SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, May 30, 2006

Loksins lét ég vaða

Í morgun línuskautaði ég í vinnuna. Ekki smá frískandi. Reyndar var ég helmingi fljótari en ég hélt að ég yrði þannig mætti MJÖG tímalega í morgun :) Ætlaði þá að stoppa við hjá Sunnu í morgunkaffi en mín var ekki alveg á því....hálf sofnaði bara í símanum þegar ég stóð fyrir utan hjá henni og hringdi ;) hehe Svona getur þetta verið hjá fólki sem finnst gott að sofa HAHAHAHA (ein voða early bird allt í einu). Þannig nú sit ég fyrir framan tölvuna að drekka ískalt vatn og borða epli...haldiði að það sé hollusta :D hehe
|

Monday, May 29, 2006

Talandi um að vera vel úthvíld

Í morgun leit ég á klukkuna og taldi hana vera 8.15 og dreif mig því framúr og var byrjuð að klæða mig þegar ég fór að hugsa afhverju klukkan hafði ekki hringt. Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að klukkan var 4.15 þannig mín var ekki lengi að skríða aftur upp í!
Það er ekki hægt að segja annað en að maður hafi hvílt sig vel um helgina og því er maður sko alveg ready fyrir næstu helgar. Nú er bara að undirbúa sig andlega fyrir flugið til Englands....oh hvað ég þoli ekki að vera svona flughrædd!
|

Sunday, May 28, 2006

Rúmlega 12 tíma svefn

Ekki get ég kvartað yfir svefnleysi eftir þessa helgi. Eftir veisluna hérna heima á föstudaginn tókum við Hvati til á meðan að fólkið fór út að borða. Síðan komu þau öll heim í eitt rauðvínsglas og spjall. Ég fór s.s ekkert það kvöld annað en snemma upp í rúm. Í gær þreif ég bílinn, fór í kringluna að hjálpa að velja útskriftargjöf, fór og kaus, grillaði m/familíunni og ætlaði síðan rétt að kíkja á kostningaTV áður en ég færi að hitta Sigurbjörgu. En nei nei ég var ný búin að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar ég rotaðist og var s.s. að vakna núna rúmlega 12 tímum seinna! Þannig ólíkt seinustu helgi mun ég mæta hress og úthvíld í vinnuna á morgun :) hehe
|

Friday, May 26, 2006

Fínt að fá smá frí

Já ég var ekki alveg að fatta að það væri föstudagur í morgun. Fannst alveg eins og það væri mánudagur þannig sú "vika" verður aldeilis fljót að líða ;)
Dagurinn í gær var bara mjög fínn. Ég var bara róleg á miðvikudaginn. Var búin að plana að fara á kaffihús með Dóru systir en það klikkaði e-ð þannig ég var bara heima í tjillinu með familíunni. Svo í gær keyrðum við mamma, amma og afi á Laugarvatn og kíktum í bústaðinn þeirra ömmu og afa. Þau eru nefnilega að fara að fá sér pott og áttu von á karli sem var að fara að skoða þetta hjá þeim. Síðan kíktum við í heimsókn til bróðir hans afa á Eyrabakka og þaðan lá leiðinn í bæinn. Um kvöldið fylltist húsið af fólki sem var að fara að undirbúa útskriftina hennar MögguLá sem verður haldin á Huldubrautinni. Þannig ég stakk af og hitti GuðrúnuEddu, Unni og Eddu heima hjá Greddunni! :) Það var ekki smá gaman að hitta á þær og spjalla. Catch up! Klukkan var orðin 12 áður en mar vissa af. Þá var drifið sig heim í háttinn.
Allavega þá verður þetta róleg helgi hjá minni. Jónþór er fyrir norðan að migla yfir þessum lærdómi greyið strákurinn. Ég ætla bara að vera heima og undirbúa mig andlega undir næstu þrjár helgar (allavega) sem ég veit um að ég verð á ferð og flugi:
2-5.júni = England (verlsunarferð)
9-11.júní = Akureyri (útskrift)
16-18.júní = Vestmannaeyjar (afmæli hjá afa hans Jþ)
Frh....veit ekki eins og er........
|

Wednesday, May 24, 2006

Ný síða

Við stelpurnar úr Verzló erum búnar að stofna síðu saman, slóðin er www.blog.central.is/stonerz . Ekki viss að neinn annar en við hafi gaman af henni, en vildi bara setja þetta hérna inn þannig að allir sjái sem kíkja á síðuna mína :D
|

Tuesday, May 23, 2006

Ljóska gærdagsins

Fórum á golfnámskeið í gær stelpurnar úr vinnunni. Ég ákvað að bjóða mig fram í að kaupa kúlur, og hvað haldiði hafi skeð. Ég gleymdi að setja körfuna undir þannig þegar ég var búin að slá inn númerið byrjuðu kúlurnar að detta út úr vélinni og ekkert undir til að grípa þær. Eins og það hafi ekki verið nóg þurfti ég að óskra eins og 13 ára gelgja þannig ALLIR litu við og hugsuðu eflaust "æ greyið ljóskan"!!! Bara pirrandi!!!!!!!!!!!!!!!!!
|

Monday, May 22, 2006

Back to work

Ahhh hvað ég er fegin að vinnuvikan sé hafin á ný! Líka svo gaman að það er frí á fimmtudaginn þannig vikan verður eflaust mjög fljót að líða. Einnig kemur dóra björk með tvo yngri stákana í vikunni þannig þetta verður örugglega mjög skemmtileg vika.
Á föstudaginn fór mín á Rokk tónleika!! Trúið þið því? Við Dröfn elduðum saman og skelltum okkur síðan á Nasa og horfðum á fullt að fólki sína sínar bestu hliðar. Verð nú að viðurkenna að þetta var ekki alveg my type of music en samt fínt að breyta aðeins til. Prófa e-ð nýtt.
Á laugardaginn kíktum við í Kringluna og ég varð ástfangin af pilsi. Nú er ég að hugleiða hvort ég á að eyða stórum hluta af launum næsta mánaðar í þetta blessaða pils. Um kvöldið grilluðuðm við okkur borgara og pyslur og kíktum síðan til Eyrúnar þar sem fjörið var. Horfðum á Eurovision með öðru auganu, sungum í sing star og dönsuðum frá okkur allt vitið. Fór sem betur fer ekki niður í bæ, enda skilst mér að þar hafi allt verið stappað.
Og gærdagurinn fór í ekki neitt annað en að liggja upp í sófa að spjalla við Dröfn og krakkana af og til.
|

Thursday, May 18, 2006

Búúúúúú.....

....sound familiar? Já hún Silvía Nótt var greinilega ekki alveg nógu popular þarna úti! Bara um leið og hún kom fram á svið var byrjað að púa og ekki hætt fyrr en hún var horfin. Frekar leiðinlegt. Satt að segja átti ég nú ekki von á því að hún myndi komast áfram EN fannst samt þessi lög sem komust áfram flest öll algjör hörmung. Nú held ég með Svíþjóð held ég. Er nú samt ekki einu sinni viss um að ég nenni að horfa á þetta á laugardaginn. Æ kemur í ljós.
|

Loserar kvöldins voru:

Sigurbjörg, Hjördís og Eyrún! Dröfn var svo dugleg að plana kaffihúsa hitting. Af fimm mans sem var haft samband við vorum við tvær sem mættum. Ekki að okkur hafi e-ð leiðst en samt leiðinlegt þegar fólk lætur ekki sjá sig. Annars kíkti Þórey á okkur og skemmtum við okkur vel. Lítið var planað, hvað varðar sumarbústað og annað slíkt, en það koma tímar og koma ráð ekki satt ;)
Annars þurfti mín bara að skreppa í sturtu þegar ég kom heim frá kaffihúsinu....þvílík stibba! Hafi þið samt pælt í því hvað maður finnur aldrei reykingarlykt af vinkonum sínum sem reykja!? En þeir sem maður þekkir lítið og reykja finnst manni alltaf algjör skítalykt af!?! Kannski er þetta bara útaf maður er vanur lyktinni og finnur því frekar bara ilmvatnslyktina!? Jahhh mar spyr sig :)
|

Wednesday, May 17, 2006

Ekki gaman að bíða

Vitiði það að ég veit um fátt leiðinlegra en að bíða eftir einhverju, skiptir ekki miklu máli hvað það er. Reyndar finnst mér leiðinlegra að vera í próflestri en held að bið toppi flest allt annað! Hins vegar get ég alltaf látið bíða eftir mér. Sem er skrítið því ég ætti að hugsa "ok mér finnst ógeðslega leiðinlegt að bíða, þannig kannski að ég ætti ekki að láta e-n annan upplifa þá leiðinlegu tilfiningu." En svo hugsa ég alltaf, æ þau verða svo glöð ÞEGAR ég kem að þau verða fljót að gleyma hvað var leiðinlegt að bíða ;) hehehehehe
Jónþór fór norður í gær að taka seinasta prófið sitt í Háskólanum á Akureyri. Hitti hann líklega ekki aftur fyrr en eftir 3 vikur sem er ekki skemmtilegt, en þó miklu betra en 3 MÁNUÐI eins og það hefur verið seinustu tvö sumur.
En jæja best að drífa sig í mat, ekki eyða öllu hádegispásunni að blogga :)
|

Tuesday, May 16, 2006

Hvað segir fólkið....

...komist þið inn á WebCT. Ég komst ekki inn í gær og ekki í dag heldur!!
|

Monday, May 15, 2006

Horrible day

Þetta var ekki góður dagur....leiðindi út í gegn! Fer ekki meira út í það hér. Ætla núna að taka einn hring með Jónþóri, ég á línuskautum og hann á nýja hjólinu sínu :D
|

Sunday, May 14, 2006

Þá loksins bloggar maður

Nú er ég komin suður. Og er það alveg frábært. Reynda alltaf leiðinlegt að vera ekki heima hjá SÉR en ég ér náttúrlega hjá the next best thing, gamla home-ið :D
Allt fína í fréttum hjá okkur. Jónþór fékk starf hjá HB Granda og verður þar í sumar allavega. Frábært að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Annars byrja ég hjá Landsbankanum á morgun. Verður fínt að koma sér inn í e-ð ákv prógram. Nú þarf mar að fara að huga að því að kaupa sér kort í ræktina. Bara alveg spurning hvar það verður keypt.
En jæja Hvati bró á afmæli í dag (til hamingju með það) þannig við fjölskyldan erum að fara út að broða.
|

Saturday, May 13, 2006

Góðan og blessaðan daginn kæru aðdáendur nær og fjær. Nú er ég komin til byggða ef svo má segja og útlegð minni í norðri lokið í bili. Framundan er beinn og breiður vegur sumarsins sem byrjar einstaklega vel. Ég hef tekið þá ákvörðun í sambandi við mína nánustu að bjóða mig fram til sveitastjórnakosninga og verð ég í fimmta sæti á lista vinstri-grænna í Kópavogi. Þetta einstaka tækifæri rúllaði bara upp í fangið á mér þar sem vinkona mömmu var í þessu sæti en hætti við á síðustu stundu. Eflaust eru margir hissa á þessu og sérstaklega á því hvaða flokk ég hef kosið að helga mig en ég tel stefnumál þeirra samræmast þeirri pólitísku sósíal hugmyndafræði sem ég hef staðið fyrir og er þekkt af. Heyrumst seinna elskurnar mínar.
|

Wednesday, May 10, 2006

Sól og blíða og seinast prófið

....gæti verið mikið erfiðara að læra!? Nei held ekki. Að halda einbeitningu er nánast ekki hægt...en mar reynir. Just one more...ooo happy day :D
Lítið að frétta nema hvað að stefnan er enn tekin á að koma suður á laugardaginn. Ætlum samt bara að sjá hvernig liggur á okkur. Ég byrja að vinna á mánudaginn þannig við verðum allavega að koma einhvertíman um helgina.
Spurning um að fara að panta sér klippingu, setja á sig brunkukrem og reyna að vera pínu pæja um helgina! Sjáum til hvernig það gengur.
|

Tuesday, May 09, 2006

Mr & Mrs GreenFingers :)

Vorum að enda við að klippa runnana hérna fyrir utan. Fórum í dag og leigðum rafmagnssög (eða hvað sem þetta trillitæki heitir) og drifum í þessu. Svo ætlaði Jþ að vera voða fyndin og var e-ð að fíflast með vélina og tók bara svaka stykki úr runnanum....hehehehehe Satt að segja efast ég um að þetta eigi eftir að bögga okkur mikið. Erum lítið að velta svona "grænum" hlutum fyrir okkur, spurning samt með grannana ;)
|

Monday, May 08, 2006

I'm seeing things

Éger fairn að sjá e-r verur hérna fyrir aftan mig þegar ég lít til hliða, sjá doppur ef ég lít hratt upp frá bókunum og er að drepast í þumalputtanum eftir alla þessa skrift....held að eina lausnin sé að fara heim og undir sæng ;) Góða nótt gott fólk
|

Er að missa af Sex & the city!

Sit hérna upp á bókasafni að missa af S&TC :( :( :(
Vá hvað mar tekur eftir því hvað er til mikið af skrítnu fólki þegar mar situr hérna allan daginn og sér fólk koma og fara. Reyndar er ég með eyrantappa þannig heyri lítið en það er bara nóg að sjá suma!
En jæja eins gott að vera að gera e-ð fyrst mar er að hanga hérna....
|

All of a sudden...

Veit ekki afhverju en ég er allt í einu farin að spá geðveikt mikið í Þjóðhátíðinni í ár.....er mar ekki frekar crazy að vera farin að hlakka til strax? Eða hvað?
Allavega þá hlusta ég ekki á neitt bull frá fólki eins og Dröfn, Eyrúnu, og fleirum um að koma jafnvel ekki til eyja um Verslunarmannahelgina! Þið mætið!!!!!!!!!!!!!!!!!!
|

Var að bæta við link

Setta link á hana Örnu Sif hérna til hliðar. Stúlkukindin hefur enn og aftur ákveðið að byrja að blogga en við skulum alveg sjá til hvað það endist ;)
|

Þvílíkur léttir...

Get varla lýst því hvað ég er fegin að þetta Kostnaðarbókhaldspróf sé búið. Ekki að ég vilji vera að blogga mikið um próf og lestur, en varð bara að tjá mig um þetta. Var nánast komin með magasár í gærkvöldi. Fannst ég ekki kunna baun í bala en sem betur fer ákvað kennarinn að vera ekki of nasty! Að lokum um próf: bara 2 eftir :D
Var að fá preview af vörninni hans Jónþórs fyrir lokaverkefnið. Dúndur fyrirlestur alveg hreint.
En jæja hef bókstaflega EKKERT að segja so adios i bili
|

Sunday, May 07, 2006

Váááhááááaaa

Djöfull var erfitt að vakna í morgun. Ætlaði ekki að trúa því að klukkan (eða síminn) væri að hringja! En svona er þetta stundum þegar maður veit að það eru bara leiðindi sem bíða manni.
Sólin tók nú ámóti manni þannig ætli sé ekki bara best að vera jákvæð, læra og læra í dag og vonandi kunna e-ð á morgun þegar ég fer í þetta killer próf. Dísús hvað ég verð fegin þegar það er búið!
Annars er spurning dagsins svo hljóðandi:
Hver söng þetta (og ég bið bara um nafnið á persónuni í myndinni):
"Are you akeing for some bacon he's a big pig, you can be a big pig tooooo"
|

Saturday, May 06, 2006

Spurning dagsins:

Hvað heitir söngkonan sem syngir lagið sem sounds a little like this:
"Its like raiiiinnnn on your wedding day, its a free ride once you've already paid..." os.frv.
|

Það lá við að maður kunni þetta ekki lengur..

...þ.e. að vera á meðal fólks. Í gær eftir prófið fór ég á kaffihús með stelpunum, síðan kom ég heim og þá kíkti Steina í pínu heimsókn en var eigilega rekin út þegar skólabróðir hans Jónþórs hringdi og bauð okkur í afmæliskökuboð :) Við gátum náttúrulega ekki neitað því ;) Ég held að ég hafi ekki hitt svona marga og spjallað síðan forever. Ekki smá fínt. En í dag er það harkan 6! Massa þetta kosnaðabókhaldspróf á mánudeginn, þótt það sé yfirleitt 50-60% fall í þessu þá segir mar bara "fall small" ekki satt!? ;) hehe
|

Friday, May 05, 2006

Lokaspretturinn á FYRRI þrennunni

Þá seinasta prófið, í þessari viku, í dag. Það verður fínt að taka sér jafnvel bara smá pásu í kvöld eftir prófið (búið kl.17) og byrja svo aftur á fullum krafti snemma í f.málið. Held ég geri það, verður maður ekki að reyna að safna kröftum fyrir seinni þrennuna!? Jú ég held það.
Annars er ég frekar ónýt á tungunni eftir kaffið í gær, það var svo SJÓÐANDI heitt! Back to the books....
|

Thursday, May 04, 2006

Hanna Guðný to the rescue!!

Hún Hanna Guðný var sko að gera góða hluti þegar hún kom hingað áðan í pínupásunni sinni færandi hendi. Kom með latte og er hann svona að svín virka, alveg troðfylltist af orku! :D
|

"I'm the black guy"

Í gær fann Jþ ekki símann sinn og við prufuðum að hringja í hann og þá svaraði e-r og sagðist vera "the black guy" (talaði ekki mjög góða ensku) hehehe. Þá hafði Jþ gleymt honum upp á bókasafni og þessi gaur s.s heyrði í honum hringja og svaraði. Frekar góð lýsing á sjálfum sér þar sem hann er eini "svarti" námsmaðurinn upp í skóla þá fór eigilega ekki á milli máli hver væri með símann. Svo fór ég að pæla, væri í skóla út í afríku myndi ég lýsa mér sem "the white chick" hehe Spurning!
|

Wednesday, May 03, 2006

Reyna að vera pínu jákvæð

Já þetta seinasta blogg var frekar leiðinlegt og neikvætt þannig til að vera aðeins jákvæðari þá get ég sagt ykkur það að Jónþór er að fara að skila lokaverkefninu sínu eftir nákv 4 mínútur....s.s. kl.16:00 :) Það verður sko gaman fyrir hann.
Síðan var helvíti hressandi þegar ég var í prófinu í dag og spurði þann sem sat yfir hvað Soviet Union væri á íslensku (því það var alveg stolið úr mér) þá sagðist hann ekki MEGA segja mér það! Halló hélt hann að það myndi bara leysa allt prófið fyrir mig. B.t.w. þá snérist þetta próf ekkert um Sovíet ríkin, þetta var bara dæmi sem ég ætlaði að taka. Mér fannst þetta allavega frekar fyndið.
Annað skemmtilegt er að það er búin að seinka S&TC þannig nú get ég (jafnvel) horft á það áður en ég fer að sofa. Passar að læra til rúmlega 11, horfa á S&TC og síðan skríða upp í. Sjáum fyrst til hvernig gengur að læra.
Svo er ég líka búin með eitt próf þannig nú eru það "bara" 5 eftir :D
|

The return of the psycho! again

Við vorum að fara út áðan og þegar Jónþór opnaði hurðina hljóp nýjast meðlinur Psychofjölskyldunar inn um hurðina. Og já gott fólk það er helvítis kattarkvikindi, my personal best friend. Þannig ég tók trillingin öskraði og öskraði og skellti svo hurðinni svo fast að hefðu hún verið á milli hefði hún eflast farið á sama stað og Bónó!! Svo fór ég út og sá hana og rak á eftir henni og þá öskraði kellingatuðran og ég öskraði tilbaka og þá þorði hún ekkert að segja. Jónþór bankaðin hjá henni og ætlaði að ræða við hana en þá kom hún bara ekki til dyra. Bara pirrandi fólk.En talandi um pirrandi þá var ég að koma úr prófi, þar sem ég gleymdi spurningu og allt í volli. S.s. gekk ekki nógu vel, eða ekki í samræmi við undirbúning! En nóg um það núna bara að einbeita sér að næsta prófi....skattskil á morgun.
|

Tuesday, May 02, 2006

Neeeeiiii ekki aftur

Var allan gærdaginn með enska Nylon lagið á heilanum og var orðin frekar pirruð á því. Og hvað haldiði, þegar ég vaknaði í morgun "everything changed on the inside bla bla" aftur!!!! Ég trúi þessu ekki, ekki alveg að meika þetta annan daginn í röð.
Annars er jónþór að fara í próf kl.9 þannig allir að wish him good luck :D
|

Monday, May 01, 2006

Góð Auglýsing

Hanna Guðný benti mér á nýju auglýsinguna hjá Iceland Express þar sem karlinn tekur eggjaþeytarann (eða hvað sem það nú hét). Sagði að skærin væru svo 2005! Bara fyndið....held að við Jónþór hlæjum í hvert einasta skipti sem við sjáum hana. Verð bara að segja að þessar auglýsingar frá Express eru bara alveg að meika það á þessu heimili og eflaust á fleiri stöðum :)
|