SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Thursday, July 28, 2005

Helvítis anskotans djöfulsins!

Fjandinn skrambinn.........hvað er að þessum vörubílssjórum!? Afhverju geta þeira ekki bara mótmælt heima hjá sér, frekar en að skemma fyrir öðrum. Þeir ætla að leggja þessum viðbjóðis trukkum sínum á göturnar annað hvort í dag eða á morgun, og þar sem það yrði allt stjörnu vitlaust á morgun, þá kæmi það mér ekki á óvart ef þeir mundu gera þetta í kvöld! Þannig ég þarf bara að undirbúa mig fyrir biðraðir, leiðindi, og jafnvel flug á morgun, ef allt fer til fjandans í kvöld. Ef e-r á smá auka þolinmæði, væri það vel þegið!
|

Alltaf að gefa vodkaköllum sítrónu!

Já mín var nú heppin í gær, var að afgreiða eitt af okkar leiðinlegustu kúnnum his usual, og hvað haldiði, hann sagði mér að eiga afganginn! Sem væri bara frábært útaf fyrir sig NEMA hvað að þetta var 5000kr og drykkurinn hans kostaði 900!!! Þannig you do the math! ;) hehe Ég ætlaði mér auðvitað ekki að hirða þetta, nema hvað að kallinn bara neitaði að taka við þessu aftur, sagði að ég ætti þetta skilið og bla bla bla! Síðan fór hann bara, þannig ekkert annað að gera í stöðunni heldur en að take it! Þannig gamli vodka karlinn borgaði bara skoðunina fyrir bílinn minn í morgun sem var fínt :) hehe
|

Wednesday, July 27, 2005

MIÐI TIL SÖLU

Endilega verið í bandi ef ykkur vantar miða til eða frá eyjum núna um helgina. Miðinn er til eyja á morgun, fimmtudag, kl.19.30 og heim með miðnæturferðinni á mánudaginn. Endilega verið í bandi. Takka svo mikið!
|

Myndin sem verður á debetkortinu mínu :) So kjútt ;)

|

Everything nearly ready :):):)

|

Feitur tékki á leiðinni :)

Já var að tala við skattinn, og mín bara að fara að fá feitan tékka innan um bréfalúuna :) Ekki slæmt. Þetta verður líka greitt út á föstudaginn, þannig fólk á eftir að eiga nóg af money til að eyða á þjóðhátíðinni, þ.e.a.s. þeir sem fá e-ð greitt út. Svo fær Jónþór líka e-ð, ekki jafn mikið og við vorum búin að vona, en samt something :) So happy day :)
|

Tuesday, July 26, 2005

Ógelega flott :P

Allir að stofna reikning hjá mér í Landsbankanum, við erum ekki bara með bestu kjörin og sætasta starfsfólkið ;) heldur erum við líka komin með svona kort sem þú getur hannað sjálf. Getur sett hvaða mynd sem er framan á kortið þitt. Þetta er ekki smá sniðugt, jújú sumum finnst þetta kannski barnalegt, en ekki mér, mér finnst þetta þræl sniðugt, þannig nú dreifi ég bara umsóknum og ALLIR að koma í viðskipti við mig ;) hehe
|

Tékklisti - hvað má ekki gleymast!

Listi yfir hluti sem mega ekki gleymast..endilega bætið inn í (á commentinu) ef ég gleymi e-u:

-Áfengi
-Miða í Herjól/flug
-Miða í dalinn
-Nærföt
-Tannbusta
-Sjampó/næringu
-Regnföt
-Flílspeysu/lopapeysu
-Góða sko
-Boli (innan undir)
-Buxur
-Snyrtidót
-Húfu og vetlinga, just in case
|

Sitting in the sunshine

Vá hvað er búið að vera gott veður seinustu dagana...nú þarf þetta bara að haldast í viku í viðbót þá verð ég sko happy happy.
Við mamma kiktum á kaffihús í matarpásunni minni, og sátum úti, ekki smá næs. Síðan er bara matarboð í kvöld, vinna á morgun og svo EYJAR EYJAR EYJAR :):):)
|

Monday, July 25, 2005

Ekki nógu spennt

Miða við að þjóðhátíðin er eftir 4 daga, þá er ég ekkert orðin neitt svakalega spennt. Ætli það sé útaf ég er frekar spæld að Jónþór nái henni sennilega ekki AFTUR, annað árið í röð! En mar hlýtur að lifa það af :)
Annars er nóg að gera hjá manni þangað til að ég fer út í eyjar, klára að þvo þvott (pínu sein mamma kemur nefnielga í kvöld :/) vinna bæði í kvöld og á miðvikudaginn, fara í matarboð á morgun, og svo bara undirbúa mig andlega ;) hehe
|

Hvað er að þessum vörubílstjórum!!??

Æ hvað þetta er e-ð ömurlegt hjá þessum vörubílstjórum að ætla að loka fyrir allar aðal götur út úr bænum á föstudaginn kl.4!! Hvað er að þeim, ég meina halló þeir eiga eftir að skemma fyrir svo mörgum, fólk á eftir að verða alveg vitlaust!!! Ég þakka bara fyrir að ég sé að fara á fimmtudaginn, yrði crazy ef ég mundi lenda í þessu, mundi örugglega taka hníf með mér og stinga öll dekkin þannig þeir yrðu bara almennilega fastir þarna á veginum!!!
|

Friday, July 22, 2005

Spurning dagsins: Hvaða pía er þetta!?

|

Thursday, July 21, 2005

Walking Zombí..

Ég er að segja ykkur það að það er langt síðan að ég hef sofið svona lítið. Er alveg að leka niður hérna í vinnunni, og svo "skemmtilega" vill til að ég er á kvöldvakt í dag þannig verð allavega hérna til hálf 8!! Þannig ég get lofað ykkur því að ég verð ekki lengi að henda mér upp í þegar ég kem heim......
|

ALLIR AÐ SENDA JÁKVÆÐAR BYLGJUR

Jæja góðu lesendur, nú þarf ég að byðja um smá greiða....ENDILEGA að senda jákvæðar bylgjur til Hugins VE og allra þar um borð, vegna þess að EF þessi túr gengur "better then ever", taki s.s. 7-8 daga, sem mundi þýða að þeir yrðu komnir fyrir Þjóðhátíð, þá er Huginn búin að gefa það út að þá verður farið til eyja! Sénsin á að þetta gangi allt saman er mjög lítill og þess vegna væri frábært ef síldin yrði "finnanleg", vinnslan mundi ganga vel og þeir yrðu komnir heim til að njóta þjóðhátíðarinnar með okkur. Jónþór missti af henni í fyrra og mér finnst það sko alveg nóg í bili!! Er hægt að bjóða svona þjóðhátíðarbarni upp á að missa af þessu mörg ár í röð!? ;)
|

Tuesday, July 19, 2005

Klipp snipp

Skellti mér í klippingu í morgun, útkoman er svona la la....held að þetta verði rosa flott þegar ég er búin að komast aðeins heim og fikta í þessu. Lenti nefnilega á svona menneksju sem maður þarf liggur við að minna á að anda inn og út!! Þurfti að segja henni nákvæmlega hvað hún ætti að gera...þoli ekki þannig klippara, vil að fólk hlusta á hvað mar er að segja en samt hafi e-ð hugmyndaflug sjálf, og taki völdin svolítið í eigin hendur. Enda come on þetta er starfið þeirra!
|

Monday, July 18, 2005

Næsí næsí

Horft var á Dirty Danceing í miljónasta skipti á laugardaginn, síðan lagt sig oggupons áður en haldið var á Dominos í óhollustuna. Þaðan kíktum við Dröfn á kaffihús og síðan til Eyrúnar að horfa á OC. Gaman gaman. Reyndar svindluðum við Eyrún og vorum búin að horfa á fyrstu 9 þættina, þannig ég var að horfa á þetta í annað skiptið og eyrún í þriðja. En a promise is a promise og þar sem við vorum búin að lofa að horfa á þetta allar saman þá þurftum við bara að bíta í það súra epli.
Síðan á sunnudaginn kíkti ég í Smáralindina, var búin að gleyma að það væri útsölur, þannig ég fljót að koma mér bara aftur heim. Reyndar kíkti ég aðeins inn í Vera Moda og keypti mér eina peysu!
Þjóðhátíðabaksturinn tók síðan við, pizzusnúðar voru fyrir valinu, þannig nú vitiði hvert þið eigið að kíkja eftir 11 DAGA ef þið viljið fá svoleiðis.
Í gærkvöld var alltof gott veður að hanga bara inni, þannig við Dröfn kíktum út á línuskauta, skautuðum um voginn og settumst síðan inn á kaffihús sem er hinu megin við vogin. Dröfn var að stíga á skauta í annað skipti ever, og stóð hún sig bara eins og hetja. Nú er bara að æfa sig, og þá sérstaklega að nota bremsurnar þannig hún þurfi ekki bara að láta sig vaða í grasið, eða á mig þegar hún þarf að stoppa :) hehe
En framundan er bara vinna all day long, í bankanum til 6 og síðan á kaffihúsinu til miðnætis! Nóg að gera næstu 3 dagana!
|

Saturday, July 16, 2005

Migum öll í pottinn!

Það má já eigilega bara segja það. Skruppum upp í bústað í gærkvöldi og eftir mikla og langa leit fundum við bústaðinn og skelltum okkur í pottinn. 'Í dalnum' var sett á fóninn og fólk fór að missa sig yfir gömlum og góðum þjóðhátíðarsögum. Nema hvað að ein ung stúlka sem sat í pottinum hafði ALDREI farið á þjóðhátíð og var ekki á leiðinni í ár, þannig auðvelt að ímynda sér að sú hafi verið orðin pirruð á þessu blaðri í okkur. Nema hvað að þegar hún ákv að skreppa aðeins inn í bústað var tekin þá ákvörðun í pottinum að nú yrði rætt um e-ð annað, og hefði hún ekki getað reddað okkkur betra atriði til að míga í okkur yfir! Mín kom aftur og settist upp á bakkan á pottinum og HRUNDI niður úr pottinum og á pallinn, og þótt við höfðum öll áhyggjur af dömunni, þá ældum við út úr okkur bjórnum og migum í okkur úr hlátri! Já það voru nokkur svona góð móment í þessari skemmtilegu ferð. Takk fyrir kvöldið girls & boy :)
|

Þjóðhátíðalagið loksins komið í spilun!

Jæja góðu gestir er þetta (hægramegin, merkt Þjóðhátíðalag 2005) spilun eða bilun!? ;) hehe Mér finnst þetta bara fínasta lag, hægt að raula með og svona. FM957 reyndar alveg að láta það í ljós að þeir verða ekki í eyjum yfir Verslunarmannahelgina. Hef ekki enn heyrt lagið spilað hjá þeim OG þegar ég hringdi og bað um það þá sögðu þeir bara já, en aldrei heyrði ég neitt þjóðhátíðalag!! Reyndar var ég ekki í útvarpssambandi hluta af tímanum, en ég meina come on hverjar eru líkurnar á að það hafi verið spilað einmitt á þeim 20 mín eða e-ð!!!
|

Friday, July 15, 2005

Saumaskapurinn tók völdin!

Já í gær var það sko bara harkan sex, mætt var til Eyrúnar um níu leitið, unnid stíft í "búiningunum", horft á Desperate Housewifes, og já AUÐVITAÐ tekið hellging af rettupásum! Enda hvar værum við í dag án þeirra ;) hehe Ég verð að hætta að kíkja til Eyrúnar, mar bara fitnar og fitnar vegna þess að í hvert skipti sem stelpurnar fara í cígó, þá fæ ég mér Skitles...þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hef borðað mörg tonn af þessu nammi ;) hehe
|

Thursday, July 14, 2005

Mjög falleg athöfn

Var að koma aftur upp í vinnu eftir jarðaförina hans elsku besta Steina. Þetta var rosalega falleg athöfn, æðisleg lög sungin af systir hans KK, presturinn góður og fjölskyldan stóð sig alveg eins og hetja. Það var mikið grátið, enda ekki annað hægt, en núna er hann komin upp til Guðs og mun vonandi fylgjast með okkur öllum þaðan. Rest in peace my friend :*
|

Nýjustu fréttir af þjóðhátíðarlaginu

Var að skoða blogg síður og rakst á þetta á síðunni hennar Hönnu Guðnýjar. Endilega kíkið, þetta er textinn við nýja þjóðhátíðarlaginu, síðan skilst mér að það verði frumflutt á morgun :)
|

Auglýsi eftir tjaldarbússlóð

Ef e-r á eða veit um koffort, bekki, borð eða stóla sem mundu passa vel inn í eitt stykki hvítt tjald, þá þætti mér mjög vænt um að fá að heyra í ykkur sem fyrst :)
|

Á maður að þora...

..að halda því fram að sumarveðrið sé loksins komið á ný! Ekki smá mikill munur að vakna á morgnana þegar sólin skín inn um gluggatjöldin, í stað þess að heyra bara í rigningu og roki!
|

Wednesday, July 13, 2005

Gat ekki annað en sýnt þessa mynd...


Var að skoða myndir á síðunni hennar Sunnu babe og sá þessa mynd, gat bara ekki annað en birt hana hérna. Þessar stelpur eru algjört æði, þarna voru þær að halda upp á afmælið okkar, en ég var því miður ekki á staðnum í þetta sinn! Missti greinilega af miklu ;)
|

"Þannig stefnan er að baka og sauma um helgina"

Spurning dagsins....hver haldið ÞIÐ hafi sagt þetta við mig í gær?!
|

Snilldin ein!

Fór að sækja Herjólfsmiðana mína í morgun, og ákv að prófa einu sinni enn að ath hvort það væri nokkuð laus koja á heimleiðinni eftir Verslunarmannahelgina, og viti menn, það var laus tveggja manna klefi! Þannig það verður bara lúxus á leiðinni heim ;) hehe Ekki smá fegin, var farin að kvíða fyrir heimleiðinni, en núna er það bara no worries! Og b.t.w. þá eru 16 dagar í þjóðhátíðina, fyrir þá sem vissu það ekki!! Maður fer alveg að fá fiðringin :D
|

Tuesday, July 12, 2005

Mikið talað um þjóðhátíðarlagið!

Það skiptir eigilega engu máli á hvaða bloggsíðu mar fer þessa dagana, allstaðar er verið að ræðu um væntanlegt þjóðhátiðarlag! Veit e-r hvenær það á að frumflytja það? Það er ótrúlegt hvað eitt þjóðhátíðarlag getur látið mann komast í mikin gír!! T.d. lagið dagar og nætur, er þjóðhátíðalagið okka Jónþórs, kannski ekki skrítið ef hlustað er vandlega á textann! ;) hehehe En no worries, þetta verður sko ekki alltaf svona, ég að bíða við bryggjuna, ekki þolinmóðasta manneskja í heimi!!
|

Mín bara lenti í lukkupottinum

Arna systir kom heim frá Svíþjóð í gær, brún og fín, og náði aldelis að fá nafn sitt í "my good books" þegar hún sýndi mér bol sem hún hafði keypt á mig! Ætlaði m.a.s. að kaupa gallabuxur handa mér, en hélt að ég mundi kannski ekki fýla þær!! Hvort sem það er satt eða ekki, þá var fallegt af henni að hafa dottið það allavega í hug! Þannig nú bara bíð ég eftir að sjá hvað það er sem henni vantar!! ;) hehehehe
|

Myndin sem átti að birtast um daginn: Styttist í...

|

Gaman að finna svona myndir af sér á netinu! ;) hehe

|

Monday, July 11, 2005

Oh my oh my

Já maður er nú steiktur...ekki hægt að þræta fyrir það! Eftir að hafa farið í smá matarboð hjá Sunnu í gærkvöldi, skaust ég í Hafnafjörðinn og sótti Dröfn. Við fórum heim og ætluðum að fá okkur eitt rauvínsglas yfir Dirty Dancing! Þetta eina glas var ekki lengi að breytast í X flöskur, og vorum við því algjörlega á eyrunum!!! Fórum ekki að sofa fyrr en um 5 í nótt, og á ég sko aldelis eftir að fá að gjalda fyrir það í dag....þynkan er að hefjast! Og ekki nóg með það að ég er að vinna hérna til kl.18 í dag, heldur er ég líka að vinna á kaffihúsinu!! HELP!!!
|

Friday, July 08, 2005

Jaxla update!

Já nýjustu fréttirnar af jaxlatökunni eru þessar: þeir eru allir farnir, sem betur fer, en ég fékk e-a smá sýkingu í gatið, og er því búin að anga eins og móðir síðan. Nema hvað að ég fór til tannsa til að láta ath þetta, og hann reddað mér með því að troða einhverjari grisju í gatið og ég búin að vera í hálfgerði vímu síðan ;) Held að skvísurnar sem eru að vinna fyrir hann Gunnar tannsa séu farnar að halda að ég sé e-ð heit fyrir kallinum þar sem ég er orðin svo reglulegur gestur þarna hjá þeim. En fear not, svo er ekki, ég get náttrulega ekki orðin heit fyrir neinum nema að ég viti að þeira verða allavega frá í 100 daga á ári....og þannig "lúxús" er ekki að finna við tannlæknastarfið!!! :) hehe
|

Thursday, July 07, 2005

Aðeins að prufa mikið áfram..

Nú ætla ég að reyna að byrja að blogga aftur. Það er ógeðslega leiðinlegt hvað engin commentar, og tel ég það geta stafað af framtaksleysi að minni hálfu. Þannig nú ætla ég að taka mig til í andlitinu...fyrsta skrefið er að reyna henda svona myndum beint inn á síðuna eins og hérna fyrir neðan...
|

Þá fer þessi stund að renna upp...

|

Komið nýtt look!

Var að vesenast hérna á síðunni minni og allt í einu breyttist look-ið, alveg óumbeðið og allt mitt gamla datt út :( Þannig endilega hendið inn á commentið slóðina á síðuna ykkar, ef þið sjáið hana ekki hérna til hliðar. Var alveg heil lengi að finna þessar fáu sem ég er búin að setja hérna hjá mér.
|

Sumt munum við einfaldlega aldrei skilja..

Þegar fólk er tekið svona ungt frá okkur er erfitt að skilja hvaða meining er á bakvið það, afhverju hann, svona ungur og hraustur strákur? Þegar maður byrjar á föstu þá dregst maður oft úr vinahópunum sínum, og þannig varð það þegar ég byrjaði með Jónþóri. Steini og Baddi bættust inn í hópinn snemma og áttu sinn stað þar bara eins og við allar stelpurnar. Þegar hún Sunna hringdi í mig í gær ætlaði ég ekki að trúa þessu, að Steini hafði bara ekki vaknað um morgunin. Ég vil bara votta mína samúð til fjölskyldu hans og allra þeirra vina sem hann átti. Sunna, Baddi, Sara, Svava, Tanja, Sigrún og þið öll ég hugsa stöðugt til ykkar allra, við verðum að reyna að vera sterk, eins erfitt og það nú er. Steini þú munt lifa í hjörtum okkar allra. Þín vinkona SaraP.
|

Monday, July 04, 2005

Djöfulsins vesen á manni!

Stein gleymdi að vakna í morgun og reyna að fá miða til baka kl. 18 á mánudeginum eftir þjóðhátið!!! Damn it....djöfull er það svekkjandi. En jæja svona er þetta. Get allavega sagt ykkur það að ef þið eigið eftir að redda ykkur ferð með Herjólfi yfir verslunarmanna helgina þá getið þið eigilega bara gleymt því!! Bara allt fullt hjá þeim!
|