SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Friday, July 28, 2006

Þjóðhátíðastemmari

Í gær hittumst við stelpurnar heima og mátuðum gærubúningin. Ekki nóg með það heldur erum við nánast búin að finna nafn á tjaldið okkar :) Reynar eigum við eftir að bera það undir tvær stúlkukindur sem voru farnar úr "partýinu" þegar nafnið var ákveðið, en ég efast ekki um að þeim finnist það passa :D
Annars er ég enn að reyna að ákveða hvað ég á að gera um helgina....held ég endi fyrir norðan með pabba í veiði. Samt ennþá spurning hvenær ég fer, í kvöld eða fyrramálið.
Ætlaði að reyna að skrifa e-ð skemmtilegt hérna í lokinn en dettur EKKERT í hug þannig ætla bara að halda áfram að vinna.
|

Wednesday, July 26, 2006

Framundan

Margt skemmtilegt framundan. Reyndar erum við hætt við að fara í veiðina sem við ætluðum í núna um helgina. Þetta er e-r rosa flott á og eiglega bara of flott fyrir byrjendur eins og okkur. Rosa stíft prógram og læti þannig við ætlum bara með í meira kammó ferð seinna meir. Annars er það kaffihúsahittingur í dag eftir vinnu, þjóðhátíðarhittingur á fimmtudaginn, e-ð skemmtilegt um helgina, verlsa inn fyrir tjaldið á þriðjudaginn og svo út í eyjar á fimmtudaginn! :) Fun fun.

En þá er það bara helgin....what to do? Hvað segir fólkið......? Væri alveg til í að fara upp í bústaðinn sem amma og afi eiga, og komast í smá þjóðhátíðargír....en veit samt ekki alveg hvort hann sé laus eða hvort ég eigi að chila aðeins með mömmu þar sem ég hef ekki hitt píuna í allt sumar.
|

Monday, July 24, 2006

Úps úps úps

Í gær þegar við fórum á Þingvelli (segir maður það ekki örugglega!?) var fólk að gifta sig í þessu yndilslega veðri; sól og hita. Og ég hugsa með mér "ohh hvað hún er heppin"....n.b. HÚN!! Og ekki nóg með að ég hugsaði þetta heldur sagði ég þetta líka upphátt við Jónþór....! Fattaði það um leið og ég var búin að sleppa seinasta orðinu en þá var það of seint! Hann sagði að þetta væri greinilega bara hvernig ég hugsa um brúðkaup...að þetta yrði dagurinn minn en ekki okkar! hehe Þannig nú þarf ég e-ð að vinna í að samfæra hann um að svo sé ekki.....not good! hehe :)
|

Baby Brekkan

Þá er Baby Brekkan, a.k.a. Lillemann Brendansson, komin með heimasíðu. Tæknivæddur töffari. Þið sem þekkið til þeirra endilega kíkið og segið hæ :)
|

Sunday, July 23, 2006

Helgin

- Fengum okkur að borða á Vegó
- Jónþór var að vinna föstudagsnóttina :(
- Kíkti í heimsókn til Hjördísar. Höfðum það kósí, fórum á kaffihús, í bíltúr og sátum heima hjá henni og spjölluðum.
- Vaknað snemma á laugardagsmorgni og farið í Koló með stelpunum...my first time.
- Laugardagskvöldið: fengið sér pizzu, bland í poka og vídíó. Sofnað yfir myndinni og vaknað aftur um 11, þá skroppið í keilu og síðan heim aftur í vídíó.
- Í dag vaknað snemma, klárað að slá, kíkt í bíltúr á Laugavatn og Gullfoss og Geysi. Einnig komið við á Þingvöllum þar sem var keypt sér ís og setið í sólinni.
- Í kvöld grillað og síðan í smá göngu upp og niður laugarveginn.

Afrek helgarinnar: Labbaði upp og niður laugarveginn (edrú) öll þrjú kvöldin :) hehehe rosa afrek hehe
|

The real þjóðhátíðarlag 2006

Þetta var ekki þjóðhátíðarlagið sem ég setti hérna inn um daginn. Ef þið viljið heyra rétta lagið farið þá á www.dalurinn.is og þar finniði link á það. Að mínu mati er þetta flott lag þótt það tengist ekki beint þjóðhátíð heldur frekar sumrinu yfir höfuð. En mar er ekki lengi að fá það á heilan þannig þetta er grípandi...þótt mar hljómi eins og fölsk hæna þegar maður reynir að syngja það þar sem það er svo hátt! ;)
|

Thursday, July 20, 2006

Textinn við Þjóðhátíðarlagið!?!?!

http://www.mega-file.net/audio/view.php?play=db4e3e239dd9333c7c08c035e3527f4e
Textinn:
Ég vil ástir ævintýr;
alltaf er í góðum gír;
Ég er hress og ég er hýr;
á brá;

Við fjöri seg' ég aldrei nei;
stekk um borð í Herjólfsfley;
Langar gríðarleg' í;
ein' með öll' á Þjóðhátíð;

Út' í eyjum;
alltaf er veið og stuð;
Ókjör af meyjum;
enginn með leiðindi og tuð;

Hlusta á unaðsfagran söng;
Árna Johnsens dægrin löng;
Finnst að ætt' að grafa göng;
til Eyja;

Hetjur dvöldu hér í denn;
Einsi Kald' og Stuðsins Menn;
Eru þeir hér kannski;
enn í góðum fílingi;

Út' í eyjum;
alltaf er veið og stuð;
Ókjör af meyjum;
enginn með leiðindi og tuð;

Í sól og sumaryl;
ég sit í fokheldu tjaldi;
En kannski fljúgum við suður;
já, ég og tjaldið í kvöld;

Út' í eyjum;
alltaf er veið og stuð;
Ókjör af meyjum;
enginn með leiðindi og tuð;

Út' í eyjum;
alltaf er veið og stuð;
Ókjör af meyjum;
enginn með leiðindi og tuð;
...nema ég;
|

Þjóðhátíð eftir TVÆR vikur :):):)

Damn hvað er stutt í þetta. Þótt manni hlakki rosa til þá er ég alltaf smá sad þar sem þá er sumarið að verða búið. Og þetta er búið að vera svo frábært sumar. En já eftir tvær vikur á þessum degi munum við Jónþór bruna af stað héðan úr Austurstræti kl.17 (vonandi að ég geti hætt þá) beint í Þorlákshöfn, fá okkur pizzu og einn kaldan og síðan fara í tveggja manna svítuna sem við pöntuðum í febrúar :) Þetta verður GAMAN :D
|

Að hátta klukkan átta....eða ekki!

Afhverju dröslast maður aldrei upp í rúm fyrr en eftir miðnætti? Furðulegt. Reyndar á sumrin er ég dugleg að hitta á vinkonurnar þannig maður er sjaldan komin heim, eða gestirnir farnir, fyrr en um 12. Í kvöld grilluðum við og sátum síðan úti, hlustuðum á þjóðhátíðalög og fengum okkur hálfan kaldan :) Mér fannst það samt ekki nóg þannig að ég hljóp inn og náði í þjóðhátíðarsólgleraugu handa okkur og við sátum eins og hálvitar úti í þjóðhátíðargírnum. Set inn mynd á morgun fyrir þá sem hafa áhuga að sjá apana ;)
Annars kíkti Dröfn á mig og við löbbðum voginn og settumst inn á kaffihúsið hinu megin og fengum og eitt hvítvínsglas. Voða kósí. Ræddum hitt og þetta, aðalega þetta; þ.e.a.s. Þjóðhátíð. Við ákvöðum að á fimmtudagskvöldinu, þegar við erum komin til eyja, myndum við skvísurnar hittast og mixa salatið fyrir helgina og sötra og spjalla yfir því. Rölta síðan að bekkjabílunum og koma okkur í almennilegan gír :) Sound good.........hvað segiði um þetta salat-stelpur? :)
|

Wednesday, July 19, 2006

The sun is shining

Eftir matinn kíktum við stelpurnar saman út í sólina. Ég er ekki frá því að frekknunum hafi fjölgað á þessum 30 mín sem ég sat úti :) hehe Gaman að því ;)
|

Föstudagur á morgun!?

Í fyrradag þegar ég kom heim um kvöldið tók kattarkvikindi á móti mér! Ég opnaði hurðina, labbaði inn og sá síðan e-ð hreyfast og það í átt að mér. Var þetta ekki bara e-r ógeðslegur köttur sem hafði farið inn um opin glugga. Mín var ekki ánægð og var ekki lengi að skella á rassgatið á því þegar það labbaði út! ;)

Skrítið...eftir að ég kom heim frá því að vera á kaffihúsi með stelpunum í kvöld, hefur mér fundist eins og það sé föstudagur á morgun!? Og vinnuvikan rétta að byrja en samt hálfnuð! Já þetta er sko fljótt að líða, ekki skrítið að maður er orðin hálf ringlaður :/
|

Tuesday, July 18, 2006

Börn og boot camp

Við verzlobekkjasysturnar hittumst í kvöld heima hjá mér. Eins og venjulega var rætt allt milli himins og jarðar en niðurstaða kvöldsins var eigilega sú að ef maður er ekkí óléttur, ný búin að eiga eða í Boot Camp þá er maður bara varla maður með mönnum þessa dagana. Allir óléttir, og ef ekki ólétt þá er það að missa sig í Boot Camp. Þannig við sáum að við vorum greinilega bara ekkert inn skvísurnar ;)
Annars kíktum við Sunna og Svava á Baby Brekkan og foreldra í dag eftir vinnu. Bara rétt skutumst inn, hentum í þau gjafir, fengum aðeins að máta hann og hlupum aftur út. Hann er algjört ÆÐI! Ekki smá mannlegur og sætur strákur. Engar krumpur eða neitt bara sléttur og fallegur. Sunna tók myndir þannig ég set link á hana (og bústaða myndirnar) um leið og þær koma inn hjá henni (hint hint sunna ;) ).
|

Monday, July 17, 2006

Gleði gleði gleði

Það sem gerðist skemmtilegt um helgina:

- Við Jónþór fengum loksins að deila rúmi eftir 6 daga vinnu viku hjá karlinum þar sem við sjáumst ekki nema í 3-4 tíma á kvöldin.

- AÐALFRÉTTINN: Sigrún vinkona og Brendan eignuðust lítinn prins á laugardaginn. Það gekk allt vel og við erum bara allar í skýjunum. Hlakka ekki smá til að kíkja á þau.

- Við fórum í smá búðaferð og það var verslað pínu.

- Síminn minn fannst :D:D:D:D Ogvodafone hringdi í gær um 4 og sagði að það hafði karl skilað inn Panasonic síma og spurði hvort að við könnuðumst við hann :) Bara gaman og ótrúlegt.

- Fórum á Footloose í gærkvöldi sem var ekki smá gaman. Ég fór í kjól og Jónþór rosa fínn. Voru reyndar nánast allir í gallabuxum en okkur var skít sama. Stemming að vera fín, og líka bara skárri að vera of fín heldur en drusluleg.

- Vöknuðum snemma og fórum í sund. Salalaugin (held hún heiti það) hérna í kópavoginum er ekki smá fín.

- Kíktum í Smáralindina og vorum næstum því búin að kaupa annan jakka á Jónþór en ákvöðum að bíða pínu með það :/

- Ég, Rannveig og Hjördís fórum út að hjóla í kvöld. Vorum að spá í að setjast síðan út á kaffihúsinu sem var í leiðinni (hérna beint á móti, hinu megin við voginn) og fá okkur einn kaldan en fórum frekar heim og fengum okkur eitt hvítvínsglas og hlustuðum á þjóðhátíðalög. Bara gaman.

--------------Æðislega róleg og góð helgi -------------------
|

Saturday, July 15, 2006

Þjóðhátíðafiðringur dauðans!!

Þegar við vorum í pottinum í gær þá var svona pínu þoka og úði. Við vorum með útvarpið í pottinum í gangi og síðan þegar ég heyrði byrjunina á 'Þú veist hvað ég meina mær' þá hækkaði mín í botn og fékk eyja fiðring dauðans :) Dammmnnnnn hvað þetta var magnað :)

Svo spurði Sigrún mig í gær hvenær ég héldi að barnið kæmi. Þar sem ég er ekki skygn gat ég ekki svarað þessu EN ég ætla að giska á 25.júlí :) Babyinu líður svo vel inn í þér að ég held að það sé ekkert að drífa sig. Vonandi hataru mig ekki fyrir að segja að það séu 10 dagar eftir hjá þér...en mundu bara hvað þetta verður allt þess virði þegar þú ert komið með krílið þitt í hendurnar :)
|

Back in 'me' old bed

Þá er maður komin heim eftir skemmtilega bústaðarferð. Short but sweet. Vorum komin upp í bústað rétt fyrir níu, fórum þá að grilla og borða. Þaðan fórum við í pottinn sem var cool-astur í heimi. Það var útvarp í honum og diskó ljós! Svalur ;) Fólk varð mis fullt og mikið var tekið af myndum þannig spurning hvort ég linki ekki bara yfir á sunnu myndir þegar þær koma inn. Síðan fór hluti af hópnum inn í Trivíal sem við Ásta unnum by the way :D Sorry Sunna ;) hehehehehehe Stelpurnar ákvöðu svo að skella sér í bjór á dillan, enda í mismiklu stuði, en ég keyrði þeim bara þangað og síðan heim. Frábær ferð, gott að komast úr bænum þótt það sé ekki nema svona smá, og einnig æði að hitta þennan hóp. Hressar og æðislegar stelpur....you know you are ;)
|

Friday, July 14, 2006

Á leið út í sveit

Er á leið út í sveit með stelpunum. Destination: Pig Valley, a.k.a Svínadalur. Verðum þar í kvöld og keyrum aftur heim um miðnæti. Pottur, grill og spjall.........sounds GOOOOOOD :)
|

Thursday, July 13, 2006

Afhverju nennir maður þessu!?

Nú sit ég í vinnunni og er að bíða eftir að ég fái aðgang í eitt kerfi sem er búið að vera e-ð vesen á að komast inn í. Á meðan að ég bíð eftir hringingunni ákvað ég að taka einn stuttan blogg hring og sá þá að Arna Sif var e-ð að fylla út svona spurningar um sjálfan sig. Þegar maður sér svona á bloggi finnst manni alltaf svolítið áhugavert að lesa þetta. Þannig ég ákvað að gera svona fyrir mig :)

Nafn? Sara, a.k.a SaraP eða Sjarap ;)
Fæðingardagur og ár? 8.3.83
Stjörnumerki? Fiskur, en þegar ég var lítil taldi ég mig hafa verið hafmeyja í fyrra lífi hehe
Augnlitur? Græn/grár
Hárlitur? Ljóshærð....eina manneskjan á íslandi sem er ekki alltaf að reyna að blekkja sig og aðra með því að fara í litun 10 sinnum á ári ;)
Göt? Í eyrunum
Hársídd? Mjög sítt, þarf að drífa mig í klippingu
Hæð: 181 sm
Á lausu? Við skötuhjúin höldum upp á 5 og hálfs árs afmæli á laugardeginum á Þjóðhátíð þannig the answer would have to be NO!! :)
Systkyni: Dóra Björk, Arna Sif og Sighvatur
Uppáhalds.....
Litur? blár
Bíómynd? Pretty Woman og Dirty Dancing
Lag? bland í poka, lögin okkar Jónþórs ofarlega á listanum
Leikari / leikkona? Julía Roberts
Drykkur? Einbeiti mér meira að því að borða og lít á að drekka sem auka atriði. Vel mér drykk eftir því hvað ég er að borða. Með flest öllum mat finnst mér fínt að fá mér tvo sopa af vatni þegar ég er búin að borða. Mjólk með kökum og jólaöl á jólunum.
Matur? Lasagne, snakk og ís :) Hollustan alveg að drepa mann
Sjónvarpsþáttur? Friends og Sex and the City
Framtíðarplön? Vera hamingjusöm.........simple enough ;)
Í hverju sefurðu? Thats for Jónþór to know and you not to find out!
Skemmtilegast að gera? ohhh my! Vera í faðmi þeirra sem mér þykir vænt um.
Besta minning? Sem betur fer eru góðu minningarnar margar og erfitt að nefna e-r ákveðnar. Ein nýlegasta er helgin okkar Jónþór við laugina "okkar". Ein elsta er þegar við Sindri sátum í skottinu á trabantinum hans pabba þar sem það voru svo mikil læti í honum og hann hossaðist svo að okkur fannst það alveg geggjað!
3 kostir? Finnst nú að aðrir en ég eigi að segja til um það en ætli það sé ekki að ég er ákveðin og ætla mér ákveðna hluti í lífinu, er oftast mjög létt og er ekki að umgagnast fólk sem ég hef ekki áhuga á að þekkja.
3 gallar? Óþolinmóð, morgunfúl og ætli það teljist ekki galli að hafa oft gaman af því að heyra gott slúður og koma því áleiðis innan vinahópsins. Samt er hægt að treysta mér fyrir hlutum það er alveg á hreinu!
Helsta hræðsla? Flug
Fóbía: Flug
Hvar er hægt að finna þig? Vinnu, á kaffihúsi, stelpuhittingi eða ísbíltúr
Sumar, vetur,vor eða haust? Ég læt veðrið ekki mikið trufla mig, en sól og blíða er alltaf vel þegin eins er snjórinn í miklu uppáhaldi um jólin.
Hvað hugsaru þegar þú horfir í spegillinn á morgnanna? Hæ morgunfúla!
Í hvernig skapi ertu á morgnanna? Ef ég ÞARF að vakna þá fúl...ef ég vakna bara sjálf í rólegheitum þá kúruskapi
Hvað geriru þegar þú ert ein/einn? Tala í símann. Ekki hrifin af því að vera ein.
Hver er skoðun þín á hinu kyninu? "Can't live with them, can't live without them" - er helvíti flott setning, en svona án grínst væri lífið sko ekki næstum því jafn skemmtilegt án þeirra.
Ertu daðrari? nei ekki í dag en viðurkenni að maður notaði ýmis brögð á sínum tíma til að næla sér í Jonny boy ;)
Hvað mundiru gera ef þú mundir vinna milljónir? Kaupa mér peningabréf eða leggja inn á vaxtareikning. Því miður er ein miljón ekki eins mikið og maður heldur. Þetta er fljótt að fara.
Hver er tilgangur lífsins? Verð að apa eftir yngri systir minni hérna "Elska og vera elskaður"
Ef þú fengir eina ósk hvers myndiru óska þér? Góða heilsu allra í kringum mig, án efa ekkert jafn sárt og að missa e-n náin sér.
Ef það ætti að gera bíómynd um þig, hver myndi leika þig? hmmmm....veit ekki með mig en ef það ætti að leika Örnu þá myndi ég segja Jónþór því hann nær henni helvíti vel :D
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Þjóðhátíð eftir 21 daga :) :) :)
|

Wednesday, July 12, 2006

Go Magni go Magni GO!!

Við systurnar vöktum eftir Magna í gærkvöldi. Og verð ég nú að segja að mér fannst hann standa sig mun betur heldur en fyrir viku. Vonum bara að heiminum finnst það líka :) Spurning um að pína sig aftur í kvöld og vaka eftir úrslitunum...!?

Annars er strax komin miðvikudagur! Hvað er að frétta af því...mér finnst tíminn líða SVO hratt að það er varla fyndið! Áður en maður veit af verður maður sitjandi í brekkunni að raula með Árna karlinum. Ekki slæmt. En nú bíður maður bara spenntur eftir þjóðhátíðalanginu. Hvenær ætli við fáum að heyra það. Svo minni ég fólk á að það er einungis rúmlega 20 dagar í þjóðhátíð og því væri alveg í lagi að fara heyra e-r þjóðhátíðalög í útvarpinu!

En nóg á dagskránni hjá okkur næstu helgar, leikhús, bústaðaferð, veiðiferð, þjóðhátíð og margt fleira! Maður bara brosir við sumrinu þótt veðrið er ekki alveg að standa undir væntingum!
|

Sunday, July 09, 2006

Takk kærlega fyrir okkur :)

Helgin var hreint út sagt frábær. Við erum bara alveg í skýjunum. Fórum til eyja á föstudaginn og má segja að Herfjólfsferðin hefði mátt fara betur. Ótrúlegt að það séu ennþá til Vestmannaeyingar sem vita ekki að það á að hafa hljóð í almenning! En já eftir að við vorum komin til Dóru kíkti Jónþór á strákana og ég á rúntinn með stelpunum. Laugardagurinn fór í að gera veisluna klára, undirbúa matinn, húsið og margt fleira. Veislan byrjaði kl.5 og voru seinustu menn að fara um 9 leitið. Við fengum rosalega mikla hjálp með allt saman. Dóra og Viðar lánuðu okkur húsið sitt, vinkonur hennar Guðrúnar gerðu smárétti og "við" Lea (samt eigilega bara hún) gerðum rosa góðan humarrétt og kjúklingarétt. Ekki má gleyma kökunum sem amma bakaði, þær klikka nú aldrei. Held að allir hafi verið ánægðir með matinn og veisluna í heild sinni. Jónþór fékk rosalega flotta pakka og var ekkert smá ánægður með þetta allt saman held ég.
Eftir veisluna var tekið til og skutlaði ég svo Jónþóri til stráknanna og fór síðan sjálf og hitti á Dröfn á ættarmótinu hennar. Þar var mikið fjör og gaman. Síðan fórum við í útskrifaveisluna hans Garðars og þaðan niður í skvísusund. Þar var sko mikið fjör og alveg pakkað. Allir í miklu stuði. Um fimm leitið röltuðum við skötuhjúin heim með bros á vör :D
|

Thursday, July 06, 2006

Tilviljun or not?!

Undanfarna tvo daga, eða sko ekki í dag heldur í gær og fyrra dag, höfum við Jónþór hisst á sama hringtorgina, ég á leiðinni í vinnu og hann á leiðinni heim. Þetta væri nú kannski ekki merkilegt nema að ég hef verið á hjóli og hann á bíl og við höfum ekki haft hugmynd hvenær hinn lagði af stað. Þvílík tilviljun wouldn't you say!?! :) hehe
Annars er píuhittingur heima hjá mér í kvöld. Verður gaman að hitta skvísurnar mínar loksins.
|

Wednesday, July 05, 2006

Manni er farið að hlakka pínu pínu PÍNU til

|

Tuesday, July 04, 2006

Friends maraþon

Mamma hefur verið dugleg að kaupa alltaf eina og eina seríu handa okkur þegar hún hefur verið að flakka á milli landa. Núna held ég að við eigum seríu 1-7 þannig ekki margar eftir.
Við Jónþór höfum verið að "work our way through" þetta allt saman og átti sko aldeilis að taka þetta í rassgatið um helgina. Við vorum nátturlega bæði hálf lúin og léleg e-ð þannig á laugardaginn ákvöðum við að hafa Friends maraþon. Ætluðum s.s. að glápa og glápa og GLÁPA! Mín voða spennt hendir disknum í tækið, kemur sér vel fyrir við hliðiná gæjanum og ýtir á play. Hvað haldiði, það voru ekki liðnar FIMM mínútur þegar ég fór að heyra karlinn hrjóta við hliðina á mér! Eins og þið getið ímyndað ykkur var ég ekki mjög sátt þar sem ég hata þegar fólk sofnar þegar verið er að horfa á vídíó. Þannig ég var dugleg að klípa hann og svona til að halda honum vakandi. Það besta sem hann gat boðið mér var að hlæja annars lagið....átti eflaust að virka eins og hann var að hlæja af þáttunum en ég átti erfitt með vita hvort hann var að dreyma eða ei!
|

Monday, July 03, 2006

Reconnected

Jæja þá er maður orðin maður með mönnum á ný. Mín komin með síma. Samt ekki minn gamla :( En þó fínasta síma sem pabbi átti. Þurfti nátturulega að fá nýtt símkort þannig ég er ekki með nein númer. En sem betur fer kann ég þau númer sem ég hringi (og fæ hringingar) oftast úr. Ég er samt svo forvitin að ég væri heavy til í að geta séð sms-in sem voru send til mín þessar 3 vikur (eða svo) sem ég hef ekki verið með síma, ekki það að ég átti von á e-u spennandi.
Ótrúlegt en satt þá er ég ekkert rosa spennt yfir að vera komin með síma aftur, hefur frekar verið pressa frá öðrum eins og mömmu og fleira sem hefur ýtt mér í að fá mér nýtt kort. En auðvitað er þetta þægilegt, þræti ekki fyrir það ;)
|

Flensu pain

Meira vesenið á manni um helgina. Á föstudaginn fékk ég sólahringspest. Var bara ælandi frá mér öllu vitinu alla föstudagsnóttina. Ekki gaman. Svo var mar hálf máttlaus á laugardaginn eftir öll átökin. Síðan gerði ég þau mistök að taka húsið í gegn á sunnudagsmorgninum þannig varð hálf slöpp aftur eftir það. En þá lögðum við okkur bara skötuhjúin. Og hvað haldiði....þegar við vöknðuðum var ég búin að smita greyið :( Þannig bara ástand á fólkinu! Eins gott að við vorum ekki búin að skipuleggja að fara einhvert. Lang best bara að vera "heima hjá sér" þegar manni líður illa.
Annars vorum við að fá gefins miða í Borgarleikhúsið og langar mig rosa að sjá Footlose. Í útvarpinu í gær var verið að leyfa fólki að heyra hvaða lög væru tekin og mér leist rosa vel á hvert einasta lag. Þannig við stefnum á að fara laugardaginn 15.júlí. Hlakka ekkert smá til.
|