Thursday, March 31, 2005
Já við erum nokkrar að spá í að skella okkur út til Englands eftir prófin, versla sér föt fyrir sumarið, fara út að borða og svoleiðis :) Nauðsynlegt. Líka bara að verðlauna sig fyrir leiðindin sem maður er að fara að fara í gegnum, próf, verkefni, upplestra"frí" o.s.frv. Vonandi verður e-ð úr þessari ferð, yrði æði :)
Göngugarparnir halda sínu striki!!
Nú er komið að því að fara með bílinn í viðgerð, hann fer núna kl.10, sem þýðir að við verðum eflaust bíllaus um helgina :( Hvernig lifir maður þetta af, líka þegar veðrið fer versnandi! Sjáum til, kannski verður þetta þá bara kósí heima helgi :)
Góð byrjun eftir páskafríið
Það hefur sjaldan verið jafn erfitt að vakna eins og í gær morgun. Maður er búin að vera að sofa stanslaust út í viku, þannig þetta getur tekið á. Reyndar var þetta ógeðslega svekkjandi í gær, því jónþór ákv að sofa út, en ég ætlaði sko að vera dugleg og mæta í tíma. Heyrðu síðan tók kallinn bara nákvæmlega sömu glærur og dæmi og í tímanum fyrir páska þannig þetta var TOTAL waist of time!
Komst inn :)
Æði gæði, loksins komst ég inn :D Þannig ég get farið að bloggar aftur, gaman fyrir mig allavega ;)
Tuesday, March 29, 2005
Línuskautað í sólinni :)
Maður er nú búin að vera meiri tossinn í dag, ég var varla komin upp á bókasafn þegar ég þurfti að fara að sækja bílinn, síðan bauð Unnur mér með henni og vinkonum út að línuskauta. Ég gat nú ekki hafna slíku tilboði í þessari sól og blíðu þannig við kíktum út stelpurnar. Komum svo við í Brynju ;) En núna er ég komin heim, búin að kíkja aðeins á netið, og þá er það bara læra læra læra fram að kvöldmat :D Wish me good luck.
What a morning!
Klukkan var nú ekki orðin 11 þegar ég var búin að þurfa að labba út um allan Akureyrar bæ! Vaknaði um 10, fór þá framúr og kíkti á símann. Jónþór var farinn í vinnu og það var sms frá honum á símanum "það sprakk á leiðinni í vinnuna", og þar sem varadekkið okkar var undir bílnum (sprakk líka um daginn hjá okkur), þá var ekki mikið annað í stöðuna að gera heldur en að fara og láta gera við bæði dekkin. Sem betur fer sprakk hliðin á dekkjaverkstæði þannig ég labbaði þangað, lét þá fá lyklana, labbaði síðan aftur heim náði í skóladótið mitt og síðan labbaði ég upp í skóla. Síðan kl.13 er bíllinn tilbúin, þá þarf ég að sækja hann og koma honum á annað verkstæði! Þannig nóg af skemmtun fyrir mig framundan!!!
Monday, March 28, 2005
Romeo og Julia flutt norður
Jónþór virðist vera farin að hafa áhyggjur af því að fólk fari að tala um það að það sé komið "Romeo og Júlíu par" hingað norður. Flestir, og sérstaklega þeir sem eru ekki frá eyjum, mundu halda að þetta þýddi að við værum búin að vera e-ð súper rómó undanfarið, en sú merking er ekki alveg rétt. Heldur er þetta nafn sem hjón í Eyjum fengu á sig, útaf þau eru alltaf að labba út um alla eyju, þar sem þau eiga ekki bíl. Og þar sem við jónþór erum búin að stunda langar og strangar göngur um páskana, heldur hann að við förum að fá e-ð slíkt nafn á okkur! hehe En ég bara spyr, er hægt annað en njóta þess að vera úti í þessu YNDISLEGA veðri!?! T.d. í dag er búið að vera æðislegt veður 15°c, n.b. í mars.
Eggið bara hvarf :/
Held að þetta hafi aldrei skeð áður, í gær tókst okkur að KLÁRA páskaegg nr.7 :/ Reyndar er e-ð nammi eftir, en ekki mikið. Þvílík sælgætis GRÍS! Hef bara lítið annað um þetta að segja, kannski var þetta m.a.s. of mikið, mar á ekki að vera að viðurkenna svona held ég!!!! ;)
Henson skvísa
Heyrðu já, síðan setti ég inn nokkrar myndir sem Jónþór tók af mér í nýja Henson gallanum (albúm 13), þannig þið getið séð hvað mar er mikið skvísa í honum. Var að máta hann í gær, og það var svo þægilegt að vera í honum að ég fór bara ekkert úr honum aftur fyrr en mar skreið upp í :D
Sunday, March 27, 2005
Loksins komnar myndir :)
Þá er ég loksins búin að setja inn myndir :) Setti myndirnar frá vísindaferðinni suður inn aftur í Albúmi 11, síðan árshátíðamyndirnar í albúm 12, og síðan nokkrar nýjar myndir teknar núna í Mars inn í albúm 13. Mars myndirnar voru teknar í rvk þegar við kíktum þangað um daginn, myndir af okkur á páskunum og síðan myndir af nýja rúmteppinu mínu :) Endilega kíkið.
Takk fyrir mig stelpur :*
Í gær fékk ég afmælisgjöfina mína frá gellunum í borg óttans, Henson galla sem stóð SaraP 8 á, rosa flottur. Núna vanta bara tveimur gallan sinn og þá erum við allar komnar í "klúbbinn" ;) hehe Takk elsku Svava Lóa, Ásta, Sunna, Tanja Rut, Magga, Sigrún og Sara Jóna :*:*:*:*:*:*:* (koss til ykkar allra)
Málshátturinn
"Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað" - helvíti góður. Síðan fórum við Jónþór á kaffihús í gærkvöldi og með latte-inu mínu fylgdi svona lítið páskaegg með málshætti og á honum stóð "Aumur er agalaus maður". Sniðug meining á bakvið báða :D
Gleðilega páska :)
Vonandi byrjaði dagurinn jafn vel hjá ykkur. Það var vaknað og farið að leita af egginu, og met var slegið, tók mig kannski 5min að finna það, held að ég hafi aldrei verið svona fljót ;)
Friday, March 25, 2005
Enn að gráta..
Kláraði að horfa á The Notebook fyrir svona 10mín og það streyma ennþá tár. Hún er ÆÐISLEGA :) Ég bara grét og grét, rosa góða ástarsaga....hvet alla til að sjá hana. Maður á sko eftir að eignast þessa á dvd!
Róleg ferð í bæinn - ferðasagan.
Ferðin suður gekk bara vel. Við spiluðum Trivíal eins og var búið að tala um. Addi og Systa voru á móti okkur Jonny, og við nátturlega tókum þau alveg í ósmurt ;) hehe Þegar við komum suður var American Style fyrsti áfanga staðurinn hjá okkur skvísunum, peyjarnir kíktu á KFC. Síðan hittum við Dröfn og Eyrúnu og kíktum í ísbíltúr. Þar sem það var löng biðröð útúr ísbúð veturbæjar, og stelpurnar kunna ekki alveg jafn vel að meta ísinn þeirra eins og ég, ákv við bara að fara í Snæland. Ekki hægt að líkja þessu saman, en samt fínasti ís. Miðvikudagurinn fór aðalega í bæjarrölt, kíktum í Kringluna og Laugarvegin, keypti mér m.a.s jakka :) Um kvöldið elduðum við saman, við Guðrún tengdó og systur hans Jónþórs. Eftir það var haldið til Eyrúnar og Tomma þar sem við spiluðum og við Tommu slógum met í að vera freðin í hausnum!! Síðan í gær var kíkt í Smáralindina, og síðan aftur í Kringluna og keypt sér buxur og tvo pólóboli handa JÞ. Síðan um 6 leitið var haldið aftur norður. Bara fínasta ferð :D
Tuesday, March 22, 2005
Litlir bílar..
Nú erum við að fara að leggja í hann, ég, jónþór, addi og systa. Addi er að keyra bíl á milli fyrir e-ð bílaft, og við fáum að "húkka" okkur far með ;) Reyndar vorum við að komast að því áðan að þetta er Polo, sem eru fínustu bílar, nema bara svolítið litlir. Og við, þessir risar, eigum eflaust eftir að þurfa að þjappast pínu. Eins gott að við séum ekki að fara yfir helgi, þá væri ég eflaust með helmingi meiri farangur. Veit ekki afhverju, en ég virðist alltaf halda að ég þurfi meiri föt ef ég er að fara e-t yfir helgi...skrítið!
Annars verður tekið trivíal með, þannig við Systa eigum eflaust eftir að halda uppi góðri stemmingu á leiðinni :) hehe
Spjall sem brennsla?
Haldiði að maður brenni e-ð á að spjalla..? Ég meina maður er að hreyfa munnin á þvílíkum hraða oft....held samt ekki, annars værum við Sigurbjörg eflaust horfnar! Það er búið að vera voða mikið að gera hjá okkur að blaðra þessa seinustu daga, hvernig ælti þetta verður núna um páskana þegar hún fer út til Danmörku? Greyið JónÞór á eflaust eftir að lenda illa í því ;) hehe
Coming South
Þá er það ákveðið, við skötuhjúin erum að koma suður í dag og förum aftur norður fimmtudag/föstudag. Ekki smá fegin, fínt að kíkja aðeins í borg óttans, og ath hvað er að frétta af Kringlunni, Smáralindinni og svona ;) hehe
Monday, March 21, 2005
Páskafrí
Heimskulegt að leyfa okkur ekki bara að fara í páskafrí á föstudaginn. Frekar en að láta það byrja á miðvikudaginn, og láta okkur mæta í skólann á mánudegi og þriðjudegi. Sérstaklega þegar það er einn tími hjá okkur í dag og einn á morgun! Þetta bara styttir páskafríið um 4 daga. Við erum sem dæmi 10 í tíma í dag. Ég meina auðvitað mætti ég bara í dag, jónþór þurfti að fara í skólann og fyrst ég er hérna fyrir norðan þá get ég alveg eins mætt!
Langar samt rosalega að koma í bæinn í 2 daga eða e-ð. Er ekki alveg að meika að fara ekki suður aftur fyrr en mið maí (þegar prófin eru búin). Finnst það aðeins of langur tími til að hafa verið að sama staðnum! Er samt alveg til í að vera hérna um páskana, væri bara til í að kíkja suður núna í vikunni. Æ við sjáum til...
Friday, March 18, 2005
Nýtt tælenskt par flutt inn í Bakkahlíð 35 nh.v
Við erum að tala um það að Jónþór vildi kaupa svo marga pakka af hrísgrjónum (útaf þeir voru á e-u svaka tilboði) að það sást ekki í annað en bláa kassa í körfunni hjá okkur. Og þegar við fórum að borga þá lét hann svona 3 og 3 kassa alltaf í einu þannig við mundum ekki virkar eins og e-r hrísgrjóna FRÍKS!! Þannig ef ykkur vantar grjón þá viti þið hvert þið getið leitað ;) hehe
Hvar ætlar fólk að vera að vinna í sumar?
Ég verð aftur í Landsbankanum í Smáralind. Þannig allir vera duglegir að verða í því mall-i ;) Ég legg til að við reynum að vera dugleg að gera e-ð skemmtilegt í sumar. Fari í bústað, labba upp fjöll, fara að línuskauta og fleirra :)
Typical
Gaman þegar maður er að drösla sér á fætur for no reason. Í morgun svaf ég aðeins yfir mig, en ákvað nú samt að koma mér framúr og mæta í seinni tíman af tveimur. Síðan þegar ég er loksins búin að átta mig á í hvaða stofu og svona tíminn á að vera, og sest niður þá er konan að lesa seinasta orðið í seinustu setningunni á seinustu glærunni! Þannig tíminn var s.s. búin! Ég var því ekki lengi að koma mér aftur heim og undir sæng :)
Thursday, March 17, 2005
Go YaYa
Þið sem horfið á America's next top model, með hverjum haldiði? YaYa er mín manneskja í þessari keppni. Hún myndast svo vel, VÁ mar! Reyndar er Eva rosa mikið hörkutól og á eftir að hanga lengi inni, en held samt að YaYa slái henni við. Fínt að þessi Jen datt út í gær, nú býð ég bara eftir að phsyco augun þarna detta út. Ég meina ok hún er með flott augu, en voru þeir á e-u sem lituðu hárið henanr svona. Og svo segir hún "Now the other girls see me as a threat, and they should" Halló ég hélt að hún væri ekki alveg orðin blind ennþá!! Ojjjjj ljótt að segja svona, skamm skamm!
Ætti að vera bannað
Nú geri ég mér grein fyrir því að ég er í háskóla og með því fylgja ákveðnar skildur, mæta í tima, læra heima, taka próf, skila verkefnum og fleira. Hins vegar skil ég ekki þegar kennarar sjá sig ekki færa um að mæta og halda fyrirlestra þannig að tímarnir falla niður og þeir henda síðan bara inn á stundatöfluna okkar tími, hér og þar! Vita þeir ekki að þeir eru ekki einir í heiminum, og að við séum kannski busy stundum og búin að skipuleggja okkar líf aðeins, eins og þeir. T.d. í þessari viku voru tveir kennarar of busy til að mæta í vinnuna sína og eru því búin að setja á okkur tíma á morgun frá 17.00 til 19.00 (s.s. á FÖSTUDAGSKVÖLDI) og hinn verður með sína tíma á laugardaginn!! Hvað er að?!!!!!!?!?!?!?!?!?!
Strákar skilja þetta ekki alveg
Annað í sambandi við þetta fallega rúmteppi :)
Það sem Jónþór var ekki alveg að skilja:
1. Að ég tímdi að eyða svona miklum pening í eitt rúmteppi
2. Að ég hafi nennt að eyða svona miklum tíma að skoða og velja rúmteppið, hafi m.a.s. farið í fleirri en EINA búð!
3. Að ég hafi fengið teppið lánað heim til að máta það við rúmið og svefniherbergið
4. Að ég var til í að fórna náttborðunum okkar, sem maður festir við rúmið, fyrir rúmteppið (því það kemur ekkert sérstaklega vel út að hafa bæði)
Held reyndar að ég fári ekki mikið að ráða með þessi náttborð, hann verður fljótur að festa þau aftur á næst þegar ég er ekki heima.
Já og svo til að toppa þetta, þá kom vinur hans í heimsókn í gær þegar ég var að prófa teppið, og sagði "Hvernig nenniru að standa í öllu þessu veseni fyrir eitt rúmteppi, ég meina kostar þetta ekki bara e-n 2-3000kr!?" Þetta fannst mér setja punktinn yfir i-ið, um hvað sumir strákar just have no idea! ;)
Fjárfesting
Þið ættuð að sjá svefniherbergið núna....var að fjárfesta í rúmteppi í gær, alveg geggjað. Og þegar ég nota orðið fjárfesting þá er það engin brandari, just the honest truth! Eitt svona stykki kostar alveg sitt. Keypti það í Svefn og Heilsu og held að þau séu ekkert þekkt fyrir að gefa vörurnar sínar. En þetta er e-ð sem ég býst við að maður eigi í 10-15ár þannig kannski allt í lagi að borga aðeins fyrir það. Síðan fékk ég það í afmælisgjöf frá mömmu og pabba þannig ég setti okkur ekki alveg á hausinn, allavega ekki í þetta skipti! ;)
Wednesday, March 16, 2005
Búin að finna brúðarkjólin :D
Áður en fólk verður brjáluð yfir að það sé ekki búið að fá boðskort, þá don't worry, brúðkaupið er ekkert á næstunni. Mér skilst að fyrst þurfi e-r að biðja manns áður en mar getur gift sig ;) Mér liggur nú ekkert á að gifta mig, það er ekki málið, en stelpur eru samt bara svona! Mar er alltaf með augun opin fyrir svona kjólum, svo um daginn sá ég drauma kjólin. Aldrei séð svonan flottan kjól. Núna verður myndin bara geymd þangað til mar fer að fjárfesta í svona stykki :)
Páskar á Akureyri :)
Hvernig væri að fólk að sunnan kæmu hingað um páskana..? Nú snjóar og snjóar og því skíða/brettaveður dauðans ;) Maður var nú bara farin að hafa áhyggjur að Akureyrar-bær væri að fara á hausinn að fá enga ferðamenn hingað allan veturinn (liggur við), þar sem veturinn er búin að vera svo góður. En veður guðirnir virðast ætla að vera góðir við Akureyri, en ekki alveg jafn jolly við okkur hérna á Bakkahlíð 35, sem erum ekki alveg að fíla þetta í tætlur!
Þannig allavega nú hvet ég alla að koma norður á skíði um páskana, stelpur KOMIÐI :)
Freistandi :/
Sá að það var verið að auglýsa hjá BT ALLAR Friends seríurnar á 25.000kr. Þá erum við að tala um Friends from the beginning to the end! Djöfull langaði mig að fara og vera kærulaus og eyða pening í e-ð svona sem manni vantar þannig séð ekki neitt. Nei nei haldiði ekki að mér hafi síðan verið sýnt á amazon.co.uk allar seríurnar á 129 pund og miða við hvað gengið er lágt núna þá eru þetta 13.800kr! Hvernig haldiði að mér lýði núna!!!! I really want :'(
Tuesday, March 15, 2005
Supprisingly good
Vorum að koma heim úr bíó, fórum að sjá Hitch. Ég var búin að sjá auglýsingarnar og var alveg til í að sjá hana en bjóst þannig séð ekki við neinu. Kom skemmtilega á óvart hvað ég gat hlegið af henni. Fékk bara verk í magan á köflum :)
Kuldi dauðans
Á að mega bjóða okkur upp á þetta....-11°C í morgun...og -8°C núna! Það er allavega alveg á hreinu að maður fer ekkert út nema mar sé að labba á milli bílsins og e-r bygginga!
Tap á páskaeggi
Við skötuhjúin keyptum páskaeggið okkur örugglega fyrir svona 2-3 vikum!! Og er sú fjárfesting búin að vera mjög óhagkvæm þar sem á meðan að þetta verðstríð var í gangi þá lækkaði eggið um 800kr! Og við sem ætluðum að vera svo sniðug að ljúka þessu bara af, held að við sleppum því á næsta ári. En hvernig er þetta annars, á mar ekki að fá páskaegg frá e-m öðrum...!? Hver býður sig fram? ;)
Body Balance
Pain pain pain....alltaf gaman að fá "strengi" (eins mér skilst að þetta heiti á Húsavík). Nú er mar byrjuð aftur í Body Balance, and it hurts. En það er bara gott. Veit ekki alveg hvernig ég á eftir að meika spinning í kvöld....?
Sunday, March 13, 2005
Orðin e-ð þreyttur þetta grey! :)
Er það ekki tákn um það að makinn mans sé orðin e-ð þreyttur á manni þegar maður má ekki borða neinn einasta ávöxt hliðin á honum án þess að hann fari að tuða.....!? Er e-ð að því að maður nýtur þess að borða svona góðgæti eins og perur og vínber og láti þetta aðeins sullast upp í sér...!? Ég bara spyr ;) hehehe Kannski að ég fari bara að háma í mig snakk og súkkulaði og ath hvað er langt í að hann fari að kvarta >:/ Men, can't live with them, but they can't live without us :D
Próf og leiðindi
Þessi dagur er ekki alveg búin að vera sá skemmtilegasti. Hann byrjaði á því að ég hringdi í hann Arnór litla frænda sem var 3ára í dag til að óska honum til hamingju með daginn, og ég var ekki skemmtilegri en það í síman að hann setti hann bara á gólfið og fór á meðan ég var að tala...og svona 3-4min seinna kemur pabbi hans í símann alveg stein hissa....!
Næst var komið að því að reyna að reikna e-ð af þeim 100 dæmum sem kennarinn í Rks setti inn á netið rétt fyrir próf.......hvað er málið með það, var ekki hægt að láta okkur fá þetta með hverjum kafla fyrir sig. Og eftir að hafa pirrað mig á þessum dæmum var komið að því að taka próf í sama fagi og gekk það svona la la!
Reyndar fór ég síðan á langan runt með henni Systu og var það mjög gaman, spjallað um allt milli himins og jarðar :) Stelpuspjall, ómetanlegt! ;)
Saturday, March 12, 2005
Sjónvarps kjúklingur ;)
Svo ég tali nú aðeins meira um tv-ið þá horfði ég (örugglega eins og lang flestir landsmenn) á IDOL úrslitin í gær. Heiða var mín manneskja en ég var eigilega búin að undirbúa mig undir það að Hildur Vala mundi vinna þetta. Hún er nátturlega líka rosalega góð söngkona. Fór samt í taugarnar á mér þegar dómnefndin hrósaði Hildi eins og hún væri stjárna en sögðu síðan alltaf við Heiðu "Já þið eruð að frábærar söngkonu..." og "þið eruð alveg einstakar..." og þið þið þið...talaði alltaf beint við Hildi en til þeirra beggja við Heiðu. Fattiði?! En ALLAVEGA þá er þetta búið í bili.........! Eigum við nokkuð að ræða þennan viðbjóðis þátt sem var á milli IDOL þáttana!?!?! Jesús bara.
Seinasta serían í Friends :'(
Ólíkt flestum var ég bara að sjá seinasta Friends þáttinn í gær....guð hvað þetta var allt sorglegt, hef aldrei grátið jafn mikið....og það yfir Friends!?!?! Anyways....fékk lánaða seinustu seríu og er ég búin að liggja yfir henni. Hún er náttulega ekki nærri því jafn fyndin og hinar EN þau þurftu auðvitað að enda þetta á sætan hátt. Og persónulega gæti ég ekki verið ánægðari með endan. Það eina sem mér fannst virkilega MUST var að aðal Friends-parið mundi enda saman, og þau gerðu það þannig VVVEEEIIII :) Mín sátt.
Aftur komin helgi..!
Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Varla að trúa að það sé vika síðan ég var að gera mig klára að fara á árshátíðina :) Eins og þið kannski takið eftir er ég ekki búin að setja myndir inn og er það vegna þess að ég er ekki með foritið til þess, og þarf að reyna að redda því.
Annars var ég bara að koma heima úr Body Balance. Nýtt prógram í dag, voða skemmtilegt. Fór m.a.s. í nýju leikfimisbuxunum mínum og var án efa aðal gellan á place-inu ;) hehe
Ég er nú ekki búin að vera sú duglegast að blogga, en erum við líka búin að vera að vinna á fullu í ársreiknings-verkefni, og ótrúlegt en satt erum við nánast búin með það, þannig helgin fer ekki í það eins og ég var búin að búast við. EN auðvitað kemur e-ð skemmtilegt í staðin fyrir það....tvö próf!!! :( En se la ví :D
Annars var ég bara að koma heima úr Body Balance. Nýtt prógram í dag, voða skemmtilegt. Fór m.a.s. í nýju leikfimisbuxunum mínum og var án efa aðal gellan á place-inu ;) hehe
Ég er nú ekki búin að vera sú duglegast að blogga, en erum við líka búin að vera að vinna á fullu í ársreiknings-verkefni, og ótrúlegt en satt erum við nánast búin með það, þannig helgin fer ekki í það eins og ég var búin að búast við. EN auðvitað kemur e-ð skemmtilegt í staðin fyrir það....tvö próf!!! :( En se la ví :D
Aftur komin helgi!
Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Varla að trúa að það sé vika síðan ég var að gera mig klára að fara á árshátíðina :) Eins og þið kannski takið eftir er ég ekki búin að setja myndir inn og er það vegna þess að ég er ekki með foritið til þess, og þarf að reyna að redda því.
Annars var ég bara að koma heima úr Body Balance. Nýtt prógram í dag, voða skemmtilegt. Fór m.a.s. í nýju leikfimisbuxunum mínum og var án efa aðal gellan á place-inu ;) hehe
Ég er nú ekki búin að vera sú duglegast að blogga, en erum við líka búin að vera að vinna á fullu í ársreiknings-verkefni, og ótrúlegt en satt erum við nánast búin með það, þannig helgin fer ekki í það eins og ég var búin að búast við. EN auðvitað kemur e-ð skemmtilegt í staðin fyrir það....tvö próf!!! :( En se la ví :D
Aftur komin helgi!
Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður. Varla að trúa að það sé vika síðan ég var að gera mig klára að fara á árshátíðina :) Eins og þið kannski takið eftir er ég ekki búin að setja myndir inn og er það vegna þess að ég er ekki með foritið til þess, og þarf að reyna að redda því.
Annars var ég bara að koma heima úr Body Balance. Nýtt prógram í dag, voða skemmtilegt. Fór m.a.s. í nýju leikfimisbuxunum mínum og var án efa aðal gellan á place-inu ;) hehe
Ég er nú ekki búin að vera sú duglegast að blogga, en erum við líka búin að vera að vinna á fullu í ársreiknings-verkefni, og ótrúlegt en satt erum við nánast búin með það, þannig helgin fer ekki í það eins og ég var búin að búast við. EN auðvitað kemur e-ð skemmtilegt í staðin fyrir það....tvö próf!!! :( En se la ví :D
Wednesday, March 09, 2005
Þakkir
Djöfull er dagurinn eftir afmælisdaginn alltaf ömurlegur, það heyrist t.d. ekki í símanum, þar sem mar talaði við nánast alla sem maður þekkir daginn áður. En eitt skemmtilegt er að ég fékk engar stórar gjafir í gær, t.d. frá jónþóri, m&p, ömmu og afa og stelpunum fyrir sunnan, þannig ég á það eftir :D
Ég vil samt þakka öllum þeim sem mundu eftir mér í gær. Það var rosa gaman að fá öll smsin, hringingarnar, e-mailin og msn skeytin frá ykkur! :*
Monday, March 07, 2005
Friends beint í æð
Talandi um að vera með Friends á heilanum, ég heyri bara raddirnar þeirra all day long! Kannski einum of stór skammtur að horfa á heila seríu á svona tveimur dögum!!??
Verðstríð dauðans.
Ég vissi nú að það væri búin að lækka verð á mjólk og kóki en pældi síðan bara voða lítið í þessu. Fyrr en áðan þegar ég þurfti að skreppa í Bónus til að kaupa hitt og þetta fyrir kaffiboðið á morgun. Jésús minn, fólk var að MISSA SIG! Sumir að kaupa 10-12lt af mjólk og svona. Og ég sem hélt að fólk mundi ekki kaupa meira af svoleiðis vörum þrátt fyrir lækkun í verði, ég meina halló hún verður útrunnin eftir 3-4 daga, hvort sem hún kostar 20kr eða 90kr!
En allavega, öllum er auðvitað velkomið að kíkja í kaffi á morgun, verður um 4 leitið :)
Birthday Birthday
Sunna sæta átti afmæli í gær, Tanja á afmæli í dag........sem getur bara þýtt eitt..........að ég eigi afmæli Á MORGUN :D hehe Djöfull er ég alltaf mikið smábarn á þessum tíma árs, finnst bara eins og ég sé eina manneskja í heimi sem skiptir máli á þessum degi, 8.mars :) hehe En ég meina á það ekki að vera þannig, ef mar má ekki vera prinsessa á afmælisdeginum sínum hvenar má mar það þá eigilega!?!?!
Sunday, March 06, 2005
Frábært kvöld
Kom heim fjögur, fór að sofa sjö og vaknaði tíu þannig þið getið ímyndað ykkur hvað mig hlakkar til að skríða upp í!
Það var bara rosa gaman í gær, maturinn fínn, skemmtiatriðin fín og Skítamórall heavy skemmtilegir. Held að hvert einast lag hafi minnt mig á Þjóðhátíðina, eða bara sumrin yfir höfuð.
En já takk fyrir kvöldið allir þeir sem ég hitti og var með í gær. Reyni að henda myndum inn á morgun :D
Friday, March 04, 2005
Sátt við úrslitin í kvöld
Verð nú bara að segja að ég er fegin að Davið Smári (eða hvað sem hann nú heitir) datt út í kvöld, fór svolítið í taugarnar á mér þetta grey. Ég held með Heiðu, en held líka að það taki því ekki að horfa á næsta þátt því hún Hildur hefur svo gríðarlegt fylgi. Neeeemma að allir sem héldu með Davíð kjósa Heiðu næst.......það væri gaman :D
The colour of the night...
...will be "It don't matter if you black or PINK" ;) hehe Þá er búið ákveða í hverju mar ætlar að vera á árshátíðinni. Eða svona eigilega, held að ég endi í svörtu, en gaman að reyna að vera svolítið litrík og bæta við smá bleiku :D Tek myndavélina með þannig if everything goes according to plan, verða myndir settar inn á sunnudaginn. Minnir mig á það: vantar batterí..
Jonny veikur
Hann Jónþór er búin að vera veikur í gær, og miða við hóstan í nótt býst ég við að hann verði ekkert í topp formi í dag heldur. Og við sem erum aldrei veik (7,9,13). Væri svo typical ef ég yrði síðan veik á morgun! Ég get svarið það að ef svo verður þá mæti ég bara með Norsku' á ballið ;) hehehe
Fúllt!
Já það er örugglega ekki til betri orð yfir að missa enn og aftur af afmælisveislunni sem við Sunna og Tanja höldum venjulega saman á þessum tíma á hverju ári. Í fyrra var ég hérna fyrir norðan, og þær héldu þá veislu án mín og það kom fræg söng kona og læti!! Og núna þarf árshátíðin að vera sömu helgi, ég sem ætlaði mér ekki að missa af þessu aftur :(
Þið sem gluggið í bækurnar annars lagið..
...hafi þið tekið eftir því að hvaða (skóla)bók sem þið opnið, þá tekur 2 klst að lesa einn kafla!? Mér þykkir þetta alveg merkilegt, þar sem allar bækurnar eru mis stórar, og með mismargar blaðsíður. En ég get svarið þetta, það tekur mig c.a. tvo tíma að lesa einn kafla. Held mar haldi sér bara við glærurnar ;)
Hvað er að ske!?!
Blessuð og sæl.....for those of you sem voru farin að hafa áhyggjur að e-ð hafði komið fyrir mig útaf bloggleysinu, þá fear not, því ég er í fínasta lagi :) hehe Ég hef nú ekkert neina sérstaka ástæðu fyrir afhverju ég er ekki búin að vera að blogga, örugglega bara leti.
Þessa viku er mar bara búin að sofa út á hverjum morgni og hafa það gott. Ég er nú búin að reyna að læra e-ð, en ég held að ég sé ekkert mikið betur stödd heldur en í seinustu viku. En við sjáum til.
Nú nálgast árshátíðin, og er mín búin að bjóða bekknum að kíkja hingað áður en haldið verður á Sjallan. Þannig eins gott að fara að taka til þannig bekkjafélagarnir missa ekki algjörlega álitið á mér ;) hehe
Tuesday, March 01, 2005
Styttist í árshátíðina :)
Á laugardaginn verður árshátíðin hjá HA. Þetta á eftir að vera rosa gaman, góður matur, skemmtiatriði, Skítamórall og læti. Eina sem ég er ekki alveg nógu sátt við er að Villi (þarna úr Bingo) verður kynnir. Ef hann verður e-ð eins og hann var í þessum fjandans þáttum þá á maður eflaust eftir að koma rúllandi út úr Sjallanum, fyrr en ætlað var!