SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Thursday, November 30, 2006

Bannað bannað bannað

Það er ótrúlegt hvað ég tek allt inn á mig. Til dæmis í gærkvöldi byrjaði ég að horfa á fyrstu seríuna í Grey's Anotomy, og í allan dag er ég búin að vera að hugsa greyið þessi og aumingja hinn!! Það virðist vera að heilinn minn meðtaki þessar upplýsingar en fattar ekki að þetta er BARA þáttur!!
Það fer að koma að því að ég horfi bara á fréttir og Spaugstofuna þar sem annars er ég bara alltaf hálf grenjandi!
...............held að ég klári nú samt að horfa á Grey's, þetta er eins og með Pringles-ið...."Once you pop you just can't stop" ;)
|

Wednesday, November 29, 2006

Nú skora ég á liðið

Mér lýst ekkert á þetta bloggleysi hjá fólki. Þannig ég ætla að skora á eftirfarandi aðila til að blogga svo að maður hafi nú e-ð að gera þegar teknar eru pásur frá lestrinum.
- Hjördís Jóns
- Hanna Guðný
- Birna Dögg
- Sunna Guðrún
Byrja á þessum. Dröfn rétt slapp, ætlaði að fara að tuða í henni í gær en sá síðan að hún var búin að blogga.

Annars er ég búin að breyta um efni til að skrifa um í lokaverkefninu, reyndar verður ritgerðin ekki um nágrannana (góð hugmynd samt Hjördís (Yo)) heldur e-ð mun áhugaverðari :)

kv.Sara lokaverkefnissmiður
|

Tuesday, November 28, 2006

Jæja þá

Þá er maður búin að fara í þessa vörn/próf. Hef nú ekkert mikið um hana að segja, gekk ekkert illa en fannst ég samt ekki ná að tengja þetta við allt það sem ég er búin að vera lesa um undanfarna daga. Jæja nóg um það. Við stelpurnar fórum síðan á kaffihús eftir vörnina og vá hvað við gátum hlegið...greinilega mikið spennufall í gangi! hehe

En núna er bara best að fara að drífa í að skrifa þetta blessaða "abstract" fyrir lokaverkefnið svo maður fái það nú samþykkt og geti byrjað að skoða þetta eftir jól.

En þetta styttist allt saman og áður en að við vitum verður maður búin að fara til UK að heimsækja Jónþór, jólin og áramótin búin og við á leiðinni til New York að missa okkur í gleðinni :) gaman gaman
|

Sunday, November 26, 2006

Alveg orðin steikt

Alveg orðin rugluð...fattaði um svona fimm leitið í dag að ég hafði ekki hugmynd um hvort ég var e-ð búin að fara út yfir daginn. Áttaði mig síðan að svo var ekki og dreif mig því út í bíltúr.

Þið ykkar sem hélduð að ég væri orðin super góð handboltakona en hefði gleymt að segja ykkur það þurfið ekki að hafa áhyggjur. Ekkert hefur breyst í þeim efnum, Jónþór mígur ennþá í sig úr hlátri þegar hann sér mig halda á handbolta, hvað þá meira. En í gær var Arna Sif sys að spila með íslenska (believe it or not) landsliðinu í handbolta og í dag flaug hún út til Rúmeníu með liðinu. Ein hringdi nefnilega í mig í gær og fannst bara eins og ég væri í sjónvarpinu ;) hehe Verð nú að segja að ég botna engan vegin í þessu, að fólki finnist við svona líkar, en e-ð hlýtur það að vera. Allavega þá skoraði skvísan nokkuð mörk og stóð sig bara vel. Til hamingju elskan.

Ég missti andlitið í gær þegar mamma sagði mér að hún hefði þurft að borga billjón kall til að láta gera við nýju ferðatölvuna hans Hvata. Hann hefur átt hana í 3 mánuði og stýriskerfið hrundi í henni og hún var látin borga fyrir það þar sem "stýriskerfið er ekki í ábyrgð". Ég held ég hafi aldrei heyrt e-ð jafn heimskulegt! Þetta er bara eins og ég myndi eiga nýjan bíl, og vélin myndi hrynja og sagt yrði við mig að vélin væri ekki í ábyrgð! Ég sagði kellunni nú ekki að sætta sig við þetta og fara og tala við e-n sem ræður e-u þarna. Tek það fram að hún er búin að fjárfesta í þremur ferðatölvum í þessari búð seinasta árið og samt hika þeir ekki við að bjóða upp á svona þjónustu.

Annars þarf maður að fara að drífa sig að bóka flugmiða út að hitta kjellinn og versla jólagjafir. Held ég fari út bara sem fyrst eftir jólaprófin og að við komum síðan heim saman 22.desember. Já nóg að ske sem betur fer. Væri að rotna hérna í þessum prófundirbúningi ef ég hefði ekki allt þetta fólk í kringum mig að segja mér nýjar fréttir.
|

Fyrsta jólalagið í ár

Þrátt fyrir mjög lélega þátttöku í comment-unum þá held ég áfram að blogga og vona að það sé e-r ennþá að lesa þetta bull í mér :)
Á föstudaginn þegar við Hjördís vorum að sækja pizzu heyrði ég fyrsta jólalagið í ár. Þetta var nú ekkert skemmtilegasta jólalag í heim, Hjödís fattaði ekki einu sinni að þetta væri jólalag, en jújú. Síðan var ég að borða hádegismatinn áðan og kveikti á útvarpinu í 10mín og heyrði annað jólalag :) Ótrúlegt hvað þessi lög koma manni alltaf í gott skap.
Í gær kíkti ég á kaffihús með Sigurbjörgu, bara svona rétt til að anda, og það var ekkert smá næs. Aðeins að hugsa um e-ð annað en Stefnumiðað árangursmat, Stefnubundna hópun eða SVÓT greiningu í anda stefnumótunar.
En vá hvað ég er að verða geðveik á þessum krökkum hérna í næstu íbúð, þau eru með læta ALLAN liðlangan daginn. Þau eru nú ekki gömul en foreldrar þeirra eru alltaf að fara einhvert og skilja þau eftir ein og þá eru þau bara crazy! Afhverju get ég ekki bara fengið venjulega nágranna!?
|

Friday, November 24, 2006

Konungur í Kína

Þá er Jonny kominn aftur til Bretlands. Spurning hvort hann láti bretana ekki bara kalla sig Jonny ;) Jonny GoWild....spurning hvort það sé ekki flottara en Mr.Klemsson hehehe
En jæja, mér skilst að þeir hafi verið algjörir laxar þarna úti og því spyr maður hreinlega hvort hann búist nokkuð við því að Bretarnir fari að hneigja sig fyrir hann. Líklegra að þeir myndu skella hurðinni á mann heldur en að opna hana fyrir næsta manni. Nei nei englendingar eru fínir, mjög kurteisir og prúðir. Eins og sést t.d. á mér og Sunnu :)
En hvað er annars að frétta af OgVodafone...geta þeir ekki gert neitt rétt?! Alveg ótrúlegt, ef ég væri ekki nánast viss um að Síminn sé ekkert skárri, þá myndi ég skipta. Ekki spurning!
|

Pælingar um blog.central.is

Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér að hætta með bloggsíðuna hérna á blogger.com og færa mig yfir á blog.central.is. Uppsetningin þar er mun einfaldari og léttara að vinna með kerfið. Þá getur maður breytt um útlit á síðunni ánþess að vera búin að taka doktorspróf í tölvunarfræði!! En samt er maður stundum svo fastur í þessu gamla og tímir ekki að breyta til, og sérstaklega útaf því að þá er maður bara orðin enn ein blog.central síðan sem ALLIR eru með..........! Æ best að hugsa þetta í nokkra mánuði í viðbót ;)
|

Thursday, November 23, 2006

Köld mjólk og lokaverkefni

Ótrúlegt hvað mjólk er góð ísköld en ógeðsleg volg!?! Mín er í góðu skapi þar sem ég er búin að ákveða hvað ég ætla að skrifa um í lokaverkefninu mínu. Var alveg að fara að fá magasár útaf þessu, en nú er þetta klappað og klárt. Þar bara að skrifa stutta lýsingu um efnið, skila því inn og byrja síðan að skoða þetta um jólin.....eða já eftir jól. Sjáum til :)
|

Birthday boy

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Jónþór....hann á afmæli í dag :D Til hamingju með daginn ástin mín
|

Wednesday, November 22, 2006

Nýjustu fréttir

Þar sem ég er annað hvort í skólanum eða heima að læra hef ég ekkert merkilegt að segja um sjálfan mig þannig ég held bara áfram að segja fréttir af Jónþóri.
Í nótt gistir hann á einu flottustu hóteli sem hann hefur á ævinni séð (bæði með eigin augum og á myndum). Hann segir að þetta sé alveg geðtruflað hótel með risa rúmi, stofu, forstofu, baðherbergi, tveimur klósettum, risa sturtu og ég veit ekki hvað og hvað ekki. Hann hefur verið að borða mikið með kínverjum undanfarna daga og sagðist aldrei hafa stungið jafn miklum viðbjóði upp í sig og hann hefur þurft að gera seinustu tvær nætur, því ekki vill hann móðga viðskiptavinina. Guð má vita hvað hann hefur verið að borða! Örugglega bara skárra að vita það ekki! Annar fer hann aftur til Uk á föstudaginn og þá getur maður farið að heyra almennilega frá honum, ekki bara í nokkrar mínútur eins og undanfarna tvo daga.
Viðskiptablaðið er annars ready for printing sem er alveg geggjað...þannig allir að kaupa sér Morgunblaðið laugardaginn 2.desember, þótt það sé ekki nema til að sjá eina litla mynd af mér ;) Ég á eflaust eftir að minna ykkur á þetta líka þegar nær dregur.
|

Tuesday, November 21, 2006

On fire!

Já maður er bara alveg "on fire" í þessu bloggi. Gaf mér tíma í kvöld til að kíkja stuttan blogg hring sem ég hef ekki gert forever, en samt hef ég náð að henda inn bloggi af og til að láta vita af mér. Fólk hefur allavega ekki náð í mig í gegnum símann seinustu vikur, nema þá þeir hafa verið að hringja út af blaðinu. Mamma var búin að gleyma hvernig röddin mín er og ég held að Jónþór hafi bara verið orðinn pínu abbó út í ferðatölvuna mína þar sem hún fær svo mikla athygli frá mér þessa dagana.
En annars er allt ágætt að frétta. Við sóttum nýja TV-ið í dag og náðum m.a.s. að tengja það þanngi mín er bara orðin algjör pía með LCD sjónvarp (eða hvað sem þetta nú heitir).
Heyrði í Jónþóri í dag og allt virðist ganga vel úti. Ferðalagið út var endalaust en það var í lagi þegar hann labbaði inn á hótel herbergið sitt á 17.hæð og sá bara lúxús svítu. Ekki dónalegt!
Að lokum vildi ég bara að segja ykkur að ég er búin að hengja upp nokkrar jólaseríur og það er ekki smá kósí hérna í Bakkahlíðinni. Er ekki farin að hengja upp e-r myndir af jólasveinum (ekki að ég eigi mikið af svoleiðis) en mér finnst um að gera að hengja upp ljós þar sem það er dimmt hérna nánast all day long!
En jæja best að klára að lesa þennan kafla áður en ég skríð upp í rúm
|

My business man :)

Þetta er sko búið að vera meiri dagurinn. Er búin að vera á milljón í allan dag. Stutt lýsing:
  • Fór að hitta leiðbeinandann minn útaf lokaverkefninu, hann gerði mig svo stressaða að ég gat varla andað eftir fundinn.
  • Talaði við morgunblaðið útaf uppsetningu á blaðinu
  • Sprakk á bílnum hjá mér :(
  • Fór á fund með Landsbankamönnum
  • Skrifaði hæðstu ávísun sem ég hef skrifað
  • Fór í bónús
  • Fór í Bykó
  • Fór að hitta kennara útaf verkefni
  • Fór í kínversku
  • Vann verkefni

...og endalaust meira. Síðan talaði ég við business hetjuna mína, a.k.a Jonny GoWild og af honum er allt ágætt að frétta. Ég veit að ég skrifaði einu sinni að bannað væri að blogga um hvað maður ætti frábæran kærasta en þetta er ekkert svona væmið þannig ég má alveg segja. Í gær lagði hann af stað til UK eins og mínir nánustu vita. Til að gera langa sögu stutta var hann 8 tíma að keyra leið sem átti að taka 3klst! Aðal gatan var lokuð þannig hann þurfti að fara e-n sveitaveg og rataði nátturlega ekki rassgat. Hann var símalaus þannig hann þurfti algjörlega að standa á eigin fótum. Síðan þegar hann var loksins búinn að finna húsið hans pabba fattaði hann að hann var búin að týna lyklunum af húsinu, þannig greyið þurfti að leggja sig út í bíl í 3 tíma áður en hann þurfti að leggja af stað og finna hvar fyrirtækið sem hann er að fara að vinna hjá er staðsett. Honum fannst náttúrulega ömurlegt að mæta í fyrsta skipti í vinnuna nánast ósofinn og miglaður. Næst tók við ferðalagið til Kína og á ég eftir að fá söguna af því þar sem hann er um borð í vélinni til Kína as we speak. Hann hringdi í mig áðan bara til að láta mig vita að hann þyrfti að fara til Frakklands í næstu viku um leið og hann kæmi heim frá Kína og að hann kæmi heim um jólin :) Þannig nóg að gera hjá kjellinum. Og mér finnst alveg ástæða til að segja hvað ég er stollt af honum því að ég veit að ég hefði bara keyrt út í kannt og grenjað hefði ég lent í öllu þessu sem hann lenti í í gær.

Annað í fréttum er að mín var að kaupa sér nýtt sjónvarp!! Já believe it or not. Satt að segja var það ekki ég sem var að reka á eftir því að við myndum kaupa nýtt TV heldur fékk jónþór svo svakalega góðan díl á flottu sjónvarpi að við (eða hann) gátum ekki látið það framhjá okkur fara. Reyndar efast ég um að það verði mikill tími til að horfa á sjónvarpið næstu vikur en hver veit, kannski að ég nái að fylgjast með fréttunum á meðan að ég hendi í mig kvöldmatnum ;)

|

Sunday, November 19, 2006

Allt að gerast

Jæja þá fer að líða að upplestra"fríinu". Verkefnin eru að klárast núna í byrjun vikunnar og þá getur maður bara einbeitt sér að þessum prófum. Þannig nú er ég að ganga í gegnum mitt "shit það eru að koma próf" stress tímabil þannig ekki mikið gaman að tala við mig þessa dagana. En vonandi að ég fari að ná andanum og klára þetta með stæl.
Nú þarf ég að fara að skila inn ákvörðun um lokaverkefni og veit ég svona ca hvað ég ætla að skrifa um en samt ekki alveg 100% Þarf að fara að ræða við leiðbeinandan minn og fá hann til að hjálpa mér að ákveða þetta.
Annars flaug Jónþór til Englands í dag og núna á flugvöllinum að ná í bílaleigubílinn og svona. Guð hvað ég vona að það gangi vel hjá honum að keyra heim. Hann hefur komið þarna einu sinni áður og aldrei keyrt bíl öfugumegin á götunni þannig ég hef pínu áhyggjur af karlinum! Síðan skilst mér að síminn hans sé að verða batteríslaus! Þannig ég bæti þessu bara við "Things to be worried about" listann minn ;)
|

Friday, November 17, 2006

Blaðið alveg að klárast

Nú er maður að skríða upp í eftir frekar strembinn dag; tími, verkefni og vinna í blaðinu. Erum búnar með ávarp ritstjórnar og vorum að klára að skrifa mest megnis af reikningunum í kvöld. Mogginn er búin að senda okkur uppkast þannig loksins er farin að koma mynd á blaðið sem við erum búin að vera að vinna í í allt haust.
Annars er mest lítið í fréttum. Jónþór þurfti að mæta á eina vakt í þessari viku, og var það á sunnudagskvöldinu. Typical! Hefði hann ekki þurft að mæta á þá vakt væri hann jafnvel ennþá hérna fyrir norðan! Annars hefur hann haft nóg að gera að undirbúa sig undir flutninga.
Helstu fréttir SöruP undanfarna daga:

- Keypti vitlaust tannkrem. Keypti þetta bláa sem er algjör vibbi

- Ég hef ekki verið að nota bílinn vegna þess að allt er að drukkna í snjó hérna fyrir norðan. Labba því alltaf í skólann.

- Strákurinn á efri hæðinni bankaði hjá mér í gær og spurði hvort ég væri til í að færa bílinn. Ég sagði honum að ef ég gæti fært hann þá væri ég eflaust að nota hann. En það átti að ryðja planið uppi þannig strákurinn hjálpaði mér að moka bílinn lausan. Eða réttara sagt sat ég inn í bíl eins og algjör prinsessa á meðan hann og granninn við hliðiná ýttu og mokuðu bilinn lausann. Gott að eiga góða nágranna.

|

Tuesday, November 14, 2006

Sara fríkar út

Ég var nú aðeins hressari í dag en í gær ;) Sást m.a.s. í bros nokkrum sinnum held ég hehe. Við stelpurnar vorum að vinna verkefni í allan morgun og um 3 vorum við algjörlega tómar. Því stakk ég upp á því við hgg (a.k.a. Hanna Guðný) að við myndum taka smá pásu og fara í búðir og skoða jólaskraut. Hún tók vel í það og fórum við á aðal kagganum hérna fyrir norðan, Pólóinum hennar, í smá búðaleiðangur. Þegar við vorum við kassan í Rúmfó þar sem ég var að fara að borga ramma, vissi ég ekki fyrr en að það var komin skafa á kassaborðið sem ég átti greinilega að kaupa. Já sumir hafa greinilega ekki alveg verið sáttir við ástandið á bílnum hjá manni ;)
Annars fer þetta blessaða blað okkar að verða klárt að því leiti að við erum búin að senda flest allt til morgunblaðsins og nú bíður maður bara spenntur eftir uppkasti.
En jæja best að lesa þetta verkefni yfir fyrir svefninn. Segi bara good night to you all.
|

Skortur á tíma

Ég er nú eflaust ekki ein um það að hafa varla tíma til að borða þessa dagana. Ég vaknaði snemma í morgun til að hittast í verkefnavinnu og er búin að vera á fullu í allan dag. Það er varla svo að maður hafi tíma til að blogga og ekki tekur það nú langan tíma. Því miður er staðreyndin sú að ef maður ætlar að gera e-ð sem manni finnst skemmtilegt þá verður maður að fórna svefni til að sinna því þar sem það er eini tíminn sem er ekki full bókaður. Eins og t.d. um daginn settu stelpurnar One Tree Hill seríu í tölvuna mína fyrir mig og ég var vakandi eitt kvöldið til 3 um nóttina að glápa og til 5 næstu nóttu! Þetta er ekki normal, en ég bara hafði engan annan tíma til að horfa á þetta. En mín ætti nú að vera ágætlega úthvíld eftir helgina þannig þetta verður eflaust allt í lagi.
Annars er ég búin að vera ansi skapvond í dag, sem ég reyni nú að forðast en þetta kemur víst fyrir besta fólk ;) En besta meðalið fyrir vont skap er Jónþór eða svefn og þar sem einungis annað er í boði segi ég bara góða nótt :)
|

Sunday, November 12, 2006

Wet like a dog

Var að koma úr göngu og var svo blaut þegar ég labbaði inn að það var ekki að ræða annað en mín ætlaði í heitt bubblebath og síðan beint upp í rúm að lesa áður en farið verður að sofa.
Jónþór kom á föstudaginn og við áttum alveg æðislega helgi saman. Lítið gert annað en að fara út að borða, kúra, horfa á vídíó, fara á kaffihús, í bíó, og haft það gott saman. Þrátt fyrir það að við séum búin að búa á sitt hvorum staðnum í haust þá held ég að það verði mjög skrítið þegar hann flytur út. Ekki alveg jafn auðvelt að hittast þegar okkur hentar.
Þannig þegar hann keyrði í burtu og ég var með tárin í augunum kom ekki annað til greina en að hringja og fara að gera e-ð annað en að hanga heima og vorkenna sjálfum sér. Ég fór og bakaði jólasmákökur með Hönnu Guðnýju, Grétari og Ragga. Fékk mér fyrsta sopan af malt og appelsín fyrir þessi jól. Fór svo til Sigurbjargar að borða og í göngu. En á morgun hefst fjörið á ný í skólanum og þá er eins gott að setja allt í botn og taka þetta á hörkunni núna seinasta mánuðinn á þessari önn :)
|

Wednesday, November 08, 2006

Settið á leiðnni út í heim


Boy have I got news for you! Haldiði að pían sé ekki á leiðinni að verða UK-búi á ný :) Elsku besti, klárasti og flottasti Jónþór Klemensson, sá eini sanni, fékk vinnu út í Bretlandi og flytur út núna í nóvember. Ég klára skólann hérna heima og síðan er ég farin út :) Þetta er alveg æðislegt tækifæri sem kjelllllinn er að fá og ég er í skýjunum með hann. Það hefur verið draumur okkar beggja að flytja út saman, ég að læra meira og hann að vinna þannig þetta er bara meiri háttar.
Þar sem það eru jú vinir mínir og ættlingjar sem lesa þessa síðu þá vildi ég bara henda þessu hérna inn í staðinn fyrir að vera að hringja í alla og láta vita að settið væri á leiðinni út í heim ;)
|

Sunday, November 05, 2006

Föst á eyjunni fögru

Þessir seinustu 4 dagar eru búnir að vera alveg meiriháttar. Á miðvikudaginn fékk ég far suður og var komin eftir kvöldmat. Jónþór þurfti ekki að vinna fimmtudagsnóttina þannig við erum bara búin að ná þremur kvöldum saman sem hlýtur að vera e-ð nýtt met.
Síðan á föstudaginn komum við hingað til Eyja og erum við skötuhjúin búin að hafa það alveg æðislegt hjá ömmu og afa. Alveg búin að dekra við okkur. Í morgun ætluðum við síðan að leggja í hann "suður" en þá var það bara ekki í boði þar sem Herjólfur gat ekki farið úr höfn vegna veðurs. Erum við því búin að vera að hringja á klukkutíma fresti í Herjólf og athuga með hvernig þetta verður en mér sýnist það vera mjóg ólíklegt að við komumst frá eyjum í dag :( Og mín sem ætlaði norður og koma sér aftur í lærdómsgrínn :(
|

Wednesday, November 01, 2006

Slæmt ástand á píunni

Já það er nú ekki hægt að segja annað en að maður sætti sig við hitt og þetta. Nú er ég ennþá sjónvarpslaus og hef ekki fundið mikið fyrir því. Það hefur aðallega verið fólkið í kringum mig sem bara trúi ekki að ég geti lifað svona hehe. En ég verð að viðurkenna að þetta heldur manni við efnið þar sem á kvöldin get ég ekki horft á sjónvarpið og ekki get ég verið mikið á netinu þar sem það er alltaf að detta út heima. Þannig ég er neydd til þess að læra eða fara að sofa ;) hehe
Annað sem er ekki alveg nógu gott...núna kólnar á Akureyri og því þarf að skafa á morgnana. En mín á ekki sköfu þannig undanfarna morgna hef ég verið að skafa með geisladiskahulstri!! Og það var bara engan vegin að virka í morgun þannig það var dregið út debetkortið ;) hehe Maður reddar sér.
|