SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Wednesday, June 30, 2004

Goslokahátíðin....

Já mér skilst að goslokahátíð sé næstu helgi, og ég sem var einmitt búin að bóka mig til eyja :) Þannig þetta ætti að vera skemmtileg helgi. Reyndar er mér boðið í skírn kl.12 á sunnudeginum, þannig það er eins gott að fara ekki of seint heim þannig maður nági nú að mæta í herjólf :) Lind kom hérna í bankan áðan og var búin að gleyma að goslokahátíðin væri næstu helgi, þannig ég minnti hana á það og er hún nú að spá í að koma líka :D
|

Thank god for technology!

Guð hvað ég er þakklát fyrir alla þessa uppfiningarmenn. Í gær þurfti ég að telja SJÁLF úr bauk hjá barni. Klink vélin okkar var í notkun við e-ð annað og ég þurfti að telja hellings klink! Það tók sko góðan tíma. En svo lét ég upphæðina renna í gegnum vélina seinni um daginn og þetta stemdi allt, voða klár stelpa ;)
|

Nýr (en samt ekki) bloggari...

Hehehe, ég gleymdi alltaf að segja hann Gumma inn á listan hjá mér. Fyrir þá sem ekki vita er Gummi kærastinn hennar Ingibjargar. Og fyrir þá sem ekki vita hver hún er, þá er hann stór strákar sem spilar gólf og vinnur í sveitinni Borgarnesi :)
|

Tuesday, June 29, 2004

Er erfitt að ýta á takka?

Það er svo fyndið, það er eins og að það sé meiri háttar mál að ýta á takkan hérna í vinnunni. Þið vitið, við erum með þannig system að maður ýtir á takkan, fær númer og þá er maður númer það í röðinni. Allir alveg "Þarf maður e-ð að vera að taka miða!?" maður er bara O.M.G. er erfitt að taka einn h**** miða!?!?
|

Sunday, June 27, 2004

Óþolandi að vera peningalaus "niðrí" bæ!

Ég kíkti nú á stelpurnar í gær, þær voru að fá sér í glas heima hjá Sigrúnu. Set myndir inn á eftir eða á morgun. Það var rosa gaman, vorum í partýinu til svona 3 og síðan var kíkt í bæinn. Hittum allt "fræga" fólkið, Eyð Smára og Hemma Hreiðars og svona :) Það var nátturulega kíkt á Hverfisbarinn. Troðin eins og ALLTAF! Var með Tönju þar, síðan var verið að loka og hún ætlaði að labba heim til sín, og ég kvatti og allt voða fínt, fattaði svo á leiðinni að leigubílunum að hún væri með kortaveskið mitt. Og ég símalaus, algjör bömmer sko! Sem betur fer getur maður alltaf treyst á vini hans JónÞórs að redda manni í svona málum.
|

Friday, June 25, 2004

Gömul og lúin!

Hvernig er þetta eigilega með mann, er maður orðin svona gamall? Ég verð alltaf svo þunn eftir bara einn tvo bjóra að maður nennir bara varla orðið að detta í'ða! Það þarf bara að vera e-ð tilefni þannig að ég fari á djammið. Lásí manneskja eða bara að þroskast, hvað segi þið?
|

Birgitta komin til landsins :)

Jæja þá var ég að spjalla við hana Birgittu Stefaníu (frænku hans JónÞórs sem býr í Danmörku). Hún var að koma til landsins í fyrradag. Voða gaman að vera búin að fá hana og litlu stelpuna hennar hana Ísabellu. Þau eru einmitt komin til skíra litlu dúllan :)
|

Maður er nú bara fegin að Beckham sé ekki ManU!

Guð minn eini, ég er nú hrædd um það að hann Beckham þurfi aðeins að fara að hugsa um fótboltann og ekki hvernig hann eigi að klippa sig eða hvernig tattó hann á að láta skemma þennan annars flottan kropp sinn!! Jesús, ég bara skammaðist mín í gær þegar hann tók þessa fyrstu vídspirnu! Maður bara tók ekkert eftir honum í EM, nema kannski bara hvað hann vera LÉLEGUR!
|

Thursday, June 24, 2004

Örfáar myndir

Búin að setja inn nokkrar myndir. Því miður ekki margar. Nokkrar af Elliða Snæ og Arnóri þegar þeir voru í pössun hjá okkur, og svo nokkrar af 17.júní djammi. Ég var að vinna og komst seint í partýið þannig tók bara rosa fáar myndir. En here you are :D Það eru nokkrar í "Annað albúm" og svo í "Þriðja Albúmið".
|

Wednesday, June 23, 2004

Hverjum langar austur með mér í góðan bíltúr?

Nú ætla ég að byrja að auglýsa eftir manneskju að keyra með mér Austur á næst komandi vikum, ég þarf að kíkja Austur bara í einn dag og mundi helst vilja sleppa við að fara ein. Tanja Rut er búin að bjóða sig fram ef hún er ekki að vinna þá helgi þegar þetta verður. Þannig endilega látið mig vita ef ykkur langar að kíkja í góðan bíltúr við tækifæri ;)
|

Tuesday, June 22, 2004

HJÁLP!

Við erum að tala um það að það er spilað sama CD-inn aftur og aftur og aftur hérna í Smáralindinni! Og það er það EINA sem fáum að hlusta á hérna í bankanum ALLAN DAGINN! Drive me crazy sko!
|

Hvernig er þetta með þetta veður!?

Hvað er í gangi, er bara reynt að hafa sól þegar maður er að vinna og síðan leiðindarigningu og rok þegar ég er í fríi. Reyndar var helgin mín seinasta svo leiðinleg að það var ágætt að hafa bara rigningu! En núna vil ég fá sumar og sól um helgina, en þið? Og annað, ég er alltaf að vinna þegar ÍBV er að keppa hérna í bænum, hvað er málið með það? Þeir eru að koma núna á miðvikud og ofcourse er ég að vinna! Damn it sko!
|

Búin að kaupa MIÐANA :D

Jæja nú fór ég í morgun að kaupa miðana í Herjólf um verslunarmanna helgina, maður má ekki klikka á svona atriðum! :) Keypti miða fram og til baka fyrir mig og JónÞór, bílinn okkar og svo jú klefa, því ekki langar mig að hanga með ælandi fólki í 3klst! En svo getur vel verið að JÞ þurfi ekki sína miða þar sem hann er jú að vinna á skipi sem getur "skutlað" þeim ef þeir eru að sigla framhjá. Þannig aldrei að vita nema ég eigi lausan miða fram og til baka, til eyja fimmtud kvöld og heim mánud kl.6 :)
|

Sunday, June 20, 2004

Lítið að segja

Efast um að ég eigi eftir að vera mikið að blogga á næstunni, hef mikið að hugsa um en munn minni að segja! :/
|

Saturday, June 19, 2004

Ekkert að gera......

Ef þið hafið ekkert að gera (eins og ég núna) þá eigi þið endilega að kveikja bara á tölvunni, fá ykkur einn bjór og hlusta á þjóðhátíðalög og skoða blogsíður, rosa gaman :) hehe
|

Gummi komin til landsins :)

Vildi bara skila kveðju til Gumma, hennar Ingibjargar, sem er núna komin til landsins til að vera í sumar :) Hitti hann í Smáralindinni í morgun, ekki smá gaman að sjá hann aftur. Var líka frekar ánægð með hann þegar hann sagði mér að hann fylgist með síðunni minni ;) hehe
|

Miklar pælingar...

Ég var inn á síðu hjá honum Bigga og þar eru nú alltaf miklar pælingar í gangi. Núna er hann að velta fyrir sér hvað ást er, og hvernig er hægt að skilgreina hana. Ég held að commentin þar sú nokkuð góð. Ég kom t.d. með þannig punkt að ef maður vill hvergi annars staðar í heiminum vera heldur en í faðminu á maka sínum þegar maður situr upp brekku á Þjóðhátíðinni á sunnudagskvöldinu, þá er maður nú ansi ánægður með sinn! Auðvitað er hægt að skilgreina hana á marga vegu, en held að mín sé nokkuð góð ;) Hvað finnst ykkur?
|

Friday, June 18, 2004

Hvernig var þetta þegar maður var unglingur..!?

Guð minn eini, nú skil ég hvernig fullorðna fólkinu leið þegar það þurfti að treysta manni þegar maður var ungur og vitlaus ;) Ég er að fara að lána systir hans JónÞórs íbúðina okkar fyrir norðan, og þótt maður eigi að treysta henni þá er maður ekki smá nervous!:S Er nokkuð e-r á leið norður sem vill vera my spy ;)
|

Wednesday, June 16, 2004

17.júní..........vei frí enn og aftur :)

Það er ekki smá stór plús við að vinna í banka að það virðast alltaf vera frí á svona dögum eins og 17.júní :) Frekar næs sko. En reyndar er ég að vinna aðeins á kaffihúsinu EN bara í 2-3klst sem er fínt, fá smá auka money. En já eru allir að fara að djamma í kvöld? Hvernig er þetta í eyjum, er e-ð að ske?
|

Sunday, June 13, 2004

www.dalurinn.is

er ekki um að gera að hlusta bara á þjóðhátíðalög þegar það er rigning og leiðindi úti? Held það bara, dalurinn.is er frábær í einmitt það. Skrítið hvað maður fær alltaf mikin fiðring þegar maður heyrir þessi lög. Á ekki svo pott þétt að fara til eyja um verslunarmanna helgina?
|

Saturday, June 12, 2004

Laugardagskvöld heima við tölvuna, SAD! ;)

Nei nei þetta er ekki svo slæmt, mamma og pabbi eiga brúðkaupsafmæli í dag (til hamingju ;) ) þannig ég er búin að vera með Elliða Snæ og Arnór í dag. Það er búið að vera voða gaman hjá okkur. Alltaf jafn góðir strákar. Síðan fór ég líka út á lífið í gær þannig þetta er nú bara fínt. Er maður ekki að verða of gamall til að vera að djamma báðar nætur, eða er það kannski leyfilegt á sumrin!? ;)
|

Hvað sagði ég...!?!?

Come on, þetta er bara ekki fyndið, hvað er málið með veðrið!? REALLY! Ég nenni ekki þessari rigningu og roki, hvar er sólin. Jæja hún hefur morgun daginn að láta sjá sig, þannig maður fái smá lit eftir helgina :)
|

Thursday, June 10, 2004

Hver þorir að veðja.........ÉG!

Djöfull þori ég að veðja að svo kl.6 á föstudaginn þá kemur rigning! Í alveru, ég er bara búin að vera í vinnu og á fundum þessa viku og ekkert búin að geta notið þess að vera úti í góða veðrinu. En nei nei við VONUM bara að það verði voða næs veður um helgina! Þaggi!?
|

Wednesday, June 09, 2004

Gott að hafa enga glugga!

Thank god segi ég bara að það séu engir gluggar hérna í bankanum í Smáralind, held ég mundi ekki meika að vera föst inni og sjá góða veðrið úti. Betra að hafa bara gaman þegar maður kemur svo heim til sín! Er reyndar að fara að vinna í kvöld, þannig endalaust föst inni! No fair! En það verður sko gert e-ð skemmtilegt um helgina.
|

Tuesday, June 08, 2004

Nýjar myndir :)

Þá eru komnar inn myndir frá Englandsferðinni. Munið að það eru líka nokkrar myndir á síðu 2 :) Góða skemmtun ;)
|

Monday, June 07, 2004

Komin heim á ný :)

Jæja þá er maður mættur aftur í bæinn. Það var rosa gaman úti, mikið verslað og farið út að borða. Síðan var auðvitað dagsferð til Manchester á leikinn, sem var rosa gaman en verð nú að viðurkenna eftir að staðan var orðin 4-1 þá var maður orðin svolítið kjánalegur!! En þetta var nú bara ágætt. Það koma myndir mjög líklega í kvöld.
|

Wednesday, June 02, 2004

London here I come :)

Þá er komið að því að maður er að fara út á England-Ísland. Ó hvað það á (vonandi) eftir að vera gaman. Fer á morgun, fimmtudaginn, um kvöldið heim til pabbi. Þannig á föstudaginn verður VERSLAÐ og síðan haldið til Manchester á laug og eytt deginum þar. Síðan kem ég heim á sunnu daginn. Trúi samt ekki að ég sé að fara út þegar jónþór er að koma í land! Ömurlegt! :(
|