Nú sit ég í vinnunni og er að bíða eftir að ég fái aðgang í eitt kerfi sem er búið að vera e-ð vesen á að komast inn í. Á meðan að ég bíð eftir hringingunni ákvað ég að taka einn stuttan blogg hring og sá þá að Arna Sif var e-ð að fylla út svona spurningar um sjálfan sig. Þegar maður sér svona á bloggi finnst manni alltaf svolítið áhugavert að lesa þetta. Þannig ég ákvað að gera svona fyrir mig :)
Nafn? Sara, a.k.a SaraP eða Sjarap ;)
Fæðingardagur og ár? 8.3.83
Stjörnumerki? Fiskur, en þegar ég var lítil taldi ég mig hafa verið hafmeyja í fyrra lífi hehe
Augnlitur? Græn/grár
Hárlitur? Ljóshærð....eina manneskjan á íslandi sem er ekki alltaf að reyna að blekkja sig og aðra með því að fara í litun 10 sinnum á ári ;)
Göt? Í eyrunum
Hársídd? Mjög sítt, þarf að drífa mig í klippingu
Hæð: 181 sm
Á lausu? Við skötuhjúin höldum upp á 5 og hálfs árs afmæli á laugardeginum á Þjóðhátíð þannig the answer would have to be NO!! :)
Systkyni: Dóra Björk, Arna Sif og Sighvatur
Uppáhalds.....
Litur? blár
Bíómynd? Pretty Woman og Dirty Dancing
Lag? bland í poka, lögin okkar Jónþórs ofarlega á listanum
Leikari / leikkona? Julía Roberts
Drykkur? Einbeiti mér meira að því að borða og lít á að drekka sem auka atriði. Vel mér drykk eftir því hvað ég er að borða. Með flest öllum mat finnst mér fínt að fá mér tvo sopa af vatni þegar ég er búin að borða. Mjólk með kökum og jólaöl á jólunum.
Matur? Lasagne, snakk og ís :) Hollustan alveg að drepa mann
Sjónvarpsþáttur? Friends og Sex and the City
Framtíðarplön? Vera hamingjusöm.........simple enough ;)
Í hverju sefurðu? Thats for Jónþór to know and you not to find out!
Skemmtilegast að gera? ohhh my! Vera í faðmi þeirra sem mér þykir vænt um.
Besta minning? Sem betur fer eru góðu minningarnar margar og erfitt að nefna e-r ákveðnar. Ein nýlegasta er helgin okkar Jónþór við laugina "okkar". Ein elsta er þegar við Sindri sátum í skottinu á trabantinum hans pabba þar sem það voru svo mikil læti í honum og hann hossaðist svo að okkur fannst það alveg geggjað!
3 kostir? Finnst nú að aðrir en ég eigi að segja til um það en ætli það sé ekki að ég er ákveðin og ætla mér ákveðna hluti í lífinu, er oftast mjög létt og er ekki að umgagnast fólk sem ég hef ekki áhuga á að þekkja.
3 gallar? Óþolinmóð, morgunfúl og ætli það teljist ekki galli að hafa oft gaman af því að heyra gott slúður og koma því áleiðis innan vinahópsins. Samt er hægt að treysta mér fyrir hlutum það er alveg á hreinu!
Helsta hræðsla? Flug
Fóbía: Flug
Hvar er hægt að finna þig? Vinnu, á kaffihúsi, stelpuhittingi eða ísbíltúr
Sumar, vetur,vor eða haust? Ég læt veðrið ekki mikið trufla mig, en sól og blíða er alltaf vel þegin eins er snjórinn í miklu uppáhaldi um jólin.
Hvað hugsaru þegar þú horfir í spegillinn á morgnanna? Hæ morgunfúla!
Í hvernig skapi ertu á morgnanna? Ef ég ÞARF að vakna þá fúl...ef ég vakna bara sjálf í rólegheitum þá kúruskapi
Hvað geriru þegar þú ert ein/einn? Tala í símann. Ekki hrifin af því að vera ein.
Hver er skoðun þín á hinu kyninu? "Can't live with them, can't live without them" - er helvíti flott setning, en svona án grínst væri lífið sko ekki næstum því jafn skemmtilegt án þeirra.
Ertu daðrari? nei ekki í dag en viðurkenni að maður notaði ýmis brögð á sínum tíma til að næla sér í Jonny boy ;)
Hvað mundiru gera ef þú mundir vinna milljónir? Kaupa mér peningabréf eða leggja inn á vaxtareikning. Því miður er ein miljón ekki eins mikið og maður heldur. Þetta er fljótt að fara.
Hver er tilgangur lífsins? Verð að apa eftir yngri systir minni hérna "Elska og vera elskaður"
Ef þú fengir eina ósk hvers myndiru óska þér? Góða heilsu allra í kringum mig, án efa ekkert jafn sárt og að missa e-n náin sér.
Ef það ætti að gera bíómynd um þig, hver myndi leika þig? hmmmm....veit ekki með mig en ef það ætti að leika Örnu þá myndi ég segja Jónþór því hann nær henni helvíti vel :D
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Þjóðhátíð eftir 21 daga :) :) :)