér bara rosalega þægilegt að vera heima og bara chilla. Maður er orðin svo þroskaður ;)
|

Búa sig undir veturinn

Miða við það að snjórinn byrjarði að láta sjá sig hérna í september og hvað það var kalt þegar ég var hérna eftir jól núna í ár, þá er sko eins gott að búa sig VEL undir mikið frost og mikin kulda í vetur. Kíktum áðan í Regatta fyrst við vorum að labba þarna framhjá og löbbuðum út með flíspeysu (handa mér) og vetraúlpu á JónÞór. Síðan fórum við inn í Sautján og ég sá tvenna geðveika Diesel skó, og verður farið á morgun að kaupa annað hvort eða bara báða :) Er nú aðalega bara að kaupa aðra útaf þeir eru háir upp á kálfa og ég býst við miklum snjó í vetur ;) hehehe
|

Thursday, October 14, 2004

Alveg magnað!

Það var frekar neyðalegt í dag þegar ég var í bókhaldstíma hjá Bókhald-Grófargil ehf, og það kom upp að ég hafi verið í bókfærslu í 2-3ár í skóla en hafði eigilega ekki hugmynd um hvenrig ætti að flytja bókhald. Ég meina auðvitað kann maður grunninn og veit um hvað þetta snýst, en þegar kom að því að fara að finna sér bókhaldskerfi til að nota og færa inn reikninga........þá varð þetta oggu pons erfiðari en áætlað var. Málið er nátturlega bara það að í framhaldsskóla þarf maður að læra bókfærslu sem er gert í höndunum, og það gerir það bara ENGIN í dag!! Nema jú kannski e-r pimp-ar út í New York!! Þannig ég fór í þennan tíma, og þar var mér kennt bókhaldsaðferðir sem eru notaðar á 21.öldinni ;) En við skulum sko bara sjá til hvernig þetta gengur.....ætla aðeins að fara að kíkja á þetta :)
|

Casio nýji besti vinur

Stærðfræði kennarinn okkar talar ekki um annað en Casíó-vasareiknirinn sinn. Það mætti halda að hann gæti leyst öll heimsins vandamál. Ég hef alltaf viljað reikna bara öll dæmi með höndunum, finnst eins og ég sé að svindla að henda þessu bara í casíó, en síðan tók ég próf í gær, þar sem kennarinn var búin að segja okkur að við fengum ROSALEGA stuttan tíma og að við þurftum að nýta vasareiknirinn. Það tók mig ekki langan tíma (eftir að ég opnaði prófið) að sjá að þetta væru allt of mörg dæmi til að gera á tímanum sem við fengum, þannig ég sló hinu og þessu inn og komst fljótlega að því hvað þetta er svakalega þægilegt. Núna verður það bara þannig að "where ever I go, Casio goes" ;) hehe
|

Erfitt að bíða

Fyndið hvað maður er alltaf spenntur að fá út úr prófum þótt maður viti nokkurn vegin að manni gekk ekkert sérstaklega vel...maður vonar nátturlega samt alltaf það besta. Síðan er ég alveg búin að gera mér grein fyrir því að ég fæ ekkert svo góða einkunn, en er svo hund fúl ef einkunnin kemur og er undir 7! Flókin vera! :D
|

Wednesday, October 13, 2004

Breyting á plönum.

Planið var að fara til Rvk helgina 29-31.okt í afmæli til mömmu, en áðan breyttist það. Mamma ætlar að halda afmælið í nóvember, og bara smá stelpuboð núna helgina 22.okt. Þannig ég á ekki eftir að geta hitt verzló-bekkjasystur mínar eins og planað var :( Unnur er nefnilega líka að fara til Rvk helgina 29.okt og planið var að hittast allar....LOKSINS. En þær verða bara að skemmta sér án mín....greyið ég að missa af þessu :'( En allavega þá hentar þessi dagsetning mér eigilega betur. Málin standa þannig að það er "frí" í skólanum hjá mér í næstu viku, til að vinna verkefni, og ef ég er rosa dugleg, get ég jafnvel lagt af stað í bæinn á fimmtudegi eða e-ð :) Vei :D
|

Þetta var nú meiri leikurinn!

Hörmuleg úrslit Ísland 1 - 4 Svíþjóð. Happa grísin var reyndar ekki að fylgjast með fyrri hálfleik, þannig þetta er kannski skiljanlegt, en ég lét mig ekki vanta fyrir framan kassan í seinni hálfleik, og fannst mér þeir standa sig bara ágætlega, hlýtur að vera e-r tengsl þar á milli ;) hehe En sáu þið þetta viðtal við Eið Smára í íþróttafréttum, hvað v ar þetta!! "Ég er bestur bla bla bla", ég á ekki til orð!!
|

Tuesday, October 12, 2004

Alveg rétt......

Var að fatta að ég las tilkynningu í gær um að ræktin yrði LOKUÐ frá miðvikud-sunnudags vegna þess að það er verið að breyta tækjasalnum! Það er fínasta afsökun :D Reyndar verður þetta alveg frábært, það er verið að stækka Bjargið alveg helling, þannig nú ætti að vera nóg pláss. Ég held nú samt að ég forðist þess að fara á milli 4 og 6, það er bara ekki pláss til að anda þeta er svo vinsæll tími!! Eins og í gær þegar við fórum áttaði ég mig ekki á hvað kl. var, komst síðan fljótlega að því þegar ég var byrjuð að svitna ÁÐUR en ég mætti inn í tækjasal. Það er alltaf verið að tala um að það sé svo hollt að svitna, spurning um að fara bara þá daga sem maður er ekki að æfa, niður í búningsklefa og bara sitja þar í svona 30min. Ég er viss um að ég kæmi út alveg rennandi (blaut af svita) ;) hehe
|

Hversu geðsjúkur er maður orðin!!

Þetta er alveg ótrúlegt með mig. Ég bara get ekki hætt að borða. Ég er ekki að segja að ég sé bara alltaf að borða Mars með koktelsósu, bara þarf stöðugt að vera að setja e-ð upp í mig. Ég kom t.d. heim fyrir klst og síðan þá er ég búin að borða STÓRAN disk af skyri, 4 hrökkbrauð og drekka te (hef nefnilega lúmskan grun um að ég sé að verað frekar mikið kvefuð). Síðan stóð ég upp áðan til að ná í skæri og alveg ósjálfrátt opnaði ég ískapinn!!!! Hvað er að, alltaf þegar ég labba inn í eldhús þá opna ég ískápinn, þrátt fyrir að ég sé kannski ný búin að borða! Eins gott að vera dugleg að mæta í ræktina á meðan ástandið er svona!! ;)
|

Monday, October 11, 2004

Hvað er að......!?

Kannski er ekkert svo sniðugt að vera að skrifa um þetta hér, vegna þess að þetta er háalvarlegt mál og misjafnt hvernig fólk bregður við, en ég var að skoða barnaland.is áðan og sá svona minningar síður. Ein var voða falleg þar sem barn hafði verið að berjast fyrir lífi sínu í nokkra mánuði en lifði það ekki af. Hún var sett upp voða fallega. En jesús síðan fór ég inn á aðra síðu þar sem greyið fólkið hafði verið sagt að barnið þeirra væri dáið eftir 5mánaða meðgöngu og konun þurfti að eiga barnið bara um leið, s.s. dáið. Heyrðu konan bjó til heimasíðu á barnalandi með myndum af 20vikna fóstri. Ég ætla ekki að setja link á þetta því ég er bara eftir mig eftir að hafa séð þetta og vildi helst að ég hafði bara sleppt því. En allavega þá veit ég að það er ekki hægt að skilja hvað þetta er erfiður tími, guð minn eini, en að setja myndir af fóstrinu inn á netið....svona ungu, það finnst mér bara ekki rétt, bara barnsins vegna!
|

Mjög svekkjandi!

Já þessi helgi var nú mjög róleg. JónÞór var að vinna fimmtud, föstud. og laugardag og notaði ég tíman vel til að læra fyrir þjóðhagfræði próf sem ég átti að fara í á sunnudaginn. Hefði alveg eins getað verið rúllandi full á Pöpunum eða e-ð, vegna þess að þegar ég tók síðan prófið á sunnudeginum, þá var eins og ég hefði verið að eyða helgina í að lesa e-ð allt annað fag, e-ð allt annað tungumál bara!! Svekkjandi! En annars var já lítið gert, Sighvatur bróðir kom norður að keppa þannig ég fór og fylgdist með. Síðan var bara tekin dvd um kvöldið...!
|

Friday, October 08, 2004

Ekki smá skrítið

Ég sat í tíma í gær og fór allt í einu að hugsa hvað dagur væri. Komst að þeirri niðurstöðu að það væri þriðjudagur, og var alveg ákveðin að það væri rétt. Fór síðan e-ð að spurja stelpurnar og þær bara "HA......ertu að djóka?". En ég var það því miður ekki. Mér fannst svo stutt síðan að Sprellmótið og allt þetta var, að ég var ekki að trú að það gæti verið að koma helgi aftur! Maður getur verið svo klikkaður. En allvega þá voru þessar fréttir voða ánægilega þar sem núna er bara komin helgi hjá manni enn eina ferðina :D
|

Nýjar myndir

Endilega kíkið á Sjötta Albúmið. Flottar myndir af Reka :)
|

Thursday, October 07, 2004

There here ;)

Þá eru loksins komnar myndir frá Sprellmótinu og pizzupartýinu sem var haldið til að fagna sigrinum :) Já ef ske kynni að það fór fram hjá e-m, UNNUM VIÐ SPRELLMÓITÐ :) Fyrir þá sem ekki vita --> þá er það sko big deal ;) Í dag hittumst við síðan öll og fengum okkur pizzu og gos, fögnuðum því að vera LOKSINS búin að fá bikarinn og hlupum eins og hálvitar um allan skólann að monta okkur. Án ef MJÖG pirrandi, en who cares, við höfðum gaman af því. Fyndna við þetta var að það voru mestu lætin í 3.bekk (sem eru "elst"), þannig maður veit í hvað stefnir, maður verður greinilega bara klikkaðari með árunum ;)
|

Gamla góða virkar best

Já ég var alveg rosa happy með þetta nýja MSN en síðan þegar mar reyndi að komast inn á þetta í morgun var manni bara ekkert hleypt inn. Þannig ég var fljót að henda því út og setja bara aftur inn þetta gamla góða 6.2 MSN. Reyndar var mér síðan sagt að þetta var bara e-ð "trial" (prufa) hjá MSN 7 og maður máttu alveg búast við að þetta mundi hrynja. ÉG sæki þetta bara aftur þegar þetta er orðið 100% ok :)
|

Wednesday, October 06, 2004

Það er nú meira....

Það kemur fyrir svona einu sinni í mánuði (í mesta lagi) að ég þarf að elda. Þá er "kallinn" yfirleitt að landa eða að vinna í e-u hópverkefni. Allavega þá ákv ég að vera svolítið sniðug að elda svínasnitsel í BBQ sósu og steikja kartöflur og svona. Hljómar rosa djúsi :P Allavega þá eldaði ég þetta allt saman, og þetta leit rosa vel út, sem skeður nú ekki oft, og hvað haldiði að hafi skeð..? Minn bara mætir ekki í mat. Þeir hafa án efa fengið e-ð í vinnunni en ekki séns að það hafi veið jafn gott og það sem var á boðstólum hérna heima ;) hehe
|

Bara PIRRANDI!

Já það er sko hægt að segja að það sér STÓR galli við krossapróf hvað það er létt að haka óvart við vitlausa svarið, sérstaklega í stærðfræði. Var búin að reikna þetta allt á blað og hakaði svo óvart við eitt rosa langt dæmi, sem var alveg eins og svarið mitt, eða ég hélt það. Sá svo þegar ég fékk niðurstöðuna að ég hakaði við nákvæmlega eins dæmi NEMA það var plús á þessu sem ég hakaði, en átti að vera mínus (eins og á blaðinu mínu)! Allavega leiðinlegt fyrir ykkur að lesa um þetta, en enn leiðinlegra að lenda í þessu mar!!!!
|

Nýjasta nýtt MSN 7

Var að downloada þessu nýja msn-i, algjör snilld, við Jóna og Birna vorum að mýga í okkur í Þjóðhagfræði áðan, þarf greinilega mjög lítið til að gleðja okkar stóru hjörtu :)
|

Mamma á afmæli í dag :)

Já sú gamla á afmæli í dag. Held það sé ekki alveg rétt að vera að skrifa á netið hvað hún er orðin gömul...þannig sleppa því ;) En já ekki dónalegt að liggja á strönd út á Hawaii á afmæilisdeginum sínum, svona verður þetta hjá mér á næsta ári :D Allavega til hamingju með daginn elsku mamma. Hafðu það gott í dag og alltaf.
|

Tuesday, October 05, 2004

Maður verður alveg eins og aumingi!!

Jesus, þegar Rökfræði tíminn okkar var búin í dag og allir voru að standa upp og klæða sig í jakkana þá heyrðist allt í einu svaka læti fremst í stofunni. Þá hafði ein stelpa bara allt í einu hrunið í gólfið og hreyfði sig ekki. Það fóru nátturlega allir í panic og fólk tók upp símana og ætluðu að byrja að hringja í 112. Það voru bara tveir í öllum bekknum sem ruku til hennar til að reyna að gera e-ð. Pæliði í þessu, manni er kennt e-ð svona First Aid og skyndihjálp þannig að ef e-ð svona kemur fyrir að e-r geti hjálpað, en það treysti sér greinilega bara engin í að gera neitt, nema jú þessir tveir strákar. Málið endaði allavega þannig að hún fór að hreyfa sig og sagðist ekki vilja sjúkrabíl. Svo settist hún loksins upp og var ok. Sem betur fer. Maður var bara hálf eftir sig eftir þetta allt saman.
|

Við erum að tala um HELLINGS snjó!!

Já há það er ekki nema 5.okt og það er komin snjór á Akureyri. Hellings snjór, byrjaði sem hálfgerð slidda í morgun, en núna þegar ég var að keyra heim í hádegishlé var bara komin góður slatti. Viljið pæla...nú er það bara upp með flíspeysurnar, ullavetlingana og húfurnar!! Ég á bara ekki til orð yfir þessu!!
|

Monday, October 04, 2004

REKI NR.1, REKI NR.2 REKI NR.3,4,5,6,7 :)

Já takk fyrir það Reki vann bara Sprellmótið, þannig allt þetta kjaftæði sem ég var að skrifa í gær og í fyrradag um að hafa verið í öðru sæti var bara kjaftæði. Málið var bara þannig að Stafnbúar vinna þetta eigilega alltaf og voru með flest stigin á föstudagskvöldinu og því var haldið að þeir mundu vinna og látið þá fá bikarinn. ENNNNN málið var barA að það var ekki búið að dæma í myndamaraþoninu, búningum og hverjir voru duglegastir að hvetja liðið sitt áfram!! Og þar sem við vorum með þeim efstu í öllum þessum greinum fengum við nægilega mörg stig til að busta Stafnbúa af toppnum! Nú erum við komin í okkar rétTa sæti og verðum þar takk fyrir allavega á meðan ég er í þessum skóla ;) TIL HAMINGJU REKI :)
|

Sunday, October 03, 2004

Nýjasta tískan

Fyrir þá sem ekki vita þá er komin gríðlega flott ný tíska sem allir eru að stunda á djamminu. Hún felst í því að maður fær lánað bindi hjá e-m strák (eða stelpu) og bindir það um hausinn. Það magnaði við þessa tísku er að maður er eigilega flottari eftir því hvað maður er með mörg bindi á hausnum! Ég t.d. sló í gegn með tvö bindi bundin um hausin núna á föstudaginn, vonum bara að myndatökumennirnir hjá Sjallanum hafi verið sofandi eða bara úti að pissa eða E-Ð á meðan ég var að þessu ;) hehehe
|

JónÞór reif mig úr bolnum takk fyrir!!

Já á þessu móti voru allar deildirnar í bolum merkt sinni deild, og var JónÞór greinilega ekkert að fíla það, þar sem hann actually reif mig úr mínum bol! Þetta olli mikilli lukku hjá Auðlindadeildinni, eins og má sjá á myndunum af Sprellmótinu á síðunni hjá Söru Nikita (www.blog.cetral.is/puma). Ég stóð bara eftir í e-m ljótum hvítum bol, sem betur fer átti Regína (stelpa í Reka) rauðan bol, sem ég fékk lánaðan. Thank god, annars hefði ég staðið eftir í götótum bol eins og aumingi! Takk kærlega fyrir ELSKAN!!!!
|

Nammi namm

Heppin er maður! Ég hafði samband við Sindra frænda í morgun og spurði hvort að Steina (kærasta hans) ætlaði ekki örugglega að baka í dag, og viti menn, bakaði stelpan þessa líka rosa góða skúffuköku. Ég kíkti við hjá Unni og Rut, sem búa í sömu blokk, og tók þær bara með mér. Þær voru bara hæst ánægðar held ég :) Gaman að hafa svona sambönd ;) Takk kærlega fyrir mig Sindri og Steina :*
Já síðan er ég búin að bæta við link á nýju síðunni okkar hjá Reka. Við nemarnir á fyrsta ári erum öll með aðgang og verður eflaust mikið bullað á þessari síðu. Ef þið eruð orðin spennt á sjá myndir frá Sprellmótinu er um að gera að kíkja á síðuna hjá Hönnu Guðnýju, hún og Grelli tóku alveg helling af myndum.
|

Loksins komin Sunnudagur!

Ég er nú ekki mikill sunnudags-aðdáandi EN ég gat sko ekki beðið eftir þessum sunnudegi. Gær dagurinn var svo erfiður, að ég gat ekki beðið eftir að hann yrði búin! Maður gerði einn og einn skandal, en það fylgir þessu víst. Tók myndir af sjálfu Sprellmótinu, en nenni ekki að setja þær inn svona eina í einu, og er búin að gleyma hvernig Hanna Guðný sagði að ég ætti að setja þær allar inn í einu, þannig það þarf að bíða þangað til á morgun. Annars vil ég bara þakka öllum þeim sem voru á Sprellmótinu fyrir frábæra skemmtun. Við tökum þetta bara á næsta ári Reki ;)
|

Hvenar ætli hann læri!!?

Alveg ótrúlegt þegar hann JónÞór er að skoða síðuna mína, og ætlar að commenta þá breytir hann aldrei nafninu neðst, sem kemur sjálfkrafa (mitt nafn) þannig þetta er farið að koma svolítið illa út. Kemur út eins og ég sé á algjörum bömmer yfir að svona fáir commenta, og er því farin að redda þessu bara sjálf ;) hehehe Ástandið er sem betur fer ekki orðið svo slæmt :)
|

Saturday, October 02, 2004

Þynka dauðans!!

Svona really afhverju er maður að þessu, fá sér í glas, haga sér eins og algjör hálviti og vera síðan of slöpp til að anda daginn eftir!! Unbelievable. Já allavega þá var sprellmótið í gær, við unnum þvi miður ekki, en sigruðum samt Limbóið og söngvarkeppnina. Þetta var rosa gaman, set myndir inn fljótlega :)
|