SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Thursday, December 21, 2006

Jolainnkaupin buin :)

Jontor for snemma af stad i morgun, tar sem hann turfti ad fara til Frakklands. Eg akvad tvi ad sofa ut (enn og aftur) og vakna sidan full af orku til ad fara ad versla allar jolagjafirnar. Tad gekk nu ekki betur en tad ad eg vaknadi kl.9 tegar siminn hringdi og nadi mer ekki aftur nidur.
Rosalega var mikid ad gera i baenum, eg sa um leid og eg labbadi inn i "mall-id" ad tad yrdi sko strax sett i fimmta gir og drifid tessi innkaup af. Eg vissi ca hvad eg aetladi ad kaupa handa ollum og i hvada budum eg fengi tad tannig tetta tok ekkert svo langan tima.
Eg hef rett skroppid inn a netid af og til og sed ta hvad tad eru alltaf fair inni, sem hlytur ad tyda ad allir seu ad vinna. Tannig a medan ad allir vinna ser inn pening fyrir jolagjofum eda New York ferd er eg ad eyda peningum og a godri leid med ad setja sjalfan mig a hausinn! Spurning hvort madur komist til USA!! Disus hvad tetta er fljott ad koma, mer fannst eg ekki kaupa svo mikid i dag en tegar eg safnadi saman notunum sa eg ad kortid var sko buid ad fa ad finna ansi vel fyrir tvi! En eg verd nu bara ad segja ad madur getur alveg eins sleppt tvi ad gefa gjafir eins og ad gefa folki e-d drasl. Miklu skemmtilegra ad paela virkilega i tvi hvad hver og einn fylar og vantar og kaupa tad.

Nu er eg buin ad vera ad hlusta a jolalog, skrifa jolakort og pakka inn jolagjofum, hvad eru morg "jola" i tvi?! ;) Tannig min er sko alveg ad komast i jolagirinn. Lika eins gott ad vera buin ad tessu ollu adur en madur kemur heim til Islands tar sem tad spair gedveiku vedri a Torlaksmessu og Adfangadag tannig tad er ekki lengur spurning hvort madur komist til eyja heldur hreinlega hvort madur komist til Islands a morgun!! Gaman af tvi!
En jaeja eg er haett tessu bladri, aetla ad lata renna i heitt bad a medan ad eg elda mer pasta. Sidan er tad bara lonely TV kvold hja mer tonight! En tad er allt i lagi, madur hefur stundum gott ad tvi ad vera einn...spurning samt hvort eg se ekki buin med minn kvota i tvi tetta "haustid/veturinn".
|

Tuesday, December 19, 2006

In the UK

Sael og bless. Tar sem eg man ekki hvernig a ad breyta lyklabordinu yfir i islenskt verdur tetta blogg bara ad vera i svona "sms tungumali".
Hedan er allt mjog gott ad fretta. Vid familian erum buin ad hafa tad mjog gott saman undanfarna daga. A laugardaginn forum vid Jontor a fotboltaleik og saum nyja baejarfelagslidid okkar keppa ;) Teir topudu tvi midur, en tetta gengur vonandi betur hja teim naest. Um kvoldid keyrdum vid Jontor og Arna Sif yfir til Hull og forum ut ad borda. Vid aetludum lika i bio en believe it or not var seinasta myndin synd kl.8:45 tannig ad vid vorum of sein.
A sunnudaginn kiktum vid Arna og mamma i budir ad kaupa jolagjafir og lika bara e-d handa okkur sjalfum ;) Samt er eg audvitad ad spara mig sma fyrir NY ferdina, en tad er mjog erfitt, serstaklega tar sem tad er svo margt flott til i budunum herna OG Jontor er ad vinna allan daginn og eg ad leika mer i budunum a medan.
Sidan i gaer foru Jontor og pabbi i vinnu en vid stelpurnar kiktum yfir til Hull, i budirnar (otrulegt en satt) og sidan i kaffi med Sue (kona sem passadi okkur oft tegar vid vorum litil). Mamma, pabbi, Hvati og Arna Sif logdu sidan af stad ut a flugvoll kl.5 i gaer en voru ekki mjog satt tegar tau frettu ad tad var rumlega 5 klst seinkunn a velinni teirra. Hun atti ad fara um 9 leitid i gaerkvoldi en i stadinn for hun rumlega 2 i loftid. Ekki gaman! Vonandi ad tetta hafi bara gengid vel hja teim tegar tau loksins komust i loftid.
I kvold fer eg ad hitta Helen og Sarah, aeskuvinkonurnar minar ur Swanland. Er ekki sma spennt, heyrdi i teim hljodid i gaerkvoldi og eg get svarid tad, eftir ad vid vorum buin ad tala saman i svona 5-10 min (taer badar a speaker phone) fannst mer eg vera komin 10 ar aftur i timann og vid allar ad spjalla og fiflast i simanum hehe. Tannig tetta verdur pott tett meiri hattar. Var tvi mjog "hissa" tegar Jontor sagdist ekki aetla med mer...ad hitta taer og raeda "the good old times" hehehe :)
|

Friday, December 15, 2006

Styrktaraðili Icelandair!!

Já það mætti halda að ég væri að styrkja Icelandair undanfarna og næst komandi daga! Verð á ferð og flugi næsta mánuðinn og það er ekki eins og mér finnist það neitt rosalega skemmtilegt. Hins vegar finnst mér MJÖG gaman að vera síðan komin á þann stað sem ég er að fara á :)
Annars vildi ég bara láta vita að ég er komina í JÓLAFRÍ :) vei vei vei. Vá hvað ég ætla að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Get ekki beðið eftir að vera komin til Englands í kvöld...hitta Jónþór, sem ég er ekki búin að hitta í rúman mánuð, og pabba sem ég er ekki búin að hitta mjög lengi. Mér skilst að við Jónþór séum að fara á fótboltaleik á morgun þannig búðirnar verða aðeins að bíða, en their time will come ;)
Mér þykir auðvitað leiðinlegt að missa af lokadjamminu með bekknum í kvöld en ég veit að þau munu eflaust skemmta sér konungslega. En þið verðið bara að muna að punkta ALLT hjá ykkur sem skeður, því ég vil allt slúðrið ;)
|

Wednesday, December 13, 2006

Hvernig í ansk*"$t*? á ég að komast?

Vá hvað ég varð pirruð núna rétt áðan. Þurfti að komast upp í skóla að tala við kennara fyrir 11.30, en bílinn bara NEITAÐI að fara. Ég var búin að skafa hann allan en síðan bara nei nei þar sem það var pínu flost ákvað hann bara að það væri of sleift fyrir sig á götunum! Kom honum bara ekki úr stæðinu! Mig langar að grenja þar sem það eru svon 100 hlutir sem ég þarf að gera í dag og við hvert þeirra þurfti ég á BÍL að halda!! :(
|

Ak-city baby

Jæja þá er mín komin aftur Norður...but not for long. Flýg aftur suður á föstudaginn. Frekar leiðinlegt að eiga þetta eina próf eftir og vera svona óörugg við hverju við eigum að búast. En best að ljúka þessu bara af.
Ótrúlegt samt hvað það er alltaf mikið að gera hjá Flugfélagi Íslands að fljúga með fólk milli Akureyrar og Reykjavík. Nú hef ég verið að nýta mér þessa samgönguleið í haust og það klikkar ekki að flugvélin sé nánast full í hvert einasta skipti! Unbelievable!
En váááá hvað ég er þreytt...spurning um að leggja sig...eða harka af sér og fara frekar fyrr að sofa....what to do?! Æ kemur í ljós
|

Tuesday, December 12, 2006

Upp og niður

Eftir að ég kom suður er búið að vera nóg að gera, ég er meðal annars búin að; versla jólagjafir, versla jólakjól, fara á kaffihús, skreyta húsið, taka til í húsinu, eyða tíma með Dóru Björk sys, eyða tíma með mömmu og krökkunum, hitta ömmu og afa, svo e-ð sé nefnt. Inn á milli er ég líka búin að lesa bókina sem er til prófs á föstudaginn, sem og glærurnar sem fylgja námskeiðinu.
Þessi tími er búin að vera mjög notarlegur, mín búin að slappa vel af og koma sér aðeins betur í jólagírinn.
Dagurinn í dag er ekki búin að vera mjög góður, þannig ætli maður endi hann ekki bara á því að skella sér í flug norður og vera skít hræddur í 45 mín! En það kemur dagur eftir þennan dag, þannig best að vera sterk og hlakka til að fara til Englands eftir örfáa daga.
|

Saturday, December 09, 2006

Komin suður...

Þar sem að næsta prófið mitt er ekki fyrr en eftir viku, ákvað ég að skella þessu bara upp í kæruleysu og skreppa suður í nokkra daga. Ég var alveg að verða geðveik á því að vera svona mikið ein. Annað hvort voru allir að læra eða í vinnu. Og mín heima að lesa, not very exciting!

Það er nú meira brasið á þessum USA mönnum. Nú nálgast jólin og því setja þeir bara alla þætti á pásu. Þannig að maður á ekki að búast við næsta Grey's þættinum eða One Tree Hill fyrr en bara í lok jan!!! En reyndar ef það þarf að vera pása á þessu þá er þetta eflaust besti tíminn þar sem það er alltaf nóg jóla-tengt að ske hjá manni á þessum tíma árs.

Á morgun ætla ég jafnvel að reyna að kíkja aðeins í bók, fara í bæinn með mömmu og hjálpa henni að skreyta Huldubrautina :) Maður verður að hjálpa liðinu að koma sér í jólagírinn ;)
|

Wednesday, December 06, 2006

Pæling dagsins

Nú sit ég hérna heima að lesa bók sem heitir Consumer Behaviour (Neytendahegðun) fyrir próf sem ég fer í á föstudaginn. Datt mig þá í hug eitt í sambandi við mismun milli kynjana. Nú eru konur farnar að fara út á vinnumarkaðinn, standa sig betur í skóla og komast yfir höfuð lengra í lífinu en hérna áður fyrr. En samt er alltaf talað um að konurnar eiga að vera heima með börnin, sjá um heimilið o.s.frv. Þessi hugsunarháttur er að breytast en ekki nógu hratt að mínu mati. Ein hugsanleg lausn er þessi: að breyta barnasögum, barnaefni (í sjónvarpinu) og barna auglýsingum! Hvernig eiga börn að geta lært að menn og konur eru jöfn ef þau verða fyrir stanslausu áreiti um að konur eiga að vera heima en karlar úti að bjarga heiminum!? Nei ég bara spyr! Ég er nú engin harður feministi en þetta fer samt í taugarnar á mér, og mér finnst því þurfa að gera e-ð róttækt og breyta þessari hugsun!
|

Tuesday, December 05, 2006

"Silence is golden"

Hver sem söng þetta lag er greinilega alveg crazy in the coco nut! Eina skiptin sem ég get hugsað mér að hafa þögn er þegar ég er að lesa, og nú er ég komin með nóg af henni! Verð að fara að búa með fólki aftur, fínt að það sé að koma jólafrí þannig ég geti hlaðið batteríin almennilega fyrir seinni önnina :) Þegar ég hef nóg að gera þá meikar maður þetta alveg, en núna er ég heilu dagana ein heima að lesa. Auðvitað kíki ég út á stelpurnar en samt, ekki gaman að búa ein!

Ég fór í próf í gær, gekk ágætlega. Veit ekki ennþá almennilega hvað þetta fag hét/heitir þannig ætla ekki að reyna að giska á það hérna. En nú eru bara tvö próf eftir, og ég hlakka sko til að klára....þá koma jólin, árshátíðin hjá VÍ stelpunum, áramótin og NYC baby! Og eitt af því besta við þennan tíma er: 100% Jónþór time....í næstum því heilan mánuð :D
|

Sunday, December 03, 2006

Jólaljósin mín....augun þín!

Er verið að grínast með þetta lag?! Nú er ég nú frekar mikið fyrir e-ð svona rómó og næs, en come on! Bestu jólaljósin mín...augun þín! Er það ekki TOO much?!

Annars sauð ég mér fisk og kartöflur í matinn í kvöld! Haldiði að maður sé ekki duglegur :) Þetta bragðast bara alveg ágætlega...nóg til ef e-r vill koma í afganga á morgun (eftir prófið) ;)
|

Saturday, December 02, 2006

HERMES í öll hús

Gleymdi að segja frá the big news........HERMES (blaðið sem við í viðskiptafræði í HA vorum að gefa út) kemur út í dag :) Það kemur í öll hús á Akureyri en annar fylgir það Morgunblaðinu. Þannig ef þið eruð ekki áskrifendur af Mogganum endilega fáiði lánað blað og kíkið :)
|

Létt dottið út?!

Rosalega er nýi bakgrunnurinn á "settinu" hjá Stöð 2 ljótur. E-r hippa fílingur þar í gangi!
Ég held að Létt 96,7 sé dottið út hérna á Akureyri, ætli allar þessar kerlingar, sem voru alltaf að hringja og kvarta yfir að það væri alltaf verið að spila jólalög, hafi ekki látið loka stöðinni!!
Annars á afi minn afmæli í dag, og nú verð ég að passa mig að gleyma því ekki þegar líður á daginn og hringja í kallinn. Ég er svo gleymin þegar ég er í prófum að það er ekki fyndið!
Svo held ég að ég hafi ekki gott af því að hafa svona langt á milli prófa, maður verður bara ósjálfrátt kærulausari! Ekki að fíla þetta.
Haldiði ég hafi ekki verið vakandi langt fram á nótt, í þriðja sinn, að horfa á Grey's. Alveg að verða geðveik á sjálfum mér!! Hlakka eigilega bara til þegar ég verð búin með þetta sem ég á í tölvunni. Þá fer ég kannski að sofa á nóttinni :)
|