Ég sit hérna á bókasafninu og er sko alveg búin á því. En sem betur fer er þetta seinasta kvöldið sem ég mun sitja á þessu bókasafni á þessum tíma, þar sem á morgun er ég BÚIN í prófunum. Guð hvað ég verð fegin. Ég fór einmitt að hugsa út í þetta í morgun þegar ég kom að þetta væri seinasta skipti sem ég þyrfti að rífa mig framúr eldsnemma til að fara upp á "bókó" að læra. Og núna þegar ég kom aftur eftir mat þá hugsaði ég e-ð svipað. Það sést líka alveg á manni að maður er ekki búin að gera annað en að hanga upp á bókasafninu í allan vetur. Ógeðis andlit, ógeðis hár og svo bara e-ð svo þreytuleg.
En þessi dagur byrjaði nú ekki mjög vel. Þegar ég mætti rétt fyrir 8 í morgun neitaði tölvan mín að opna skjölin mín. Þannig ég eyddi fyrsta einum og hálfa tímanum í að reyna að koma henni í lag og fékk næstum því áfall þegar tölvukarlinn hérna upp í skóla sagði að hún væri sennilega bara að crash-a! En hún ákvað að lifna síðan aftur við upp úr tíu þannig ég var mjög fegin. Kannski ekki skrítið að greyið tölvan sé orðin þreytt, nánast ekki búið að slökkva á henni í 9 mánuði.
Sighvatur Pálson náði bílprófinu sínu í dag, að sjálfsögðu í fyrstu tilraun, og vil ég óska honum til hamingju með það. Það verður æði þegar töffarinn kemur að sækja stóru sys á flugvöllinn í júní :)
Annars verður mikið flakk á mér næstu daga. Á morgun eftir prófið verður brunað í bæinn, farið í klippingu, grilla með familíunni og svo snemma í háttinn til að vakna snemma til að fara í flug. Sem betur fer þarf ég ekki að hugsa mikið í þessu ferðalagi þar sem það var séð um að bóka fyrir mig flug, leigubíl til að sækja mig á völlinn og hótel, þannig eina sem ég þarf að gera er að mæta á réttan stað á réttum tíma. Vonandi að ég nái að redda því...! Reyndar verð ég með um 50-60kg af farangri sem ég er ekki alveg að nenna að dröslast með þannig ég vona bara að fólk sjáið hvað ég er aumingjaleg og hjálpi mér þar sem að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti burðast með þetta allt sjálf ;)
En jæja best að renna einu sinni enn yfir þessar glósur áður en ég fer að sofa....