SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Thursday, July 29, 2004

Kannski betur sleppt þessum yfirlýsingum!?

Það er alveg spurning hvort ég hefði átt að sleppa þessum yfirlýsingum um að mér væri sko skít sama um rigningu, það gæti sko ekki skemmt neitt. Það skemmir kannski ekki stemminguna EN það bleitir hins vegar allt! :( Æ við sjáum til, þessi demba hlýtur að fara að hæga aðeins á sér!
|

Þjóðhátíða veðrið komið :)

Frekar fyndið, ég var svona að byrja að vera spennt en samt ekket að viti, síðan þegar það byrjaði að rigna í gær þá fékk ég bara þvílíkan fiðring í magan, augljóst hvað maður er vanur þessu veðri á þjóðhátíð! Samt má þokan alveg fara frá eyjum þannig fólkið komist nú á djammið!
|

Wednesday, July 28, 2004

Dey ef ég þarf að fá grænan miða!

Á morgun fer ég með bílinn í skoðun, loksins, ég er búin að vera með hann e-ð á verkstæði útaf hinu og þessu, og núna er komið að því að láta meta hvort hann sé ok. Ég fer virkilega að grenja ef ég þarf að fá svona grænan miða á hann, call me a snob en svona er þetta bara. Mér finnst þessir grænu miðar bara algjörlega skemma look-ið!
|

Magnaður anskoti!

Eins og ég var búin að segja ykkur ætlaði ég í ríkið í gær, og það varð alveg úr því. Nema þegar ég var á kassanum þá fannst mér þetta pínu dýrari en ég var búin að áætla, en karlinn sagði mér þá bara að koma aftur og það væri ekkert mál að redda því. Síðan þegar ég labbaði út þá fattaði ég að ég hefði gripið vitlausa flösku sem var 1000kr dýrari en sú sem ég ætlaði að taka. Þannig ég labba beint aftur inn, það liðu kannski 2min á milli, til sama karls og hann neitaði að láta mig fá peningin heldur þurfti ég að fá e-a inneign í ríkinu!!!! Það er kannski ekki málið, þar sem þetta er búð sem maður er reglulega í viðskiptum við, en mér bara fannst þetta svo fáranlegt, að geta ekki endurgreitt manni 1000kr nokkrum mín eftir að maður er hjá þeim, í sömu búð hjá sama karli!!!!
|

Náði að selja miðana!

Ég var ekki smá fegin þegar síminn hringdi í gær og e-r strákur spurði hvort miðarnir væru ennþá lausir. Ég var farin að sjá fram á það að ég þyrfti að eiga inneign hjá Herfjólfi sem væri kannski ekkert það skelfilegt ætti ég ekki rúmlega 20 einingar!! Þannig þetta var æði 3500kr koma sér alltaf vel. Reyndar fattaði ég þá alveg 100% að JónÞór yrði ekki, sem var svolítið sorglegt!
|

Tuesday, July 27, 2004

Vantar e-m miða til Eyja?

Ég á miða fram og til baka með Herjólfi, til eyja fimmtudkvöld og heim með bestu ferðina, kl.18 á mánudeginum! Ef ykkur vantar miða (eða vitið um e-n) ENDILEGA hafið samband við mig í síma 695-6903. Takk :)
|

Mikilvæg ferð eftir vinnu

Eftir vinnu verður haldið hérna á neðri hæðina í Smáralindina og gert mjög dýr en mikilvæg kaup. Það verður komið við í ÁTVR og keypt áfengi fyrir Þjóðhátíðina. Við Eyrún ætlum að fara saman og hún þarf að kaupa fyrir tvo aðra líka þannig við verðum bara eins og verstu fyllibyttur, eins og við erum nú venjulega saklausar á svip ;) hehe
|

Það sem ég þarf að taka með mér...

Ok hér kemur smá listi, ef þið sjáið e-ð augljóst sem vantar, látið mig endilega vita: regnföt (svarsýn, ég veit), kuldaskó, vetlinga, VÍN, tannbusta, málningadót (þótt þaðv erði eflaust lítið notað), 2-3 buxur, 2-3 peysur, flíspeysu, ullasokka, Henson galla, hárband, fáranlega hatta/vetlinga/gleraugu, nærföt.....hmmmmmmmm dettur ekkert annað í hug í augnablikinu! 
|

Þrír dagar í djamm dauðans ;)

Já nú er orðið stutt í þetta, tveir dagar, með daginum í dag þangað til ég fer og 3 í þjóðhátíðina :) Er fólk ekki orðið spennt. Þetta verður í fyrsta skipti í 3 ár sem ég verð án maka á Þjóðhátíðinni, sem er nú ekki e-ð sem ég var búin að óska mér EN ég verð nú bara að gera gott úr þessu og skemmta mér fyrir okkur bæði :)) Ætti að geta það.
|

Monday, July 26, 2004

4 dagar í Þjóðhátíð...

Já maður er ekki alveg að gera sér grein fyrir því að það eru bara FJÓRIR dagar í Þjóðhátíðina!! Þetta er alveg ótrúlegt, maður hefur nú verið spenntari. En auðvitað veit ég að þetta verður rosa gaman! Ég fer til eyja með seinni ferð á fimmtudeginum, þannig maður mætur sprækur í djammið þá. Ég var reyndar að heyra það að fólk ætlar actually að fara á Húkkeraballið í ár, þau eru búin að lækka verðið úr 1800-2000kr í 1200kr þannig það er alveg spurning hvort maður kíki þangað og ath hvernig stemmingin verður. Allavega pant heyra Endurtekningar með Í svörtum fötum svona 1000000000 sinnum! Love that song!!!
|

Þá er það því miður staðfest! :(

Já því miður þá er það staðfest, að elsku ástar pungurinn minn ;) hehe kemur ekki á þjóðhátíðina með mér í ár. Þessi rosa duglegi strákur verður um borð í Huginn að vinna á meðan við hin liggjum í brekkunni með góðum félugum og e-ð hressandi í brúsanum. Hans verður mikið saknað, en á tímum eins og þessum er gott að eiga góðar vinkonur. Mér kvíður reyndar mest fyrir Brekkusöngnum, það er algjörlega okkar tími á þessar mögnuðu skemmtun. En ég verð þá bara að fá að sitja í fanginu á Sigurbjörgu eða e-m í staðinn, það verður ekki eins, en þó vonandi mjög gaman :)
|

Hamborgara BÚLLAN

Já það var nú meiri lífsreynslan að fara á þessa hamborgara búllu! Allir að tala um hvað þessi staður er frábær. Fyrst þegar ég labbaði inn þá hugsaði ég ok þetta er BÚLLA dauðans. Það var ekki matseðill, bara krotað á e-a töflu með krít hvað var í boði, og það var sko ekki mikið, fá sæti og lítið af fólki EN hins vegar voru þetta fínusti hamborgarar, samt held ég að ÉG haldi mér bara á American Style....so sorry!
|

Dugleg stelpa :)

Já maður var nú duglegur um helgina, ekkert djamm, bara farið snemma að sofa bæði kvöldin, eða ok ekki snemma á laugardeginum en samt....svaf þá bara út á sunnudeginum :) Djöfull var veðrið frábært samt, það var sko margt gert, skautað í vesturbæinn, þrifið og BÓNAÐ bílinn, slegið blettinn (og rakað) og síðan grillað. Voða gaman. Maður var reyndar ekkert voða mikið í hollustunni, á fimmtudeginum var farið á American Style, föstudeginum Pizza 67, lagardaginn Hamborgarabúlluna og síðan grillað í gær hamborgara. En ég meina kom on ég er ekki búin að fara á skindibita stað í allt sumar liggur við, nema á Subway, þannig maður á ekkert að fá móral!
|

Friday, July 23, 2004

Mér tókst það :)

Já það er sko föstudagskvöld kl.11 og ég sit hérna HEIMA fyrir framan tölvuna, s.s. mér tókst að láta ekki plata mig á djammið, og í staðin komin heim. Frekar sad really, hef svo sem ekkert að gera, annað hvort eru allir að djamma, heima með börnin, eða í eyjum, þannig ég er bara ein, en samt I'll just make the most of it. Er á leiðinni í bað með kertaljósi og síðan upp í að glápa á vídíó, þannig ef e-r er að lesa þetta núna (sem ég efast um) og hefur heldur ekkert að gera þá bara endilega að koma og join-a mig. Reyndar ekki í baðinu, held það yrði ekki alveg nógu vel séð ;) hehe
|

Pizza Pizza

Já það verður sko haldið á Pizza Hut í kvöld með stelpunum. Tilefnið er: "Sunna er að fara til Grikklands í 3 vikur". Alltaf finnur maður sér e-a ástæðu til að eyða peningum ;) Ekki smá langt síðan ég fór þangað, það verður sko pott þétt fengið sér osta brauðstangir :P NammI
|

"She's a lady....woowww wooww wooww"

Dröfn hefði nú haft tilefni til að syngja þetta lag í gær þegar ég setti Tomma í óvænta sturtu! Mjög kvennlegt og næs! En ég meina hvað getur maður gert þegar munninum á manni er líkt við Herjólf þegar maður er að láta troða e-r maregnstertu upp í sig!? Ég bara spyr!
|

Ekkert tjútt um helgina!

Það er hér með ákv að ég ætla ekki að fá mér í glas um helgina, eða var reyndar búin að ákveða það í vikunni. Maður verður að taka sér svona smá pásu rétt fyrir verslunarmannahelgina, bæði líkamlega og peningalega séð. Þannig ef þið sjáið mig niður í bæ um helgina, þá hafið þið leyfi að henda mér inn í leigubíl og heim ;)
|

Leið aftur eins og 2ja ára gömlu barni! ;)

Ég er ennþá með verki í maganum ég hló svo mikið í gærkvöldi. Vinur hans Tomma (hennar Eyrúnar), hann Ingi, var að fara á kostum á Ítalíu í gær. Á milli þess sem ég hló var verið að troða upp í mig mat á 2 mín fresti, þrátt fyrir mikla barátta af minni hálfu. Vildi ekki vera dónaleg, og því lét ég plata mig aftur og aftur. Ég er alveg búin að ákv að þegar ég á börn og þau segja nei við matnum, þá ætla ég EKKI að troða í þau!! ;) En allavega þá rúllaði ég út af Ítalíu í gærkvöldi. Eftir mjög skemmtilegt kvöld með þeim, var haldið í smá bíltúr með Sunnu og Ástu og síðan á Dillon í einn kaldan.  Og þar var einnig mikið hleyið. Guð svo var par á Dillon sem áttu commentið "Get á room" virkilega skilið, þá voru bara að kæfa hvort annað í slefi þarna við eitt borðið. Kannski tek ég bara svona eftir þessu útaf ég er búin að vera ein núna í rúma 2 mánuði og þetta er orðið FREKAR leiðinlegt!!! Væga sagt!
|

Thursday, July 22, 2004

Hvítu tjöldin

Nú verða allir að láta það berast hvar þau verða með aðstöðu í hvítu tjaldi þannig maður viti hvert maður á að kíkja í heimsókn á þjóðhátíðinni. Um leið og ég veit hvar við verðum, skal ég birta það hér og vona bara að sem flestir kíki :)

|

Þvílíkur kokkur.

Ég eldaði kvöldmat handa Unni í gær, bjó SJÁLF til brúna sósu, og nei ég keypti ekki svona út í búð sem maður bætir bara vatni í, nei ég blandaði þessa sko. Reyndar sagði mamma mér hvað ætti að fara í hana, en ég meina samt, það eru margar leiðir að blanda hinu og þessu saman.  Nú er svo spurning hvað ég fæ mér í kvöld....
|

Bara gott veður úti

Það e rekki smá æðislegt veður úti, mig langaði mest að fara bara út í potta eftir ræktina og bara liggja í sólbaði allan daginn. Ekki veitir af, ég er eins og draugur í framan. Reyndar fékk ég smá lit seinustu helgi, en það var sko ekki mikið. Skil ekki afhverju en maður virðist ekki fá mikin lit þegar maður er niðrí bæ svona mikið eins og ég var um helgina, spurning hvort ég hafi ekki bara verið á vitlausum tíma! ;)
|

Wednesday, July 21, 2004

Help needed

Ef e-r hefur e-r ítök um borð í Huginn VE þá yrði ég voða kát ef þið gætuð gert mér þann greiða að láta áhöfnina vera í eyjum um verslulnarmannahelgina ;)
|

Loksins orðin smá spennt...

Það gæta vel verið að spennan sé loksins e-ð á leiðinni hjá mér.......ég var að skoða Þjóðhátíða myndir heima hjá Eyrúnu og Tomma í gær, og fékk smá fiðring. Spurning með að kíkja á hreppur.is og ath hvort spennan eykst ekki bara við það :)
|

Tuesday, July 20, 2004

Hverjum langar aðbjóða mér í mat í kvöld? ;) Það er svo leiðinlegt að vera ein :(

|

Styttist ört í þjóðhátíðina.

Svei mig þá, ég held að ég hafi aldrei veirð jafn lítið spennt svona stutt fyrir þjóðhátíðina. Ég veit ekki alveg afhverju....eða jú reyndar, vegna þess að það er mjög ólíklegt að JónÞór verði á henni :( Sem er bara ömurlegt. Það verður reyndar massa gaman, verð með svo skemmtilegu fólki og svona, en æ spennan hlýtur bara að koma þegar nær dregur.
|

Eins og að henda peningum út um gluggan..

Ég er svo brjáluð út í þessi helvítið tryggingarfélög (sorry Eyrún). Þau eru bara svín og ekkert annað. Maður borgar fyrir kaskó og allt þetta þannig ef maður lendir í e-u veseni þá er maður nokkuð safe. Nema hvað að ég lendi í smá árekstri þá má ég bara halda kjafti og borga sjálf. Ég gæti alveg eins verið að henda 5000kr út um gluggan heima. Ömurlegt :(
 

|

Monday, July 19, 2004

Og já.......

Þessi 200kg manneskja var líka í pinnahælum! Ekki gott!
|

Marinn og brunnin!

Hvað er með fólk á djamminu. Ég kom heim eftir djammið á laugardaginn, með sígarettu bruna á hendinni, marinn ofan á fætinum og klóruð á bakinu, og ég lenti EKKI í slagsmálum! ;) Reyndar var sígarettu brunnin frá föstudagskvöldinu, e-r að reykja og rak sig í mig, var ekki smá sárt. Síðan steig e-r 200kg manneskja á mig á laugardagskvöldinu sem hjálpaði ekki mikið þar sem ég var í skóm frá helvíti sem voru að rífa af mér fæturnar! Og klórið á bakinu er bara eftir guð má vita, e-r píka með gerfineglur rekið síg í mig á barnum! Ahhh nú er ég búin að fá smá útrás ;)
|

Góður félagsskapur, léleg heppni!

Þetta var nú fínasta helgi þannig séð. Rosa skemmtilegt hjá okkur stelpunum. Sigurbjörg og Dröfn voru í bænum, þannig við vorum rosa mikið saman, ég, Sigurbjörg, Dröfn, Eyrún og Tommi.  Verðrið var svo geggjað að maður er bara komin með fína brunku í framan. Eina sem þurfti að skemma var það að ég bakkaði á annan bíl þegar ég var að bakka og rispaði minn og hans bíl. Bara grét og grét, var ekki smá leið yfir þessu. Ætla það hafi ekki verið að refsa mér fyrir e-ð! Þannig ef e-r þekkir bílviðgerðakall sem kostar ekki bombu, endilega látið mig vita.
|

Friday, July 16, 2004

Sól og blíða úti

Já það er sól og blíða út SKILST MÉR! Ég sé nátturlega ekki út allan lið langan daginn. En svona er þetta, við skulum vona að veðurguðarnir verða í stuði og hafi bara gott veður alla helgina. Er ég nokkuð of bjartsýn. Mig langar bara að drekka kaldan við grillið og hafa næs um helgina, hevernig hljómar það?
|

Fínt kvöld, hörmungar nótt!

Jæja þá var þetta karnival í gær, það var bara svona fínt. Ég fékk mér bjór og pylsu, nammi nammi. Síðan fór ég niður í bæ og fékk mér nokkra bjóra með Eyrúnu. Fórum á Sólon og sátum einar uppi í frekar langar tíman...síðan fór fólk að tínast inn. Voða kósí stemming. Þetta var rosa gaman. Þegar ég kom heim, fór í sturtu og fór upp í. Nema hvað að ég náði varla að sofa neitt í alla nótt, var alltaf að vakna!! Síðan hringdi jónþór í morgun kl.6 og ég ætlaði bara ekkert að ná að sofna aftur. Loksins sofnaði ég og það fast að ég svaf yfir mig í morgun, og mætti seint á föstudagsfundinn!!! Typical!!! 
|

Thursday, July 15, 2004

Leiðinlegt að vera kvefuð! :(

Afhverju er ég að verða kvefuð núna. Reyndar eru allir í vinnunni hjá mér búnir að vera veikir, ALLIR! En samt, ég er ekki að nenna þessu. Ég er reyndar bara kvefuð, en þið vitið hvernig þetta er, stífla leiðir til höfuðverks, þannig þetta er frekar pirrandi. En engu að síðu er karnival í kvöld. Fyrir þá sem ekki vita er það skemmtun fyrir alla starfsmenn smáralindar, grill og bjór í boði, þannig maður verður nú að mæta. Síðan fáum við líka að fara frítt í tækin hérna fyrir utan, voða voða gaman ;) hehe
|

Þjóðhátíðalagið

Og svo er það þjóðhátíðalagið. Ég rétt kíkti á spjallið á dalurinn.is um daginn og það var eigilega ekki rætt um annað heldur en þetta blessaða þjóðhátíðalag. Mín skoðun er nú bara sú að hvað skiptir það máli. Ok gott lag hefði verið voða gaman að fá, en ég bara held að þetta lag sé fínasta lag ef rétta fólkið syngur það. Þetta fólk sem er búið að vera að flytja það eru engin fagmenn held ég. Án þess að móðga neinn. Þetta er eins og með hljómsveitirnar, ég meina það eru alltaf fínar hljómsveitir, og þótt þær séu ekki alveg í uppáhaldi hjá hverjum einum og einasta, þá skiptir það ekki heldur öllu máli, því ég held að maður skemmti sér samt bara alltaf jafn vel, eða hvað finnst ykkur?
|

Ljóska dauðans.

Ég var í vinnunni um daginn og var mikið búin að vera að hugsa um hvort ég ætti að vera að taka bílinn minn með ef ske kynni að JónÞór kæmist ekki með á þjóðhátíðina, en svo var Kristó fljótur að minna mig á að maður tekur nátturulega bara bílinn með þannig að maður sleppi við að henda öllu draslinu sínu í e-n gám, sem er SVO satt. Þannig ég tek hann pott þétt með. Spurning hvort ég þurfi samt ekki bara að fara á e-m fluttningarbíl þar sem mér skilst að ég eigi að taka svo mikið drasl fyrir svo marga sem eru að fara með flugi og e-ð :) hehe
|

Þjóðhátíðin

Mér hefur verið bent á að ég tali ekki nóg um þjóðhátíðina. Sem ég get alveg tekið á mig þar sem ég vil ekki byrja mánuði fyrr að tala um hana, þannig allir verða bara orðnir þreyttir, og hvað þá þeir sem eru ekki einu sinni að fara á hana. Reyndar veit ég ekki um marga sem er ekki að fara, allavega ekki þeir sem eru að lesa síðuna mína. En hver veit! :) Allavega. Þá erum við stelpurnar mikið búnar að vera að talað um þessa æðislegu þjóðhátíð og erum búin að ákv að það verður gott veður og voða gaman ;)
|

Tuesday, July 13, 2004

Hvernig er þetta hægt!?

Ég var að taka eftir því núna að hringurinn minn úr Jens sem JónÞór gaf mér fyrir nokkrum árum er bara alveg þvílíkt skakkur. Þetta er ekkert drasl, gull hringur, reyndar er gull frekar sveiganlegt held ég. Ég trúi ekki að þetta hafi verið svona lengi, þetta hlýtur að hafa skeð á laugardaginn!! En hvenar? Ef e-r man eftir því að ég hafi klemmt mig um helgina, endilega látið mig vita ;)
|

Monday, July 12, 2004

B vítamín bara alveg ágætt

Well i'de never.......þetta bara virkar ágætlega þetta Bvítamins trick. Ég er venjulega þunnari en flestir held ég, en núna tek ég eina b vítamin fyrir djammið og svo helling af vatni áður en ég fer heim að sofa. Ég finn alveg fyrir því að ég var að djamma en ligg ekki veik upp í rúmi, sem er MJÖG gott :)
|

Illt í hálsinum :(

Vá hvað mér er illt í hálsinum, eða ég er svo þur e-ð. Hef greinilega verið að syngja meira en afi (eins og Sunna mundi segja) um helgina. Já þetta var nú meira snilldar kvöldið á laugard. Ég, Sunna, Tanja og Sigrún elduðum lasanía saman, og vorum að djúsa og hafa gaman til um 12 og þá kom e-ð fleirra fólk. Vorum heima hjá mér til 3 og kíktum síðan niður í bæ, ég reyndar stoppaði stutt þar, fór á Felix og síðan dró sunna okkur á Circus. Nennti ekki að hanga þar og fór bara heim. Síðan í gær var bara chillað, runtað með Sunnu og svona. Voða fínt
|

Saturday, July 10, 2004

Laugadagur í vinnu.

Jæja þá er maður mættur aftur í vinnuna. Er svo þreytt, svaf e-ð voða illa í nótt. En kvöldið í kvöld ætti nú að vera skemmtilegt, stelpurnar koma og við grillum og svona. Vonum bara að veðrið verði gott.
|

Friday, July 09, 2004

Lélegur bloggari!

Hehehe, maður er ekki alveg að standa sig í þessu! Ég verð að fara að skrifa meira. Bara voða lítið að frétta. Þessi helgi verður vonandi voða skemmtileg. Við stelpurnar ætlum að halda smá teiti heima hjá mér. Ætlum að grilla saman, voða gaman. Svo er Arna Sif að koma mér herjólfi í kvöld, er að koma til að fara á æfingar. Svo tók ég reyndar á mig að vinna á laugard í bankanum frá 11-16. Stupid ég. Æ nei nei þetta er svo stutt. En já er ekkert að frétta...!!??
|

Wednesday, July 07, 2004

Hvernig er hægt að vera svona tregur!?!?!

Jesús hvað sumt fólk er ddddöööööööööööö!!!! Segi ekki meira en það!
|

Gaman Gaman

Í dag er ég að vinna seinni vaktina líka í bankanum, sem þýðir að ég fer beint úr þessari vinnu og svo yfir á kaffihúsið. Eintóm gleði hjá mér sko! Jesús. Sara Jóna fór út í morgun til Köben, og síðan til Grikklands eftir 3 daga, þannig við eigum allar eftir að sakna hennar. En vonandi skemmtir hún sér bara rosa vel :)
|

Tuesday, July 06, 2004

Nokkrar nýjar myndir komnar

Ekki kannski mest spennandi myndir í heimi, en þó samt myndir. Lofa að reyna að muna að taka myndavélina með á næsta djamm :)
|

Monday, July 05, 2004

Nýjar myndir koma í kvöld

Eins og þið sjáið kannski er komin mappa fyrir nýja myndir, en engar myndir. Ég var svo þreytt í gær að ég meikaði ekki að setja þær allar inn. Fór frekar í gott heitt bað :D Þær koma í kvöld. Reynar þori ég svo sjaldan að taka myndavélina mína með niður í bæ, þannig að það eru engar myndir af djamminu :(
|

Ömurleg gella sko!

Já ég svaf yfir mig í Herjólf og því misti ég af skírninni hjá Birgittu! Ömurleg sko! Ég var með geðveikan móral, en ég heimsótti þær nú í gær og þær virtust báðar bara sáttar við mig, sem betur fer :) Litla hennar heitir Ísabella. Algjört rassgat :)
|

Fínasta helgi :)

Jæja þá er enn ein helgin búin. Þessi var bara rosa fín. Eins og ég var búin að segja ætlaði ég að fara til Eyja og gerði það. Á föstudagskvöldinu sótti Dóra Björk mig í Herjólf og fórum við heim til hennar. Þau voru að flytja inn í nýtt hús, Hátún 4, sem er ROSA flott! Stórt og glæsilegt hús. Síðan var haldið heim til Sigurbjargar og fengið sér 1-2 bjóra. Við kíktum á Lundan, en ég var nú fljót að koma mér þaðan út og bara heim, JESÚS hvað var leiðinlegt þar inni! Á laugardeginum var sko gert margt. Klifrað upp á Heimaklett, farið í niður í bæ þar sem var verið að gefa pylsur og skemmtanir fyrir börnin, og síðan var kíkt upp í sveit á nýja folaldið sem var að fæðast. Ef það var farið á völlinn og og fylgst með Sindra frænda keppa með KFS! Viðar og Dóra grilluðu læri um kvöldið og eftir matinn var farið heim til Sigurbjargar. Þar vorum við bara tvær að sötra bjór og spjalla, ekki smá fínt. Síðan var sótt okkur og við kíktum í partý. Um 2 var rölt niður í skvísusund og þar var sko stuð. Rosa góð mæting. Allir í bana stuði að spjalla og dansa. Síðan misst stupid Sara af herjólfi um morgunin, útaf ég svaf yfir mig :( Þannig við Sigurbjörg runtuðum bara í 2-3klst og síðan skutlaði hún mér niður í bát, þar sem ég SVAF sko alla leiðina :D Þannig þetta var bara fínasta helgi.
|