SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Tuesday, January 30, 2007

Work and play

Maður hefur varla undan það er svo mikið að gera hjá manni þessa dagana. Ég kem engu í verk þar sem ég er bara alltaf að hafa áhyggjur af því hvað það er mikið sem maður á eftir að gera. Nauðsynlegt að vera dugleg að vinna í verkefnum sem og lokaritgerðinni en ekki má gleyma að gera líka e-ð skemmtilegt. Á morgun ætlum við öll að hittast á kaffihúsi eftir tímann og síðan er okkur boðið í mat heim til Eggerts. Stemmari :)

Yfir í annað. Hvað var að frétta af þessum handboltaleik!? Dísús...maður var ekkert smá stressaður. Við stelpurnar tuðuðum bara og tuðuðum en ég held samt að engin okkar hafi haft nokkuð vit á því sem var í gangi ;) En ég er stolt af "strákunum okkar". Þeir sem komu mér mest á óvart í mótinu voru Snorri Steinn og Logi. Maður mótsins hjá Íslandi var að mínu mati Birkir Ívar, þótt leikurinn í kvöld hafi ekki verið hans sterkasti leikur. Og hrósið fær Alfreð fyrir að nenna að hoppa og skoppa á hliðarlínunni í heilar 60 mínútur...sveiflandi höndunum eins og crazy persón :)
|

Monday, January 29, 2007

Testing testing 123



Okkur Hjördísi fannst tímabært að fara að prófa nýja pizzaofninn og var því notað kvöldið í pizzugerð. Eins og sést var Tilraun 1 algjört desaster en Tilraun 2 bara fín. Þetta bragðaðist ekkert smá vel og hlakka ég nú til að bjóða öllu liðinu heim til að gera pizzur saman. Mér fannst nú nauðsynlegt að prófa ofninn áður en ég færi að fá hóp heim þar sem enginn kunni neitt.
Annars er hálfgert neyðarástand á heimilinu. Mig vantar hjálp! Fötin safnast saman og engin til að sjá um þau. Jú jú ég get hent þeim í vélina og hengt þau upp á snúru en það er ekki nóg. Mig vantar e-n til að strauja (er það skrifað svona?), handþvo og sauma! Ég kann ekki að strauja, ég fæ grænar bólur við tilhugsunina að handþvo e-ð og svo held ég að ég eigi ekki einu sinni nál og tvinna! Please...ég skal sko vera með skemmtiatriði fyrir þann sem kemur og bjargar mér! Þetta er ekkert djók, bráðum á ég ekki eftir að eiga nein föt til að fara í!
|

Sunday, January 28, 2007

Styttist í Ak-city

Þessi helgi er búin að vera mjög róleg og góð, just what the doctor orded! Búin að slappa af með familíunni, fara í pottana, hitta stelpurnar, vera með ömmu og afa og sofa. Ég er ekki búin að vera dugleg að læra en núna held ég að ég sé tilbúin að setja allt á fullt þegar ég kem norður. Ég er búin að pakka niður og finna til pizzaofninn þannig allt er að verða klárt. Ég hlakka bara til að fara að hitta "liðið" mitt back home ;)

Ég hef svo sem ekkert mikið af fréttum að færa, en er með nokkra punkta:

- Ég hlakka til að fara á leikritið Svartu Köttur
- Ég hlakka til fyrir hönd Drafnar, Eyrúnar og Hjördísar að fara til Köben
- Ég hlakka til að byrja á þessu lokaverkefni
- Ég hlakka til að fara á Bláu könnuna
- Ég hlakka til að fá Systu reglulega í heimsókn í vetur
- Ég hlakka til að fara með systur að skoða nýja litla sæta hvolpinn sinn
- Ég hlakka til að halda pizza"partý" heima með nýja ofninn
- Ég hlakka til að mæta í afmælið hans Grétars
- Ég hlakka til að kaupa mér kort og fara að mæta í ræktina
- Ég hlakka til vetursins/vorsins :D

Ótrúlega jákvætt og skemmtilegt blogg don't you think ;)
|

Friday, January 26, 2007

"Clearing my head"


Já það gengur svona la la að koma hlutum aftur í eðlilegt stand eftir New York ferðina miklu. Maður var orðin svo háður þessum elskum sem ég fór út með að ég þorði ekki öðru en að drífa mig suður og clear my head! ;) Ég talaði við Jónþór áðan, sem er b.t.w. út í Kína, og hann bara "Sara þú áttar þig á því að það er að verða komin vika síðan þú komst heim?" Og vá hvað ég var EKKI búin að fatta að það væri svona langt síðan. Þannig að nú er mín bara vöknuð og byrjuð að skoða fyrsta verkefnið sem ég þarf að skila í næstu viku! Síðan er spurning um að skreppa og skoða gömul lokaverkefni og ath hvort það kveikni ekki e-ð hjá mér, því eins og er er ég tóm! Komin með efni, en næ mér ekki af stað. Þetta hlýtur allt að fara að koma hjá manni, one step at a time ;) Læt eina skemmtilega mynd fylgja með. Í þessum eðalvagni fórum við frá JFK til Salisbury Hotel.
|

Monday, January 22, 2007

Nokkrar myndir komnar í hús..


...ég ætlaði að bíða með að birta mynd þangað til að við myndum öll hittast en ég gat ekki annað en birt þessa mynd. Lang flottust ;)
|

Sunday, January 21, 2007

Spennufall dauðans.

Þá er maður komin heim frá New York city baby! Og vá vá vá hvað var gaman. Ég verð að viðurkenna að ég var varla að nenna út þegar við fórum en ég sé sko ekki eftir því núna. Ég ætla nú ekki að blogga mikið um ferðina þar sem það er ekki gaman fyrir neinn annann en "hópinn" að lesa það plús það hvað ég yrði lengi að skrifa allt sem þar skeði.
Ferðin byrjaði allavega á því að við flugum út með Ólafi Ragnari Grímssyni og heim með Guðmundu frænku. Í New York var skoðað allt það helsta, kíkt í búðir, farið á skauta, farið í þyrluferð, borðað á rosalega góðum veitingastöðum og einnig kíkt út á lífið (oftar en einu sinni og oftar en tvisvar).
Vil ég bara þakka liðinu kærlega fyrir mig, og þá helst Heither, Hanna, Andrea, Bonnie D, Zoolander og Edgar, þið voruð æði...og ekki má gleyma góða vininum okkar Corona ;)
|

Wednesday, January 17, 2007

New York...

...er aedi......okkur langar ekki heim :(
|

Wednesday, January 10, 2007

Það snjóar og snjóar

Maður er nú að rifja upp gamla takta þegar maður er farin að blogga tvisar á dag aftur, ég ætla nú að byðja fólk að "over-dósa" samt ekki ;)
Fundurinn í morgun gekk mjög vel, nú hlakka ég bara til að setja niður eftir vonandi frábæra New York ferð og byrja á ritgerðinni minni.
Nú veit ég ekki hvort ég eigi nokkuð að vera að segja frá þessu, en verður maður ekki að geta gert grín af sjálfum sér....ég held það nú! Áðan þegar ég var búin á fundinum kíkti ég á Guðmundu frænku. Þaðan átti ég að fara að sækja Viðar þar sem við vorum að fara að sækja Ívar Bessa besta til dagmömmunnar. Hann var að vinna rétt hjá spítalanum sem er ákurat í þeim hluta bæjarins sem mér tekst alltaf að villast believe it or not! Þannig mér tókst að "týnast"! Ég var ekki týnd en allt í einu bara tókst mér ekki að finna sjúkrahúsið. Var svo heppin að einn sem er að vinna með Viðari sá mig og kom og bjargaði mér ;) hehehe Viðar sagði að best væri að ég myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu...en ég meina Wo shi Sara! Ég segi nú ekki að mér hefði ekki tekist að finna þetta hefði ég fengið aðeins meiri tíma en þar sem ég er nú þekkt fyrir að vera sein, kemur það fólki kannski ekki á óvart að ég var núþegar orðin sein að sækja hann þannig vildi helst ekki láta hann bíða mikið lengur. Fyrir þá sem hafa ekki komið til eyja þá eru svona 20 götur hérna í Eyjum þannig maður þarf að vera frekar mikil gufa að villast hérna!
Annars sit ég hérna heima að reyna að vera dugleg að læra á með Ívar Bessi sefur hérna fyrir utan en ég er alltaf að stelast inn á Barnaland að skoða allar jóla & áramótamyndirnar! En jæja back to the chine books!
|

Crazy að gera!

Nú er mín stödd á eyjunni fögru. Er að fara að hitta konu i sambandi við lokaverkefnið mitt. Síðan fljúgum við út á morgun. Eins og staðan er í dag finnst mér ég varla hafa tíma fyrir þessa USA ferð.....en klukkan er ekki einu sinni orðin níu þannig ég er eflaust bara þreytt og morgunfúl! Spurning um að vera komin í aðeins jákvæðari ástand þegar ég fer á fundinn.
Það er annars allt fínt að frétta. Kom heim frá Bretlandi í fyrrakvöld og fór dagurinn í gær í bankastúss, "catch up" með mömmu og síðan Herjólfsferð þar sem glápt var á Gray's Anatomy.
En jæja best not be late..........wish me good luck.
|

Friday, January 05, 2007

Arna afmaelis stjarna

Hun a afmaeli i dag, hun a afmaeli i dag, hun a afmaeli hun Arna Sif, hun a afmaeli dag. Hun er 19ara i dag, hun er 19ara i dag, hun er 19 ara hun Arna Sif, hun er 19 ara i dag.
Hipp hipp hurra hipp hipp hurra hipp hura.
Til hamingju med daginn elskan. Njottu hans vel.
|

Thursday, January 04, 2007

Frettir fra Grimsby

Af okkur Grimsby-buum er allt fint ad fretta. Jontor fer i vinnuna fyrir kl.9 a morgnana og ta sest eg fyrir framan kinabaekurnar og les tangad til ad hann kemur heim i hadeginu. Ta er eg yfirleitt buin ad elda e-d eda finna e-d til handa okkur ad borda. Husmodir daudans!! Sidan fer hann aftur i vinnuna og ta sest eg fyrir framan tessar blessadar kinabaekur og held afram ad reyna ad botna e-d i tessu. Gengur mjog haegt, en gengur to. Tegar hann kemur heim eldum vid saman, horfum sidan a sjonvarpid, forum i gongu eda bara whatever. I kvold held eg ad vid aetlum ad skella okkur i bio. Jontor var ad reyna ad plata mig i keilu i gaer en eg bara nennti tvi ekki. AEtli honum takist tad ekki adur en eg fer aftur til Islands!! Gaeti alveg truad tvi. Sidan um helgina aetlum vid ad hafa tad kosi, skoda bila og rum, fara ut ad borda og bara you name it ;) Og a manudaginn I will return to Iceland. Gaeti samt verid ad eg turfi ad skreppa til Eyja utaf lokaverkefninu sem tydir ad tad er eins gott ad tad verdi i lagi med vedrid tar sem ef Herjolfur faeri ekki a milli lands og Eyja yrdi eg fost i eyjum og myndi missa af eitt stykki New York ferd!! Lets hope for the best!
|

Tuesday, January 02, 2007

Gledileg jol og allt tad

Tad er nu mikid buid ad ske sidan ad eg bloggadi seinast. Nu er eg komin aftur ut til Bretlands, en vid skotuhjuin flugum ut i gaerkvoldi. Jolin voru frabaer og eg er bara pinu sorgmaedd ad tau seu buin. Vid attum ad fljuga heim til Islands kl.21.00 22.desember, en tad voru seinkannir a ollum flugum til Islands tann daginn tannig velin okkar for ekki i loftid fyrr en um 02.00 sem var ekki mjog skemmtilegt. Reyndar skemmtum vid okkur agaetlega a flugvellinum sem kemur a ovart tar sem ollu var lokad kl.20.00 tannig litid i bodi fyrir mann til ad eyda timanum i. En tad var haft einn bar opin sem vid satum a i 5-6 tima. Vid vorum ad ferdast trju saman, eg, Jontor og Magni (yfirmadur Jt) en sidan hittum vid trja islendinga a vellinum sem vid tekktum tannig vid satum oll saman og hofdum tad skemmtilegt. I fyrsta sinn ever nadi eg ad sofa allan timann i flugvelinni sem var mjog gott, serstaklega tar sem tad var crazy vedur og tvi mjog gott ad geta bara sofid og ekki tekid eftir hristingnum!! Tegar vid lentum sotti Klemens okkur a vollin og vid fengum ad gista hja teim i Keflavik. En ekki lengi tar sem vid attum ad fara med fyrri ferd herjolfs sem atti ad fara kl.12. Reyndar var seinkunn tannig vid gatum sofid adeins lengur. Tegar vid komum til eyja nutum vid tess ad eyda torlaksmessu i fadmi fjolskyldunnar. Vid forum fra eyjum med seinni ferd 27.des. Tann 29.des var arshatidin og skemmtum vid okkur ekkert sma vel. Allir i svaka studi, salurinn frabaer og maturinn mjog godur. A gamlaarskvoldi bordadi eg med mommu og co en for sidan til Jontors tar sem hann var hja mommu sinni og systrum. Vid forum sidan upp a hamarinn (held ad tessi stadur heiti tad, hann er allavega rett hja Flensborg) og horfdum a alla skjota upp tegar klukkan slo 12. Eftir ad hafa haft tad notarlegt hja Gudrunu forum vid a Huldubrautina og kysstum lidid og kiktum sidan i party til Tonju. Tar var rosa fjor og skemmtum vid okkur mjog vel en kl.6 akvodum vid ad drifa okkur heim tannig ad vid yrdum ekki ad drepast ur treytu a leiddinni ut til Englands. Tetta er nu svona tad helsta sem gert var um jolin, en audvitad var lika bordad mikid, sofid lengi og haft tad gott. Eitt ad lokum, a medan ad eg er herna uti ta verd eg ekki med isl kortid i simanum heldur enska kortid. Tannig ef tid turfid ad na i mig, eda langar bara ad segja hae, ta er nr: 0044-7835-141805. So endilega be in a band ;)
|