Var að lesa bloggið hjá Elliða Vignis, bæjastjóra Vestmannaeyja, og sá ég þar pistill þar sem hann lofar að bjóða í opið partý til sín næstu áramót ef íbúafjöldinn í eyjum heldur áfram að vaxa eins og hann hefur gert undanfarna tvo mánuði. Hann ætlar m.a.s. að syngja eftirfarandi lag:
Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima, hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
dafnar svo ótrúlegt er.
Ég eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.
Þannig nú er bara að vona að það fari að birta aðeins yfir eyjunum, fólk flyti þangað og lifi "happily ever after" :)