SaraP

Lifðu lífinu lifandi :)

Monday, April 30, 2007

BÚIN AÐ SKILA LOKAVERKEFNINU MÍNU :D

Yes its official...ég er búin að skila lokaverkefninu mínu :) Tilfinningin er super ;) Hefði reyndar alveg verið til í að halda upp á þetta í kvöld með því að slappa aðeins af og svona, en því miður stendur mér það ekki til boða :S Próf á miðvikudaginn og svo aftur eftir viku. Þannig ekki eins og maður geti kvartað....nema bara að maður hafi of langann tíma og þurfi að bíða eftir seinni prófinu. En svona er þetta, betra að hafa of langann tíma heldur en of stuttan :D

En já vildi bara segja öllum þessa frábæru frétt. Og takk dröfn mín, þú er alltaf jafn mikið æði :*
|

Sunday, April 29, 2007

Stemmari

Nú sit ég heima hjá Hjördísi og fylgist með blöðunum skjótast út úr prentaranum :) Yes...thats right...lokaritgerðin mín að verða klár. Ég keypti rosa flott blöð til að prenta á og svo á skvísan alveg gæða prentara þannig ég ákvað að gera þetta bara svona. En síðan prentar prentsmiðjan forsíðuna og sér um að binda þetta fyrir mig. Þannig vonandi að ég verði búin að skila ritgerðinni fyrir hádegi á morgun :D Ohhh hvað það verður mikill léttir!!

Í dag fórum við Hjördís og fengum okkur pizzu á Strikinu í kvöldmatinn. Við sátum úti í sólinni og skoluðum henni að sjálfsögðu niður með rétta stöffinu ;) Síðan kíktum við í smá bíltúr og þar sem við vorum að keyra framhjá Brynju fannst okkur ekki annað hægt en að fara inn og kaupa okkur ís. Þannig ég var alveg pökkuð þegar ég fór aftur upp á bókasafn. Í dag sýndi bíllinn á milli 23-25 gráður þannig það var alveg steik. Ekkert smá æðislegt :)

En jæja við ætlum að skella okkur í göngu fyrir svefninn. Good night mis amigos
|

Thursday, April 26, 2007

Kominn tími til að blogga

Fyrst að Hvata bró er m.a.s. farinn að setja út á hvað ég blogga lítið þá er nú eins gott að fara að standa sig. Og fyrst ég er nú að tala um hann þá vil ég óska honum góðs gengis í þeim tveimur prófum sem hann er að fara í í dag. GO HVATI GÓ :)

Nýjustu fréttir af lokaverkefninu mínu eru þær að það er ísl kennari að lesa það yfir og fara yfir orðalag, endurtekningar og svona, og ég á von á að fá það til baka í kvöld eða á morgun. Þá get ég klárað að laga það og sent það svo í PRENTUN :) Já það verður sko æðislegt. Ég er búin að senda forsíðuna í prentun þannig þetta fer allt að koma.

Og það sem er líka æðislegt er að ég er búin að lesa og glósa úr Lögfr bókinni og prófið ekki fyrr en eftir 6 daga. Þannig held ég standa ágætlega í þeim málum.

Jónþór er út í Brussel á sjávarútvegssýningu og er að standa sig eins og hetja held ég bara. Maður svo stolltur af gæjanum :) Hlakka ekkert smá til að fara út og fara að einbeita mér að vinnunni, honum og sjálfum mér ;)

En jæja við Hjördís ætlum í Early Lunch þannig ég bið að heilsa ykkur.
|

Sunday, April 22, 2007

Og Jónþór...

Your Birthdate: November 23

People wouldn't take you for a passionate person - and that's where they'd be wrong. You can develop deep emotions quickly, and you're the type most likely to move in with someone after a few dates.

Number of True Loves You'll Have: 3

Number of Times You'll Have Your Heart Broken: 1

You are most compatible with people born on the 5th, 14th, and 23rd of the month.
|

Gaman af svona rugli!

Your Birthdate: March 8

You love being in love... so much so that it's very hard for you to be single. Unfortunately, it's difficult for you to stay in love over time. Too many people intrigue you! Only your true love will be able to keep you interested over time.

Number of True Loves You'll Have: 2

Number of Times You'll Have Your Heart Broken: 3

You are most compatible with people born on the: 8th, 17th, and 26th of the month.

Linkið:
http://www.blogthings.com/whatdoesyourbirthdatemeanforyourlovelifequiz/
|

Hvað er að frétta...allt það létta!!

Þó svo að ég siti fyrir framan tölvuna nánast allan sólahringin þá er ég ekki mikið að blogga þar sem það er alveg takmarkað sem skeður hérna upp á bókasafninu. Við Hjördís sitjum alltaf í sömu sætunum og við hliðina á okkur eru tvö laus sæti. Mesta spennan hjá okkur yfir daginn er að sjá hverslags "pakk" kemur og sest hjá okkur. Stundum kemur fólk sem lykta eins og svín, stundum fólk sem borðar eins og svín og einstaka sinnum fólk sem hefur aldrei áttað sig á því að maður á að halda kj#$"? á bókasafni. Þannig nú t.d. bíð ég bara "spennt" eftir að sjá hvaða furðufuglar koma ;)

Í gær fengum við Hjördís sumargjafir og vorum ekkert smá sáttar með lífið. Þannig við ákvöðum að fara út í búð og kaupa e-ð smá á móti. Það endaði með að við keyptum Ruglbox og skemmtum okkur ekkert smá mikið við að finna e-ð dót í það :D

Annars er bara allt fínt að frétta. Nú er ég búin að koma lokaritgerðinni til leiðbeinandans í loka yfirlestur en ef ég þekki hann rétt fæ ég hana í hausinn með milljón athugasemdum :/ En þá er bara að vinna úr þeim og skila. Ég ætla nefnilega að skila á föstudaginn þannig styttist í að ég verði búin með þessa blessuðu ritgert :) Síðan er bara nóg að gera hjá mér að reyna að finna íbúð úti og selja mína hérna heima. Það gengur svona upp og niður en vonandi að það fari að koma hjá okkur.

Over n' out
|

Wednesday, April 18, 2007

"Perrinn góðan daginn"

Hola mi amigos, que tal? Kem nú bara sjálfum mér á óvart að muna hvernig á að segja þetta...djöfull er maður sorglega fljótur að gleyma stundum.

En allavega héðan er allt það fína að frétta. Nóg að gera í skólanum og mín að drepast úr stressi þar sem það er rúm vika í skil :S En svona er þetta...það verður fínt að henda þessu í hausinn á leiðbeinandanum mínum og þurfa síðan aldrei að hugsa út í þetta aftur. Nema auðvitað þegar maður fær einkunnina og ég verð nú bara að segja að ef ég fæ lélega einkunn þá er það ekki útaf því að ég lagði mig ekki fram! Hefði þá bara þurft að velja e-ð annað efni or something.

Dóra systir hringdi í mig í gær og ég svaraði nátturlega eins og alltaf: ég hvíslaði "halló", og hún sprakk úr hlátri og sagði mér að það væri alltaf eins og hún væri að hringja í e-n perra þegar hún hringdi í mig þegar ég væri á bókasafninu. Mér fannst þetta frekar fyndið og var algjörlega sammála henni. Þannig ef þið eruð búin að vera að reyna að hringja í mig undan farnar vikur og síðan hafi þið skellt á útaf það er alltaf bara e-r perri sem svarar....þá vitiði það núna IT'S ME!! ;)

Talandi um síma þá er minn alveg endanlega að deyja! Hann er nátturlega búin að vera á leiðinni að deyja í þó nokkra mánuði en núna skilst mér að fólk fái bara meldingu um að ég sé utan þjónustusvæðis annað hvert skipti sem það hringir í mig. Sem er ekki mjög sniðugt. Svo ákvað hann að hætta að titra í gær þannig nú missi ég ennþá frekar af hringingum þar sem ég er alltaf með hann á silent inn á bókasafni og heyri þ.a.l. ekki þegar hann hringir. En svona er þetta, það styttist í að ég flyti út og þá kaupi ég mér bara nýjann síma :) Mér skilst að símafyrirtækin úti séu liggur við farin að borga manni fyrir að vera með síma frá þeim, þannig það er fínt. Maður er náttúrulega alltaf að græða ;)

Síðan held ég að þessi tölva sé að reyna að aðstoða mig við að klára þetta lokaverkefni þar sem hún er alltaf að henda mér út af netinu þannig að ég get ekki verið að fara inn á msn og svona. Reyndar er það frekar slæmt þar sem ég kíki á tölvupóstinn minn svona 100 sinnum á dag!

Annars er bara lítið að frétta. Dagarnir mínir eru flestir eins, ég vakna, fer í skólann, borða þrisvar á dag, fer heim að sofa. Spennó. Það helsta sem ég get sagt ykkur er: ég fór í matarboð til Eggerts um daginn og fékk þar æðislega góðan mat, ég brenndi mig á tungunni í fyrradag þegar birna tók á stað og ég að taka fyrsta sopann af latte-inu mínu, ég horfði á Click í gærkvöld (ekki besta mynd í heimi), og ég er á fullu að reyna að ákveða hvernig ég á að skipuleggja þetta útskriftarfjör hjá mér. Er að reyna að finna tíma til að halda smá veislu í Rvk fyrir vini og ættingja en það verður því miður ekki mikill tími fyrir það :/ En maður verður nú að halda e-ð þannig ég þarf að pæla aðeins í þessu.

En eins og við segjum í bransanum "back to the books"
|

Saturday, April 14, 2007

Er verið að grínast með þetta:

MÁL: Icelandair eru kært fyrir auglýsingar sem hljóma svona:
  • „Fancy a dirty Weekend in Iceland“,
  • „One Night Stand in Reykjavík“,
  • „Free Dip every Trip“,
  • „Tvær í takinu“
  • „Pester a Beauty Queen“

VÖRN: Að mati Flugleiða hf./Icelandair ehf. eru auglýsingar þess eðlis að skilaboð sem þær gefa kunni að vera misvísandi og fyrirfram mótaðar hugmyndir þess sem auglýsinguna sjái geti haft mikil áhrif. Þannig kunni auglýsingar eða hlutar þeirra að fara fyrir brjóstið á einum án þess að öðrum finnist þær nokkuð athugaverðar. HALLÓ...EINMITT!!

NIÐURSTAÐA: ....telur kærunefnd jafnréttismála að það falli utan lögbundins verksviðs nefndarinnar að fjalla um auglýsinga- og kynningarefni Flugleiða hf./Icelandair ehf., sem birt var á eða beint var að erlendum mörkuðum.

Bíddu er samt ekki verið að fjalla um íslenskar konur!?!?!?!

|

Friday, April 13, 2007

Lýsi hér með eftir vinkonu minni...DRÖFN where are you!?

Heyrst hefur að Dröfn Sigurbjörnsdóttir sé stungin af til Namibíu!? Að hún hafi frétt að þar væri ungur piparsveinn sem hafði sérstakan áhuga á p?#%-trixinu og hafi því farið að kanna aðstæður!!

Ef þetta er bara enn ein helvítis kjaftasagan þá bið ég litla kúbufarann minn að hafa samband við mig þar sem ég er farin að sakna þess að fá comment, sms og hringingar frá þér!! :(
|

Wednesday, April 11, 2007

Málsháttur Söru og Jónþórs 2007

"Ólystug er annars tugga"
|

Tuesday, April 10, 2007

I'm back my loves :)

Hæ hó. Hvað er að frétta?! Þá er pían komin aftur norður í snjóinn. Í fyrradag var í að spila golf í stuttermabol og fékk m.a.s. smá brunku í andlitið síðan flaug ég heim til Íslands í gærkvöldi og hvað haldiði hafi tekið á móti mér....rok og krap!
Reyndar var ég ekki að spila golf, meira svona að kjafta Jónþór í kaf á meðan að hann spilaði. Ég get ekki einu sinni kallað mig "kaddí" þar sem ég hélt yfirleitt ekki á settinu, rétti honum ekki kylfur og hafði ekki hugmynd um hvernig völlurinn lægi. En ég gat sagt honum allt nýjasta og heitasta slúðrið af bókasafninu hérna fyrir norðan og það er sko slúður sem ekki nokkur maður á að láta framhjá sér fara.
Þessi ferð var alveg meiri háttar. Ég leit nánast ekki í bók né á tölvuskjá, heldur ákvað ég að slappa af og koma síðan aftur heim og klára þetta með stæl :) Við fórum mikið golf, út að borða og í búðir. Þetta var algjört æði og nú bíð ég bara spennt eftir að komast aftur út til hans eftir prófin.

Ég heyrði í Hjördísi í dag þegar við Systa vorum að keyra norður og fékk næstum því tár í augun þegar ég heyrði röddina hennar....já mar var sko farin að sakna hennar ;) Ekki skrítið þegar við höfum verið að eyða að meðaltali 12-14 klst saman á dag alla önnina!! Þannig stefnan er sett á að klára að læra um 10 og kíkja síðan á skvísuna. Svo skilst mér að það sé komið að Eggerti að plana hitting þannig eins gott að peyinn standi sig ;)
|

Tuesday, April 03, 2007

Worst day ever!

Dagurinn i gaer var sko algjort horror! Oj oj oj... Hann byrjadi tannig ad eg for ad vinna i ad laga leidrettingarnar a lokaverkefninu minu, sem tekur natturulega forever. Um hadegi fekk eg sidan einkunn fyrir 50% verkefni sem var su versta i minni skolagongu og fekk mig til ad grenja, oskra og hreinlega taka trillinginn! Tegar eg loksins fekk mig til ad fara ad klaeda mig og gera mig klara til ad fara ut a flugvoll fattadi eg ad eg hafdi gleymt passanum minum fyrir nordan! Velin atti ad fara i loftid kl.5.30 og kl. var ad verda 3. Naesti klst for i ad redda nyjum passa sem kostadi baedi bombu sem og ad taka forever ad redda. Konurnar hja Syslo aetludu aldrei ad na ad klara tetta og tar sem eg var half grenjandi amedan ad eg var ad reyna ad redda tessu aettu tid ad sja myndina a nyja vegabrefinu minu! OMG!! En sem betur fer nadi eg velinni sem var a rettum tima og flugid gekk bara vel. Eg var ekkert sma anaegd tegar eg sa Jontor a flugvellinum, og mun sko njota tess ad vera herna hja honum naestu vikuna :)
|

Monday, April 02, 2007

Reykjavíkur rotta

Nú er ég búin að vera á höfuðborgarsvæðinu í fjóra daga og styttist í að ég fari að fíla mig sem Reykjavíkur rotta ;) En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég flýg til Englands seinni partinn í dag. Ég er frekar stressuð þar sem ég fékk lokaritgerðina mína til baka með "nokkrum" athugasemdum þannig það verður nóg að gera í páskafríinu að laga hana og bæta. En ég átti nú bara von á þessu og auðvitað þýðir þetta að maður skilar betri ritgerð í lokin :) "Always look on the bright side of life" :)
|